Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Side 2
2
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991.
Fréttir
Guöjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins
Þúsundum tonna af f iski
er hent í sjóinn árlega
✓
- sóknarmarkiðeinalausnintilaðstöðvaþetta
„Ég get ekki fullyrt hvort 100 þús-
und tonn séu rétt tala en þaö er alveg
ljóst aö það eru einhveijar þúsundir
tonna ef allar fisktegundir eru lagðar
saman. Og það er líka alveg ljóst að
þegar kvótarnir minnka ár frá ári
er alltaf verra fyrir menn að vinna í
kerfinu. Menn lenda fyrr í þrot með
ýmsar tegundir," segir Guðjóti A.
Kristjánsson, formaður Farmanna-
og fiskimannasambands íslands, um
þau ummæli Kristjáns Óskarssonar,
skipstjóra á Emmu VE, að 100 þús-
und tonnum af flski sé hent í sjóinn
árlega vegna kvótakerfisins.
Guðjón segir að menn verði að
velta fyrir sér þeirri staðreynd að
kvótar bátanna, sem nú séu margir
orðnir mínískuttogarar, hafi veriö
byggðir upp á netaveiðum og sam-
setning í kvótanum hjá þeim var að
megninu til ufsi og þorskur.
„Svo fara þeir á togveiðar og þá fá
þeir ýmsar aðrar tegundir og þeir
eiga engan kvóta fyrir þeim. Þá er
mjög líklegt að þeim aíla sé hent.
Ekki fara menn að koma meö það
að landi sem þeir fá ekkert nema
sekt fyrir.“
Kristján Óskarsson vill meina að
eina lausnin á þessu vandamáli sé
aö taka upp sóknarmark. Guöjón
tekur undir þá skoöun.
„Menn verða að viðurkenna að
kvótakerfið er meingallað og þaö
verður meira og meira gallað eftir
því sem aflaheimildimar eru minni.
Kvótakerfið gengur ekki upp nema
það sé þokkalegur cifli. Ég myndi
vilja taka upp sóknarmark til að
leysa þetta. Óg þetta er verulegt
vandamál og fer vaxandi og það
hljóta allir að sjá.“
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, tekur ekki
undir sjónarmið Kristjáns Óskars-
sonar og segir þessi ummæli hans
eingöngu hans orö.
„Ég efa það stórlega að það sé rétt
sem hann segir. Fiski hefur verið
hent í sjóinn frá alda öðli og það er
aldrei hægt aö koma í veg fyrir það.
Ég held að menn eigi að fara varlega
í að slá fram einhverjum tölum og
spurningin er af hvaða hvötum menn
eru að leggja fram svona tölur. Við
fórum ekki á sjó til að veiða fisk eins
og við séum að fara í Hagkaup í ein-
hveija ákveðna hillu til að fá ein-
hverja ákveðna stærð. En menn
kenna kvótakerfinu um flest og sér-
staklega þeir menn sem eru óánægð-
ir með það kerfi sem við lýöi er og
þeir leita allra ráða til að fordæma
það. í þessu tilfelli er um að ræða
mann sem kemur úr sóknarmarks-
kerfi og er óánægður yfir að það skuli
hafa verið lagt af og grípur til allra
ráða til að fordæma kvótakerfið,"
segir Óskar.
ðskar segir að ekki sé rétt að taka
upp sóknarmark og að hann viti ekki
um betra kerfi en kvótakerfið.
„Auðvitað eru vankantar á kvóta-
kerfinu eins og öllum öðrum en ein
leið til að sníða vankantana af er að
. skylda menn til að koma með allan
afla í land sem um borð í skip kem-
ur. En það er vandi,“ segir Óskar.
-ns
Mikil fjölskylduhátíð var haldin í og við Fellahelli um helgina. Fjölmenni var á hátíðinni og gestir klæddir og
skreyttir alla vega. DV-myndAnna
Sigurbjörgu SU 44 vísað í land:
Ólögskráð áhöf n
- réttarhöldstandayflr
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði
Síðasthöinn fóstudag vísaði varð-
skip mb. Sigurbjörgu SU 44 frá Fá-
skrúðsfirði í land þar sem áhöfn báts-
ins hafði ekki verið lögskráð.
Málsatvik eru þau að 2. júlí síöast-
liðinn var Hilmari Gunnþórssyni,
skipstjóra á Sigurbjörgu, og áhöfn
hans sagt upp og stóð hann því í
þeirri trú að búið væri að afskrá þá
áhöfn þegar Sigurbjörg hélt til veiða
með nýrri áhöfn í síðustu viku. Þegar
Hilmar hringdi í hreppstjóra Búða-
hrepps, sem sér um lögskráningu
skipshafna, til að forvitnast um
hvaða áhöfn væri á bátnum kom í
ljós að Hilmar var enn lögskráður
skipstjóri á bátnum og sú áhöfn, sem
var með honum, var einnig skráð á
bátinn.
Þegar hér var komið hringdi Hilm-
ar í Landhelgisgæsluna og lét hana
vita af þessu en þaö leiddi síðan til
þess að bátnum var vísað í land.
Réttarhöld vegna málsins fóru fram
á Fáskrúðsfirði fyrir helgina og verð-
ur fram haldið í vikunni að sögn
Hilmars.
Skráningarskírteini bátsins var
ekki um borð í sjóferð þessari sem
Hilmar sagði að væri mjög alvarlegt
mál.
Brutu rúður hjá löggunni
Einhveijir heldur betur ósvífnir
gerðust svo djarfir að bijóta tvær
rúður í miðbæjarlögreglustöðinni
aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglu-
menn voru inni við störf en náðu
ekki að handtaka dónana. Að sögn
lögreglunnar teiur hún þetta hámark
ósvífninnar og eru laganna verðir
þess fullvissir að rúðubrjótarnir
verði gómaðir áður en langt um líð-
ur.
-ELA
Fimm menn
ruddust inn í
verslun og hentu
um hillum
„Okkur brá öllum í brún þegar það
komu hér 5 náungar inn og ruddu
öllu um koll. Þetta voru fullorðið
fólk, menn rúmlega tvítugir. Það var
nokkur fjöldi fólks statt í versluninni
þegar þetta var en það fékk enginn
rönd við reist,“ sagði Finnur Magn-
ússon, kaupmaður í Plúsmarkaðn-
um við Sporhamra.
Það var í fyrrakvöld sem hinir
óboðnu gestir komu í heimsókn í
búðina. Þeir skemmdu töluvert,
skekktu meðal annars, aö sögn
Finns, dýra hillustæðu og eyöilögðu
og spilltu vörum sem i henni voru.
„Ég varð að loka á stundinni til að
geta þriflð til. Þeir settu hillu með
kexi um koll. Ég var að vinna við að
raöa upp í hilluna þegar þeir komu,
þeir ætluðu eitthvað að tuska mig tú
en þegar það tókst ekki hentu þeir
hillunni um koll. Ég þekkti einn
manninn en hef aldrei átt í neinum
útistöðum við hann. Ég hringdi svo
í lögregluna og hún kom á staðinn
og síðar var tekin skýrsla af mönn-
unum.“
Á ferð með stöðumæli
Tveir ungir menn voru handteknir
klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt
laugardagsins eftir að tilkynnt var
að þeir hefðu stolið stöðumæli í Aust-
urstræti. Stööumælirinn fannst í bíl
þeirra en mennirnir höfðu ekki haft
tíma til aö bijóta hann upp. Ekki er
líklegt að þeir hefðu haft mikið upp
úr því að stela stöðumælinum þar
sem þeir eru tæmdir mjög ört. Er það
gert vegna faraldurs sem kom upp
eftir að stöðumælagjöld hækkuðu í
fimmtíu krónur en þá vildu margir
eignast slíka mæla.
Töluvert átak þarf til að rífa stöðu-
mæli upp en vegna þess hversu litlar
fjárhæðir þeir geyma er erfiðið ekki
peninganna virði. Hins vegar er mik-
ill kostnaöur því samfara að gera við
mælana og koma þeim á sinn stað.
Auk erfiðisins við að ná staurnum
upp úr steypunni þurfa þessir ungu
menn nú að greiöa háa sekt sem
varla verður talin í fimmtíuköllum-
-ELA
Með allt niðrum sig
á Lækjartorgi
Ungur maður gerði sér það til
gamáns í miðbænum aöfaranótt
laugardagsins að sýna vegfarend-
um þaö sem jafnan er falið í nær-
buxunum. Félagar mannsins, sem
með honum voru, virtust skemmta
sér hið besta því þeir tóku ljós-
myndir af hinuin buxnalausa í gríö
og erg. Lögreglumönnum, sem leið
áttu um miðbæinn, var hins vegar
ekki mjög skemmt enda var hinn
beri að bijóta lögreglusamþykktir.
Buxurnar voru því híföar upp um
manninn og honum skellt bak við
lás og slá þar sem hann mátti dúsa
fram á næsta dag. Hvort ljósmynd-
irnar voru gerðar upptækar fylgdi
ekki sögunni en ekki er það óseniti-
legt.
-ELA