Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991. 33 Stórsöngvarará Kirkjulistahátíð Andreas Schmidt og Frieder Lang eru þýskir stórsöngvarar sem munu syngja í hinu mikla verki Felix Mendelssohn, Páli postula, á Kirkjulistahátíð ’91. Ásamt þeim munu Sigrún Hjálm- týsdóttir og Alina Dubek syngja einsöng í verkínu. Flutningur á verki þessu er hápunktur hátið- arinnar og verður það flutt 24. maí i Hallgrímskirkju. Auk ein- söngvara taka Módettukór Hall- gi'ímskirkju og Sinfóníuhljóm- sveit íslands þátt í flutningnum. Stjórnandi verður Hörður Áskelsson. Andreas Schmidt, ba- ríton, fer með hlutverk Páls post- ula. Hróöur hans fer sívaxandi og hefur hann undanfarna þrjá mánuði sungið á Metropolitan í New York. Frieder Lang, tenór, er ekki aðeins einn virtasti söngvari Þýsklands heldur eínnig einn sá menntaðasti með próf i kirkjutónlistarfræðum. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur er óþarft að kynna, hún er nú meðal vinsæl- ustu óperusöngvara sem við eig- um. Aiina Dubek, messósópran frá Póllandi, býr hér á landi vegna starfa eiginmanns hennar. Trúarlegljóð Nýlega kom út Jjóðabókin Sálmar á atómöld eftir Matthias Johannessen. í bókinni eru sex- tiu og sex trúarleg ljóð og birtust fjörutíu ogníu þeirra í samnefnd- um Ijóðaflokki í bókinni Fagur er dalur sem kom út 1966. Dr. Gunnar Kristjánsson ritar inn- gang að þóðunum þar sem Jiann lýsir þeim trúarviðhorfum og trúartilfinningum sem í þeim speglast. Gerir Gunnar grein fyr- ir því hversu sálmar Matthíasr séu ólíkir þeim sem sungnir eru í kirkjum. Segir hann meðai ann- ars að þar séu engar trúfræöileg- ar kenningar og ekki heldur bæn- ir en hvað eina, bæði stórt og smátt, veröur skáldinu tilefni til lofgjörðar. Skáld semur lögviðljóðsín Kristján Hreinsson fjóðskáld hefur geflð út plötu, Skáld á nýj- um skóm, með frumsömdum ljóðum og lögum. Höfundur segir sjálfur að hér sé um að ræða sneiðmynd af tónsmíðum og Ijóð- um síðustu tuttugu ára. Honum til aöstoðar á plötunni eru Tryggvi Hubner, gítar, Pétur Hjaltested, hijómborð, og Pálmi Gunnarsson, bassa. Hann ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni sér svo um bakraddir. Eftir Kristján Hreinsson liggja fimm Ijóðabæk- ur, eitt leikrit og flöldinn allur af textum á hljómplötum. Tværíslenskar kvikmyndirfrum- sýndaráárinu Það mun ljóst að það verða að- eins tvær leiknar íslenskar kvik- myndir i fullri lengd frumsýndar á árinu og er önnur þeirra gerð í samvinnu við önnur Norður- lönd. í byrjun júlí verður frum- sýnd nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúr- unnar, sem segir frá tveimur íbú- um á elliheimili í Reykjavík sera strjúka og lialda á æskustöðvar. Aöalhlutverkin loika Gísli Hall- dórsson og Sigríður Hagalín. 1 haust verður svo frumsýnd kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíti víkingurinn. Þetta er þriðja vikingamynd Hrafns og sú lang- viðamesta. Aðalhlutverkin eru leikin af ungum leikurum, Gott- skálki Sigurðarssyni, og norsku stúlkunni Maria Bonnevie. Reyndustu kvikmyndaleikarar qkkar, Helgi Skúlason og Egill Olafsson, leika einnig stór hlut- verk í Hvíta vikingnum. Menning Listahátíð í Hafnarfirði: Fjórtán stór höggmyndaverk þekktra listamanna reist ef selja ætti verkin í útlöndum næmi söluverðmæti þeirra 250 milljónum króna Þorgeir Olafsson og Sverrir Olafsson eru báðir i undirbúningsnefnd Listahátíðar í Hafnarfirði. Þeir eru hér fyrir framan vinnustofu listamanna í Straumi þar sem myndverkin verða smíðuð. Með þeim á myndinni er myndarleg- ur hundur sem er í eigu Sverris. DV-mynd: GVA. Þessa dagana er mikið unnið 1 vinnustofu listamanna í Straumi í Hafnarfirði. Járnsmiðir eru í óða önn að smíða stór listaverk eftir fjórtán listamenn. Munu þau prýða Hafnar- fjörö meðan á listahátíð stendur þar 1. júní til 13. júlí. Fyrst í stað verður verkunum kom- ið fyrir í Strandgötu, við Hafnarborg, á Thorsplani og við Fjarðargötu. Þau verða síðan flutt í fyrsta almenna höggmyndagarðinn á íslandi sem verður komið fyrir á útivistarsvæð- inu við Víðistaðakirkju. Verður þessi höggmyndagarður vígður 21. júní með þátttöku allra erlendu og inn- lendu listamannanna sem hingað munu koma til að fullklára verk sín. Áætlað er að Sverrir Ólafsson búi til skúlptúr sem síðan allir listamenn- irnir rafsjóði nöfnin sín í. Listamennirnir, sem margir hverj- ir eru heimsfrægir, gefa Hafnarfjarð- arbæ verk sín og munu þessi verk mynda kjarnann í garðinum sem síð- an er áætlað að auka við þegar fram í sækir. Heimsþekktir skúlptúrlistamenn Listamennirnir, sem taka þátt í vinnustofunni, eru frá níu löndum. íslendingarnir eru flestir eða fjórir, frá Finnlandi og Mexíkó koma tveir og einn frá Japan, Frakklandi, Sví- þjóð, Sviss, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Kjarninn úr þessum hópi hefur hist tvisvar áður á al- þjóðlegum vinnustofum skúlptúr- listamanna, síðast í Mexíkó í fyrra- haust. Þá var þátttakandi í hópnum, Sverrir Ólafsson sem hefur átt mik- inn þátt í að fá alla þessa listamenn hingað. Erlendu listamennirnir eru mis- þekktir. Þeirra þekktastir eru Se- bastian frá Mexíkó, Atsushi frá Jap- an, Júrg Altherr frá Sviss og J.B. Moroles frá Bandaríkjunum. Allt eru þetta listamenn sem hafa sýnt verk sín um allan heim. íslensku listamennirnir, sem taka þátt í vinnuhópnum, eru Kristján Guðmundsson, Brynhildur Þorgeirs- dóttir, Magnús Kjartansson og Stein- unn Þórarinsdóttir og er þaö í fyrsta skipti sem þau tvö fyrstnefndu gera útiverk. Verður spennandi að sjá verk þeirra, sérstaklega verk Kristj- áns en hann hefur nær eingöngu formað lítil myndverk. 60 tonn af járni Þorgeir Ólafsson, sem er í undir- búningsnefnd, sagði að listahátíðin þyrfti ekki að greiöa kostnað við ferð listamannanna hingað til lands. Þeim hefðu verið send formleg boðs- kort og í langflestum löndum væri þannig málum háttað að þegar kæmi slíkt boð þá væri borgað farið fyrir listamennina heima, en allt uppihald væri á vegum listahátíðarinnar. Hann sagði einnig að auk kostnaðar við veru listamanna hér á landi þá væri mikill kostnaður við gerð sýn- ingarskrár og litprentaðs bæklings þar sem eru litmyndir af öllum verk- unum sem smíðuð verða. Verður sá bæklingur prentaður í flörutíu þús- und eintökum og sendur út um allan heim. Þorgeir sagði einnig að þegar væru farnar að berast fyrirspurnir erlendis frá um sýningu þessa og mætti búast við erlendum sérfræð- ingum og blaðamönnum í tilefni þessarar höggmyndasýningar. Talið er að um sextíu tonn af járni fari í listaverkin og munu 3-5 járn- smiðir vinna við gerð verkanna fram að opnun. Ef selja ætti þessi listaverk á erlendum markaði er talið að þau myndu seljast á 250 milljónir króna. Frá 1. júni getur almenningur fylgst með gerð verkanna í Straumsvík. Að kvöldi 21. júní, þegar búið er að vígja höggmyndagarðinn, verður haldin sólstöðuhátíð að Straumi. Munu allir skúlptúrlistamennirnir koma saman og búa til einn „risa“ eins og Sverrir Ólafsson orðaði það og verður hann svo brenndur á mið- nætti við undirleik blússveitarinnar Vinir Dóra. Eins og áður sagði eru verkin öll frekar stór. Sverrir Ólafsson sagði að stærsta verkið yrði verk eftir Se- bastian, það yrði að öllum líkindum fimm metra langt og þriggja metra hátt. Listahátíð á tveggja ára fresti Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er listahátíð í Hafnarfirði. Þorgeir sagðist vonast til að þessi listahátíð yrði haldin á tveggja ára fresti og þá yrði ávallt ein listgrein meira áber- andi en önnur. í ár væri það skúlpt- úrinn. Að tveimur árum liönum væri ætlunin að setja tónlistina í hásæti. Þorgeir sagði einnig að hstahátíð sem þessi væri geysimikið fyrirtæki sem endalaust væri að veíja upp á sig í kostnaði. Aðalstyrktaraðilinn væri Hafnarfjarðarbær, ríkið styrkti einn- ig listahátíðina lítillega og svo ein- staka fyrirtæki sem styrkja myndar- lega. Þorgeir kvað þessa höggmynda- sýningu og listahátíðina í heild vera mikla lyftistöng fyrir Hafnarfjörð, en auk myndlistarinnar verða margir tónlistarkonsertar þar sem þekktir íslenskir tónhstarmenn munu leika og syngja. í Hafnarborg, menningar- miðstöð Hafnarfjarðar, verða mál- verkasýningar í tengslum við hsta- hátiðina. -HK Módel af einu listaverkinu sem mun prýða höggmyndagarð Hafnarfjarðar i framtiðinni, simi sem verður þrir metrar á breidd. Höfundurinn er Sonia Renard frá Frakklandi. Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníunnar: Hundrað manna hljómsveit í Vorblóti Stravinskís Meira er lagt í flutning en oftast áður á síðustu áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sem verða í kvöld í Háskólabíói. Hljóm- sveitina munu skipa um það bil eitt hundrað manns og mun þessi stækk- un njóta sín best í flutningi síðasta verksins, Vorblóti eftir Stravinskíj. Önnur verk, sem verða á tónleik- unum, eru Poeme d’extase eftir Scirabin og Píanókonsert í g-moll eft- ir Dvorák. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari. Vorblótið er eitt af tímamótaverk- um í tónlist á 20. öldinni. Það íjallar um forna rússneska helgisiði og mannfórnir. Fáar tónsmíðar hafa haft eins mikil áhrif á önnur tón- skáld og Vorblótið. í verkinu kastar Stravinskíj fyrir borð öUum veujum og hefðum sem fram til þessa tíma höfðu tíðkast í tónsmíðum. Einleikari í Píanókonserti Dvoráks er Rudolf Firkusny. Hann fæddist í Tékkóslóvakíu 1912 og er því nærri áttræður. Firkusny kom fyrst fram á tónleikum í Bandaríkjunum 1938 og á löngum ferli hefur hann leikið með öllum þekktustu hljómsveitum vestan hafs og austan. Hann er talinn með mestu píanóleikurum þessarar aldar í túlkun klassískrar og ró- mantískrar tónlistar sem og tónlistar frá fyrri hluta 20. aldarinnar. Firk- usny mun einnig koma fram á Minn- ingartónleikum um Rudolf Serkin sem Tónlistarfélagið gengst fyrir næstkomandi laugardag í íslensku óperunni. -HK Rudolf Firkusny, einleikari með Sin- fóniuhljómsveit íslands i kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.