Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Side 32
44
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991.
Sviðsljós
Það þurfti að saga gat á handriðið til að koma Mitch niður. Slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og aðrir hjálpar-
menn kanna hér aðstæöur.
Tröllvaxinn
sjúklingur
v Sjúkraflutningamenn í Redwood
City í Kaliforníu lentu í miklum erf-
iðleikum er þeir fóru í útkall til að
sækja mann sem hafði dottið og
þurfti lífsnauðsynlega að komast á
sjúkrahús. Sjúklingurinn var yfir 350
kg aö þyngd og bjó á annarri hæð.
Nú voru góð ráð dýr því fjórir
sjúkraflutningamenn gátu ekki lyft
honum og því síöur komið honum
niður. Yfirmaður sjúkraflutninga og
slökkviliðsins í Redwood, Steve Ca-
vallero, tók þá ákvörðun að kalla út
aukalið frá slökkviliðinu og fá auk
þess til liðs við sig lyftara til að hífa
hann niður. „Það var eina leiðin til
að ná honum niður,“ sagði Steve.
„Við vorum hræddir um að
-^steintröppurnar, sem liggja niður frá
íbúð hans, mundu ekki þola þessa
miklu þyngd, auk þess er erfitt fyrir
marga menn að athafna sig með ein-
ar börur í þröngum stiga.“
Vinur stóra Mitch, sem býr í næstu
íbúð, hringdi á sjúkrabíl er hann
heyrði hann hrópa á hjálp. Hann
hafði fallið á gólfið þegar hann sneri
sig illa á fæti og gat ekki staðið upp.
Húsgögnin voru fyrst öll færð í
burtu svo að björgunarmennirnir
fengju meira svigrúm. Rúmdýna var
lögð á stórt bretti og Mitch var síðan
dreginn upp á hana og vafinn inn í
teppi. Slökkviliðsmaður þurfti að
Eftir tvo og hálfan tíma tókst loks að ná Mitch niður og koma honum inn
í sjúkrabíl.
taka hurðina af og saga gat á járn-
handrið á svölunum til að geta kom-
iö honum niður.
Steve Cavalero sagði „Við drógum
Mitch út til að koma honum á lyftar-
ann og það tók tvo og hálfan tíma
og tólf menn auk mín að koma hon-
um niður. Þetta er einkennilegasti
sjúkraflutningur sem ég hef tekið
þátt í og hef ég þó tekið þátt í mörg-
um.“
Ekið var með stóra Mitch, sem er
fjörutíu og tveggja ára, á Sana Mateo
County spítalann og er líðan hans
eftir atvikum góð.
Jarðarfarir
Jón Stefánsson, Blikahólum 10,
Reykjavík, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, mánudaginn
12. ágúst, kl. 13.30.
Jón Arinbjörn Lárusson verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 14. ágúst kl. 13.30.
Jóhanna G. Björnsdóttir, Ásvalla-
götu 65, sem lést 4. ágúst, verður
jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi
miðvikudaginn 14. ágúst kl. 15.
Grímur E. Thorarensen frá Sigtún-
um, sem andaðist 3. ágúst sl„ verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30.
Valdemar Guðmundsson, Grænu-
kinn 7, Hafnarfirði, verður jarösung-
inn frá Fossvogskapellu á morgun,
þriðjudaginn 13. ágúst, kl. 15.
LEGSTEINAR
Helluhrauni 14 220, sími 652707
Opið 9-18. Laugardaga 10-15.
Andlát
Hendrik Rasmus, Hlíðarvegi 62A,
Kópavogi, lést 4. ágúst sl. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Marin Magnúsdóttir frá Akurhúsum,
Garði, andaðist á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 8. ágúst.
Tónleikar
„Gospel“-tónleikar
á Hótel íslandi.
Hjálpræðisherinn efnir til „gospel“-tón-
leika á Hótel Íslandi mánudaginn 12. á-
gúst kl. 20.30. Þar mun einn þekktasti
söngvari á þessu sviði frá Noregi syngja
og leika ásamt um 50 manna unglingakór
frá íslandi, Færeyjum og Noregi sem um
helgina hefur tekið þátt í unglingasöng-
mótinu „Gleðitónum" sem haldið hefur
verið í Fíladelfíu. Aðgangseyrir er kr. 500
og eru þetta síðustu tónleikarnir sem
haldnir verða með þessu tónlistarfólki
hér í þetta sinn.
Myndgáta dv
Hljómsveitin lclandica
í Norræna húsinu
í kvöld, laugardagskvöldið 10. ágúst,
heldur hljómsveitin Islandica tónleika í
fundarsal Norræna hússins kl. 21. Tón-
listin er í þjóðlagastíl. Þau Gísli Helgason
og Herdis Hallvarðsdóttir skipa hljóm-
sveitina ásamt Guðmundi Benediktsyni
og Inga G. Jóhannssyni. Aðgangur er
ókeypis.
Tilkyimingar
Fyrirlestrar um fiskeldi
Miðvikudaginn 14. ágúst munu þrír
þekktir skoskir sérfræðingar í ýmsum
greinum fískeldis halda fyrirlestra hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins á
Keldnaholti. Þeir starfa allir að rann-
sóknum og kennslu við háskólann í Stirl-
ing í Skotlandi. Fyrirlestrarnir hefjast
kl. 13 í fundarsal Rannsóknastofnunar
iandbúnaöarins og eru öllum opnir.
Skosku sérfræðingarnir eru hér vegna
námskeiðs sem haldið verður á Flúðum
um næstu helgi, þ. e. 16.-18. ágúst, þar
sem margir af þekktustu sérfræðingum
heims í eldi á bleikju og urriða munu
gefa yfirlit yfir þær rannsóknir sem
stundaðar háfa verið á því sviði. Fyrir-
lestramir fara fram á ensku.
Steinerskóli
Mánudaginn 29. júlí sl. var haldinn um-
ræðufundur í kaffistofu Hlaðvarpans
sem hópur áhugafólks um uppeldisfræði
Rudolfs Steiner stóö fyrir. Hrafnkell
Karlsson, kennari við Steiner-skóla í Sví-
þjóð, greindi frá reynslu sinni og áhersl-
um í starfi. Lögð er áhersla á að skapa
börnunum skilyrði til alhliða þroska og
er tilfinningum, vfija og vitsmunum gert
jafnhátt undir höfði. Margir eru áhuga-
samir um svona skóla hér og eru fram-
haldsumræður mánudagana 12. og 19.
ágúst kl. 20 í kaffistofu Hlaðvarpans. All-
ir eru velkomnir.
Leiðsöguskólinn
Kennsla hefst 11. sept. nk. í Menntaskól-
anum í Kópavogi. Kennsludagar: mánu-
daga og miðvikudaga kl. 18.30-22.30 og
laugardaga kl. 10-12 frá september 1991
til maí 1992. Leitaö er eftir fólki sem hef-
ur gott vald á minnst tveimur erlendum
tungumálum til að geta fiutt fyrirlestra
frá eigin bijósti um land og þjóð. Mest
eftirspum er eftir leiðsögumönnum sem
tala þýsku. frönsku, ítölsku og/eöa Norð-
urlandamál auk ensku. Ákjósanlegt er
að umsækjendur þekki skil á landinu og
eigi auðvelt meö að umgangast fólk og
stjóma hópi. Umsóknareyðublöð og upp-
lýsingar fást í Menntaskólanurn í Kópa-
vogi og á skrifstofu Ferðamáláráðs en
frestur rennur út 15. ágúst nk.
Skátadagar í Arbæjarsafni
Sunnudaginn 11. ágúst verður haldinn
skátadagur í Árbæjarsafni á vegum
safnsins og Skátasambands Reykjavíkur.
Umgjörð dagsins er opnun Væringjaskál-
ans sem var upphaflega vígður 5. sept-
ember árið 1920 og notaður lengi eða þar
til hann var fluttur í Árbæjarsafn árið
1962. Messa verður i kirkju safnsins kl.
11 en opnunarathöfnin hefst kl. 14 meö
fánahyllingu. Margt verður gert til
skemmtunar og dagskrá lýkur með varð-
eldi kl. 16.30.
Tapað-fundið
Gleraugu fundust
við gamla kirkjugarðinn, Hringbrautar-
megin. Gleraugun em mjög sterk, greini-
lega fyrir sjóndapra persónu. Umgjörð
er svört með hvítum yrjum. Uppl. í s.
40940.
Lyklar fundust
rétt við Hampiðjuna. Þeir em á af-
greiðslu DV hjá símastúlkum.
Sviðsljós
Hann gæti hæglega verið súmó-
glimumaður þessi. Svo er þó
ekki hetdur er þetta viröulegur
afi að spila á spll við afabarn
sitt. Myndin er tekin á götu i
Peking i Kina þar sem fólklð
gerir sér ýmisiegt tíl dundurs.
Simamynd Reuter