Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991.
17
íslendingar nota þjóða
mest af magasárs-,
sýkla- og gigtarlyfjum
I grein Ólafs Ólafssonar landlæknis
í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir
hann fullyrðingar um mikið lyfjaát
íslendinga. Samkvæmt niðurstöð-
um, sem hann leggur fram í grein-
inni, er heildarlyfjaneysla Dana og
Svía töluvert meiri en íslendinga.
Aðeins Norðmenn nota minna af lyfj-
um heldur en íslendingar.
í skýrslum OECD-landa frá 1985
eru ísland og Noregur í neðsta flokki
varðandi lyfjaneyslu samkvæmt
samanburði við önnur lönd í Noröur-
og Mið-Evrópu. Samt sem áður vekur
Ólafur athygli á því að lyfjanotkun á
íslandi sé mikil í ákveðnum flokkum
lyfja, það er að segja sýkla-, sýking-
ar- og gigtarlyfja. Þessir þrír flokkar
eru 10,3% af heildarnotkun. Hlutfall
kostnaðar af heildarkostnaði á þess-
um lyfjaflokkum er samt sem áður
mun hærra.
Ólafur tilgreinir ástæður sem hann
telur valda þessum mun. Hlutfall
barna af heildarmannfjölda er mjög
hátt hér á landi, miðað til dæmis við
það sem gerist annars staðar á Norð-
urlöndum. Börn neyta að meðaltali
50% meiri sýklalyfja en aðrir aldurs-
hópar og til þess megi að mörgu leyti
rekja mikla sýklalyfjanotkun íslend-
inga.
Ef athugaðar eru töflur úr heimild-
arriti lyflæknisnefndar Norðurland-
anna, „Nordic Statistics on Medi-
cines 1987-1989“, þá eru bornar þar
saman tölur um lyfjaneyslu í
ákveðnum lyfjaflokkum. Það sem
hvað mesta athygli vekur er hversu
mikið íslendingar bryðja af maga-
sárslyfjum í samanburði við hin
löndin. Lyf við magasári eru notuð í
þrefalt meira magni á íslandi. Það
sést glögglega á línuritinu á síðunni.
Samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu væri hægt að spara ríkinu um
200 milljónir króna í lyfjakostnað ef
neyslan væri svipuð hér á maga-
sárslyfjum og annars staðar á Norð-
urlöndunum. Lyf, sem eiga að fyrir-
byggja magasár eða halda réttu sýru-
stigi í maganum, eru þó minnst notuð
hér á landi, miðað við önnur Norður-
lönd.
Athygli vekur að íslendingar nota
minnst af sykursýkislyfjum, geðlyfj-
um og asmalyfjum á Norðurlöndum
og næstminnst af blóðþrýstingslyfj-
um. En neyslan er mest á sýklalyfj-
um hér á landi eins og fram kemur
í grein Ólafs Ólafssonar. Ólafur telur
hins vegar að neysla sýklalyfja sé
mikil af eðlilegum orsökum. Því hef-
ur hins vegar verið haldið fram,
meðal annars af hinu opinbera, að
sýklalyflaát íslendinga sé óþarflega
mikið og óhætt sé að minnka það.
-ÍS
Breytingar á greiðsluskyldu ýmissa lyfja
Breytingar voru gerðar á má telja sprengitöflur, sem eru aqua-nefúða.
greiösluskyldu nokkurra lyfja- hjartalyf, ýmis sterasmyrsli, tölu- Heilbrigðis- og tryggingamála-
flokka í byijun águstmánaðar. verðan fjölda kalsíumblokkara og ráðuneytið vekur einnig athygli á
Leiðréttingarnar voru allar gerðar angiotensínblokkara og einnig D- 4. grein reglugerðarinnar sem sett
á grundvelli ábendinga sem fram vítamínlyf sem notuð eru vegna er til að koma á móts við þá sjúkl-
komu í júlimánuði, eftir að reglu- nýrnasjúkdóma. Einnig bætast í inga sem hafa verulegan kostnað
gerðarbreytingin um greiðslu- þennan flokk tvö lyf gegn þarma- af Mjameðferð. Hér er átt við til
skylduvarsettál.júlísíðastliöinn. bólgum. dæmis svokallaða umönnunar-
Nokkrar lyflategundir, sem voru í þriöjalagibætastkrabbameins- sjúklinga, svo sem krabbameins-
greiddar af sjúklingum að fullu, lyfiö Androcur og sykursýkislyfiö sjúklinga og nýmasjúklinga, sjúkl-
vom færðar yfir á fastagjald. Þar Glucagon við þau lyf sem Trygg- inga með langvarandi eðasíendur-
má telja lyf við sínadrætti, ýmis ingastofnun greiðir að fullu. Eftir- teknar sýkingar, hægðavandamál
kalíumiyf, mígrenilyf og ofnæmis- farandi lyfjum var einnig bætt á sem ekki er auðvelt að leysa án
lyf. bestukaupalista: Elyzoltöflum, In- lyfja, eða með öðrum orðum sjúkl-
Önnurlyfbættustviðþaulyfsem dómetasýnhylkjum, Kaleorid- inga sem eðlilegt getur talist að
greiðastaðfulluafTryggingastofn- forðatöflum, Slow-K-forðatöflum, sjúkratryggingar greiði fyrir.
un gegn framvísun skírteinis. Þar Beconase-nefúöa og Beconase -ÍS
Lífestm
Mótmæii BSRB gegn álögum á sjúklinga:
dregin til baka
Heilbrigðishópur BSRB ítrekar
fyrri mótmæli gegn auknum álög-
mn á sjúklinga vegna lyflakostnaö-
ar. Heilbrigðishópur BSRB hefur
stutt afstöðu sína meö skýrum
dæmum og komið þeirri afdráttar-
lausu kröfu á framfæri við lieil-
brigðisráöherra og aðra sem hlut
eiga að máli að reglugerð ráöuneyt-
isins varðandi lygakosthað verði
dregin til baka.
Fullyrðingar heilbrigðisráðherr-
ans í fjölmiölum að undanfómu um
að hann hafi ekki fengið skýrar
ábendingar frá samtökum launa-
fólks um þessi efni eru því ósannar
og með öJlu óskiljanlegar. Heil-
brigðishópur BSRB mótmælir því
að sjúklingar verði látnir bera auk-
inn kostnað vegna veikinda sinna.
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-81 47 88
HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK.
Pöntunarlistinn kostar250 kr. ♦ póstburöargjald
PÖNTUNARLÍNA
91-653900
BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI
SKEIFUNN117 ■ REYKJA VÍK ■ SÍMI688 850
17.226 kr.(með vöxtum). Alls 521.112 kr. með stimpilgjaldi og lántökukostnaði. Bensúieyðsla 4,3- 6,4 Í/IOO km
ESSEMM