Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 5
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Yfirlögregluþjónn um grjótkastið á vegköflum með ofaníburði: Ökumenn virða ekki kæru- leysislegar merkingar „Merkingum er ábótavant, skilti eru of fá og oft á tíöum er þeim kæruleysislega stállt upp. Stundum eru merkingar beinlínis rangar og skilti standa þar sem þeirra er ekki þörf. Einnig kemur fyrir að skilti liggja í vegkantinum eöa þau eru látin standa of lengi. Vegfarendum hættir því til aö viröa ekki merk- ingar og sjá stundum ekki þaö sem á aö varast. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt og nú. Við höfum fengið gífurlega margar kvartanir um skemmdir á bílum og vegna ökumanna sem viröa ekki leyfileg- an hámarkshraöa. Kaflarnir hafa aldrei veriö eins margir og stuttir og í ár. Vegfarendur hafa einnig kvartað yfir hraðakstri vinnu- flokkanna, ‘ sagði Þórður Sigurðs- son, yfirlögregluþjónn í Borgar- nesi, vegna ástandsins sem skapast hefur í sumar á þjóðvegum þar sem vegkaflar eru með ofaníburði - möl sem lögð er yfir gamla slitlagið og á að þrýstast niður þegar ekið er á því. Kaflamir eru mjög varasamir. Lítil skilti með 35 eða 50 kílómetra hámarkshraða standa oftast í veg- kantinum til að vara ökumenn við. Þegar bOar aka um skjótast stein- amir í allar áttir af hörðu undirlag- inu. Rykmyndun verður einnig mikO. „Við erum að reyna að bæta þetta og fá vegfarendur í hð með okk- ur,“ sagði Helgi HaOgrímsson að- stoðarvegamálastjóri við DV. „Sjálfsagt má gera betur. Varðandi skiltin eru aðstæður oft gífurlega erfiðar. Það þarf að færa til skilti og þetta er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Flestir vegfarendur taka vel í þetta en það sorglega er að þeir sem aka skynsamlega fá steinaausturinn frá þeim sem böðl- ast,“ sagði Helgi. Hann sagði jafn- framt að vaxandi þáttur í umfangi vegamálastjóra væru yfirlagnir. Aðspurður um hvort ekki ætti að merkja vegaframkvæmdir betur, • til samræmis við nágrannalöndin, sagði Helgi: „Þetta er lengi hægt að bæta. En erlendis eru reglur mun strangari en hér. Við erum hins vegar með ítarlegar skiltaregl- ur. Ef vegkaflar eru merktir í sam- ræmi við það eigum við ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur." Ökumenn sem verða fyrir tjóni vegna grjótkasts fá sjaldnast úr því bætt. Tjón vegna brotinna framr- úða eru þó greidd hjá tryggingum. Skemmdir á lakki, luktum og öðru er aðeins bætt ef bílar eru í kaskó en þá ber þess að gæta að eiganda ber kostnað vegna sjálfsábyrgðar. -ÓTT láiig Veður hefur leikið við landsmenn undanfarið en hvergi hefur hitinn náð þeim mörkum sem mteldust á Kirkjubæj arklaustri. Menn töluðu um Spánarveður og spókuðu sig léttklæddir. DV-mynd Páll Péturssor Heitasti dagur sumarsins á Kirkjubæjarklaustri: Krafist rannsóknar á sorpbrennslunni í Hnífsdal: Alla tíð án starfsleyfis „Það er ekki ljóst hvert framhaldið verður, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Eyjólfur Bjarnason, tæknifræðingur hjá ísafjarðarbæ, er DV ræddi við hann um sorp- • brennslustöðina í Hnífsdal. MikOl styr stendur um stöðina sem er á Skarfaskeri í Hnífsdal. Hafa íbú- ar í Hnífsdal krafist opinberrar rann- sóknar á starfsemi hennar. Embætti ríkissaksóknara hefur málið nú til meðferðar og er niðurstöðu að vænta innan skamms. Stöðin hefur alla tíð starfað án starfsleyfis. Að sögn Eyjólfs Bjarna- sonar var sótt um slíkt leyfi á sínum tíma. Það fékkst ekki, en þó fóru heilbrigðisyfirvöld ekki fram á að henni væri lokað. íbúarnir í Hnífsdal óttast að mikO mengun komi frá sorpbrennslustöð- inni. Eyjólfur sagði að öllum bruna fylgdi mengun. Færi hún eftir því hve mikOl hitinn væri. „Við höfum farið fram á það við Hollustuvernd ríkisins að stöðin verði mengunarmæld. Hollustu- vernd hefur ekki orðið við þeim til- mælum enn sem komið er. Það má kannski segja að enginn hafi gert neitt til þess að grennslast fyrir um hve mikO mengunin er.“ Sorpbrennslustöðin er ekki starf- rækt þessa dagana. Er verið að bæta „ytri mengunarvamir" hennar, þar á meðal að hækka reykháfinn. Er gert ráð fyrir að hún verði sett aftur í gang í næstu viku. -JSS „Eins og að vera á Spáni“ Réttargeödeildin: Óánægja í Ölf usi Páll Pétuisson, DV, Vík í Mýrdal: „Þetta er eins og að vera á Spáni" sagði einn sundlaugargesturinn við sundlaugina á Edduhótelinu á Kirkjubæjarklaustri á heitasta degi sumarsins til þessa, 2. júh. Þá komst hitinn í 29 gráður og var fólk léttk- lætt við leik og störf. „Fólk er farið að synda í ám og tjömum, sem er nóg af á þessu svæði, og hitastigið í þeim er allt að 20 gráð- ur þegar heitast verður," sagði Hörð- ur Davíðsson, bóndi í Efri-Vík í Land- broti. Ólafia Jakobsdóttir, oddviti Skaft- árhrepps, sagði að ferðamanna- straumur á Klaustri hefði ekki auk- ist í sumar miðað við oft áður og taldi hún að það væri vegna þess að það hefur verið gott veður nánast um aOt land í langan tíma. Það fer ekki hjá því að svona lang- varandi þurrkur hefur áhrif á gróð- urinn og er farið að bera verulega á gróðurskemmdum á þessu svæði, sérstaklega þar sem sandur er undir. Má nefna að stórt tún austan við Klaustur er svo brunnið að ekki eru miklar líkur á að það verði slegið í sumar. Annars gengur heyskapur vel hjá flestum bændum og spretta hjá þeim hefur verið góð í hitanum. „Við höfum aftur á móti ekki haft nein verkefni fyrir unglingavinnuna hjá okkur hér á Klaustri því að gras- ið sprettur svo hægt,“ sagði Ólafía að lokum. „Menn eru órólegir, það hefur ekki verið upplýst hvers konar fólk á að vera þarna eða hvort þetta verður opin eða lokuð stofnun eða hvernig framkvæmdin verður," sagði Guð- mundur Hermannsson, sveitarstjóri í Ölfusi. íbúar í Ölfusi eru óánægðir með skort á upplýsingum varðandi flutning réttargeðdeildar að Sogni og er fyrirhugaður fundur vegna þessa. „Menn hafa haft samband við mig og lýst yfir óánægju sinni og ég hafði samband við heilbrigðisráðherra í gær. Það sem við erum fyrst og fremst óánægð með er að við skulum ekki vera upplýst um málið en það eru engar aðgerðir fyrirhugaðar af hálfu sveitarfélagsins. íbúar eru óánægðir með að þurfa að lesa um þetta í fjölmiðlum," sagði Guðmund- ur Hermannsson, sveitarstjóri í Ölf- ushreppi. . -pj Stefán Garðarsson, bæjarstjóri á Ólafsvík: Erum með varanlegar lausnir í f arteskinu „Við teljum okkur vera með var- anlegar lausnir í farteskinu og um það snýst máhð. Ég ætla ekki að blanda mér í deilur Landsbankans og útgerðarfélagsins Tungufehs um það hvort bátunum fjórum hafi verið stolið eða ekki. Það sem skipt- ir mig máh er að koma þessu í þann farveg að við getum haldið áfram að lifa og stunda okkar vinnu í Ólafsvík," segir Stefán Garðarsson, bæjarstjóri á Ólafsvík í gær gekk bæjarstjóm Ólafsvík- ur á fund Davíðs Öddssonar og gerði honum grein fyrir þeim erfið- leikum sem komið hafa upp á staðnum í kjölfar gjaldþrots Hrað- frystihúss Ölafsvíkur. Nú þegar eru um sextíu af starfsmönnum frystihúsins skráðir atvinnulausir og aht bendir til að þijátíu til viö- bótar bætist við þegar uppsagnar- frestur þeirra rennur út. Þá mun bæjarsjóður neyðast á næstu dög- um til að segja upp störfum á fjórða tug ungmenna vegna minnkandi tekna. Að sögn Stefáns hefur Lands- bankinn enn ekki svarað tilboði bæjarstjómar og útgerðarfélagsins Útvers frá 13. júní um að þessir aðilar taki rekstur hraðfrystihúss- ins á leigu. Þá hefur Landsbankinn heldur sýnt viðbrögð við óformlegu tilboði þessara aðila frá 27. júní um að þeir kaupi frystihúsið, togarann og þá báta sem Landsbankinn gerir nú kröfu í. „Einu svörin sem við höfum feng- iö frá þeim hafa verið óformleg og á þá leið að þeim lítist ekkert á þetta. það hefur helst mátt skilja orð þeirra á þann veg að eðhlegast væri að togarin og bátarnir lönd- uðu bara á Faxamarkaði í Reykja- vík. Við höfum ítrekað óskaö eftir að fá að tala við Sverri Hermanns- son, sem er bankastjóri svæðisins, en einhverra hluta vegna hefur ekki getað orðið af slíku. Staðan er því öll mjög óljós en vonandi ský- rast málin eitthvað eftir þessa fundi í Reykjavík. Það er skylda okkar að geta sagt fólki sannleik- ann um ástandið eins og það er. Menn geta þá allavega tekið þá ákvörðun að negla fyrir glugga og flutt brott.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.