Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Side 10
MÁNUDAGUR Á JÚLÍ J991.
2______
Iþróttir
Kynbótahrossin vöktu sérstaka athygli fyrir óvenjumikla fegurð:
„Ekki sést áður slíkur
flokkur hryssna"
- segir Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur
Kynbótahrossin á fjórðungsmótinu
vöktu mikla athygli fyrir óvenju-
mikla fegurð og þá ekki síður
ganglipurð. Yngri hryssurnar þóttu
sérlega góðar og telja menn að um
framfarastökk sé að ræða í hrossa-
ræktinni á Suðurlandi. „Ekki hefur
sést áður slíkur hæfileikaflokkur
fjögurra vetra hryssna á stórmóti,
hvorki fjórðungsmóti né landsmóti,
svo jafngoðar eru þær,“ sagði Þor-
kell Bjarnason hrossaræktarráðu-
nautur. Brekkudómarar virtust sam-
mála Þorkeli.
Tvær fjögurra vetra hryssur
í 1. verðlaun
Fjögurra vetra hryssurnar voru
óvenjumargar eða fimmtán. Tvær
þeirra komust í 1. verðlaun: Björk frá
Hvolsvelli, sem hélt sinni einkunn,
8,02, og Hetja frá Reykjavík sem fékk
forskoðuninni í vor.
Djörfung frá Tóftum fékk hæstu
einkunnina, 8,11. Mardöll frá Reykja-
vík fékk 8,07, Dagrún frá Dallandi
fékk 8,04, Jarþrúður frá Kjartans-
stöðum fékk 8,03, Glóð frá Möðru-
völlum fékk 8,00 og Ábót frá Neðra-
Ási fékk 8,00. Hryssurnar voru mjög
ólíkar að gerð og hæfileikum, sumar
fínlegar, aðrar stæðilegar. Sama má
segja um hæfileikana. Sumar voru
svo vakrar að undrun vakti en aðrar
hrifu menn með glæsilegum tölt-
dansi.
70% sex vetra hryssna
M.verðlaun
Þær þijár hryssur, sem komu með
hæstu dóma ársins inn á fjórðungs-
mótið, röðuðu sér í efstu sætin.
Flipa frá Nýjabæ kom inn með
hæstu einkunnina, 8,21, hækkaði sig
í 8,27 og stóð efst. Næst kom Venus
frá Skarði, 8,26, en hún fékk hæstu
hæfileikaeinkunn allra hryssnanna,
8,73, reyndar allra hrossa, en fimm
vetra hryssan Glóð frá Möðruvöllum
fékk hæstu byggingareinkunn allra
hryssna, 8,43.
í þriðja sæti kom Sprengja frá
Ytra-Vallholti með 8,21. Alls fengu 24
hryssur af 341. verðlaun sem er öld-
ungis frábær árangur, um 70%. Sex
vetra hryssurnar voru nokkuð jafn-
ar að byggingu, .en hæfileikamir
skiptu sköpum. Til dæmis fékk Flipa
frá Nýjabæ, sú sem stóð efst, 8,08
fyrir byggingu en 8,47 fyrir hæfi-
leika, Venus frá Skarði fékk 7,80 fyr-
ir byggingu og 8,73 fyrir hæfileika
og Sprengja frá Ytra-Vallholti fékk
8,08 fyrir byggingu og 8,34 fyrir hæfi-
leika. Sex vetra hryssurnar þurftu
7,90 til að komast inn á mótið og
hækkuðu langflestar fyrir hæfileika
en lítið var hreyft við byggingarein-
kunnum, enda voru hrossaræktar-
ráðunautarnir þrír búnir að dæma
allar hryssurnar áður í vor.
Úrvalsgóðar ættmæður
Fimm hryssur voru dæmdar fyrir
afkvæmi, þar af þrjár til heiðurs-
verðlauna. Afkvæmi hryssnanna eru
flest úrvalsgóð, frægir einstaklingar.
Til dæmis eru á meðal afkvæma Gló-
kollu frá Kjarnholtum stóðhestarnir
Kolfinnur og Kolgrímur frá Kjarn-
holtum og systir þeirra hestagullið
Kolbrá.
Þessi frægu afkvæmi nægðu Gló-
kollu ekki í efsta sæti þeirra hryssna
8,01 og hækkaði sig frá því í forskoð-
uninni úr 7,86. Sú þriðjairöðinni var
Þema frá Vallamesi með 7,97.
Fimm vetra hryssumar vom tutt-
ugu. Sex þeirra fengu 1. verðlaun.
Af þessum sex vora þijár sem hækk-
uðu sig upp í 1. verðlaun, frá því í
sem kepptu að heiðursverðlaunum
því þangað leitaði Sjöfn frá Laugar-
vatni með afkvæmi sín. Sjöfn fékk
8,05 í aðaleinkunn fyrir sjö afkvæmi:
Ál, Lofh, Glímu, Þrúði, Dáð, Áka og
Börk.
Glókolia frá Kjamholtum fékk 8,03
fyrir afkvæmi sín: Kolbrá, Kátínu,
Kolfinn, Kolgrím og Kötlu.
Lipurtá frá Efri-Brú fékk 7,99 fyrir
afkvæmi sín: Snarfaxa, Blökk, Gná,
Börk og Emblu.
Tvær hryssur kepptu að 1. verð-
launum fyrir afkvæmi og náðu því
báðar. Gnótt frá Brautarholti fékk
7,95 fyrir Gná, Gloríu, Hildi og Fiðlu
og Vordís frá Sandhólafeiju fékk 7,8
fyrir Adam, Sædísi, Aldísi, Mánadísi
og Herdísi.
Þeir stóðhestar sem stóðu efstir í
forskoðun í vor í hverjum flokki
héldu sínum sætum. Toppur frá Eyj-
ólfsstöðum kom inn með hæstu ein-
kunn sex vetra stóðhestanna og bætti
sig töluvert, úr 8,33 í 8,44 og stóð efst-
ur þeirra sjö hesta sem voru dæmd-
ir. Toppur hélt byggingareinkunn-
inni 8,64, sem var hæsta byggingar-
einkunn kynbótahross á fiórðungs-
mótinu, en bætti hæfileikaeinkunn-
ina úr 8,04 í 8,26.
Næstir honum komu Reykur frá
Hoftúnum með 8,28, Sörli frá Búlandi
með 8,27, Kriki frá Hellulandi með
8,18 og Ás frá Ásatúni með 8,15, Nátt-
ar frá Miðfelli meö 8,10 og Gustur frá
Svanavatni meö 8,05. Sörli frá Bú-
landi fékk hæstu hæfileikaeinkunn
sex vetra stóðhestanna, 8,51.
Fimm vetra stóöhestamir voru
tólf. Þó svo að Orri frá Þúfu lækkaði
örlítið frá því í forskoðun, úr 8,34 í
8,31, stóð hann efstur. Geysir frá
Gerðum kom næstur með 8,17, Trost-
an frá Kjartansstöðum fékk 8,14, Tíg-
ur frá Álfhólum fékk 8,13, Helmingur
frá Djúpadal fékk 8,03, Börkur frá
Laugarvatni fékk 8,01, en sex hest-
anna náðu ekki 1. verðlaunum. Orri
fékk langhæstu hæfileikaeinkunn
fimm vetra stóðhestanna, reyndar
allra stóðhestanna, 8,54, en er þó
skeiðlaus að mestu ennþá. Þorkell
Bjamason sagði þó aö lítillega hefði
verið hreyft við skeiði í Orra og verð-
ur gaman að sjá tii hans þegar hann
hefur numið þá hst.
Sjö fiögurra vetra stóðhestar voru
dæmdir. Tveir þeirra fengu 1. verð-
laun: Páfi frá Kirkjubæ, sem hækk-
aði úr 8,16 í 8,19, og Oddur frá Sel-
fossi sem hækkaði úr 7,86 í 8,04. Stórt
stökk það. Kjarnar frá Kjamholtum
var þriöji í röðinni með 8,97 í aðalein-
kunn.
Einungis tveir stóöhestar voru
dæmdir fyrir afkvæmi. Stígur frá
Kjartansstöðum hlaut 1. verðlaun
fyrir 20 dæmd afkvæmi og er hann
með 129 stig í kynbótamati.
Adam frá Meðalfelli hlaut 2. verð-
laun fyrir 42 afkvæmi. Hann er með
118 stig í kynbótamatinu. -EJ
i Sjöfn frá Laugarvatni fékk hæstu einkunn heiðursverðlaunahryssna fyrir afkvæmi. „Ollarnir" Þorkell, Gylfi, Bjarni og Hreinn sitja hestana og halda í.
DV-myndir EJ
• Toppur frá Eyjólfsstöðum fékk hæstu einkunn stóöhesta, sex vetra og eldri. Knapi er Sigurbjörn Bárðarson.
Eiríkur Jónsson
skrifarfráHellu
flSTuno
SÉRVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 68 Austurver
Sími 68 42 40 ^ £