Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 3
FÖSTÚDÁGUR 16. AGÚST 1991; 3 Fréttir Landlæknlsembættið: Tíu haf a látist úr eyðni Stöð2 meðó- sannafrétt Stöö 2 birti á mánudag ósanna frétt þegar fréttamaður hennar birti viðtal viö „fíkniefnasála“. Fíkniefnadeildin hal'ði varað fréttamanninn við að upplýs- ingar þessa aðiia væru 1 meira iagi ótraustar og að hann hefði margoft leikið þerrnan leik áður. Fréttamaðurinn, Árai Gunnars- son, ákvað að bh*ta „fréttina“ engu aö síður. -pj Lada Station er kjörinn bíll fyrir þá sem þurfa burðarþolinn, rúmgóðan og sparneytinn bíl á vægu verði. Afturhurðin erstór og auðveldar það aðgang að rúmgóðu farangursrými sem stækka má um helming efaftursæti er velt fram. Lada Station er 5 manna og er framleiddur með 1500 cnf vél. Hann er fáanlegur með fjögurra og fimm gíra skiptingu. 2 LADA STATION BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 Það sem af er árinu 1991 hafa sex nýir einstaklingur greinst með HIV- smit, þar af tveir með eyðni, lokastig sjúkdómsins. Fram til 1. júlí í ár hafa samtals 65 íslendingar greinst með smit af völdum HlV-veirunnar. Af þessum 65 hafa 18 greinst með eyðni, lokastig sjúkdómsins, þar af 10 sem þegar eru látnir. Algengur meðgöngutími sjúk- dómsins er 10 ár og mun þ ví sj úkling- um með lokastig sjúkdómsins fjölga talsvert fram að aldamótum þó ekki kæmu til ný smit. Á lokastigi sjúk- dómsins er ónæmiskerfið orðið svo lélegt að sýklar, sem valda yfirleitt ekki sjúkdómum, fara að herja á lik- amann. Lokastigið er ótvíræð vís- bending um að endalokin séu nærri. Eftir að menn komast á lokastigið látast yfir 80% innan tveggja ára. Sá tími er þó að lengjast vegna betri meðferðar og betri lyfia. Engin lækn- ing er þó fundin og virðist hún ekki í sjónmáh. Áf þeim 65 einstaklingum sem hafa greinst með eyðnismit er 41 hommi eða tvíkynhneigðir karlar. Níu þeirra eru fíkniefnaneytendur sem notað hafa sprautur. Auk þess eru tveir sem tilheyra báðum þessum hópum. Sex gagnkynhneigðir hafa smitast eftir samfarir við kynhverfa, fiórir blóðþegar hafa smitast og loks hafa þrír smitast af óþekktum orsök- um. Samtals er um að ræða 55 karla og 10 konur. Flestir smitaðra eru á þrítugsaldri eða 31. Á bilinu 30-39 ára eru 17 og á fimmtugsaldri eru 11 smitaðir. A sextugsaldri eru 3 smitaðir og þrjár konur eldri en 60 ára eru smitaðar, þar af er ein látin og ein með sjúk- dóminn á lokastigi. Einn karlmaður á tvítugsaldri er látinn vegna sjúk- dómsins. -pj Karvel Pálmason: Algjörlega rangt mat hjá forsætisráðherra - vandalaust að stjóma með fuQar peningaskúffur „Þetta er algjörlega rangt mat hjá forsætisráðherra og hann ætti að kynna sér þesi mál betur áður en hann fer af stað með svona fullyrð- ingar,“ sagöi Karvel Pálmason, vara- formaður stjómar Byggðastofnunar, er DV spurði hann hvort rétt væri að pólitískur þrýstingur réði við veit- ingu lána. „Séu þessir sjóðir notaöir undir pólitískum þrýstingi eiga kannski fleiri þátt í því máh heldur en vilja vera að láta, eins og Guðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri Byggðastofnunar, hefur vitnað til,“ sagði Karvel. „En auðvitað er stjóm- in ábyrg sinna gerða." Aðspuröur um hvemig stæði á því misræmi sem er milli niðurstöðu Ríkisendurskoðunar og ársskýrslu Byggðastofnunar sagðist Karvel ekki kunna skýringu á því þar sem hann hefði nýverið tekið sæti í sfiórninni. Hinu skyldu menn átta sig á að Byggðastofnun þyrfti að taka ákvarðanir sem fælu í sér áhættu með fiármagn. Aðalhlptverk stofn- unarinnar væri að styrkja byggðina í landinu. „Það væri enginn vandi að sifia í stofnun sem þessari ef allt væri guhtrygt. Því geta þeir trútt um talað sem hafa setið á valdastóli með nóga peninga í skúffunni, þá á ég við fyrrverandi borgarsfiórann í Reykja- vík. Ég vísa fullyrðingum hans um valdaleysi stjórnarinnar algjörlega á bug. í henni sifia menn sem bera fuha ábyrgð á því sem þeir em að gera.“ - Er stjómin þá ekki fær um að halda fiárhagsstööunni í sæmilegu horfi? „Jú, ég dreg það ekki í efa. En menn mega ekki gleyma því að í mörgum tilvikum hefur Byggða- stofnun lánað í fiárfestingar sem stjómmálamenn og ríkisstjómir hvöttu th á sínum tíma, en brugðust svo. Stjórnmálamenn og ríkisstjórnir eru ekkert stikkfrí í þessu dæmi. En stjórnin tekur sínar ákvarðanir. Menn verða svo auðvitað að taka til- ht th þess sem er að gerast á hverjum tíma.“ Um þá hugmynd forsætisráðherra að Alþingi ákveði lánsfiárhæðir í framtíðinni sagði Karvel að vel gæti verið að menn fyndu einhveija rétt- ari og betri leið heldur en nú væri farin. „En ég er nú ekki reiðubúinn til þess að tjá mig um þaö hvort skyn- samlegt er aö allar ákvarðanatökur fari í gegnum Alþingi. Þar eru mis- munandi sjónarmið og samkvæmt minni reynslu skyifia ekki ahir þar þátt þess máls, að taka tihit th lands- byggðarinnar og þeirra sem þar eru iha settir." -JSS Samanlagður fjöldi einstaklinga með eyðni miðað við 1. júlí 1991 0 10 20 30 40 50 60 70 80 i in i i I i ii 11 i ii II 1 l~l Smitaðir | Lokastig n Látnir Ný tilfelli á ári Smitaðir Lokastig Látnir \ Skipting eftir áhættu- hópum 1991 ©« hommar 85 86 87 88 89 90 91* ’ Tölur einungis fyrstu 6 mánuðina RÚMGÓÐUR Á GÓÐU VERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.