Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Samflotið er gleymt Spánverjar hafa hér á landi veriö geröir að blóra- böggh í umræðunni um kröfu Evrópubandalagsins um veiðiheimildir í efnahagslögsögu íslands. Þeir eru sagð- ir sýna svo mikla óbilgirni, að viðræður um evrópskt efnahagssvæði séu um það bil að fara út um þúfur. Erlendis beinist gagnrýnin ekki síður að íslendingum. Til dæmis vara sænskir fjölmiðlar við því, að ólund ís- lendinga í fiskveiðimálum sé þröskuldur í vegi þess, að önnur ríki álfunnar nái saman. Þannig er íslendingum stillt upp við vegg á svipað hátt og Spánverjum. Sérstök áhugamál íslendinga og Spánverja gera við- ræður Evrópubandalagsins og Fríverzlunarsamtakanna flóknari en ella. Samt má ekki gleyma, að það eru samn- ingamenn annarra ríkja, sem hafa teflt málinu í þá stöðu, að sjávarútvegsmál mæta afgangi. Það hentar hinum stóru í samningaviðræðunum að gera Spánveija og íslendinga að blóraböggli. Það auð- veldar til dæmis Svíum að segja eftir á, að íslendingar geti sjálfum sér um kennt að hafa verið skildir eftir, þegar komið verður á fót evrópsku efnahagssvæði. Þótt réttlæti skipti litlu í samningum þessum, er rétt- læting afar mikilvæg. Hinir stóru aðilar telja sig þurfa að geta útskýrt, af hverju íslendingar verða skildir eft- ir, þótt oft hafi verið fullyrt, að ríki Fríverzlunarsamtak- anna mundu ekki láta neinn félagann sitja á hakanum. Fulltrúar íslands hafa löngum fjallað um, að íslend- ingar mundu hafa mikið gagn af ákvörðun Fríverzlunar- samtakanna um strangt samflot ríkja þess í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði. Nú er komið í ljós, að hin fagra ákvörðun um samflot er gleymd og grafm. Nú er opinberlega talað um það sem hvern annan sjálfsagðan hlut, að íslendingar og Svisslendingar kunni að hætta við aðild og að önnur ríki Fríverzlunarsamtak- anna gerist aðilar að efnahagssvæðinu. Klofningurinn, sem reynt var að forðast, er orðinn að staðreynd. Þetta þýðir, að efnahagssvæðið verður skammvinnt forspil að inngöngu Svía og Austurríkismanna og síðan Finna og Norðmanna í sjálft Evrópubandalagið. Sviss- lendingar og íslendingar munu hins vegar sitja eftir í tilgangshtlum rústum Fríverzlunarsamtakanna. Enginn, sem kynnir sér málin, efast um, að sjónar- mið íslendinga eru sanngjörn, enda í samræmi við, að jafnvægi sé í samningum. Við fáum svo litið út úr þeim umfram það, sem við höfum þegar í viðskiptasamningi, að veiðileyfi handa Spánveijum koma ekki til geina. Okkar menn í viðræðunum hafa boðið betri aðgang Evrópuþjóða að íslenzkum markaði fyrir sínar iðnaðar- og búvörur gegn betri aðgangi okkar að Evrópu með okkar sjávarútvegsvörur, svo sem saltfisk. Þetta er sanngjarnt boð um markað gegn markaði. Krafa Evrópubandalagsins um veiðiheimildir við ís- land er allt annarrar ættar, enda hefur bandalagið ekki boðið okkur slíkar heimildir hjá Spánverjum gegn þeim heimildum, sem þeir krefjast af okkur. Þetta vita allir, en því miður skiptir réttlæti og sanngirni litlu máli. Ef við verðum skildir eftir af hálfu annarra ríkja Fríverzlunarsamtakanna, þrátt fyrir fyrra samkomulag, verður reynt að kenna þrjózku okkar um, hvernig fór. Undirbúning þess má þegar sjá í sænskum fjölmiðlum, sem endurspegla líklega sænsku samninganefndina. Ávinningur okkar af efnahagssvæðinu er svo lítill, að við megum ekki láta taka okkur á taugum í þeim mótbyr, sem við höfum á lokastigi viðræðnanna. Jónas Kristjánsson Hefðbundin ósannindi í pólitík Sú almenna hefö viröist ríkja meðal margra íslenskra stjóm- málamanna aö finna ávallt öllum andstæöingum sínum allt til for- áttu, a.m.k. þegar dregur til kosn- inga. Orð og athafnir stjómarliöa fá fyrirfram ákveðna pakkaaf- greiöslu meöal andstæðinganna. Sönginn þekkja allir. Fráfarandi stjóm er álitin yfirgefa hripleka þjóðarskútuna og allt er í voöa í kjölfari endalausra meintra mis- taka. Svartnættið eitt framundan. Ekki veþa stjómarliöar andstæö- ingunum betri einkunn. Málefiún em látin víkja fyrir flokkaríg. Efn- isleg rök skipta litlu. Það senj and- stæðingurinn gerir eða viU gera er alrangt, jafhvel fyrir það eitt að heföin segir svo. Kjállarinn Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir á heilsugæslu- stöðinni i Árbæ Staöreyndin er nefnilega sú að íl tið Guömundar Bjamasonar hefurl átt sér stað veruleg valddreifing viö I stjómun heilsugæslunnar í I Reykjavík. Áöur stjómuðu sjálf-l staeðismenn allri heilsugæslunni ál svæðinu í gegnum eitt apparat,! eina stjóm, án stjómarsetu starfs-[ manna en nú er borginni skipt í| fiögur stjómsvæði og starfsfólk| hefur fengið fiúltrúa i allar stjóm- imar. Starfsfólkið í Árbæjarstöð-1 inni hefur þegar oröið vitni aðl verulegum hagsbótum við þessa| breytingu. í dæminu hér að ofan er Ólafurl F. Magnússon að skrökva að les-f endum DV. Viö verðum nefnilegal aö álykta að hann skrifi þetta gegnl betri vitund. Ekki viljum við trúal því að það sé vitundin sem sé ekki| betri. Vitnað er í grein Gunnars Inga Gunnarssonar sem birtist í DV 15. apríl sl. Af heilsugæslu- ævintýrií Árbæjarhverfi Mánudaginn 15. apríl sl. birtist grein eftir Gunnar Inga Gunnars- son, heilsugæslulækni í Árbæjar- hverfi, undir heitinu „Hefðbundin ósannindi í pólitík". Er grein hans ætlað að vera svargrein við grein minni í DV frá 5. apríl sl„ sem ég nefndi „Öfugmæli aöstoðarmanns- ins“, en þar vísa ég á bug fullyrð- ingum Finns Ingólfssonar, fyrrver- andi aðstoðarmanns heilbrigðis- ráðherra, um aö framsóknarmenn hafi stuðlað að valddreifingu í heilsugæslunni í Reykjavík. Þetta virðist fara mjög fyrir bijóstið á starfsbróður mínum í Árbæjarhverfinu því grein hans getur tæplega talist annað en sam- ansafn af aðdróttunum og hefur harla lítið fróðleiksgildi. „Valddreifing“ varin í DV grein sinni ver Gunnar Ingi Gunnarsson aðferðir framsóknar- manna við stjórn heilsugæslu í Reykjavík og nefnir þær valddreif- ingu. Á þessi starfsbróðir minn í Árbæjarhverfinu tæpast nógu stór orð tÚ að lýsa hneykslun sinni á þeirri skoðun minni að framsókn- armenn hafi stuðlað að aukinni miöstýringu heilsugæslunnar í borginni. Segir hann málflutning minn vera dæmi um „virðingar- leysi“, „lygar", „svik“ og „pretti“. Þá telur hann að ég fari með „hel- ber ósannindi" og að hann sé þvingaður til að „mótmæla fólsk- um fullyrðingum" mínum. En Gunnar Ingi Gunnarsson lætur ekki þar með staöar numið heldur fullyrðir að ég „skrökvi að lesend- um DV“ og að skrif mín séu „gegn betri vitund" og að ekki verði við það unaö „að bjóða kjósendum ósannindi í baráttuskyni". Miðstýringin er augljós Undirritaður hefur fiallað ítar- lega um hina auknu miðstýringu heilsugæslunnar í Reykjavík í Morgunblaösgrein 19. október 1990. Þar er m.a. rakin myndun svokall- aðs samstarfsráðs heilsugæslu- stöðva þar sem eingöngu sitja ráö- herraskipaðir aðilar. Ráð þetta hef- ur tekið við hlutverki Heilbrigðis- ráös Reykjavíkur þar sem sátu kjörnir fulRrúar Reykvikinga. Skiptingu borgarinnar í nokkur umdæmi heilsugæslustöðva virð- ast sumir telja merki um valddreif- ingu. Aðrir telja aö hér sé aöeins um nýjan millilið á ráðherravaldi að ræða. Nýlegt atvik, sem íbúar Árbæjar- Kjallariim Ólafur F. Magnússon heimilislæknír og varaborgar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík hverfis og aörir Reykvíkingar hafa oröið vitni að, ætti þó að taka af öll tvimæli um þessi mál. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, er formaður samstarfsráðs heilsugæslustöðva í Reykjavík. Hann er einnig formaður stjórnar heilsugæslustööva í Austurbæjar- umdæmi nyrðra, sem nær yfir Ár- bæjar-, Seláss- og Grafarvogshverf- in, og í stjórn dagblaðsins Tímans. Sem kunnugt er voru þreifingar í gangi um kaup á húsnæði Tímans að Lynghálsi 9 undir heilsugæslu- stöð fyrir Árbæjarhverfi. Stjórn heilsugæsluumdæmisins var ekki látin vita um þessar þreifmgar sem voru þvert á yfirlýstan vilja stjóm- arinnar og íbúa Árbæjarhverfis um staðsetningu heilsugæslu- stöövar. Árbæingar vilja hafa heilsugæsluna staðsetta í íbúðar- byggð en ekki í iðnaðarhverfmu noröan Suðurlandsvegar. Það er ekki sérlega mikill vald- dreifmgarblær yfir þessum athöfn- um sem vonandi hafa opnað augu margra fyrir starfsaðferðum fram- sóknarmanna í heilsugæslunni í Reykjavík. Rök heilsugæslulæknisins Rök Gunnars Inga Gunnarsson- ar, heilsugæslulæknis í Árbæjar- hverfi, fyrir ásökunum í minn garö og þeirri skoðun hans að framsókn- armenn hafi stuðlað að valddreif- ingu í heilsugæslunni í Reykjavík rúmast í þremur setningum þar sem hann segir orðrétt: „Staðreyndin er nefnilega sú að í tíð Guðmundar Bjarnasonar hef- ur átt sér stað veruleg valddreifmg við stjórnun heilsugæslunnar í Reykjavík. Áður stjómuðu sjálf- stæðismenn allri heilsugæslunni á svæðinu í gegnum eitt apparat, eina stjóm, án stjórnarsetu starfs- manna, en nú er borginni skipt í fiögur stjómsvæði og starfsfólk hefur fengið fulltrúa í allar stjórn- irnar. Starfsfólkið í Árbæjarstöö- inni hefur þegar orðið vitni að vemlegum hagsbótum við þessa breytingu." Staðreyndirnar tala sínu máli Síðasta setningin í tilvitnuninni hér að ofan verður að teljast háðu- leg vegna þess að 10 dögum síðar varð ráðagerð um flutning heilsu- gæslunnar í Árbæjarhverfmu í' húsnæði Tímans lýðum ljós! Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir að sú miðstýrða og ólýðræðislega ráðagerð næði fram aö ganga! Heilsugæsluævintýriö í Árbæjar- hverfi er ótrúlegur endir á litríkum aðstoðarmannsferli Finns Ingólfs- sonar. Með þessu ævintýri er vænt- anlega brostin sú samstaða sem tengt hefur Finn Ingólfsson og Gunnar Inga Gunnarsson bræðra- böndum. Ég mun ekki sakna þeirr- ar samstöðu. Ólafur F. Magnússon „Heilsugæsluævintýrið í Árbæjar- hverfi er ótrúlegur endir á litríkum aðstoðarmannsferli Finns Ingólfsson- ar. Með þessu ævintýri er væntanlega brostin sú samstaða sem tengt hefur Finn Ingólfsson og Gunnar Inga Gunn- arsson bræðraböndum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.