Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 4
Fréttir 4\UGAI,IDAG.UK 17. ÁGfÚST 1991. Flett ofan af töpuðum lánum: Reikmngurinn 80 þúsund á Ijögurra manna fjölskyldu Afskriftir vegna tapaðra lána Atvinnu- tryggingasjóður Byggðastofnun Framkvæmdasj. Hlutafjárdeild Upphæðir í milljónum króna. Tillaga Ríkisendursk. Bókfært nú Grafið sýnir hvernig sjóðirnir þurfa að afskrifa töpuö lán fyrir miklu hærri upphæð en gert hefur verið, eigi þeir að hlíta tillögum Ríkisendurskoöunar. Afskriftirnar, sem nú eru bókfærðar, eru yfirleitt miðaðar við ársuppgjör fyrir 1990, nema hjá Byggðastofnun, þar sem afskriftir höfðu verið auknar fyrr í sumar. Skýrsla Rikisendurskoðunar um íjárhagsstöðu Byggöastofnunar og Framkvæmdasjóðs leiðir í ljós óhreint mjöl. Stjórnendur sjóðanna hafa til þessa komist upp meö að færa aðeins lítinn hluta lána sem töpuð lán og afskrifa þau sem eru glötuð að mati Ríkisendurskoðunar nú. Skattgreiðendur verða síðan að greiöa þessa viðbótarreikninga, sem nema um fimm milljörðum, eða um 80 þúsund krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Margar fyrirvinn- ur hafa eitthvað um það bil í mánað- arlaun, sem nú fer í vaskinn. Þannig horfir máliö við lands- mönnum, nú þegar allt í einu skal farið að upplýsa um stærðargráðu þessara töpuðu lána sjóðanna. Á meðfylgjandi grafi sést hvernig Rík- isendurskoðun segir að sjóðirnir skuli nú fara að afskrifa vegna töp- uðu lánanna í miklu ríkari mæli en verið hefur. Slíkar afskriftir hafa verið tiltölulega litlar hingað til, mið- að við vandann, nema helst hjá Byggðastofnun í heild sem jók af- skriftirnar í sumar en þó ekki fyrr. Menn geta séð á þessu að alls ekki hefur verið um að ræða að þessir opinberu sjóðir væru að veita lán í mörgum tilvikikum heldur hafa þeir raunverulegá veitt „styrki" , í raun- inni gefið gjafir. Allir vita svo um „gæðingaþjóðfélagið" kerfi „fyrir- greiðslna" þar sem vel valdir aðilar fá íjármagn á silfurfati meðan stætt er á slíku. Vissulega er ljótt að sjá á blaði að skattgreiöendur hafa taþað svona miklu vegna þessara gjafa 'en þó er gott að búið er að fletta ofan af því hversu stór vandinn er. Ríkisendurskoðun var með í leiknum Ríkisendurskoðun var áður með í þeim leik að ekki hafði verið afskrif- að meira en raun ber vitni vegna tapaðra skulda. Nú, hefur hún vakn- aö. Forsætisráðuneytið fór þess á feit við Ríkisendurskoðun með bréfi nú í júní að hún gerði ítarlega úttekt á fjárhagsstöðu Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs, úttekt sem tæki til atvinnutryggingadeildar Byggða- stofnunar og hlutafjárdeildar Byggðastofnunar. Hinar tvær síðast- nefndu deildir eru leifar af sjóöum sem þáverandi ríkisstjóm stofnaði í Sjónarhom Haukur Helgason kjölfar efnahagsvanda 1988. Aögerð- unum þá var ætlað að koma í veg fyrir stöðvun mikilvægra útflutn- ingsfyrirtækja, styrkja afkomu at- vinnuvega og draga úr verðbólgu og lækka vexti og koma þannig í veg fyrir atvinnuleysi, sem annars var talið vofa yfir, eins og þar sagði. Jafn- framt var aögerðunum ætlað að leggja grunn að atvinnuöryggi og stöðugleika í efnahagskerfinu eins og einnig sagði. Menn geta nú ímynd- aö sér að betur heföi farið, hefðu þessir sjóðir aldrei orðið til, heldur hefði atvinnulífið leitað síns jafn- vægis þótt það hefði kostað sitt. Þeir sem þurfa nú að borga reikningana geta að minnsta kosti séð að þarna hefur fjármunum þjóðarinnar veriö illa ráðstafað í þágu fárra einstakl- inga. Telur69% töpuð hjá fiskeldinu Mikið af vandanum, sem nú verður bókfærður og brátt innheimtur hjá þjóðfélaginu, er vegna fiskeldisins. í maílok námu útistandandi lán Fram- kvæmdasjóðs og Byggðastofnunar til fiskeldis 3.440 milljónum króna. Auk þess hefur ábyrgðadeild fiskeldis hjá Ríkisábyrgðasjóði gengið í ábyrgð fyrir 400 milljónum króna. Samtais nemur þetta því 3.840 milljónum. Rikisendurskoðun telur að af þessu geti tapazt 2.640 milljónir eða 69 pró- sent. Af einstökum sjóðum telur Ríkis- endurskoðun að hjá Framkvæmda- sjóði verði að afskrifa fyrir 1800 millj- ónir, en framlög í afskriftasjóð voru 200 milljónir í fyrra. Þegar þetta hef- ur verið gert verður Framkvæmda- sjóöur 1200 milljónir í mínus, svo langt frá að eiga fyrir skuldum. Rík- isendurskoðun telur að hjá Byggða- stofnun verði á sama hátt að afskrifa fyrir 1725 milljónir. Nú fara þar í afskriftasjóð 1650 milljónir sam- kvæmt nýlegri ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar. Þá telur Ríkisend- urskoðun að hjá atvinnutryggingar- deild þurfi að afskrifa fyrir 1760 millj- ónir vegna tapaðra skulda en þar voru í afskriftasjóð settar 409 millj- ónir í ársreikningi 1990. Þelsi deild yrði eftir það 1400 milljónir í mínus og ætti ekki fyrir skuldum. Ríkisend- urskoðun telur svo að í afskriftasjóð hlutafjárdeildar þurfi að fara 220 milljónir í staö 120 milljóna, sem fyr- ir eru. Tap þessara sjóða fellur auð- vitað að lokum á ríkissjóö. -HH Ljósmyndasamkeppni DV og Tannlæknafélags íslands: Brostu framan í heiminn - ogtaktuþáttíbrosmyndasamkeppninni Margar stórgóðar og skemmtilegar brosmyndir berast á degi hverjum í ljósmyndasamkeppni DV og Tann- læknafélags íslands. Samkeppnin ber heitið Breiðasta brosið og eins og nafniö gefur til kynna er leitað að góðum myndum af brosandi fólki eða dýrum. Hveijum keppanda er fjálst að senda inn fleiri en eina mynd í keppnina. Myndirnar mega vera skyggnumyndir eða venjulegar pappírsmyndir. Þær mega vera í hvaða stærð sem er og ekki skiptir máli hvort þær eru svart/hvítar eða í lit. Sendið myndina eða myndirnar ásamt nafni, heimilisfangi og síma þátttakanda í umslagi til DV, Þver- holti 5, 105 Reykjavík, merkt Breið- asta brosið. Öllum myndum verður skilað aftur til eigenda. Skilafrestur er til 6. september. Tannlæknafélag íslands gefur veg- leg verðlaun fyrir bestu sumarbros- in. Fyrstu verðlaun eru Canon Eos, 1000 myndavél meö sjálfvirkum fók- us og lýsingu og innbyggðu rafdrifi. Vélin er að verðmæti 35 þúsúnd krónur. Önnur og þriöju verðlaun Þetta er ein af þeim stórskemmti- legu brosmyndum sem hafa borist i Ijósmyndasamkeppnina. eru 15 og 10 þúsund króna vöruúttekt í einhverri af sjö verslunum Hans Petersen. Þá er bara að muna eftir myndavél- inni hvert sem ferðinni er heitið því verðlaunabrosið gæti leynst bak við næsta hom. í tilefni af 200 ára afmæli slökkvil- iðsins og afmælisdegi Reykjavíkur verður slökkvihð borgarinnar með sýningu í miðbænum klukkan 18.00 á sunnudaginn. Hún verður á bíla- stæðinu við Faxaskála og hefst klukkan 13.30 og mun standa í um 45 mínútur. Sett verður á svið um- ferðarslys, eiturefnaslys og gasleki. Auk sýningarinnar mun slökkvi- liðið fara í hópakstur um bæinn á milli 11.00 og 12.00 um morguninn á sunnudag. w Fiskveiöiárinuaöljúka: Ysukvótinn klárast ekki - flestar aörar tegundir fara fram úr heimildum „Það var heimilað að veiða 245 þúsund tonn af þorski á veiðitíma- bilinú frá 1. janúar til 1. september, þar af eru 7 þúsund tonn sem leyft var að veiða á línu í janúar og fe- brúar. í lok júlí var þorskurinn kominn í 215 þúsund tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lagsins. Ágústmánuður sýnist ætla að verða sæmilegur. Því virðist sem kvótinn náist að fullu í þorsk- inum,“ segir Ingólfur Amarson hjá Fiskifélagi íslands. „Ýsukvótinn virðist á hinn bóg- inn ekki ætla að násL Aflamarkið á ýsunni var 40 þúsund tonn og júlí höfðu veiöst 33 þúsund tonn þannig að það er hæpið aö það veið- ist 7 þúsund tonn í ágúst af henni. Skarkolakvótinn er uppurinn. Kvótinn var 7000 tonn og um mán- aðamótin var búið að veiða 7.100 tonn. Ufsinn var heimilaður upp á 65 þúsund tonn. Það var búið að veiða 58 þúsund í lok júlí þannig að hann fer eitthvað fram yfir heimildina. Karfinn var heimilaður upp á 55 þúsund tonn og nú er búið að veiða 54 -þúsund tonn svo að hann fer örugglega fram yfir. í lok júh var búið að veiða 29.700 tonn af grálúðu en kvótinn er 30 þúsund tonn. Það er því öruggt að það verður farið fram úr kvótan- um, jafnvel þótt htið veiöist af grá- lúðuíágúst." -J.Mar Athugasemd frá Jóni Baldvim: Engum tillögum haf nað „Frettin er röng. Þingflokksfundur Alþýðuflokksins í fyrradag var ekki ákvarðanafundur. Það voru ekki lagðar fram neinar tihögur fyrir fundinn og þar var engum tillögum hafnað. Það voru því engar tillögur á borðunum um skólagjöld meö þeim upphæðum sem nefndar voru í frétt- inni þannig að efnisatriði fréttarinn- ar em röng. Þetta var umræðufundur í fram- haldi af fundi sem við héldum í síð- ustu viku. Þar kynntum við thlögur ráðherra Alþýðuflokksins sem fengu efnislega umræðu. Þama var ekki verið að ræða um einstakar thlögur heldur var þetta almenn umræða um hehdardæmið en upplýsingar lágu ekki að öhu leyti fyrir um þaö þá og þetta var að engu leyti ákvarðana- fundur,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins. En ráðherr- ann vildi koma á framfæri athuga- semd við frétt sem birtist í DV í gær þar sem sagt var að Alþýðuflokks- menn hefðu hafnað hugmyndum um skólagjöld í framhaldsskólum upp á 30 th 50 þúsund krónur. Jón Baldvin sagði að það væm engar shkar hugmyndir frá mennta- málaráðherra á borðinu hjá Alþýðu- flokksmönnum. -J.Mar Athugasemd DV DV stendur við hvert orð sem í frétt- inni stóð. Þar var hvergi sagt að lagð- ar hefðu verið fram tillögur um skólagjöld. Heldur var sagt að þing- menn Alþýðuílokksins hefðu rætt um þær hugmyndir sem fram hafa komið um skólagjöld. í fréttinni var hvergi minnst á ákvarðanafund hjá þingflokki Alþýðuflokksins. í frétt- inni var einfaldlega sagt að Sjálf- stæðismenn væm ekki thbúnir með formlegar niðurskurðarthlögur en að hugmyndir, sem á lofti eru, hefðu verið ræddar manna á meðal í þing- flokki Alþýðuflokksins. í þeim um- ræðum væri hugmyndum um skóla- gjöld, sölu Skipaútgerðar ríkisins og að hætta við gerð jarðganga á Vest- fjörðum hafnað. Fréttastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.