Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1991.
LífsstOl
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Miklar verðlækk-
anir á grænmeti
- kartöflur á gjafverði í Bónusi og Fjarðarkaupi
Nú er hagstætt að kaupa blómkál í matvöruverslunum því meðalverðið hefur lækkað um tæplega helming á einni
viku.
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum: Bónusi í Faxafeni, Fjarð-
arkauþi í Hafnarfirði, Hagkaupi á
Eiðistorgi, Kjötstöðinni í Glæsibæ og
Miklagarði vestur í bæ.
Bónusbúðimar selja sitt grænmeti
í stykkjatali og Fjarðarkaup selur
einstaka grænmetistegundir einnig í
Neytendur
stykkjatali en hinar samanburðar-
verslanirnar selja eftir vigt. Til þess
að fá samanburð þar á milli er græn-
meti í þeim versíunum, þar sem selt
er í stykkjatali, vigtað og síðan um-
reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló-
verð.
Miklar breytingar eru á meðal-
verði grænmetis frá í síðustu viku
og allar tegundimar í könnuninni
lækka í verði nema gulrætur. Mest
er lækkunin á blómkáli, tæplega
helmingslækkun, en vínber lækka
næstmest eða um rúman þriðjung.
Það sem hefur einna mest áhrif til
lækkunar er lækkun meðalverðs í
Fjarðarkaupi sem virðist ve-ra að
leggja í verðstríð á grænmeti við
Bónus.
Meðalverð á tómötum lækkaði um
15 af hundraði og er nú 252 krónur.
Tómatar vom á lægsta verðinu í
Fjarðarkaupi, 139, en næst kom verð-
ið í Bónusi, 200, Kjötstöðinni og Hag-
kaupi, 298, og Miklagarði, 329 krón-
ur. Munur á hæsta og lægsta verði á
tómötum er 142%.
Lækkun meðalverðs á gúrkum
milli vikna nam 27% og meðalverðið
er nú 155 krónur. Gúrkur voru á
lægsta verðinu í Fjarðarkaupi þar
sem kílóverðið er 78 krónur. Þar á
eftir kemur Bónus, 103, Kjötstöðin,
198, og Mikligarður og Hagkaup em
með sama kílóverð, 199. Munur á
hæsta og lægsta verði á gúrkum er
155%.
Sveppir lækka litillega í meðal-
verði og það er nú 497 krónur. Lægsta
verðið á sveppum var að finna í Bón-
usi, 393, en á eftir fylgja Fjarðar-
kaup, 455, Hagkaup og Mikligarður,
545, og Kjötstöðin, 549. Munur á
hæsta og lægsta verði á sveppum er
40%.
Græn vínber lækka einnig vem-
lega í meðalverði eða um 35% og það
er nú 200 krónur. Lægsta verðið er
að finna í Fjarðarkaupi, 125, en á eft-
ir koma Kjötstöðin, 149, Bónus, 154,
Hagkaup, 285, og Mikligarður, 288.
Munur á hæsta og lægsta verði er
130%.
Um 6% lækkun varð á meðalverði
á grænni papriku milli vikna en
meðalverðið er nú 259 krónur.
Paprika hefur lækkað í verði um
hartnær helming frá í júní. Lægsta
verðið var aö finna í Fjarðarkaupi,
148, en næst kom Bónus, 233. Verðið
í Kjötstöðinni er 297, í Miklagarði 299
og 319 í Hagkaupi. Munur á hæsta
og lægsta verði er 130%.
Meðalverð kartaflna er á hraðri
niðurleiö og mestu munar um lágt
verð hjá Bónusi og Fjarðarkaupi.
Meðalverðið datt niður í 78 krónur
úr 100 krónum í síðustu viku og verð-
ið er mjög lágt í Bónusi, 29,50, og
Fjarðarkaupi, 32,50. Kjötstöðin selur
kílóið á 74,50 en Hagkaup 124,50 og
Mikligarður 127,50. Þessar tölur eiga
allar við um nýjar íslenskar gull-
augakartöflur. Munur á hæsta og
lægsta verði er ansi mikill eða332%.
Meðalverö blómkáls lækkar úr 188
í 99 krónur á einni viku sem er hart-
nær helmingslækkun. Lægsta verðið
er í Fiarðarkaupi, 85 krónur kílóið,
en síðan koma Mikligarður og Hag-
kaup, 99, og Kjötstöðin, 112. Blómkál
fæst ekki í Bónusi. Munur á hæsta
og lægsta verði á blómkáli er 32%.
Meðalverð hvítkáls lækkar um
tæpan fimmtung af hundraði og er
nú 120 krónur. Lægsta verðið var að
finna í Bónusi, 78, en síðan koma í
röð Fjarðarkaup, 112, Mikligarður,
115, Hagkaup, 147, og Kjötstöðin, 149.
Munur á hæsta og lægsta verði á
hvítkáli er 91%.
Gulrætur eru eina grænmetisteg-
undin þar sem meðalverð hækkar
milli vikna í könnuninni. Þaö hækk-
ar um 13 af hundraði og er nú 265
krónur. Gulrætur voru á hagstæð-
asta verðinu í Fjarðarkaupi, 105, en
síðan koma Bónus, 236, Hagkaup,
279, Kjötstöðin, 347, og Mikligarður,
359. Munur á hæsta og lægsta verði
er heil 242%.
-ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Pitsur og pítur
í Miklagaröi vestur í bæ gat að líta
tilboðsverö á Rynkeby appelsínu- og
eplasafa sem kostaði 79 krónur lítr-
inn, Coop súkkulaöihúðuðu hafra-
kexi, 200 g á 69 krónur, Tapir eld-
húsrúllum, 4 stykki saman á 189 og
Hraunbitum frá Góu, stór pakki á 145
krónur.
í kjötborðinu í Kjötstöðinni var
23% aísláttur á dilkaskrokkum og
grísahnakki með beini er seldur á 790
krónur kílóið. ískóla í 1 ‘A lítra flösk-
um kostar 99 og Bluvit, fosfatfrítt
þvottaefhi, 1,3 kg, er á tilboðsverðinu
445 krónur.
í Hagkaupi á Eiðistorgi var sértil-
boðsverð í gangi á lambaframparti á
498 krónur kílóið. Meðal annarra til-
boðsvara mátti finna þrjú herðatré
úr plasti saman á 99, Rískubba, 170
gramma pakka á 149 og McVities
kremkex, 3x300 g á 199 krónur.
Á tilboðstorgi Fjarðarkaups var
afsláttarverð í gangi á Slotts sinnepi
en kílóbrúsi er seldur á 234. Einnig
gat þar að líta Negro kaffi, 'A kg á
138, Easy Off gluggahreinsi, 651 ml á
270 og Weetabix morgunmat, 215
grömm á 85 og 430 g á 152 krónur.
í Bónusi í Faxafeni eru 9 tommu
pitsur frá Stricklers, 300 grömm á
149, Falke Mel hveiti í tveggja kílóa
pökkum kostar 59, Jacobs pítur, 6
stykki saman, 450 g, á 126 og Tobler-
one, 6 lítil stykki (35 g) saman kosta I
aðeins99krónur. -ÍS
100
JFMAMJJÁ
-35%
FJarðar-
■ kaup ■
288 125
JFMAMJJÁ
1 -5% Bónus ■
549 I 393