Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR* 16. ÁGÚST Í991. Viðskipti 5 Raunverð eldri bíla lækkar: Mikið framboð af notuð- um bílum hjá umboðunum Talsvert mikiö magn er nú af eidri bílum hjá bílaumboöunum í kjölfar mikillar sölu á nýjum bílum á þessu ári. Viðskiptahættir með bíla hafa og breyst nokkuö. Nú nota menn í auknuni mæh eldri bíla sína sem skiptimynt upp í nýja og nokkrir þeirra sem DV ræddi við telja að um 80 tii 90 prósent þeirra sem kaupa sér nýja bíla leggi gömlu bílana sína upp í. Salan gengur svona og svona Það greinir engan á um það að það sé mikið af notuðum bílum hjá um- boðunum. „Það er töluvert af notuðum bílum hjá umboðunum sem hafa verið not- aðir upp í nýja bíla. Það gengur svona upp og ofan að selja eldri bílana. Það getur tekið töluverðan tíma að losna viö þá,“ segir Gestur Árnason, fjár- málastjóri hjá Glóbus. „Ég myndi ekki segja að það væri allt að fyllast af notuðum bílum hjá okkur en fjöldi þeirra sem eru inni hjá okkur núna er þó í hærri kantin- um. Ágústmánuður er yfirleitt róleg- ur hvað varðar bílasölu, bæði hvað varðar sölu notaðra og nýrra bíla,“ segir Sverrir Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Heklu. „Það er mikið af notuðum bílum hjá bílaumboöunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt upp í nýja. En það gengur ágætlega að selja þá,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni. Og Úlfar Hinriksson hjá Suzuki- umboðinu segir að það sé eflaust tals- vert af notuðum bílum hjá bíla- umboðunum. En bætir við að það gangi ágætlega að losna við þá. Ekki á eitt sáttir Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort verð á gömlum bílum hafi lækkað í kjölfar þessa til dæmis seg- ir Sverrir að gömlu bílarnir hafi ekki lækkað í verði þó mikið framboð sé af þeim. „Þeir halda alveg verðgildi sínu,“ segir hann. „Verð á eldri bílum er að lækka sem er eðlilegt. Það er til samræmis við það sem gerist erlendis. Endur- söluverð á notuðum bílum hefur ver- ið fullhátt hér á landi,“ segir Júlíus Víp. Úlfar segir að verðið hafi ekki lækkað á fólksbílum en það hefur ekki hækkað. „Verðið hefur haldist nánast óbreytt allt síðasthðið ár. Það má segja að það hafi orðið raunlækk- un en ekki krónutölulækkun." 60 prósent aukning Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur orðið um 60 prósent aukning í inn- flutningi nýrra bíla og menn spá því að því að til landsins veröi fluttir um 9000 á þessu ári. Það nægi þó varla til að bílafloti landsmanna nái að endurnýja sig, ekki síst þar sem sala á bílum hafi verið lítil í fyrra. En á meðan framboðið er nægt af Það er hægt að komast að góðum greiðslukjörum á notuðum bílum um þessar mundir. DV-mynd JAK Verslunin BlómsturveHir, Hellissandi: Stækkuð um helming Stefin Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi; Nýverið var opnuð viðbygging við verslunina Blómsturvelh á Hellis- sandi. Verslunin, sem er í eigu Óttars Sveinbjömssonar og fjölskyldu hans, verslar með gjafavörur, veiðivörur, leikfóng, raftæki, reiðhjól og vefnað- arvöru. Við stækkunina eykst versl- unarplássið um helming og veitti enda ekki af því að verslunin hefur gott orö á sér fyrir mikið vöruval og gott verð og er því oft annríki þar. Þaö hefur vakið athygh heimamanna að ekki höu nema 5 mánuðir frá því hafist var handa við stækkun versl- unarinnar þar til hún var opnuð, fullkláruð. Eigendur verlsunarinnar Blómstur- valla á Hellissandi eru þau Óttar Sveinbjörnsson og íris Tryggvadótt- ir. DV-mynd Stefán Þór Afkomukönnun Verslunarráös: Mikill munur á skuldugum f yrirtækjum og skuldlausum Eignalega vel stæð fyrirtæki högnuðust meira á árinu 1990 en árið 1989 samkvæmt afkomukönn- un sem Verslunarráð íslands hefur gert. Virðist könnunin staðfesta þann gífurlega mun sem orðinn er á stöðu fyrirtækja eftir því hversu skuldsett þau eru. Ahs skhuðu 96 fyrirtæki inn reikningum og heildarv elta þeirra var tæplega 95 mhljarðar króna. Þar af voru 57 fyrirtæki í verslun, 16 í framleiðslu, 16 í lánastarfsemi og 7 í þjónustustarfsemi. Hagnaður þessara 96 fyrirtækja eftir skatta var rúmlega 3 mihjarðar króna sem reiknaðist vera um 8 prósent af bókfærðu eigin fé þeirra. Fyrir- tækin afskrifuðu tæplega 380 mihj- ónir króna vegna glataðra við- skiptakrafna eða 0,4 prósent af heildarveltu. Framlegð vaxta og afskrifta var yfirleitt hærri á árinu 1990 en áriö þar á undan. Helsta undantekning- in er stóriðjan. Sé htið sérstaklega á verslunarfyrirtæki kemur í ljós að mikh velgengni var í bifreiða- geiranum en að þeirri grein versl- unarinnar frátalinni jókst fram- legð til greiðslu afskrifta og vaxta úr 6,7 prósentum á árinu 1990 þrátt fyrir að það hah verið metár í al- mennumgjaldþrotum. -J.Mar Baulahf.: Ostlíki til sölu í verslunum „Það stendur til að við förum að selja ostiíki í verslanir. Það er allt tilbúið th þess, það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Við setjum ost- líkið á almennan markað th að koma th móts við fólk sem vhl forð- ast dýraíitu," segir Þóröur Ásgeirs- son, forstjóri Baulu hf. „Óstlíkið í klumpum er um 50 prósent ódýrara en ostur en það verður ekki jafnmikhl verðmunur á því þegar búið verður að rífa það niður og setja í öskjur. Það er mein- ingin að selja ostlíkið niðurrifið eins og íslenska Mozzerellaostinn. Við verðum meö mun dýrari um- búðir um osthkið en Mozzerehaost- inum er pakkað í og því verður ekki eins mikih munur á verði þessara vörutegunda og á ostlík- isklumpunum og ostinum." Ostlík- ið er ílutt hingað th lands frá Bandaríkjunum og er það framleitt úr jurtafitu í stað mjólkurfitu. Hins vegar eru mjólkurprótín í ostlíkinu sem gefa því ostbragðið. Það gekk á ýmsu þegar innflutn- ingsleyfið var upphaflega veitt fyr- ir ostlíkinu á síðasta ári. Landbún- aðarráðherra var andsnúinn inn- flutningnum en viðskiptaráðherra veitti leyfi th að flytja inn 15 tonn. Osthkið var einkum ætlað fyrir veitingastaði en það hefur gengið hægt að selja það og nýlega var samið um sölu til Möltu á um 'A af því magni sem upphaflega var flutt inn. -J.Mar Þóröur Ásgeirsson, forstjóri Baulu hf., ætlar að fara aö selja ostlíki á almennum markaði. tveggja th þriggja ára gömlum bhum hjá umboðunum bjóðast mönnum mun betri greiöslukjör heldur en þegar markaðurinn er í jafnvægi. Um það voru flestir viðmælendur DV sammála. -J.Mar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 5,5-7 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6 mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar.alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5,5-7 Lb.lb ViSITOLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,5-9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb Óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13,5 Lb.Sp SERST. VERÐBÆTUR (innantímabils) Visitölubundnir reikn. 6-10,8 Bb Gengisbundir reikningar 6-10,8 Bb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6,25-7 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9-9,6 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskar krónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OtlAn Overðtr. Almennirvíxlar(forv.) 20,5-21 Allir nema Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupqengi LB Almennskuldabréf 21-22 Sp.lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 23,15-24 Bb Skuldabréf 9.75-10.25 Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 18,25-20,5 Lb SDR 9,5-9,75 Ib.Sp Bandarikjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 12,8-13,5 Sp Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí 18,9 Verðtr. lán júli 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3158stig Lánskjaravisitala júlí 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavísitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvísitala ágúst 157,2 stig Húsaleiguvisitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,858 Einingabréf 2 3,139 Einingabréf 3 3,842 Skammtímabréf 1,955 Kjarabréf 5,747 Markbréf 3,072 Tekjubréf 2,167 Skyndibréf 1,707 Sjóðsbréf 1 2,799 Sjóðsbréf 2 1,927 Sjóðsbréf 3 1,936 Sjóðsbréf 4 1,695 Sjóðsbréf 5 1,166 Vaxtarbréf 1,9762 Valbréf 1,8520 Islandsbréf 1,222 Fjórðungsbréf 1,129 Þingbréf 1,220 Öndvegisbréf 1,203 Sýslubréf 1,237 Reiðubréf 1,189 Heimsbréf 1,129 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,76 5,96 Flugleiðir 2,45 2,55 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,71 Islandsbanki hf. 1,66 1,76 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76 Eignfél. Iðnaðarb. 2,43 2,53 Eignfél. Verslb. 1,74 i;82 Grandi hf. 2,70 2,80 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,10 6,40 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,30 7,62 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,58 4.72 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenm hlutabréfasj. 1,11 1,16 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfosj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.