Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Sjóðasukkið Þaö gustaði hressilega af forsætisráðherra þegar hann lagði fram skýrslu Ríkisendurskoðunar um opin- beru sjóðina. Og það að vonum. Skýrslurnar sýna að staða Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar er 4,5 milljörðum króna verri en stofnanirnar sjálfar hafa gefið upp. Munar þar mestu að lán eru ekki afskrifuð samkvæmt raunveruleikanum. Reikningar Fram- kvæmdasjóðs og Byggðastofnunar gera ráð fyrir greiðsl- um af útistandandi lánum sem eru töpuð. Forsætisráð- herra nefndi dæmi um shkar lánveitingar og fullyrti raunar að almannafé hefði verið gróflega misnotað vegna póhtísks þrýstings. í framhaldi af þessum niðurstöðum Ríkisendurskoð- unar lét ráðherrann þau orð falla að leggja bæri Fram- kvæmdasjóð niður og endurskoða hlutverk Byggða- stofnunar. Hann vih afnema þá póhtísku miðstýringu og misnotkun sem hann telur fylgja því valdi að út- hluta peningum í nafni stofnunarinnar. Forsætisráð- herra vih með öðrum orðum ráðast gegn hinu opinbera sjóðakerfi og hinum flokkspóhtísku völdum sem sjóðirn- ir lúta. Hér kveður við nýjan tón. Stjórnmálamenn allra flokka hafa myndað þetta kerfi, varið það og notað það og þar hefur samtryggingin þrifist. í krafti þessara sjóða hafa póhtíkusarnir getað hyglað skjólstæðingum sínum, togast á um greiðasemina, samið um hrossakaupin, ausið peningum á báðar hendur. Aht í nafni byggða- stefnunnar og atvinnuuppbyggingarinnar. Stundum hafa einstakir þingmenn eða flokkar gagnrýnt stefnu og störf þessara sjóða en flest hefur það verið til mála- mynda og gufað upp þegar gagnrýnandinn hefur sjáhur komist að kjötkötlunuin. Hreingerning Davíðs Oddssonar er afar virðingar- verð og hún er óvanaleg frá manni sem situr þessa stundina í þeirri aðstöðu að geta haldið áfram að mis- nota sjóðakerfið. Að vísu er samviska Davíðs ekki hvít- þvegin því eitt fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að taka póhtíska ákvörðun um að gefa eftir mhljóna tuga kröfur vegna vanskha ónafngreinds fyrirtækis á staðgreiðsluskatti. Forsvarsmenn Byggðastofnunar gefa og í skyn að forsætisráðherra kasti steinum úr glerhúsi. Sennhega fyrirfmnst ekki sá maður í íslenskum stjórnmálum sem er saklaus í þeim efnum að beita póht- ískum þrýstingi. Enda er sú umræða á lágu plani sem snýst um það að réttlæta misgjörðir með misgjörðum annarra. Kjarni málsins er auðvitað sá að stjórnmála- menn hafa búið sér th sjóði til að ráða yfir og útdeht almannafé að eigin geðþótta. í þessu felst spilhng og miðstýring, póhtískt skömmtunarkerfi sem er bæði tímaskekkja og óráðsía sem rétt er að stöðva. í landinu eru starfandi lánastofnanir sem eru fullfær- ar um að meta stöðu fyrirtækja, arðsemi þeirra og greiðslumöguleika. Fyrirgreiðsla í lánamálum á að fara um hendur manna sem hafa faglega þekkingu. Þar er hver ábyrgur fyrir láni sem hann veitir og láni sem hann þiggur og þar er ekki hægt að væna menn um póhtíska misnotkun á almannafé. Ef Alþingi og ríkisstjórn eru þeirrar skoðunar að efla þurfi byggð í landinu með því að halda uppi óarðbærri atvinnustarfsemi um lengri eða skemmri tíma á að taka um það ákvörðun hverju sinni í fjárlögum eða með sér- stökum fjáraukalögum. Ráðstöfun hundraða mihjóna, jafnvel mihjarða króna, á ekki að vera leynheg geðþótta- ákvörðun. Ehert B. Schram „ísraelsmenn láta ekki standa upp á sig. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er þeirra lögmál." Gíslar og sjítar Gíslamálin í Líbanon viröast nú vera aö leysast í kjölfar Persaílóa- stríðsins og ástæðan er breytt staða írans eftir stríðið og viðleitni nú- verandi valdhafa þar til að rjúfa einangrun landsins sem hófst með gíslatökunum í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran 1979. Allt frá þeim tíma hefur ekkert stjómmálasamband verið milli Bandaríkjanna og írans, og íran hefur verið útlagi meðal þjóða og helsta óvinaríki Bandaríkjanna, allt þar til nú að írak hefur tekið við þ\á hlutverki að vera sá óvinur sem allir Bandaríkjamenn geta sameinast gegn. Það hlutverk er Bandaríkjamönnum sálræn nauð- syn, allra mest nú á tímum þegar Sovétríkin og kommúnistagrýlan eru úr sögunni sem óvinur númer eitt. Bylting í íran Þegar bandaríska sendiráðið í Teheran var hertekið af byltingar- vörðum Khomeinis ajatolla, var ástæðan ekki endilega sú að þeim hefði verið skipað að gera þetta, heldur var og er ríkjandi sú skoðun í íran að Bandaríkin séu fulltrúar alls hins illa sem vestræn yfirráð og vestræn menning hefur leitt yfir íslömsk ríki. - Uppreisnin gegn Reza Pahlavi keisara átti rætur að rekja til tilrauna hans til að hreyta íran og taka þar upp vestræn gildi og útbreiða vestræna menningu. Sú tegund shía íslams, sem ríkir í íran og hefur sterkari tök á al- menningi en víöast annars staðar þekkist, þoldi þetta ekki. Á því er enginn vafi að keisarinn gekk þvert gegn vilja þjóðarinnar, og bylting Khomeinis var raunveruleg al- þýðubylting, byggð á íslam. Bylt- ingin í íran hafði gífurleg áhrif meðal múshma um allan heim og þeirra áhrifa gætir enn. Milljónir múslíma um allan heim sáu í Kho- meini hinn mikla imam, en shía múslímar trúa því, að sá síðasti af tólf imömum sem voru arftakar Múhaðmeðs hafi aldrei horfið af jörðunni, þótt hann hafi horfið með dularfullum hætti á áttundu öld, heldur stjórni hann beint fyrir milligöngu heilagra manna hinum trúuðu í beinu sambandi við Múha- með og Allah. Slíkur imam var Khomeini og annar slíkur hefur ekki komið fram síðan né mun í bráð. Með þetta í huga var ekki að undra að áhrif Khomeinis yrðu sterk og orð hans séu hinum trúuðu lög enn í dag. - Salman Rushdie, sá sem samdi bókina um sálma Satans, fær að súpa seyðið af fordæmingu Kho- meinis. Nágrannaríki Uppgangur Khomeinis í íran olli ugg og óróa meðal annarra mús- líma í nágrannaríkjunum, ekki síst Saudi-Arabíu og Persaflóríkjunum, svo og í írak, þar sem meirilúutinn er sjítar. En íraskir sjítar eru ara- KjaHariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður ráöherra að ganga milh bols og höfuðs á PLO í Líbanon með inn- rás. Innrásin var gerð, þúsundir Líbana voru drepnar, PLO var umkringt í Beirút og herhð PLO og Jassír Arafat hröktust í útlegð til Túnis. En innrásin varð ísrael dýrkeypt og að lokum fór svo að þeir Uta á hana sem sinn mesta hemaðarósigur. Það var í kjölfar þessarar innrásar, eftir að PLO, sem verið hafði eins konar lögregla í Suður-Líbanon, haföi hrakist á brott, sem upp risu fjöldahreyfing- ar shía múslíma. - Fyrst og fremst Amal, en síðan ýmsar sérsveitir, sérstaklega flokkur guðs, Hisbolla. Þessir sjítar urðu um tíma miklu skeinuhættari fjandmenn ísraels en PLO hafði nokkru sinni verið. Innrásin varð mikið áfall fyrir „Gíslarnir í Líbanon hafa um 9 ára skeið mótað samskipti Bandaríkjanna við íran og Sýrland. Nú, þegar lausnin er í sjónmáli, er lausn heildarvandans í Miðausturlöndum líka í augsýn.“ bar en ekki Persar, þeirra grein af sjíisma er ekki alveg sú sama og hin persneska. Dýrkun á Khomeini varð ekki eins almenn í írak og sums staðar annars staðar, tfi dæmis meðal shía músUma í Kú- veit, Bahrain og Sameinuðu fursta- dæmunum. Það var í Líbanon sem bylting Khomeinis hafði víðtækust áhrif, en þó ekki alveg strax. í upphafi 1943, þegar Frakkar gerðu Líbanon að sjálfstæðu ríki eftir að þeir skildu það frá Sýrlandi 1922, var ætlunin að Líbanon yrði friðland kristinna maróníta í Miðaustur- löndum. Því fengu marónítar, sem voru þá i meirihluta, öll raunveru- leg völd í landinu, en súnni mús- límar og drúsar gengu þeim næst. - Sjítar voru neðstir á blaði, enda voru þeir þá fámennastir. í framkvæmd réðu kristnir öllu og oftast í góðu samkomulagi við súnní múslíma. En eftir að PLO voru rekin frá Jórdaníu 1970 og Palestínumenn flykktust vopnaðir til Líbanons raskaðist allt jafn- vægi. Samtímis hafði sjítum, sem voru botnlagið í þjóðfélaginu, fjölg- að mjög, og voru orðnir að meiri- hluta meðal múslíma og múslímar í meirihluta í Líbanon. Borgarastríðiö hófst reyndar milli súnní múslíma og maróníta, en það snerist bráðlega upp í bandalag allra múslíma, þeirra á meðal Palestínumanna gegn kristnum. - Hér er ekki ráðrúm til að rekja það frekar, en mikil um- skipti urðu árið 1982. Innrásin Það ár ákváðu Begin forsætisráð- herra og Ariel Sharon landvama- PLO, en ekki síður fyrir ísraels- menn, þeir höfðu leyst sjítana úr læðingi. Með þessu hófust gíslatök- ur í Líbanon. Sá fyrsti var tekinn 1982, og um tíma urðu þeir á fjórða tug af ýmsu þjóðerni. - Ekki aðeins Bandaríkjamenn. Samningar Sum ríki gengu til samninga við mannræningja og létu lausa arab- íska fanga, til dæmis Frakkar, Þjóðverjar, Belgar og ítalir, en Bandaríkjamenn og Israelsmenn, sem voru og em óvinur númer eitt, þvertóku fyrir alla samninga. Nú verða það Israelsmenn sem munu láta í skiptum nokkur hundruð þeirra þúsunda shía múslíma sem þeir hafa í haldi, og hafa í raun haft í gíslingu líka. - ísraelsmenn láta ekki standa upp á sig. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er þeirra lögmál. Þessi þróun er framhald af þeim pólitísku breytingum sem Persa- flóastríðið hefur haft í för með sér. Því hafa arftakar og túlkendur imamsins mikla, Khomeinis, beitt áhrifum sínum á fylgismenn sína í Líbanon, og þau orð ráða úrslitum. Sýrlendingar hafa hervaldið til að fylgja hagsmunum sínum eftir, eftir að þeir fengu Líbanon í sigur- laun fyrir þátttöku í stríðinu gegn írak. Gíslamir í Líbanon hafa um 9 ára skeið mótað samskipti Banda- ríkjanna við íran og Sýrland. Nú, þegar lausnin er í sjónmáh, er lausn heildarvandans í Miðaustur- löndum líka í augsýn. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.