Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. Spumingin Ert þú berdreymin(n)? Sigurlaug Sigurjónsdóttir, atvinnu- laus: Nei, en mig dreymir nokkuö mikið. Anna Gisladóttir, vinnur í rækju- vinnslu: Jú, ég er frekar berdreymin, þaö fer eftir því hvemig mér líður hvað mig dreymir. Oddrún Kristófersdóttir ritari: Já, ég gæti verið það í sumum tilfellum. Guðmundur Magnússon sjómaður: Nei, ég mundi nú ekki segja það. Aðalsteinn Árnason lögreglumaður: Nei, ég hef ekki rekið mig á það. Jóhannes Sigursveinsson verkamað- ur: Nei, þaö hef ég ekki verið. Lesendur Gísli Ólafsson skrifar: Ekki var við öðra að búast en að hér á íslandi risu háværar deilur um hvort við ættum að tengjast banda- lagi Evrópuþjóða eða ekki. Stjórn- málamenn hér á landi era flestir varkárir í yfirlýsingum og kemur það til af því að þeir vita ekki sjálfir nákvæmlega um hvað máhn snúast. Þess vegna er reynt að spyrja alla útlendinga sem hingaö koma spjör- unum úr. Willy Brandt, fyrrum kanslari V-Þýskalands, var líka spuröur er hann var hér á ferð. Hann varðist fímlega og sagði að við hlyt- um sjálfir að velja og hafna. Hann var spurður hvort hann sæi fram á að hér væri á ferðinni einhvers kon- ar Bandaríki Evrópu. Hann sagði það orð vera svo sem nógu fallegt og hann væri ekki á móti þvi - svo fram- arlega sem þau yrðu ekki eins og Bandaríki Norður-Ameríku! - Ekki eins og Bandaríki Ameríku, nei, það var nefnilega það! Einkennilegir menn þessir Evr- ópubúar margir. Þeir hafa fengið allt sem þeir gátu fengið frá Bandaríkj- unum og það strax í stríðslok, en þeir vilja ekki hafa módelið Banda- ríki Ameríku fyrir sitt módel að bandaríkjum. - Og þess vegna halda deilurnar áfram í Evrópu. Við skulum ekki hneykslast á orð- um háskólarektors þótt hann líki væntanlegu EB-bandalagi við Sovét- kerfið gamla. Hver veit nema ljósir lokkar lenínismans skjótist undan hárkollum yfirdómaranna í Brassel þegar líða tekur á innhmum ahra ríkjanna? Við skulum a.m.k. ekkert vera að spyrja Whly Brandt eða aðra Willy Brandt, tyrrv. kanslari V-Þýskalands. - Hann var lika spurður hvernig honum litist á bandariki í Evrópu. sósíaldemókrata ráða. Þeir hafa flestu gleymt. Þeir hafa gleymt að ekkert módel að „bandaríkjum" ann- að en Bandaríki Norður-Ameríku er til staðar í heiminum í dag. Og þeir voru heldur ekki þeir slyngustu viö aö greina sauðina frá höfrunum eins og sannaðist á vesalings Brandt þeg- ar njósnarinn kom með pylsuvagn- inn yfir landamærin. Nú skulum við íslendingar bara bíða og sjá hvað setur. Við skulum ekki skrifa undir neitt, hvorki hsta gegn viðræðum við EB eða samninga um toha og fisksölumál. Sá tími kem- ur að allt verður kristaltært í þessum málum. - Þá kemur okkar tími. Leitin að ham- ingjunni í EB Ofaukning bifreiðamenningar Harpa Karlsdóttir skrifar: Mig langar til að koma nokkrum orðum að varðandi ofaukningu bif- reiðamenningar hér í Reykjavík. Þessa bifreiðamenningu sem er að keyra um þverbak. Alls staðar eru bílar, jafnvel þrír eða íjórir á hverja fjölskyldu, því enginn getur lengur farið neitt fótgangandi. Má nú nefna sem dæmi að til stendur að opna Austurstrætið - að sjálfsögöu fyrir bílaumferð. Ekki er nóg með þaö að skipulag eða skipuleggjendur borg- arinnar geta alls ekki sætt sig við að Fossvogsdalurinn sé og verði útivist- arsvæði fyrir fólk, gangandi eða hlaupandi, heldur er nú fundin síð- asta smugan fyrir aumingja bhana - að gera jarðgöng undir útivistar- svæðið. Þetta myndi þýða það að þarna þyrfti að stunda uppgröft í svo og svo marga mánuði eða jafnvel ár. Já, alls staðar eru bílar og bílskúr- ar sem jafnvel má jafna viö hýbýh fólks, ef þeir eru þá bara ekki glæsi- legri. Fólk rífst um bíla, rífst í bílum, stressast í umferðinni og veldur ómældum slysum. Ég tala nú ekki um alla mengunina sem virðist vera mjög viðkvæmt mál í umræðunni, því enginn virðist geta verið án skrjóðsins. - Þessi mengunarvaldur, bílhnn, púar tonnum af óþverra út í andrúmsloftið. Og svo ætlar allt vit- laust aö verða ef einhver kveikir sér í vindhngi í laumi. Fólk ekur í eróbikk-tímana og borgar fyrir þá. Væri ekki sniðugra að gánga, hlaupa eða sleppa bílnum, kannski þrjá morgna í viku, og ganga til vinnu? Síðan er ekið á videoleig- urnar þegar hður á kvöldið. - Veldur þessi endalausa bifreiðanotkun bara ekki hjarta- og æðasjúkdómum þegar öhu er á botninn hvolft? Að lokum vona ég að það verði skylda að nota hreinsibúnað og blý- laust bensín í framtiðinni, þar sem fólk er loks farið að uppgötva að umhverfið, sem við lifum í, þarfnast meiri varkámi og aðgæslu á þessum tímum hraða, ofþenslu og mengunar. Rás 2 og sérhæfingin: íslensk tónlist endalaust tíma þáttur í senn, fimm daga vik- unnar? - En ekki er nóg með að ver- ið sé að kæfa þungarokkið heldur bara alla erlenda tónhst í leiðinni. Rás 2 er orðin eins konar stöð fyrir mjög fámennan og sérhæfðan hóp hlustenda, fyrir þá er hafa nautn af að hlusta á sömu íslensku lögin dag- inn út og daginn inn alla daga vik- unnar. Þetta væri nú í lagi, ef við úti á landsbyggðinni næðum annarri út- varpsstöð og gætum þá valið og hafn- að. En svo gott er það nú ekki. Við greiðum afnotagjöld fyrir dagskrá er höfðar ekki th okkar á neinn hátt. Rokksmiðjan er t.d. eini þátturinn sem ég hlusta (eða hlustaði) á reglu- lega, þó svo að þungarokk sé auðvit- að ekki eina tónlistin sem ég hlusta á. Við eigum ekki að láta fjölmiðiana segja okkur hvað við vhjum, heldur eigum við að segja þeim hvað við viljum sjá og heyra. Tónlistarunnandi skrifar: Þannig er að Rokksmiðjan hóf göngu sína fyrir stuttu. Ég lýsi þakk- læti mínu og áreiðanlega margra fleiri fyrir þær framfarir. - En Adam var ekki lengi í paradís. Síðustu þrír þættir hafa verið teknir undir íþróttaþætti! - Ágætt fyrir áhugafólk um íþróttir. En hvað með okkur hina? Er ómögulegt að Rokksmiðjan geti verið reglulega þennan eina klukkutíma, einu sinni í viku? Er til of mikhs mælst? Hvers vegna ekki að taka tíma frá öðram dagskrárhðum eins og t.d. Landinu og miöunum, sem er tveggja Ein i þungarokkinu. Hljómsveitin Guns and Roses. Ljósin „lýsa“ landanum Pétur skrifar: Það er dæmigert fyrir okkur íslendinga að aka á götunum i glaðasólskini með fuhum öku- ljósum. Þetta með Ijósin „lýsir" þó landanum afar vel. - Þetta er víst oft svona hjá eyjarskeggjum, sem hafa veriö einangraðir um aldir. Þeir taka oft svona nokkuö upp th þess aö láta taka eftir sér. Eg veit að flestir sem aka hér á götunum eru sjálfir steinhissa á því að sjá aha bhana koma á móti á malbikuðum götunum á fullum Ijósum. Þetta er svo yfir- þyrmandi hjákátlegt að maöur getur ekki annað en bara brosað að sjálfum sér fyrir að hlýöa þess- ari vitleysu. - Og verði manni á að gleyma að kveikja Ijósin í sól- inni vhja allir koma th „hjálpar“ við að minna mann á glæpinn og byrja að bhkka ljósunum á sinum bíl. Já, þaö er ekki öll vitleysan eins. Erfittadopnaþær iofttæmdu Húsmóðir skrifar: Loftæmdar umbúðir era að vísu hentugar þegar geyma á eitt- hvað um lengri tíma, t.d álegg og annað shkt. En þaö er óþolandi hve erfitt er aö opna þær. Skæri verður undantekningarlaust að hafa við höndina. Séu þau ekki tiltæk er útilokað að komast í snertingu við innihaldið. Þetta reynir oft á taugarnar er maður þarf að flýta sér. Ég hefi keypt vörur í svona umbúðum erlendis og þar eru þær þannig úr garði gerðar að þar er annaðhvort flipi sem hægt er að rífa af eftir endhöngum pakk- anum eða þá takkaöur strimih sem hægt er auöveldlega að rífa af. - Þessu verður aö breyta hér. Ekki er nóg aö kaupa vél sem pakkar og lokar svo kirfhega að ekki er hægt aö komast í gegnum umbúðirnar. Hagkvæmnin verð- ur að vera í fyrirrúmi fyrir neyt- andann. Hvererhlutur Verðlagsráðs? Neytandi skrifar: Eg hef aldrei vitað hvaða hlut- verki Verðlagsstofhun, þaðan af síður Verðlagsráö gegnir. Helst sýnist mér þessar tvær stofnanir hafa þaö hlutverk að standa gegn neytendum eöa almenningi sem borgar fyrir vörur og þjónustu. - Svo fljótar era þær að samþykkja verðhækkanir. Stríðið í flugfargjaldamálum sannarþettam.a.núna. Verölags- stjóri segir t.d, í viötali um málið að þeir hjá Flugferðum-Sólarflugi séu að selja farmiða, án fæöis og gistingar, án þess að gera grein fyrir að svo sé. Ég held að enginn sem keypt hefur flugfar hjá þessu fyrirtæki viti það ekki. Það er hið lága fargjald sem gildir fyrir hinn almenna neytanda. Annaö biðja þeir ekki um. Sparnaðurívið- haldihúsa Húseigandi skrifar: Ég er einn þeirra sem bý í fjöl- býlishúsi þar sem stórri viðgerð er nýlokið. Þetta hefur reynst mörgum óheyrilega dýrt. Við auglýstum eftir tilboðum en feng- um engin sem okkur fannst við- ráðanleg vegna kostnaðar. Við fórum því aðra leið. Við sömdum við húsasmið um aö taka að sér að vinna með nokkrum íbúunum aö viðgeröun- um og vera th halds og trausts meðan á verkinu stæði. Þetta margborgaði sig, þvi allt verkið varð meira en helmingi ódýrara en lægsta thboð sem við fengum. Og við læröum um leið margt sem viö notfærum okkur síðar. -Þetta ættu fleiri að reyna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.