Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Side 4
4
FQSTUDAGUR 5. JÚLÍ1991.
Fréttir_____________________________________________________________________ dv
Alpan á Eyrarbakka:
Haf a framleitt á aðra
milljón potta og panna
heildarverðmæti framleiðslunnar rúmlega milljarður
„Viö erum búnir aö flytja út
1.100.000 potta og pönnur. Að auki
höfum við selt nálægt 60.000 stykki
innanlands þannig aö það nálgast aö
þaö sé komin ein panna á hvert heim-
ili í landinu," sagði Andrés B. Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Alpan á
Eyrarbakka.
„Fyrirtækið var stofnað 1984 og þá
var keypt dönsk verksmiðja sem var
rekin samhliða þessari til loka árs
1988. Hún framleiddi þessar pönnur
með þessari fargsteypuaðferð sem er
okkar steypuaðferð og var líka með
þessa tækni sem snýr að húðinni, þ.e
þessari „non-stick“ húð sem við setj-
um á pönnurnar til þess að maturinn
féstist ekki við.“
Hvað er sérstakt við þessar pönn-
ur?
„Það er fyrst og fremst þessi
steypuaðferð sem er betri en aðrar
steypuaðferðir, gefur meiri þéttleika
og betri hitaleiðni og þar af leiðandi
betri notkun. Þegar húðin er komin
á líka er hitaieiðnin enn betri sem
gerir það að verkum að pannan end-
ist lengur og steikingar- og suðueig-
inleikar verða betri. Handfóng og lok
eru auk þess sterk og efnismikil sem
gera þetta að toppvöru."
Hvert fer framleiðslan?
„Við seljum 95% af framleiðslunni
til útlanda og Þýskaland er okkar
langstærsti markaður. í grófum
dráttum er þetta þannig að við selj-
um 50% til Þýskalands, 10% til
Frakklands, 10% til Sviss og 10% til
Danmerkur. Síðan eru 12 lönd sem
skipta hinum 20% á milh sín.“
Hvað vinna margir héma?
„Það eru um 50 manns sem vinna
hérna. Þegar við byijuðum 1986 vor-
um við hér með um 10-15 manns og
síðan hefur þetta svona smáaukist.
Það varð nokkuð mikil aukning á
fyrri hluta árs 1989 þar sem við lok-
uðum í Danmörku í lok 1988 og flutt-
um alla framleiðsluna heim. Frá því
höfum við verið með yflr 40 starfs-
menn og allt upp í 60 á haustin þegar
mest er að gera. Pottar og pönnur
seljast best á haustin og fram að jól-
um. Það hefur verið 15% aukning í
magni á ári þannig að það segir sig
sjálft að við munum auka starfs-
mannafjöldann á næstunni. Við ætl-
um okkur að halda þeirri söluaukn-
ingu.“
Útflutningur hófst frá Eyrarbakka
um mitt ár 1986. Eins og sjá má á línu-
ritinu hefur framleiðslan aukist mik-
ið og veltan varð um 320 milljónir á
síðasta ári og það stefnir í 400 milljón
króna veltu í ár. Heildarsöluverð-
mæti framleiðslunnar á Eyrarbakka
er yfir einum milljarði. í fyrra var
hagnaður fyrirtækisins 7 milljónir
en í ár er reiknaö með a.m.k. 25 millj-
ón króna hagnaði. Alpan hf. er hluta-
félag sem yfir 70 fyrirtæki og ein-
staklingar á Suðurlandi og í Reykja-
vík eiga hlut í.
-pj
Heildarsala Alpan 1984-1990
Fiskiöjusaní llppsagnir, lagHúsavíkur: uppstokkun,
endurskinulaanina
ið í sambandi við Landsbréf og leit- að ráögjafar um möguleika á aö
Jöharmss Sigurjónsson, DV, Húsavfle
Stiórn Fiskiðjusamlags Húsavík- auka eigin fé fyrirtækisins. Meðal
ur hefur nú kynnt aðgerðir í fram- annars verður gert mat á FH og
haldi af uppsögnum starfsfólks í lok maí. Þá fengu37 uppsagnarbréf og hefur nú 18 þeírra veriö boðin togaraútgeröunum, hverju fyrir- æki fyrir sig, en einnig sameinuö- um, með það í huga aö finna hag-
fastráðning að nýju. Af þeim 19 sem ekki verða endurráðnir eru 8 70 ára eða verða það á árinu. stæðustu rekstrareininguna á þessu sviði. Bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu
Starfsemi við frystingu, aðgerð 5 mánuði þessa árs sýnir verulega
wuuu vciuujl ðamcmuv i uiuu bolfiskdeild og umfang bolfisk- Þannig er liægt að taka 31 milljón
deildar aðlagað hráefnismagm á út úr rekstri til íjármagns en á
hverjum tíma. Áhersla verður lögð sama tíma í fyrra 14 milljónir. Og
Unnið er að fjárhagslegri endur- þessa 5 mánuði, en 26,5% á sama
urinn og skapa aðstöðu til frekari LUUCL 1 Ly X Jl CLj OtPUI VcLllLCllliC^d að framleiðsluverðmætið hefur
hráefniskaupa. Stjómin hefur ver- aukist.
Vel heppnuð bryggjuhátíð
króna rannsóknarverkef ni
„Við erum í samstarfi við Iðn-
tæknistofnun og nokkur erlend fyr-
irtæki í mjög stóru rannsóknarverk-
efni sem kostar um 240 milljónir,"
sagði Andrés B. Sigurösson, fram-
kvæmdastjóri Alpan hf. á Eyrar-
bakka.
„Við erum að rannsaka nýja tækni
og útfærslu á steypu. Við höfum í
hyggju að víkka okkar framleiðslu-
svið þannig að við getum hugsanlega
orðið imdirverktakar fyrir aðra
stærri framleiðendur, hvort sem það
eru bílaframleiðendur, vélaframleið-
endur, flugvélaframleiðendur eöa
eitthvað slíkt. Okkar steyputækni
hentar mjög vel í þessa framleiðslu
því hún gefur meiri styrk en aðrar
steypuaðferðir."
Heildarkostnaður við verkefnið er
um 240 milljónir og er íslenski hlut-
inn um 30 milljónir. Verkefnið felst
í að hanna samfelldar treíjar í farg-
steyptu áli. íslensku aðilamir sjá um
tilraunir með beina steypu álhluta
og úrvinnslu þeirra. Alpan og Iðn-
tæknistofnun hafa frá 1987 veriö í
samstarfi um rannsóknir og þróun-
arstarf ífargsteyputækni.
„Við fargsteypu eru notaöar stórar
Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alpan, sýnir hluta framleiðslunnar
DV-mynd Brynjar Gauti
Alpan hf. og Iðntæknistofhun:
Taka þátt í240 milljón
Vigfús Ólafsson, DV, Reyðarfirði:
Bryggjuhátíðin á Reyðarfirði var
haldin í þriðja sinn í lok júní og tókst
vel til. Einmuna blíða var á staðnum
og margt um manninn.
Stórt tjald hafði verið sett upp
skammt frá hafnarbakkanum og
voru þar flutt ýmis skemmtiatriði.
Til leigu var sæþota og fótstiginn
bátur, torfærubifreiðir voru til sýnis
og karamellum var dreift úr flugvél
yfir hópinn. Dansleikir voru svo í
Félagslundi bæði kvöldin.
pressur sem í eru mót. Við notum
bráðið ál. Við storknunina er haldið
þrýstingi á málminum þannig að
samsetning og kristallabygging verö-
ur ööruvísi en venjulega þegar
málmurinn storknar bara undir eig-
in þunga. Við þessa pressun fer allt
loft út og við fáum massívan málm-
hlut. Styrkleikinn verður mun meiri,
ef tekinn er venjulegur málmur og
honum hent í gólfið þá brotnar hann
en okkar getur ekki brotnað," sagði
Andrés.
-PÍ
Bryggjuhátíöin á Reyðarfirði var haldin í miklu blíðviðri. Margt var um
manninn og fylgdust viðstaddir spenntir með skemmtiatriðum.
DV-mynd Vigfús Ólafsson