Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST1991. ,7 dv Sandkom Fréttir Helvítis aumingi! Knattspyrnu- dómararokkar ; hafafengíð skninmirfyrir þaðísumaraö vera oi'ákalir meðspjöldin sín.endahafa margirleik- menn fengiö að sjá gulu og rauðu spjöldin þeirra. Astæðan hefur ýmist veriö kjaftbrúk eða þá grófur leikur, senniiega oftar það síöarnefnda. En það fer ekkí hj á því að maöur velti fyrir sér hvers vegna þeir menn sem leggja fyrir sig dómgæslu gera það, því sennilega er vandfimdiö van- þakklátara starf en það að vera dóm- ari í knattleikjum. Sem dæmi um það sem dómararnir fa framan í sig frá lcikmönnum koma hér nokkur sýnis- horn sem ég skrifaði niður hjá mér í leik í 2. deild á Akureyri í vikunni: „Þú ert nú meiri helvítis auming- inn!“ - „Þorir þú ekki að dæma á þá, fíflið þitt!?“ - „Hver andskotiim er að þér, helvítis auminginn þinn?" - „Reyndu að spjalda manninn, fávit- inn þinn.“ - Þess má geta að dómar- inn í þessuni leik gaf ekkert spjald fyrirkjaftbrúk. Misstir af leiknum Ogekkierþað „penna" sem dómararnirfá aðlieyrafrá áherfendapöll- unum.í „den“ létumcnnsér vfirieittnœgja aðkalla:„Ótaf með dómarann," þegar þeim fannst hallað á sína menn og heyrði til und- antekninga ef það heyrðist eitthvað grófara. Þetta hefúr tekið miklum breytingum undanfarin ár og dómar- arnir fá nú að heyra hinar mestu svívirðmgar frá áhorfendum, alveg eins og frá leikmönnunum. Hins veg- ar er alltaf einn og einn leikmaður sem notar grínið til að tj á dómara álítsittáframmistöðuhans. „Þetta er góður leikur, það er verst að þú sérð hann ekki," sagðí eitt sinn leik- maður viö dómara og fékk gula spjaldið fyrir. Ætli hann hefði sloppíð ef hann hefði bætt „helvítiðþitt" aft- anviðsetninguna?. Ekkert leitað! Þaðereittog annað í txxM : fyrirþásem vilja á útiliátið um helgina, Vísteraðallir þeirsemstanda | aðþessumúti-: J hátiðumætla sér stóran bita af kökunni, enda míkl- ir peningar í umferð. Það hefur vakið mikla athygli að það sem forsvars- menn útihátíðarinnar í Húnaveri leggja einna mesta áherslu á að koma á framfæri er að ekki verði leitað að áfengi i farangri gesta þegar þeir mæta til leiks. Þetta þykir vænlegt til að lokka unga fólkið að og sj álfur sýslumaðurinn, Jón ísberg, lætur ekki sitt eftir liggja í þessum „söng". Hann segir að sínir menn stundi ekki eignaupptöku hjá þeim sem sækja útihátíöina í Húnaveri. Og þá vita þeir vist hvert halda skai sem vilja vora öruggir með að komast með sitt „b'ús" á áfangastað. Annað viðhorf þar Þettaminnirá þogar nokkrir ungirathafiia- menna Al.ur- eyritókusig saman fyrir nokkrumárum ogefhdutilúti- hátiðaráMel- gerðismelura í Eyjafirði. Þar var lög- gæsla við innganginn meö öðrum hætti, vandlega var leitað i farangri þeirra sem ætluðu inn á svæöiö og sögðu mótshaldaramir það fúllum fetum eftir að helgin var afstaðin að þessi „dugnaður" lögreglunnarhefði orðiðtil þess að fælafóikfrá í stórum stf 1. Tilvonandi gestú' heiðu einfald- iega snúið frá og haidið þangað sem þeir gátu drukkið sitt áfengi í fríði fyrir laganna vörðum. Ætli þeir hafi þá ektó bara farið í Húnaver? Umsjón: Gyill Krlstjánsson, Akureyrl Akureyri: Við verðum minna vör við ferðamenn en áður - segir Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þótt tölur segi okkur að meira sé um ferðamenn en í fyrra er það mín tilfinning að við verðum minna vör við þá. Helsta skýringin á því hlýtur að vera sú að fólk ferðist á annan hátt en áður,“ segir Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, en þaö fyrirtæki hefur á sumrin ann- ast ýmsar ferðir fyrir ferðafólk sem kemur til Akureyrar. Gísli segir að það séu einungis Mývatnsferðirnar sem haldi sínu, í öðrum feröum sé minna um erlenda ferðamenn en áður. „Ég held að ferðafólk komi ekki minna norður en verið hefur. Tilhögum ferðalaga fólksins hefur einungis breyst og það virðist sem meira sé um skipulagðar rútuferðir og fólk sé þeinlínis teymt áfram,“ segir Gísli. „Sumarið er búið að vera mjög gott hjá okkur og nýtingin í júní og júlí er 80-90% sem er mjög gott. Það hef- ur ekki verið mikið um afbókanir og sumarið í heild lítur vel út,“ segir Haukur Tryggvason hjá Hótel KEA. Haukur sagði að í sumar munaði mikið um gistingu farþega Saga Resj- en en þeir farþegar koma vikulega í beinu flugi frá Sviss til Akureyrar. Um 20 herbergi á hótelinu eru sífellt í notkun fyrir þessa farþega en þeir fara síðan í skoðunarferðir út frá Akureyri. „Ég vona að sumarið í heild komi ekki verr út en sl. surnar," segir Guðrún Gunnarsdóttir, hótelstjóri Hótel Norðurlands á Akureyri. Guð- rún segir að mikið hafi verið bókað fyrir sumarið en einnig hafi veriö talsvert um afbókanir. Júnímánuður er eitthyað slakari hjá okkur en í fyrra. Ég vona hins vegar að júlí komi svipað út og og þá og það er ágætlega bókað hjá okkur í ágúst,“ segir Guðrún. Sighvatur Björgvinsson: Alið á fordómum undir yf irskini sérfræði „Mér fmnst orðið tímabært fyrir okkur að ég ræði við forsvarsmenn læknafélagsins og geðlæknafélagsins því að mér hugnast það ekki þegar verið er að ala á fordómum í garð sjúks fólks undir yfirskini sérfræði," sagði Sighvatur Björgvinsson heil- brigöisráðherra en hann mun eiga fund með læknafélögunum og Boga Melsted í dag. „Það hlýtur að vera mál sem þeir láta sig varða. Hingað til hefur mað- ur haldið að það væri tiigangur heil- brigðisstétta að hlynna að sjúkum og vinna gegn fordómum, ekki hvað síst er varðar meðferð geðsjúkra. Mér íinnst þessi mál vera farin að fara úr öllu samhengi og ég hef ákveðnar spumingar fyrir forsvars- menn læknafélaganna að leggja." Landlæknir hefur skipulagt komu Boga Melsted til landsins og fóru þeir að Sogni á sunnudaginn og skoð- uðu aðstæður. Bogi Melsted er að ræða við þá aðila sem eru að vinna að málinu en blaðamannafundur verður haldinn um málið á miðviku- dag. „Bogi Melsted hefur hjálpað heil- brigðisyflrvöldum mjög mikið og veitt þeim ómetanlega aðstoð þegar aðrir hafa ekki verið til þess búnir. Hann er sá íslendingur sem hefur mesta reynslu af hjálp við þetta fólk,“ sagði Sighvatur að lokum. -pj Akureyri: Flett ofan af þjófagengi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst fjölda innbrota sem framin hafa verið í bænum að und- anfórnu og reyndust þrír piltar, 16 og 17 ára, hafa verið valdir að þeim. Strákamir vora alltaf þrír saman og er óhætt að segja að viðfangsefni þeirra hafi verið fjölbreytileg. Þeir brutust inn í Lundaskóla, Glerár- skóla, unnu skemmdarverk við Gagnfræðaskóla Akureyrar, brutust inn í 4 vinnuskúra og stálu m.a. naglabyssu. Þá tóku þeir bát ófrjálsri hendi og eftir siglingu á honum stálu þeir neyðarblysum og sjónauka. Þeir stálu talstöö úr bifreið, straumgjafa úr rafmagnsgirðingu og áfram mætti telja. Sumarútsölur standa yfir þessa dagana. Þá fara allir sem vettlingi geta valdið og kaupa sér föt á góðu verði. Litli þjóðfélagsþegninn á myndinni er vafalaust að fara á sína fyrstu útsölu og ýmislegt virðist vekja athygli hans. DV-mynd JAK Hjá okkur fæst gott úrval hvers kyns veiöibúnaðar. Allt frá miklu úrvali veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, til fyrirtaks veiðifatnaðar á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd merki. Sumarafgreiðslutími Opið mánudaga - flmmtudaga kl. 9-19, föstudaga til kl. 20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10 tíl 16. SUxi Garcia H ARD Y Scientific Anglers Barbour Hafnarstræti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.