Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. 15 Að Ijúga að sjálf um sér .. orku fallvatna og jarövarma er innan fárra ára unnt að selja til Á þessum fögru sumardögum er um fátt meira talað en hugsanlega aðild íslendinga að Evrópska efna- hagssvæðinu EES. Almenningur spyr og fær engin svör, og menn eru ekki á eitt sáttir um hvort aðild að efnahagssvæðinu sé förgarður að Evrópubandalaginu EB og leiði svo sjálfkrafa til fullrar aðildar í fylling tímans, eða hvort íslending- ar geta lifað sæhr í þessum for- garði um aldur ðg ævi og notið góðs af því sem inni fyrir gerist. Margar íslendingasögur, svo og sumar fomaldarsögur Norður- landa, em svokallaðar hetjusögur. Það sem einkum einkennir hetju- sögur er að aðalsögupersónan á aðeins um tvo kosti að velja og em báðir illir. Hetjan í sögunni velur ávallt verri kostinn. Margir telja að íslendingar eigi nú aðeins um tvo kosti að velja í samstarfi og samvinnu Evrópu- ríkja. Annar kosturinn sé að gerast fullgildir aðilar að EB og týnast, hinn kosturinn sé að „standa utan við“, eins og það heitir, og einangr- ast frá öðmm ríkjum og veslast upp. - Svo er það hin leiðin að koma íslandi í A flokk, undraleiöin að hamingjunni, þar sem enginn þarf að spyrja að því hver á ísland. Tittlinqaskítur og orðheng- ilsháttur í Innansveitarkróniku Halldórs Laxness segir að því hafi „verið haldið fram að íslendingar beygi sig Utt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinn- ar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deUa um titUngaskít sem ekki kemur máUnu við, en verði skelfíngu KjaUarinn Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þetta hefur komið í hug mér hvað eftir annað þegar íslenskir ráð- herrar hafa látið í sér heyra um viðræður EB og EFTA um hugsan- lega stofnun Evrópska efnahags- svæðisins. Nú kann vel að vera að gott sé að nota orðhengilshátt tU þess að leyna hugsunum sínum, enda er það gert. Hins vegar er kominn timi til að menn, bæði ai- menningur og ráðherrar, átti sig á því og geri sér ljóst til hvers allt þetta kann að leiða, hvað felst í hugsanlegri aðUd að Evrópska efnahagssvæðinu og hvert sam- starf Evrópubandalagsins stefnir, hvort úr verða bandaríki Evrópu ellegar jafnvel eitt ríki. Þetta mál snýst ekki um fisk og sölu á fiskafurðum. íslendingar geta selt aUan þann fisk sem þeir geta veitt og mega veiða, jafnvel tU landanna 12 í núverandi Evrópu- bandalagi. Fiskur er - og hefur raunar lengi verið - eftirsótt vara í Evrópu, aUt frá því á miðöldum, ef menn vUja Uta svo langt. Fisk- stofnar í ríkjum EB eru margir að hruni komnir, svo er fiskveiði- stefnu þeirra fyrir að þakka, og þriðjungur af þeim fiski sem veiðist í Eystrasalti er óætur vegna kýla- pestar sem meðal annars stafar af mengun. Upphefðin aðutan Tollfrjáls innflutningur á fiski tU Evrópubandalagslandanna er því ekki það sem málið snýst um. Það er tittlingaskítur. Sé vara eftirsótt selst hún á hvaða verði sem er. Það ættu postular frjálsrar markaðs- stefnu að vita. Fiskur er eftirsóttur og fiskafurðir eru eftirsóttar og verða þaö áfram. Það er því hægur annarra landa ... vandi að selja íslenskan fisk og fiskafurðir, ef menn vUja. Engum vafa er heldur undirorpið aö orku fallvatna og jarðvarma er innan fárra ára unnt að selja tU annarra landa - og svo er allt hitt, ef menn hafa þá ekki misst trúna á sjálfa sig og landið sem þeir byggja og búast við því að öU upp- hefð þjóðarinnar hljóti að koma að utan og þá helst frá valdi skrifræð- isins og skrifíinnanna í Brussel, en á þeim bæ naga menn ekki blýant- ana sína. En spurningunum þremur, sem varða evrópska stjórnmála-efna- hagssamvinnu og eru kjami þessa máls, hafa ráðherrar enn ekki svarað. í fyrsta lagi: Eru íslenskir hagsmunir tryggðir í Evrópska efnahagssvæðinu EES? í öðru lagi: Leiðir aðUd að EES sjálfkrafa til fullrar aðildar að Evrópubandalag- inu í fyUingu tímans og í þriðja lagi: er unnt að varðveita fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í þessari samvinnu - eða er þetta svokallaða sjálfstæði ef tU vUl einskis virði orðið? Þótt ég þykist vita svörin er ekki víst að þau séu rétt. Það er nefni- lega eðli okkar framsóknarmanna úti á landi að efast um aUa hluti. En tU þess að íslendingasaga sam- tímans verði ekki að hetjusögu, þar sem aUir láta lífið að lokum fyrir hetjuskap sinn, væri nú gott að menn hættu að stunda orðhengils- hátt og deilur um tittUngaskít og kæmu sér að kjarna málsins. Tryggvi Gíslason „Almenningur spyr og fær engin svör, og menn eru ekki á eitt sáttir um hvort aðild að efnahagssvæðinu sé forgarður að Evrópubandalaginu EB .. Kröf ur til annarra Yfir tvö þúsund námsmenn og stjómarandstæðingar mættu á úti- fund námsmannahreyfinganna um daginn tU að mótmæla spamaði í þeim anga ríkiskerfisins sem heitir Lánasjóður íslenskra námsmanna. Fyrir tveimur ámm voru mörg hundrað kínverskir námsmenn myrtir af kínverskum ríkisstarfs- mönnum á skriðdrekum. Þá var boðað til mótmælafundar við kín- verska sendiráðið í Reykjavík. Á þann fund mættu um tvö hundrað manns og varla nema helmingur hópsins námsmenn. - ísléhsku námsmannahreyfmgamar hreyföu þá hvorki legg né Uð. Ekki man ég heldur eftir að hafa séð þá námsmannahreyfingaleiö- toga, sem nú nota stór orð tU að lýsa óréttlæti í Lánasjóðnum, á fundinum viö kínverska sendiráð- ið. Nei, þá sátu menn heima þó að fundurinn við sendiráðiö væri haldinn að kvöldi tU, en mótmæla- fundurinn vegna sparnaðar hjá Lánasjóðnum á vinnutíma venju- legs fólks! Sjálfvirkir hagsmunaverðir Því miður era íslenskar náms- mannahreyfingar þannig gerðar að hversu heimskulega sem forystu- menn þeirra haga sér halda hreyf- ingamar velU. íslensk stjórnvöld hafa nefnUega búið þannig um hnútana að ekki er hægt að stunda hér framhaldsnám án þess að ger- ast félagi í sjálfvirkum hagsmuna- vélum sem ryðjast áfram með há- værar kröfur tU annarra. - Þetta líkar forystumönnum hreyfing- anna vel. Þeir sleppa við að bjóða þjónustu sína til sölu. Sextug kona, sem t.d. ákveður að sækja tvo tíma á viku í Háskóla íslands sér til gagns og gamans, þarf að greiða sjálfskipuðu nem- endafélagi skólans nokkur þúsund Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ ríkislánum til námsmanna hefur tekið á sig ýmsar myndir. Þannig hrópaði einn í nafni allra náms- manna að námsmönnum þætti það „hart að hafa ekki samningsrétt um námslánin"! Satt best aö segja hlýtur þetta að vera háð. Að öðrum kosti þarf ansi fjörugt ímyndunar- afl tíl að sjá fyrir sér hvernig náms- menn gætu fylgt einhverjum samn- ingsrétti við ríkið eftir. Hvað ef ekki næðist samkomulag mUli ríkisins og námsmanna? Færu námsmenn þá í verkfall? Spyr sá sem ekki veit, upp á hverju námsmannahreyfingin kann að taka í sjálfvirkri hagsmunabaráttu sinni. Jafnvel Mogginn Sjónarmið námsmannahreyfing- anna og þá sérstaklega baráttuað- ferðir þeirra eiga Utla samúö með þjóðinni. Jafnvel málhalt Morgun- blaðið lét Víkveija koma því á framfæri að íslenskir námsmenn væru fínni í tauinu en félagar þeirra í öðram löndum. Enda virð- ast fleiri og fleiri átta sig á því að vígorð menntamanna og tUvonandi menntamanna um „að þær þjóðir nái lengst sem eru best menntað- ar“ hefur ranglega verið lagt að jöfnu við þá staðleysu að þær þjóð- ir nái lengst sem séu mest mennt- aðar. Því er það svo að ef Lánasjóður íslenskra námsmanna verður áfram starfræktur ættu stjórnend- ur hans að hafa það í huga að magnið og gæðin hafa sjaldan fylgst að. Glúmur Jón Björnsson „Því miður eru íslenskar námsmanna- hreyfmgar þannig gerðar að hversu heimskulega sem forystumenn þeirra haga sér halda hreyfmgarnar velli.“ króna toU við skóladymar. Þessir þúsundkaUar era svo notaðir til að gefa út óhróður um þann flokk sem konan styður, til að borga Bubba fyrir að spUa á mótmælafundi og tíl að greiða vel útílátín laun for- ystumanna hagsmunavélarinnar. Þessi sama kona hefur í gegnum árin greitt fyrir nám annarra með sköttum sínum. Einnig hefur hún niðurgreitt námslán til þeirra sömu og tekið hafa út fróðleik og þekkingu á hennar reikning. Svo þurfa hún og aörir að hlusta á endalaust bull um að námsmanna- hreyfingarnar beijist einungis fyr- ir ópóhtískum hagsmunamálum námsmanna. - Málefni Lánasjóðs- ins era hápóhtísk og svo er einnig um flest önnur mál sem náms- mannahreyfingarnar fást við. Samningsrétt - verkfallsrétt? Bægslagangur forystuhjarðar námsmannahreyfinganna vegna 16% lækkunar á niðurgreiddum TOMWA ,Sjónarmið námsmannahreyfinganna og þá sérstaklega baráttuaðferðir þeirra eiga litla samúð með þjóðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.