Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. Meiming_____________ Daniel Beaussier tekur púlsinn Franski blásarinn Daniel Beaussier blés „Stella by Starlight" á nokkuð sérstakan máta í Púlsinum á mið- vikudagskvöldið. Hvort aðferð hans telst bebopísk, módalísk eða bara persónuleg skiptir ekki meginmáli. Nútímadjassleikarar blanda stundum saman aðferð- um, stílum og djasstegundum sem þeim hugnast og útkoman verður suðupottur, þar sem margt getur orð- ið mönnum að mat. Aðalatriðið er kannski að útkom- an falli hlustendum í geð og það gerði hin eilífa Stella að þessu sinni. Ekki er þó hægt að segja það sama um lagiö þar á eftir, sem var frumsamið og leikið á bassa- klarínett og óbó. Það var engan botn í það að fá. En betra tók við. Óbóið var í aðalhlutverki í öðru frum- sömdu lagi, draumkenndu og fallegu. Ekta lagi til að njóta með lukt augu og svífa þá ef til vill fyrir hug- skotssjónum vötn, engi og skógar. Minnti dálítið á suman norskan djass. Góðir einleikskaflar hjá Be- aussier og Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara og frábær suða hjá hrynmönnunum Tómasi R. Einarssyni sem lék á kontrabassa og Pétri Grétarssyni trommuleikara. Þeir voru einnig með á nótunum í „Beautiful Love“ og í „Goodbye Pork Pie Hat“ eftir dálítið óvissa byij- un. Það var eins og bassaklarínettinu fylgdi einhver óvissa bæði fyrir hlustendur og meðleikara, enda greip Beaussier fremur í sópransaxinn eða óbóið í spunak- öflum og lék á þau hljóðfæri af kunnáttusemi og innlif- un. „Blue in Green" var t.a.m. afar mjúkt og flott. Bravó fyrir Eyþóri, Tómasi og Pétri. Þessir strákar geta allt, ekki síst haidið fremur þunglamalegri efnis- skrá í bærilega lifandi sveiflu og meira en það. Ég trúi Djass Ingvi Þór Kormáksson ekki öðru en franski gesturinn hafi verið ánægður með svona meðreiðarsveina. Gaman var að heyra í bassaklarínetti, sem maður hefur varla heyrt í síðan Bennie Maupin blés með Herbie Hancock og Hausa- veiðurunum sællar minningar. Og mann undrar að óbó skuli ekki vera notað meira í djassi, svona með öðrum lúðrum að minnsta kosti. Fyrst veriö er að minnast á sjaldgæf blásturshljóð- færi í djassi má nefna hér í leiðinni að á hinum ágæta geisladiski gítarleikarans Jóns Páls Bjarnasonar, „Ice“, leikur Ray Pizzi meðal annars á fagott. Fréttir Andlát Sláttur byrjaður í Árneshreppi Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Sláttur byijaði 2. júlí hjá Birni Torfasyni á Melum. Er þetta meö fyrsta móti sem sláttur byijar í Ár- neshreppi. Þurrkar hafa verið miklir allan júnímánuð og hefur það háð sprettu. Sérstaklega er slæmt ástand þar sem sandur er undir. Hafa þau tún brunnið og eru þar af leiðandi ónýt þetta árið. Björn Svavar Markússon lést 26. júni. Hann var fæddur 12. apríl 1910 að Hafursstöðum í Hnappadal, sonur Það er eins gott að fara að öllu með gát. Þórshöfn: Okuleikni í f yrsta skipti BrynjarM. Valdimarsson, DV-ökuleikni '91: Ökuleikni var nú haldin á Þórshöfn í fyrsta skipti og var þátttaka heima- manna góð. Ekki spillti fyrir að veðr- ið var ágætt og hefur það eflaust ýtt undir heimamenn að koma og taka þátt eða fylgjast með. Ökuleikni í karlariðli sigraði Axel Gunnarsson með 145 refsistig, jafnir í öðru sæti urðu Ólafur Birgir Vig- fússon og Baldur Jón Baldursson með 174 refeistig og í þriðja sæti lenti Einar Pálsson meö 178 refsistig. Kvennariðil sigraði Freyja Önundar- dóttir með 176 og önnur varð Kol- brún Jörgensen með 255 refsistig. í byrjendariðli hlaut Baldur Sigurðs- son 188 refsistig. Hjólreiðakeppni fór fram á meðan keppendur í ökuleikni svöruðu spurningum. Sigurvegari í eldri riðli varð Guðmundur Sigurðsson með 59 refsistig, Hjalti Axelsson var á hæla hans með 60 refsistig og síöan kom Guðfinnur Þorkelsson með 81 refsi- stig. Yngri riðil sigraði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir með 77 refsistig, Amór Kristjánsson fékk 89 refsistig og Jó- hann Hafberg Jónsson 114 refsistig. Gefandi veðlauna var Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Gréta Jónsdóttir Skaftfell, Dalbraut 18, Reykjavík, lést í Borgarspítalan- um þann 4. júlí. Jarðarfarir Jóhannes Guðmundsson lést 22. júni sl. Hann fæddist í Reykjavík 24. júlí 1919, sonur hjónanna Ingibjargar Bjömsdóttur og Guðmundar Sveins- sonar. Jóhannes stundaði lengst af verslunar- og skrifstofustörf. Eftirhf- andi eiginkona hans er Hulda Krist- insdóttír. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útför Jóhannesar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Myndgáta -v ~vv WWm i:.', I m «0 t'iih^ nw VN*1 \W • V/ ©07o -A\. -EVV>OR—A- Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Lausn gátu nr. 69: Skriðbelti Sviðsljós Tennisleikarinn Pat Cash frá Astralíu sást á vappi fyrir utan næturklúbb í London með þessari ónafngreindu snót um daginn. Kappinn er fráskil- inn tveggja barna faðir og var kominn með aðra dömu upp á arminn en það samband virðist nú fyrir bí svo framarlega sem stúlkan á mynd- inni er ekki „frænka" hans. Simamynd Reuter hjónanna Markúsar Benjamínsson- ar og Kristfriðar Sveinbjargar Halls- dóttur. Björn lærði húsasmíðar og stundaði smíðar allt til æviloka. Eft- irlifandi eiginkona hans er Sigríður Rósa Þórðardóttir. Þau hjónin eign- uðust saman tíu börn en misstu eitt þeirra á fyrsta ári. Útfór Björns verð- ur gerp frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Rafn Símonarson, Austurkotí, Vatnsleysuströnd, verður jarðsung- inn frá Kálfatjarnarkirkju laugar- daginn 6. júlí kl. 13.30. Ásbjörn Þór Jóhannesson, Auðkúlu, Austur-Húnavatnssýslu, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 30. júní sl. Hann verður jarðsunginn frá Auð- kúlukirkju laugardaginn 6. júlí kl. 17. Jón Guðmundsson bóndi, Skiphyl, verður jarðsunginn frá Akrakirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14. Steinunn Auðunsdóttir, Bústaðavegi 89, andaðist aö morgni 29. júní. Jarð- arforin fer fram frá Bústaðaikirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.