Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Side 4
4 FIMMTUQAGUfU. .ÁGÚST.m Fréttir Uppkaup ríkisins á framleiðslurétti sauðflárbænda: Flatur niðurskurður í haust óhjákvæmilegur - á annað hundrað þúsund pappírsrollur ájötu ríkissjóðs Allt bendir til aö sauöfjárbændur þurfi aö sæta flötum niðurskuröi á fé í haust. Samkvæmt samningi rík- isins við bændur frá í vor á lifandi fé að fækka um alls 55 þúsund í haust eöa um ríflega 10 prósent. Enn sem komið er hafa bændur þó einungis boðist til að selja ríkinu tæplega þriöjung þessa fjár. Það sem upp á mun vanta verður deilt flatt niður á bændur sem ekki hafa selt hluta framleiðsluréttar síns og búa á svæð- um þar sem tilskildum heildarniður- skurði hefur ekki verið náð. Að sögn Helga Jóhannessonar, lög- fræðings í landbúnaðarráðuneytinu, er það æði misjafnt eftir svæðum hveru viljugir bændur eru til að skera niður sauðfé sitt. Á sumum svæðum hafa kaupin gengið vel, svo sem á hluta Vestfjarða og í Eyjafirði. Við ísafjörð stefnir allt í að sauðfé fækki um tilskilin 12 prósent. Þar verður því ekki að vænta flatrar nið- urfærslu á framleiðslurétti. Á öðrum stööum hafa uppkaupin hins vegar gengið tregar. A Ströndum, þar sem sauðfé á að fækka um 7,2 prósent, hafa til dæmis nánast engir samning- ar náðst. Fram til 1. september býðst bænd- um, sem selja sjálfviljugir allan bú- stofn sinn, fimm þúsund krónur fyr- ir hverja kind sem slátrað verður. Mega þeir þó halda eftir 10 kindum án þess að sú upphæð skerðist. Þeir sem selja einungis hluta bústofnsins fá hins vegar greiddar 3.500 krónur fyrir hverja aflífun. Gert er ráö fyrir að útgjaldaskuld- binding ríkissjóðs vegna þessara uppkaupa komi til með að hljóða upp á 2,3 milljarða. Fimmtung af þessum greiðslum munu bændurnir fá í jan- úar á næsta ári en eftirstöðvarnar fá þeir greiddar með veröbótum og fimm prósent vöxtum á fjórum árum. Að sögn Jónasar er nokkuð um að allur fullvirðisréttur hafi verið seld- ur af jörðum. í flestum tilfellum hef- ur þó verið um að ræða sölu aldraðra bænda á svokölluðum pappírsroll- um, framleiðslurétti sem ekki hefur verið nýttur á undanförnum árum vegna riðuveiki eða framleigu tU Framleiðslusjóðs. Þess má geta að samtals nema útgjöld ríkissjóðs vegna þessara pappírsrollna hundr- uöum milljóna á ári. AUs er framleiðslurétturinn í sauðfjárrækt um 12 þúsund tonn eða tæplega fjögur þúsund tonnum meiri en hægt hefur verið að selja niður- greitt á innanlandsmarkaði. Að teknu tiUiti til þeirra 155 þúsund pappírsrollna, sem hvorki bíta gras né hafa áhrif á lambakjötsframleiðsl- una, var umframframleiðslan á síð- asta ári tæplega þúsund tonn en það jafngildir afköstum 55 þúsund fjár. -kaa Þjóöhátíö 1 Vestmannaeyjum: Undirbúningur á lokastigi - stefnir í góða aösókn Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum; Undirbúningur við þjóöhátíðina í Vestmannaeyjum er nú á lokastigi. Var kveikt á þúsund ljósaperum á þriðjudagskvöld og stefnir allt í að mótssvæðið veröi tilbúið á fimmtu- dagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem annast fólksflutninga til Vest- mannaeyja er mikU ásókn í ferðir á þjóðhátíðina. Allt er að fyllast í þær ferðir flugfélaganna og mikið er pantað með Herjólfi. Á fimmtudag og föstudag eru Flug- leiðir með samtals 18 ferðir og ef nauðsyn krefur verður bætt viö ferð- um. Sömu sögu er að segja af Herj- ólfi og íslandsflugi. Þar hefur verið mikið pantað og virðist sem Uutn- ingageta beggja verði nýtt til hins ýtrasta til að koma þjóðhátíðargest- um til Eyja. Leiguflugfélögin verða líka í stans- lausum ferðum, bæði frá Reykjavík, Selfossi og Bakka í Landeyjum. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvað þessir aðUar eiga eftir að flytja marga en þeir munu skipta einhveijum þús- undum. Undirbúningur þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum er nú á lokastigi og er gert ráð fyrir góðri aðsókn. DV-mynd Omar í dag mælir Dagfari Mikið lifandis skelfing á Evrópu- bandalagið bágt. Og mikið má það vara sig. Jón Baldvin hefur tekið EB í karphúsið og segist ekki vera vonsvikinn yfir því að samningar skyldu ekki takast. Hann segist hins vegar vorkenna Evrópu- bandalaginu sem hafi ekki meiri kraft og víðsýni en það að tuttugu þúsund tonn af úldinni síld urðu banabiti samninganna við EFTA. Miðað við það viðtal sem haft var vdð utanríkisráðherra í fyrrinótt eftir að upp úr slitnaði leikur vafi á því hvort ráöherrann hefur meiri fyrirhtningu á samningamönnum EB eða úldnu síldinni. Þó má ráða af svörum hans og viðbrögðum að Evrópubandalagið muni gjalda meira fyrir þetta en síldin og þess vegna mega þeir í Evrópu heldur betur fara að vara sig. íslenski ut- anríkisráðherrann efast nefnilega um hvort hann hafi geð til þess lengur að halda uppi snakki vdð menn sem ekkert geta og ekkert kunna. Talsmenn Evrópubandalagins halda að þeir geti tekið upp þráðinn aftur í haust. Jón Baldvin er á ööru máli. Hann hefur ekkert meira við þessa menn aö tala og maður sér það í anda hvemig Evrópa titrar og skelfur við þá tilhugsun að utan- ríkisráöherra íslands neiti að mæta til funda í haust. Þau boð hljóta að berast hratt sem elding um helstu höfuðborgir Evrópu að Jón vilji ekki heimsækja þær meir og sé far- inn í fýlu af því hann hafi verið auðmýktur. Hvað er nú til ráða í heimsmálunum þegar íslendingar draga sig í hlé? Hvað verður um hina evrópsku hugsjón? Hvað verð- ur um allan efnahag Evrópulanda sem hafa reitt sig á að ísland gengi í lið með þeim? Nú má allt eins búast vdð því að Jón Baldvdn gangi í flokk með Bjama Einarssyni og þeim öðrum sem eru á móti útlöndum og þá sérstaklega þeim útlöndum sem em í Evrópu. Það væru nú aldeilis tíðindi ef Jón Baldvin tekur upp þá stefnu að hafna Evrópusam- starfi. íslenska fullveldið fengi þar góðan liðsstyrk en hitt er öllu al- varlegra að Evrópa mundi ekki bera sitt barr eftir að þeir Jón Bald- vin og Bjarni ganga í eina sæng til að ná sér niðri á þessum aumingum sem taka úldna síld fram yfir þá hagsmuni sína að semja við Island. Jón Baldvdn gerir meira. Hann varar þjóðir Austur-Evrópu við þessum kauðum í Evrópubanda- laginu og Jón Baldvin hugsar ekki hlýtt til Englendinga og Ira og þó var hann nýbúinn að bjóða írska utanríkisráðherranum í sjóstanga- veiði hér heima og sýna honum Davíð, sem er liprasti samninga- maöur í heimi og sérstakur heið- ursmaður úr Viöey. írinn tekur úldna síld og tros fram yfir gest- risni Jóns Baldvins og þó var þessi maður búinn að fá að borða bæði í Ráðherrabústaðnum og á Þing- völlum. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Það er ekki nóg með að Evrópu- bandalagið, Bretar, írar og Suður- Evrópulöndin hafi svikist aftan að okkur. EFTA-löndin em flestöll að sækja um aðild eða ætla að sækja um aðild og Norðmenn munu sjálf- sagt verða næstir í biðröðina. Þeir taka það hins yegar ekki með í reikninginn að íslendingar munu ekki sækja um aðild og ef ísland er fyrir utan og Jón Baldvdn í fýlu þá verður ekki feitan gölt aö flá í bandalagi sem hefur ekkert upp á að bjóða nema úldna síld. Verði þeim að góðu. Það þarf engan að undra þótt Jón Baldvdn bregðist svona vdð. Hann er búinn að vera eins og útspýtt hundskinn á fundi með þessum mönnum. Hann hefur stjórnað EFTA-viðræðum og margoft bent á að án íslands sé Evrópubandalagið máttlaust og einskis virði. Hann er búinn að láta semja ellefu þúsund blaðsíður af lagabreytingum til aö laga Evrópu að íslandi. Hann er búinn að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að sýna þessum mönnum fram á að hagsmunir þeirra verði best tryggðir með því að semja og samþykkja það sem íslendingar leggja til. En allt hefur komið fyrir ekki. Það kom auðvdtað aldrei til greina að íslendingar gæfu eftir í þessari deilu vdð Evrópubandalagið. ís- lendingar verða að fá sitt fram og aðrir verða að gefa eftir til að ísland sé tilbúið til samninga. En Evrópu- bandalagið skilur ekki þessa samn- ignatækni. Það skilur ekki Jón Baldvdn. Þess vegna er Evrópa nú ein á báti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.