Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1991.
Lífestm
VINBER
+37%
I
CQ
I
598 293
PAPRIKA
+1%
0)
I,
599 293
SVEPPIR
+0%
S
I'O
(
598 452
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Meðalverð
á vínberjum
hækkar stórlega
- litlar breytingar á öðrum tegundum
Neytendasíða DV kannaöi að þessu
sinni meðalverð á grænmeti í eftir-
töldum verslunum; Bónusi Hafnar-
firði, Fjarðarkaupi Hafnarfiröi, Hag-
kaupi Kringlunni, Kjötstöðinni
Glæsibæ og Miklagarði verslun við
Mjódd.
Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti
í stykkjatali á meðan aðrar verslanir
selja eftir vigt. Til þess að fá saman-
burð þar á milli er grænmeti í Bón-
usi vigtað og umreiknað eftir meðal-
þyngd yfir i kílóverö.
Meðalverð á tómötum er nú 160
krónur sem er sama verð og í síðustu
viku. Tómatar voru á lægsta verðinu
í Bónusi þar sem verðið er 136 krón-
ur kílóið. Næst kemur verðið í Mikla-
garði 159 en Fjarðarkaup, Hagkaup
og Kjötstöðin seldu sína tómata á 169
krónur kílóið. Munur á hæsta og
lægsta verði á tómötum er 24%.
Meðalverð á gúrkum lækkar enn,
lækkunin milli vikna nemur 7% og
meðalverðið er nú 62 krónur. Gúrkur
voru ódýrastar í Bónusi á 54 en síöan
koma Mikligarður 58, Hagkaup 59,
Fjarðarkaup 62 og Kjötstöðin 75
krónur kílóið. Munur á hæsta og
lægsta verði er 39 af hundraði.
Meöalverð á sveppum helst óbreytt
milli vikna, stendur í 537 krónum.
Sveppir voru á hagstæðasta verðinu
í Bónusi þar sem kílóið fékkst á 452
krónur. Næst kom verðið í Hagkaupi
544, Mikligarður og Fjarðarkaup eru
með sama verð 545 og Kjötstöðin 598
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði á sveppum er 32%.
Eina verulega breytingin á meðal-
verði varð á grænum vínberjum.
Meðalverðið hækkaði um heil 37%
milli vikna og er það nú 472 krónur.
Græn vínber fengust ekki í Mikla-
garði við Mjódd en þau voru ódýrust
í Bónusi á 293. í röð á eftir koma
Hagkaup 498, Fjarðarkaup 499 og
Kjötstöðin 598 krónur. Munur á
hæsta og lægsta verði er heilmikill
eða 104%.
Meðalverð papriku er nánast það
Meðalverð grænmetis i könnuninni breyttist lítið milli vikna nema á grænum
vinberjum en þar var hækkunin allnokkur.
sama og í síðustu viku, 478 krónur.
Hún var á hagstæðasta verðinu í
Bónusi á 293 krónur en síðan kom
Mikligarður með 413, Hagkaup 539,
Fjarðarkaup 544 og Kjötstöðin 599
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði á grænni papriku er 104%.
Litlar sveiflur eru á meðalverði á
kartöflum, en það er þó heldur upp
á við. Kartöflur eru víða orðnar lé-
legar í verslunum, farnar að spíra
eða með sveppasýkingar. Meðalverð-
ið á kartöflum er nú 81 króna en
lægst var verðið í Bónusi, 58 krónur.
Næst kemur verðið í Fjarðarkaupi
75,50, Kjötstöðinni 89, Mikhgarður
89,50 og Hagkaup selur þær á 94,50
krónur kílóið. Munur á hæsta og
lægsta verði er 63 af hundraði.
Blómkál lækkar um 5%, meðalverð
mihi vikna og það er nú 214 krónur.
Blómkál fæst ekki í Bónusi en lægst
er verðið í Kjötstöðinni 186 krónur.
Á eftir fylgja Fjarðarkaup 215, Hag-
kaup 219 og Mikligarður 237 krónur.
Munur á hæsta og lægsta verðinu er
ekki mikih eða 27%.
Meðalverð hvitkáls mhli vikna
hækkaði um 6 af hundraði og er það
nú 177 krónur kílóið. Lægst er verðið
í Bónusi 112, en síðan koma Hagkaup
155, Fjarðarkaup 184, Mikhgarður
189 og Kjötstöðin 245 krónur. Munur
á hæsta og lægsta verði á hvítkáli er
119%.
Munur á hæsta og lægsta verði á
gulrótum er ansi mikill eða 152%.
Meðalverðið fer þó lítið hækkandi,
stendur nú í 187 krónum kílóið. Gul-
rætur eru á lægstu verði í Bónusi á
97, næst á eftir er Fíaröarkaup með
160 kr. kg, Mikhgarður 214, Kjötstöð-
in 220 og Hagkaup 244 krónur.
ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Útileguáhöld
og grillkol
í Miklagarði í Mjódd mátti líta á
afsláttarverði meðal annars Bugles,
partísnakkið vinsæla, 175 g á 119
krónur, Royal grillkol eru í tveimur
stærðum, 2,27 kg poki kostar 198 og
4,54 kg poki á 379 krónur. Rynkeby
appelsínusafi, 1 1, kostar aðeins 74
krónur og Victoria kremkex, 2 pakk-
ar saman, 300 g hver, kosta 169 krón-
ur.
Á tilboðsvegg Kjötstöðvarinnar í
Glæsibæ var hægt að gera góð kaup
í 4 Edet eldhúsrúllum á 196 kr„ Tow-
er House rúsínur, 680 g, kosta 199
kr„ Ritz kex í 200 g pökkum er á 95
kr. og Dansukker strásykurinn var
hægt að kaupa í miklu magni, 6x2,
kg á 777 krónur.
Meðal tilboðsvara hjá Hagkaups-
verslunum eru fersk kirsuber, 220
g, á 99 krónur, einnig fersk jarðar-
ber, 250 g, á 199 kr. Úthegumatarstell
fyrir 4 er á sértilboðsverði á 989 krón-
ur.
Sértilboö og afsláttarverð hjá
Fjarðarkaupi eru á sérstöku tilboðs-
torgi. Þar voru allar Honig instant
súpur, 4 stk. í poka, á 77 krónur og
einnig er Lu kex af öllum tegundum
á sérstöku tilboðsverði. Dixan
þvottaefni í 3 kg umbúðum er á 578
krónur og Life maisbaunir í dós, 340
g, kosta 59 krónur.
í Bónusi var hægt að gera góð kaup
í Ozark örbylgjupoppi, 3 stykki í
pakka kosta 97 krónur, Bolands kex,
allar bragðtegundir, í 150 g pökkum
kosta 47 krónur, ískóla íl'/il flösk-
um er á 86 og fersk jarðarber, 'A kg,
kosta 199 kr.
ÍS
.Gúrkur
Verð í krónum
9 500- ^ Vínbe Verð í krónu r n 1472
Des. Jan. Feb. Mars Aprfl Maf Júnf Júlf
500- ^ Tómatar Verð í krónum
A /\
200- 1 'W \
/ \
I \
160
Des. Jan. Feb. Mars Aprfl Mai Júnf Júlf