Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 4
4 FÖ^TVPAGUR164GÚST,1991, Fréttir DV Aætlun bjartsýrásmannanna: Alverið kæmi samtímis methækkun álverðs Grafið sýnir hversu miklar sveiflur hafa verið á álverðinu undanfarin ár. Þetta er hér sýnt á verðlagi ársins 1991, þannig að samanburðurinn milli ára er raunhæfur. Bjartsýnustu hagfræðingar telja að nýja álverið hér á landi gæti komið í gagnið samtímis því að verð á áli verði svo hátt að það verði hagstæð- asti tími fyrir álframleiðslu, sem menn hafi kynnzt. Um þessi atriði ríkir auðvitað mikil óvissa. Menn hafa borið líklega notkun á áli saman við þau áform sem þekkt eru um aukna framleiðslu. Skoðun á þróun álverðs á heims- markaöi leiðir í ljós, hve sveiflur á álverði eru gífurlega miklar. Oft hef- ur reynzt erfitt að sjá sveiflurnar fyrir og gæti svo reynzt enn. Verðiö hefur að undanfornu verið í lág- marki. Tvennt veldur þessu einkum. Efnahagsbatinn í Bandaríkjunum lætur standa á sér. Þetta gildir um Sjónarhom Haukur Helgason samgönguiðnaðinn og dósaiönaðinn. Auk þess hafa Sovétmenn verið að selja álbirgðir. Sovétmenn hafa mikla þörf fyrir reiðufé um þessar mundir. Reiknað með efnahagsbata Menn höfðu yfirleitt búizt við því að efnahagur Bandaríkjanna rétti fyrr úr kútnum. Riki OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, hafa yf- irleitt verið í öldudal að undanförnu. Þessu veldur ekki sízt mikil hækkun olíuverðs sem varð í fyrra. Nú benda síðustu spár til þess að þessi ríki komist yfirleitt upp úr öldudalnum á síðari hluta þessa árs og næsta ári. Frá því eru auðvitað undantekning- ar. En hagvöxtur, vöxtur fram- leiðslu, í þessum ríkjum er talinn verða 2,5 prósent á síðari hluta yfir- standandi árs, reiknað á ársgrund- velli, og 3 prósent á næsta ári. Þetta yrðu mikil umskipti frá því sem ver- ið hefur að undanfórnu og þetta mun að líkindum leiða til verulegrar hækkunar verðs á áli. Menn sjá ekki annað fyrir en að staðan í efnahagsmálum gæti orðið þokkaleg fyrir þessi ríki flest næstu ár. Af því leiðir sú spá að markaður- inn gæti orðið mjög hagstæður fyrir álframleiðslu á árunum 1995-2000. Álverksmiðjur víða um heim eru nú þvert á móti reknar með tapi. Álver- ið á Keilisnesi ætti einmitt að komast í gagnið undir lok árs 1995. Mikil óvissa Álverðið er núna 1267 dollarar á tonnið og hefur að undanfómu verið imdir 1300 doliurum. Þegar umræður um nýtt álver fóru í gang, eða stækk- un ÍSAL-verksmiðjunnar, var ál- verðið 2700-3000 doliarar eða tvöfalt það sem nú er. Mat manna á spám um efnahagsástandið í umheiminum er mismunandi, eins og vænta má, þegar sveiflumar era alltaf svona miklar. Bankakerfið í heiminum þarf að fjármagna fyrir 40-50 milljarða Hvað mirnu Atlantsál-fyrirtækin greiða fyrir raforkuna? Nýtt álver engin gull- náma fyrir Landsvirkjun - bregðist bjartsýnisspár um álverð verður útkoman mjög tvísýn Verð raforku til nýs álvers 33,80 Kostnaðarverð 18 mills 25,35 21,2 14,0 14,0 14,08 10,5 o o o o o o CM co 8JÍ2 CO CNI 16,9 10,7 22,53 14,2 1994-1996 1997-1998 1999-2002 2003-2030 Grafið sýnir raforkuverð til nýs álvers á mismunandi tímabilum samnings- timans og miðað við ákveðnar forsendur í heimsmarkaðsverð á áli. Svarta línan sýnir kostnaðarverð orkunnar til álversins án kostnaðar við Blöndu. „Salan á raforku til nýja álversins er svona allt í lagi bisness, það verð- ur enginn ofsagróði af þessu fyrir Landsvirkjun,“ sagði einn af sér- fræðingum um orkusölu við DV þeg- ar athugað var hvað Atlantsálfyrir- tækin greiddu fyrir raforkuna sem Landsvirkjun mun framleiða fyrir nýtt álver. Ummæhn hér að ofan eru miðuð við að heimsmarkaðsverð á áh hangi í meðaltahnu, verði að jafnaði í kringum 2000 doharar fyrir tonnið. Ef spár manna um þróun álverös standast hins vegar ekki má búast við að útkoman verði í jámum. Sér- fræðingar um þróun álverðs hafa bent á að þrátt fyrir töluverðar sveiflur í álverði mihi ára sé það nokkuð stöðugt þegar til lengri tíma er htið. Þannig mun Þjóðhagsstofnun hafa fundið út að líkumar á tapi vegna nýja álversins séu ekki miklar. Kostnaðarverð orkunnar th nýs álvers, það er hvað það kostar Lands- virkjun að úcvega álverinu orku, hefur lengst af verið tahð verða rúm 18 mih. En hvernig er raforkuverðið til nýs álvers fundið út? Raforku- verðið verður tengt heimsmarkaðs- verði á áh, þó þannig að loft og gólf verður á raforkuverðinu fyrstu tvö árin sem álverið fær orku, minnst 10,5 mih og mest 14 mhl. Þannig ghd- ir einu hvert álverðið verður þau árin. Árin þar á eftir er miðað viö ákveö- inn hundraðshluta sem er 10 á tíma- bihnu 1996-1998, 12 1999-2202 og 16 2003-2030. Þannig stighækkar raf- orkuverðið á samningstímanum. í fyrradag kostaði tonn af áh 1267 dollara. Þegar það álverð er sett inn í raforkudæmið á mismunandi tíma- bhum samningstímans kemur í ljós að söluverð raforkunnar hækkar ekki mikið, er ahan tímann vel undir kostnaðarverðinu. Það þýðir léleg viðskipti fyrir Landsvirkjun. Ef við gefum okkur að 2000 dollarar fáist fyrir tonnið af áh skánar dæmið töluvert en söluverö fer þó ekki upp fyrir kostnaöarverð fyrr en eftir áriö 2002. Fari álverðiö í 3000 dollara, sem þykir þrátt fyrir aht nokkur bjart- sýni að áætla, fer Eyjólfur heldur betur að hressast þar sem söluverð verður hærra en kostnaðarverð strax etir að loft á raforkuverð hefur verið flarlægt. Burtséð frá verðforsendum á áh tapar Landsvirkjun fyrstu ár samn- ingstímans. Til lengri tíma er tap greinilegt miðað við 1267 dollara ál- verð og einnig fyrirsjáanlegt miðaö við 200 dohara álverð. Á grafinu sem fylgir hér má sjá raforkuverð miðað við mismunandi heimsmarkaðsverð á áh á mismunandi tímabhum samn- ingstímans. Blanda setur strik í reikning- inn Vegna kostnaðarverðs raforkunn- ar skal tekið fram að Landsvirkjun reiknar ekki kostnað vegna bygging- ar Blönduvirkjunar inn í dæmið. Sé Blanda reiknuð meö er talið að kostnaðarverð orkunnar fari í rúm 21 mhl. Samkvæmt útreikningum frá því fyrr á þessu ári getur þessi mis- munur þýtt verulegan kostnaðar- auka fyrir Landsvirkjun. Blanda kostar um 14 mhljarða. Aðeins Blanda getur samkvæmt útreikning- um frá því fyrr á árinu þýtt um 15 mhljarða tap í Atlantsáldæmi Lands- virkjunar. Menn greinir á um hvort Blanda eigi að teljast th kostnaðar í Atlants- ál-dæminu. x Landsvirkjunarmenn hta svo á að Blanda sé þegar orðin staðreynd og breyti engu með hennar kostnað hvort álverssamningar verði gerðir eða ekki. Því komi hún ekki inn í kostnaðarverð orkunnar. Ef hægt sé aö koma gífurlegri um- framorku frá Blönduvirkjun í verð nú sé um hreinan hagnað að ræða. Bæði Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Páh Pétursson, stjórnar- maður í Landsvirkjun, hafa bent á að Blanda hafi verið notuð sem gul- rót th að auðvelda samninga viö Atl- antsálfyrirtækin. Páh heldur fram að Blanda eigi að reiknast með í ál- versdæminu. Hún sé ekki gjöf af himnum og reikna eigi orkuverð th nýs álvers með hana i huga. Blanda var byggð á grundvelh orkuspár frá 1981 sem spáði mikhh orkuþörf og fuhnýtingu Blöndu strax 1994. Spáin brást og án stóriðju verð- ur Blanda ekki fuhnýtt fyrr en á næsta áratug. Fyrir tveimur ámm sagði Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, við DV: „Jaðarverð á orku frá Blönduvirkjun er svo lágt að það borgar sig næstum að fá hvað sem er fyrir hana þar sem hún nýtist svo hla.“ -hlh króna handa álverinu á Kehisnesi. Þar hafa menn rætt um samsteypu banka víða um heim. Fyrirtækin sem hyggjast taka þátt í álverinu, verða með stjómarfundi, þegar höur á næsta ár þar sem í reynd verður fyrst ákveðið hvort þau verða með. Þótt niðurstaöan verði jákvæð verður ekki unnt að fara af stað með bygg- ingu álvers fyrr en vorið 1993. Bygg- ingartími er talinn tvö og hálft ár. Það er því ekki fyrr en síðla árs 1995 að álverið kemst í gagnið. Þó má hefja undirbúningsframkvæmdir næsta ár svo sem virkjana- og hafn- arframkvæmdir. Óvissan er mikil þótt margir séu bjartsýnir á þróun álverðs. Þegar verðið sveiflast upp virðist þó senni- legast að framboðið taki seint við sér eftir afturkipppinn. Áform era nokk- ur í heiminum um ný álver svo sem tvö í Kanada á stærð við hið íslenzka á Keihsnesi. Venezúela er í myndinni svo og Svíþjóð og fleiri. Verðið fer auðvitað eftir framboði og eftirspum. Óvissan verður enn meiri þegar spumingar vakna um það hvort til dæmis Kína kynni að fara að „dengja" út álverksmiðjum eins og einn viðmælandi DV komst að orði. -HH UmSanrásir hefjast Undanrásir fyrir íslandsmótið í skák 1991 verða haldnar nú um helgina en 16 koppendur munu keppa til úrshta í ársbyrjun 1992 um tithinn skákmeistari íslanda* 1991- Öllum er frjáls þátttaka í und- anrásunum sem tefldar verða í Reykjavík, á Akureyri og ísafirði. 8 skákmenn úr undanrásunum vinna sér rétt th þátttöku í úrsh- takeppninni Auk þeirra eiga skákmeistari íslands 1990 og 7 stigahæstu skákmenn landsins réttáþáttlöku. ; : ; j i -BÓI Helgi Jónsson, DV, Ólafefirðt Það átti sér stað nú í vikunni að ljóslaust varð i Múlagöngum og hefur shkt aldrei gerst áður. En það varði skamma stund - nokkrar klukkustundir. Viðgerð fór fram samdægurs. Verkamannasambandið: Gagnrýnir Framkvæmdastj órn Verka- mannasambands Islands sam- þykkti á fundi sínum að lýsa yfu- fullum stuðningi vlð gagnrým þá sem samstarfsnefnd verkalýðs- samtakanna um lyfjamál hefur sett fram á nýja reglugerð um greiðslu almamiatrygginga á lyfjakostnaði. ályktun frá framkvæmda- stjóm Verkamannasarabandsins segir aö verkalýðshreyfmgin styðji viðleitni th að minnka kostnað ríkisins vegna lyíja- kaupa. En undarlegt sé að velta vandanum yfir á þá sem við veik- indi og sjúkdóma eigi að striða, í stað þess að vega að rótum hans, sem sé útgáía lækna á lyfseðlum og álagning lyfjaverslananna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.