Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991. Fréttir Sólskin og hiti kemur niður á laxeldi á Eskifirði Þörungar valdir að stórfelldum laxadauða - hafa einnig gert usla 1 Skagafirði Þörungar uröu valdir aö stórfelld- um laxadauða hjá laxeldisfyrirtækj- unum Austfirðingi og Sæbergi á Eskifirði um helgina. Garðar Eð- valdsson hjá Sæbergi gat ekki tiltek- ið nákvæmlega hve mikið af laxi hefði drepist. Ekki er búið að hreinsa dauða fiskinn alveg upp úr kvíunum þar sem kafara hefur vantað til starf- ans. Heimildir telja að þörungarnir hafi drepið að minnsta kosti fimm tonn af laxi, jafnvel meira. Á fimmtudag fór sjórinn inni í Eskifirði að verða brúnleitur vegna þörunga og á fóstudag varð brúni lit- urinn enn meira áberandi. Það var svo um helgina að menn hjá Aust- firðingi og Sæbergi fóru að verða varir við verulegan laxadauða. í fyrstu beindust augu þeirra að olíumengun sem varð í höfninni á Eskifirði á föstudagsmorguninn þeg- ar 100-200 lítrar af olíu fóru í sjóinn. Sérstök hreinsiefni voru notuð til að fella olíuna til botns og lék grunur á að þau heföu getað orsakað laxa- dauðann. Hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins leiddi rannsókn á sýnum hins vegar í ljós að þörungar voru að verki, enda fór olíumengun- in hvergi nærri kvíunum. „Eskfirðingar hafa oft séð brúna flekki á firöinum um þetta leyti árs. Nú var sjórinn mun brúnni en áður og alveg skólplitaöur á tímabili. Þessi þörungabylgja orsakast fyrst og fremst af mikilli sól og miklum hitum sem eru kjörvaxtarskilyrði þörunga. í víkinni, þar sem fyrirtækin eru með kvíarnar, Mjóeyrarvík, verður sjáv- arhiti einna mestur á öllu Austur- landi og því meiri hætta á þörungum þar en annars staðar. Ég var að vinna á mestu þörungasvæðunum í Noregi og sé sömu einkenni á sýnunum hér. Ég hélt að ég væri að koma til starfa í þörungalausu eldi en það er nú öðru nær,“ sagði Gísh Jónsson, dýra- læknir fisksjúkdóma hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, í samtali við DV. Gísli sagði aö þrennt gæti gerst þegar þörungar legðust á laxakvíar: í fyrsta lagi væri ekki um eitraða þörunga að ræða sem legðust á tálkn- in og kæfðu fiskinn. í öðru lagi gætu þörungarnir verið eitraðir þannig að tálknin mynduðu mikið slím eða lax- inn dræpist hreinlega úr blóðeitrun. í þriðja lagi gætu þörungamir stolið öllu súrefni frá fiskinum og kæft hann. Þörungar koma verst niður á stærstu fiskunum sem þurfa mest súrefni og hafa minnst tálkn miðað við stærð. „Þetta er mjög óvenjulegt hér heima en fyrr í júli voru þörungar einnig á ferðinni hjá strandeldisstöð- inni Miklalaxi í Fljótum í Skagafirði. Þar steindrapst töluvert af laxi af völdum ferskvatnsþörunga úr Miklavatni. Þar er íjörðurinn lokað- ur og vatn tekið úr yfirborði vatns- ins. Með því að færa vatnsinntak stöðvarinnar neðar í vatnið gátum við kælt vatnið úr 14-16 gráðum í tæpar 10 gráður sem bjargaði ástand- inu um leið. Þar nyrðra var einnig veðurfarinu um að kenna, miklum hitaogsólskini." -hlh Fjögur silunganet fundust í Steingrímsfirði: 20 laxar voru í netunum - milljónir í ræktun í húnvetnsku veiðiánum á ári „Það voru tekin nokkur net og í þeim voru 20 laxar, þetta voru net sem voru lögð frá Drangsnesi, inn með Selströnd og að Hólmavfk," sagði Ríkharður Másson, sýslumað- ur á Hólmavík, í gærkvöld. Það var rétt eftir helgi að þessi sil- unganet fundust og voru 20 laxar í þeim, en aðeins má veiða silung í silunganet. „Þetta gengur bara ekki með þessi net og það verður aö breyta reglu- gerðum um málið. Það er dýrt að leita að þessum netum í sjónum, enda er töluvert tekiö af laxi í net,“ sagði Ríkharður, en hann er einn af leigu- tökum Hrófár, í næsta nágrenni við Hólmavík. „Sverrir Hermannsson var í Hrúta- tjarðará fyrir fáum dögum og veiddi einn lax með netasárum og sá fleiri með sár í hyljum árinnar,“ sagði Gísh Ásmundsson, einn af leigutök- um Hrútafiarðarár, í gærkvöld. ■ „Áreigendur og leigutakar eigá að taka höndum saman og gera átak til að spoma við þessu ófögnuði sem netaveiði í sjó er. Þetta er bara hörkulaxveiði og ekkert annað,“ sagði Gísli ennfremur. „Þetta em váleg tíðindi að laxarn- ir, sem eru að koma í húnvetnsku veiðiárnar, skuli vera teknir svona í silunganet," sagöi Böðvar Sigvalda- son, formaður Landssambands veiði- félaga og veiðifélags Miðíjarðarár í gærkvöld. „Við eyðum milljónum í ræktun á hverju ári og svo eru laxarnir teknir í sjónum, það verður að gera eitthvað í málinu strax,“ sagði Böðvar enn- fremur. -G.Bender Stokkseyrarhreppur: Vill samstarf við Selfoss „Við hefðura talið betra að ganga til samstarfe víð veitumar á Sel- fossi og höfum haldiö viöræðum þar að lútandi til streitu. Í þessu tilvxki sjá menn tvær leiðir út úr sama máli og Eyrbekkingar telja betra að selja Rarik rafveituna,“ sagði Grétar Sophaníusson á . Stokkseyrí við DV.. Eins og blaðið greindi frá í gær er hitaveita Eyra eín sú dýrasta á landinu. Raforkuverð frá henni er 21% hærra heldur en niðurgreidd raforka frá Rarik. Hitaveitan rekur rafveitur Stokkseyrar annars veg- ar og Eyrarbakka hins vegar. Heimild var á fjárlögum til að rikið yfirtæki 60 milljónir af 150 milljóna skuldum hitaveitunnar. Þar með heföi raforkuverðið náðst niður um 21%. En þá ákváöu Eyrbekkingar að sefia Rarik sína rafveitu. Þar með hætti ríkiö við yfirtöku lán- anna. Grétar sagöi að farið heföu fram óformlegar viðræður um samstarfs við veiturnar á Selfossi. Þaö mál hefði hins vegar tekíð aðra stefnu eftir að Eyrbekkingar hefðu ákveð- iö að selja rafveituna. „Við teljum að innan fárra ára getum við fengið sömu gjaldskrá og þá sem er í gildi hjá hitaveitu Selfoss í dag. Hún er verulega miklu lægri en okkar og raunar ein sú ódýrasta á landinu. Við teljum að hag íbúanna hefði verið best tíorgið með samstarfi viö Selfoss.“ Grétar sagði að nú stæðu yfir við- ræður við allmarga aöila vegna þessa máls. Selfoss væri enn inni í myndinni en menn væru aö kynna sér málin á fleiri stöðum. Hann kvaðst ekki vilja greina frá því við hveija væri rætt um samvinnu varðandi veitumar. •JSS Að höggva til steina i vegghleðslu er vandaverk ef vel á að fara. Þessa dagana er verið að hlaða upp kant við Tjörnina í Reykjavík, i króknum fyrir framan Iðnó. DV-mynd GVA Verslunarmannahelgin: Besta veðrið fyrir norðan og vestan - Þórsmörkin er langvinsælust Samkvæmt spá Veðurstofu íslands er búist við besta veðrinu fyrir norð- an land og vestan um verslunar- mannahelgina. Þar verður bæði þurrt og léttskýjað og hitastigið á Norðurlandi gæti farið allt upp í 17 til 20 stig. Mesta rigingarhættan er á Suður- landi, þá á laugardag og sunnudag, en spáð er þurru veðri um allt land á föstudaginn. Hjá BSÍ fengust þær upplýsingar að búið væri að selja langflesta miða í Þórsmörkina en fjöldi gesta verður takmarkaður þangað. Næstvinsælustu staðirnir, enn sem komið er, eru Vestmannaeyjar og mikið hefur verið spurt um ferðir í Húnaver. Gunnar Sveinsson, framkvæmda- stjóri BSÍ, sagði að áberandi væri hve fólk fer miklu fyrr af stað í ár en í fyrra. „Fólk byriaði aö kaupa miða strax fyrir síðustu helgi en í fyrra byrjaði það ekki fyrr en á miðviku- eða fimmtudeginum fyrir sjálfa verslun- armannahelgina," sagði Gunnar. Hann tók fram að enn væru flestir miðarnir þó seldir síðustu dagana og má því búast við mikilli ös þegar líð- ur á vikuna. -ingo Kvótasvindlið: Niðurstöðu að vænta í vikunni SýslumaðurinnáSauðárkrókihef- að niðurstöður rannsóknarinnar ósi, en bátsveriar eru grunaðir um ur að undanfömu yfirheyrt skip- liggi fyrir í þessari viku. að hafa umskipað aflanum í krókabát veija á bát frá Hofsósi sem grunaðir Uppvíst varð um þetta mál rétt fyr- frá sama stað. Hinn síðamefndi hefur eru um kvótasvindl. Er gert ráð fyrir ir helgi. Snýst það um bát frá Hofs- ekkertákveöiðaflamark. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.