Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1991. Ætlar þú að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu á sunnudaginn? Jóhann Garðarsson bankastarfs- maður: Já, ég ætla að gera það. Ég hef ekki gert það fyrr. Guðrún Jensen, vinnur í Hagkaupi: Nei, en ég hleyp nú samt stundum. Björgvin Kristbergsson, vinnur hjá hreinsunardeild Reykjavíkurbprgar: Já, ég ætla að gera það. Ég hef hlaup- ið tvisvar sinnum áður og hafði mjög gaman af því. Kristján Kristjánsson kjötiðnaðar- maður: Nei, eliki núna. Eldar Ástþórsson, 14 ára sölumaður: Nei, ekki núna en ég hljóp í fyrra. Lesendur Verður bjartsýnin öðrum öflum yfirsterkari við samningaborðið? Ávinmngur af álveri ótvíræöur: Landsmenn loka á möguleikana Gunnar Sigurðsson skrifar: Það er stundum eins og allt ætli að verða að vopni sjálfum okkur gegn, þegar kemur að stóru málunum í lífi okkar sem einni og sjálfstæðri þjóð. Marga höfum við möguleikana átt og mörgum höfum við glatað þegar losnað hefur um sundurlyndisfiand- ann í sálarlífi landsmanna. - Nú sýn- ist mér aö sá ávinningur sem af nýju álveri var líklegur til að lenda hjá okkur íslendingum geti verið fyrir bí við minnstu snertingu ef svo má segja. Það er eins og allt hafi hjálpast að í þessu efni. En þó mest málflutn- ingur okkar sjálfra og heitstrenging- ar sem lofa ekki góðu í augum er- lendra viðsemjenda. Við íslendingar höfum notið víð- sýni og reynslu manna á borð við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, sem hefur ásamt iðnaðarráöherra verið í forsvari fyrir okkar hagsmun- um. Þeim hefur verið gert afar erfitt fyrir með ýmsum innanhúsdeilum hér og hótunum af ýmsu tagi af þeim mönnum sem leggja allt kapp á að loka fyrir samskipti íslendinga við umheiminn. - Dæmigert var viðtalið sem birtist í Morgunblaðinu nýlega við bóndann í Mývatnssveit. Hann fullyrti að fólksfiölgun í hans sveit væri þjóðarslys, kísilnámið við vatn- ið væri af hinu illa og meira að segja hótelin í sveitinni ættu engan rétt á sér. Það er ekki bara einn bóndi í Mývatnssveit sem svona hugsar. Hann mælir fyrir munn 50 land- varða, nokkurra leiðsögumanna, sjálfskipaðra „landverndarmanna" og leiðindaskjóða, sem hafa það að ævistarfi að vinna íslandi afit það ógagn sem þeir mega. Er ekki ástæða til að óttast að sá þátttakandinn í fyrirhuguðum ál- versframkvæmdum sem lýst hefur áhuga á að draga sig út úr verkefninu geri það af þeirri einföldu ástæðu að hann sér fram á lítið annað en vand- ræði og erfiðleika viö að koma þess- ari starfsemi í gagnið hér á landi? - Er einhver ástæða til að halda uppi barnalegri bjartsýni varðandi ál- samninga á meðan vissum hluta landsmanna er skemmt þegar mögu- leikarnir á ávinningi álversfram- kvæmda lokast hver af öðrum? Sameinuð Evrópa á okkar dögum: Rætist þá draumur Adolfs eftir allt? Björn Kristjánsson skrifar: Var það ekki langtíma draumur fyrrverandi ríkiskanslarans Adolfs Hitlers að ná að sameina alla Evrópu um síðir? Raunar boðaði hann „þús- und ára ríki“ sem var átti að vera miklu víðfeðmara. En sameinging Evrópu undir sínu merki var tak- mark hans. Ekkert hefði staðið í vegi kanslarans heföu Bandaríkin Kanada og Ástralíumenn ekki veitt dýrmæta liðveislu þegar allt virtist ætla að hverfa undir jámhæl nasista. Það er því ekki furða þótt margir staldri við og horfi með gagnrýnum augum á söguna. Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, vitnaði einmitt í þetta atriði. Hún sá nokkra meinbugi á því að Bretar af- söluðu sér ýmsum þáttum sem myndu gera þjóð hennar að áhorf- anda en ekki þátttakanda í samein- aðri Evrópu. Myntin, gamla enska pundið, var meðal þess sem Thatcher vildi ekki fóma á altari Evrópuríkis. En Evrópuþjóðum er nokkur vork- unn. Þær hafa slæma reynslu af styrjöldum og þær hafa verið tíðar um alla álfuna alla þessa öld. Þær sjá fram á önnur vandamál sem geta reynst illviðráðanleg. Flóttamanna- vandamál er eitt þeirra. Það er kald- ranaleg staðreynd aö þegar hliðin til frelsisins opnast eru mörg þessara ríkja svo aðframkomin að íbúar sjá sér ekki annað fært en að yfirgefa heimkynnin og leita á náðir þeirra sem opnuðu hliðin. - Hvað verður síðar, er óráðið, en ekkert er líklegra en að þetta flóttavandamál, sem nú er að bresta á og verður þungbær raun fyrir Evrópuríkin, verði að leysa sameiginlega af öllum sem ge- rast þátttakendur í sameinaðri Evr- ópu. Það er kannski þessi samvinna og þessi ábyrgð, að leysa ýmsan vanda sem að steðjar á meginlandinu sem skilur á milli sameinaðrar Evrópu nú og hins gamla sameiningar- draums Adolfs. En sameiningar- draumur hans rætist samt. Þungbúnir gestgjafar Kristín Magnúsdóttir skrifar: Mér finnst alltaf eins og gestgjafar okkar hér séu hálfsúrir á svipinn þegar þeir taka á móti erlendum gest- um. Þetta heldur síðan áfram þegar svona opinberar heimsóknir eru raktar í máli og myndum og maður sér hina ýmsu gestgjafa okkar. Þeir eru oftar en ekki þungbúnir mjög og ábyrgðarfullir í framan. - Rétt eins og þeir séu að inna af hendi þungbær skyldustörf við erfiðar aðstæður. En nú eru aðstæður hér á landi kannski ekkert erfiðar eftir allt. Ástandiö er gjörbreytt á margan hátt frá því sem áður var, t.d. ef htið er til áfengislögjafarinnar, sem heimil- ar gestum og gangandi að kaupa áfengan bjór á veitmgahúsum. Það var nú ekki htið pukriö, sem hér var viðhaft áður en hann var leyföur. Varð nánast að fela bjórflöskur í veislum og móttökum. - Skyldustörf eru þetta jú, en hvað um það, verður ekki að sinna þessu eins og hverju öðru? Það er ástæðulaust að setja upp þungan ábyrgðarsvip, þótt verið sé með erlenda gesti í taumi. Þessir sömu menn, sem eru í hlut- | verki gestgjafa hér heima, leika oft- „Skyldustörf sem verður að sinna eins og hverju öðru,“ segir m.a. í bréfinu. ast við hvem sinn fingur er þeir era í hlutverki gestsins erlendis. Þá vaknar spumingin: Er svona voða- lega erfitt aö vera gestgjafi hér heima, þar sem alhr þekkjast? Getur hugsast að enn sé eitthvað í þjóðar- sáhnni, eitthvað undir niðri sem þjakar, hrjáir og hryggir? Þessu verður eflaust aldrei svarað því „hugur einn það veit“. S.P.K. skrifar: Þær era óhugnanlegar frásagn- imar um eiturlyfiasölu í grunn- skólum og útbreidda notkun ungl- inga á eiturlyfium, Ég vil koma þeirri skoðun minni á franxtæri að sjálfsagt sé að hafa þmrga refs- ingu gagnvart þehn sem staðnir era að sölu og dreifmgu fíkniefna og sérstaklega ef og þegar skipu- lega er unnið að þ vi að koma börn- um og unglingum á bragðið. Einn þáttur þeirrar refsingar á að vera fólginn í því að taka vega- bréfin af fíkniefnasölum. Meina þeim aö komast úr landi - halda þeim í gíslingu hér heima. Fíkni- efnin koma erlendis frá. Fíkni- efnasalar fara utan th að verða sér úti um þessa banvænu söluvöru. Það er jafnframt opinbert leynd- ; armál að fikniefnasalar sækja ut- an, ÍKeði tii að komast í fikniefni sjálfir og th að eyða ránsfengnum. - Þeim er því þungbær refsing að vegabréfið sé gert upptækt. Nýjar mjólkurfernur Margrét Guðmundsdóttir skrifar: Ég held að ekki hði svo árið og hafi ekki gort nokkur undanfarin ár að ekki skrifi einhverjir og kvarti yfir þessum vesælu bláu mjólkurfernum hér á höfuðborg- arsvæðinu. - Annars staðar á landinu er mjólk seld í viöteknum htra femum sem auðvelt er að opna og halda á. Nú las ég nýlega að Evrópu- bandalagið hefði sektað þetta margumtalaða fyrirtæki, Tetra Pak, sem selur okkur þessar ó- láns mjólkurfernur. Sektin var vist ekki viðkomandi þessum bláu fernum, heldur fyrir að brjóta samkeppnishætti í löndum bandalagsins. - Er nú ekki bara tími ti.1 kominn að hætta að skipta við þetta fyrirtæki og kaupa al- mennilcgar femur anhárs staðar frá? - Ég bara skora á Mjólkur- samsöluna að leysa máhð í eitt Magnús hringdi: Ég heyrði nýlega í morgunþætti Bylgjunnar þá kenningu að með tilfærslu þjóðgarösvarðar frá Þingvöllum th Ríkisútvarpsins í Efstaleiti hefði skapast svigrúm th að færa til tvo Stephensena svo að þeir raættu vel við una. Var það raunar talin skýring á ráðn- ingu hins nýja útvarpssfjóra. Þannig átti núverandi staöar- haldari, Þórir Stephensen, að flyfjast th Þingvalla sem þjóð- garösvörður og Ólafur nokkur Stephensen, markaðsráögjafi og fyrram slagoröasmiður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, átti aö taka við starfi staðarhaldara í Viðey. Er þetta nokkuð hla th fundið? Margur hefur unnið Sjálfstæðis- flokknum verr en þessi markaðs- ráðgjafi og hér myndi sannast að ekki er allt gleymt þá gleypt er. Athugasemdvið aðalskipulagtil ársins 2000 Árni B. Sveinsson skrifar: Ég vil leggja fram eftirfarandi athugasemdir við aðalskipulag hér i Reykjavik th ársins 2000. Tihögurnar era þessar: Reykjavíkurílugvöhur verði lagður niður innan 5 ára. - Há- skólay lhverfi komi þar í staöínn. Nauthólsvik verði baðstaður með samkomulagi við Kópavog. Einteinungur liggi frá Suður- Mjódd til Keflavíkurfiugvallar. Olíubirgðir verði ekki geymdar í Reykjavík. Fjórar lóðir meðfram Reykjanes- braut í Suður-Mjódd falh undir heilsuvemd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.