Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Sala veiðileyfa í ríkisstjórninni er deilt um kvótaleigu, leigugjald fyrir veiöileyfi. Alþýðuílokksmenn vilja taka þetta gjald upp hiö fyrsta. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra stendur gegn breytingunni, og aðrir sjálfstæðismenn hika við að ganga opinberlega gegn honum. Kvótaleiga var ekki á stefnuskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Um hana eru ekki ákvæði í hinum lítilvæga málefna- samningi ríkisstjórnarinnar. Heimildir DV í ríkisstjórn- inni segja þó, að ráðherrar sjálfstæðismanna aðrir en Þorsteinn séu ekki langt frá því að samþykkja kvóta- leigu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir, að þennan möguleika eigi að skoða eins og aðra. Einn frá hvorum flokki mun stjórna nefnd, sem ætlað er að móta tillögur um framtíðarstefnuna í fiskveiðum. Þetta varð að samkomulagi eftir harðar deilur utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra, sem almenningur hefur fylgzt með. í málefnum sjávarútvegsins þarf gjör- breytingu á ýmsum sviðum. Allir þekkja, að nú verður að draga úr sókn í of- veidda fiskstofna, svo sem þorskinn. Þetta gerist enn, þótt sóknin hafi verið takmörkuð um langt árabil. En úr því að aflann þarf að minnka, þarf flotinn einnig að minnka. Sennilega er veiðifotinn hér um það bil 50 af hundraði of stór. Fækkun í flotanum hefur gengið illa þrátt fyrir ýmiss konar tilraunir stjórnvalda til að hraða henni. Með því að selja veiðileyfi til hæstbjóðenda feng- ist lausn á þessum vanda. Þær útgerðir, sem gætu borið kostnaðinn við slíkt, mundu þá haldast. Hinar féllu. Með þessum aðferðum væri því fljótlega unnt að ná fram æskilegri fækkun skipa, þjóðarbúinu í heild til farsæld- ar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að reka skipa- flota, sem er helmingi of stór. Viðhorf eru auðvitað breytt frá því, sem var fyrr á árum, þegar unnt var talið að veiða fiskinn eftir fóng- um, án þess að rýra fiskstofnana til frambúðar. Við þær aðstæður mátti segja, að fiskurinn „kostaði ekkert“, líkt og drykkjarvatn úr lind „kosti ekkert“, meðan menn geta gengið í það nær ótakmarkað. Nú er fyrir löngu svo komið um fiskafla, að auðlindin skerðist, þegar gengið er í hana. Samkvæmt því er rökrétt, að þeir, sem veiða af auðlindinni, greiði eitthvað fyrir til þjóðarinnar í heild. Þeir eru að taka af auðæfum þjóðarinnar, sem þeir síðan nýta, en það hefðu aðrir einnig getað gert í þeirra stað. Þessi rök styðja tillögur um sölu veiðileyfa. Reyndar er þessum rökum lítið andmælt í alvöru, ef sleggjudóm- um er sleppt. Við getum ekki nú til dags htið svo á, að einhveijar útgerðir eigi fiskinn í sjónum, þótt þær hafi lengi stundað veiðar. Spurningin verður þá, að hve miklu leyti útgerðir gætu borið kostnað af greiðslu veiðileyfa, hvort sem það yrði kallað kvótaleiga eða eitthvað annað. Svarið er, að við verðum að gera okkur grein fyrir, að flotinn er helm- ingi of stór. Fimmtíu prósent mega því og eiga að detta út. En sjávarútvegur er og verður einn helzti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Auðvitað yrði að sjá til þess, að sú útgerð, sem eftir stæði, gsöti borið sig og það vel. En þetta er í reyndinni aðeins spurning um, hvort gengi krónunnar sé rétt skráð. Ef gengið yrði þá skráð rétt miðað við aðstæður, mundi æskileg útgerð auðvitað bera sig hér á landi, eftir að sala veiðileyfa yrði tekin upp. Veiðileyfm ætti þá að bjóða upp á uppboðsmarkaði. Haukur Helgason FIMMTUDAQUR 1. ÁGÚST 1991. „Var ekki fásinna aö ímynda sér aö fámennt eyríki á hjara veraldar gæti orðið sjálfstætt og óháð auðugum nágrönnum?" íslensk þjóðmenning Á næsta ári verða liðin fimmtíu ár frá því að rit Sigurðar Nordals, íslenzk menning, kom út. Það merka rit hafði mikil áhrif á hug- myndir landsmanna um sjálfa sig og sögu sína. Á vissan hátt var þessi bók eins konar sjálfstæðisyf- irlýsing þjóðar sem var að kveðja sér hljóðs í ótryggri veröld. Ægileg styrjöld geisaði um mestallan heiminn. Ríki voru hernumin og þjóðir undirokaðar. ísland var set- ið herliði voldugra ríkja og víg- drekar ösluðu um höfm umhverfis landið og sökktu íslenskum skipum og áhöfnum þeirra og farþegum í djúpin köld. Hvers var þjóð, sem ekki taldi nema nokkuð á annaö hundrað þúsund einstaklinga, megnug í slíkum heimi? Var ekki fásinna að ímynda sér að fámennt eyríki á hjara veraldar gæti orðið sjálfstætt og óháð auðugum nágrönnum? Tilraun til að svara íslenzk menning eftir Sigurð Nordal var tilraun til að svara þeirri spumingu. Svarið er fólgið í því að kanna forsendur tilveru ís- lenskrar menningar og þjóðernis, með öðrum orðum: Að leita sér- kenna þeirrar menningar er þróast hafði á íslandi og draga þannig fram þaö sem réttlætti að Islend- ingar gætu verið og ættu að vera, sjálfstæð þjóð. Eins og eðlilegt er leggur Sigurð- ur Nordal mesta áherslu á það sem hæst ber í menningu íslendinga, bókmenntir þeirra fornar, skipan þjóðveldisins og varðveislu norr- ænnar sögu. Menningarhugtak það sem hanrt notar er ef til vill ekki hámákvæmt en þjónar sínu hlut- verki í ritgeröinni harla vel. En Nordal hugsar að það sé ein- mitt það sem íslendingar hafa lagt af mörkum til þess er hann kallar heimsmenningarinnar sem máli skiptir. Hann segir orðrétt: „Sé nú hugsað um skref íslendinga til heimsmenningarinnar, er aðrar þjóðir eigi að virða, verði einsætt hvaö sitja skuli í fyrirrúmi. í efna- legri og verklegri menningu, tækni og iðnum, jafnvel í öllum sjónlist- um, hefur þeim lengst af verið ábótavant. Hins vegar hafa þeir í bókmenntum og orðsins listum varðveitt og skapað varanleg verð- mæti“. Síðar segir hann: „Því er sífellt haldið á loft, að menningin sé eina landvöm vor. En hún verð- ur oss því aðeins til vamar út á við, að það sé fram dregið, sem er oss fremur til sóma en vansa, öðr- um þjóðum kynnt þetta og á þann hátt, aö þær veiti því athygli". KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent Ekki veit sá er þetta ritar hvort erlendar þjóðir hafi kynnst að marki þessari miklu ritgerð hans og landvörn en hitt er vist að ís- lendingum hefur hún orðið hug- stæð enda rituð af snilld. Ekki fer hjá því að ýmsar athugasemdir mundu nú gerðar við margt það sem Nordal segir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er rit sem hver kynslóð á að lesa og íhuga. Menning frá landnámstíma En nú er haldiö í nokkuð aðra átt en Sigurður Nordal fór á sínum tíma. Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi hafði forgöngu um að hafin er útgáfa ritsafns er nefn- ist íslensk þjóðmenning. í því eiga að birtast ritgerðir um alla þætti menningar á Islandi frá landnáms- tíma og fram um síðustu aldamót og reyndar lengra fram á 20. öld ef þurfa þykir. í því verki er bæði fengist við þá efnisþætti sem Sigurður Nordal taldi til hámenningar og það sem honum fannst síður umræðu vert. Verkleg menning, tækni og iðnað- ur, siðir og venjur, hugmyndir um dularöfl og kynjafyrirbæri eru ekki síður forvitninlegar en mikfifeng- legur kveðskapur og háleitar hugs- anir. Alþýða landsins hefur um aldaraöir leyst margvísleg við- fangsefni daglegs lífs á sérstæðan hátt. Þar er ekki síður um að ræða sérkenni menningar en í skáldskap og fræðum. Fyrsta bindi þessa rits kom út fyrir fjórum árum og hefur síðan komið út eitt bindi á ári. Fjögur stór bindi eru nú komin út og höf- undar ritgerða í þeim eru 23. Verið er að undirbúa næstu þrjú bindi og er langt komið að búa næsta bindi undir prentun. Dugmikill rit- stjóri þessa verks er Frosti Jó- hannsson og hefur hann unnið mikið starf. En snilldarmaðurinn Hafsteinn Guðmundsson er upp- hafsmaðurinn sem hefur veg og vanda af þessu mikla verki. Landvörn inn á við Á engan hátt er unnt að bera þetta saman við ritgerð Nordals en þó tengjast þessi tvö verk. Bæði eru tilraun til að átta sig á forsendum menningar þeirrar sem þróast hef- ur á íslandi. Bæði eru áminning um að varðveita þann arf sem hðn- ar kynslóðir hafa gefið okkur og bæði eru réttlæting okkar í samfé- lagi þjóðanna. En íslensk þjóð- menning er fyrst og fremst hugsuð sem landvörn inn á við. Styrkur þjóðar byggist fryst og síðast á innra þreki, eigin siðferðiskennd, tilfinningu fyrir þeirri menningu sem þegnar hennar búa við, virð- ingu fyrir sjálfum sér og samlönd- um sínum. Þrátt fyrir margs konar erfið- leika í bókaútgáfu er vonandi að unnt verði að ljúka útgáfu íslenskr- ar þjóðmenningar og öll hin fyrir- huguðu tíu bindi verði komin út innan fimm til sex ára. Engin þjóð fær staðist nema hún eigi sér sameiginlegar einhverjar grundvallarhugmyndir um sjálfa sig. Þekking á fortíðinni er um leið vegvísir til framtíðarinnar. Menn- ing íslendinga er hvorki merkari né ómerkari en menning annarra þjóða. Það sem gefur henni gildi er að hún er samsett af þáttum sem margir hverjir eru einstæðir og einkennandi fyrir íslenska þjóð eina. Haraldur Ólafsson „Engin þjóö fær staðist nema hún eigi sér sameiginlegar einhverjar grund- vallarhugmyndir um sjálfa sig. Þekk- ing á fortíðinni er um leið vegvísir til framtíðarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.