Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 24
36 'LAUGARDAGUR 17: ÁGÚST 1991. Meðvitundarlaus í 15 ár eftir umferðarslys: Ástandið fer stöðugt versnandi - segja foreldramir, Sesselja Helgadóttir og Magnús Gunnþórsson . Björgvin varö tvítugur í júní sl. en hann var á fimmta ári þegar slys- ið gerðist 18. febrúar 1976. Síðan hef- ur hann legið svo að segja meðvit- undarlaus og líkamlegt ástand hans fer stöðugt versnandi. En hann hefur ótrúlega sterkt hjarta," segja Sesselja Helgadóttir og Magnús Gunnþórs- son, foreldrar þessa ógæfusama pilts. í rúmlega fimmtán ár hafa þau þurft að horfa upp á son sinn nánast meðvitundarlausan, gjörsamlega hreyfmgarlausan og án þess að geta tjáð sig á nokkurn hátt. Björgvin er í raun lifandi dáinn. í fyrstu bjó þó alitaf sú von í brjósti þeirra að einn daginn kæmist hann til meðvitundar og tæki einhverjum framfórum. Læknar gáfu þeim von en hún hefur aldrei orðið að veruleika. Litli hrausti drengurinn þeirra mun aldr- ei ná sér. Harður árekstur „Magnús var sjómaður á þessum tíma og ég var heimavinnandi með þrjá syni okkar en Björgvin var þeirra yngstur. Þann átjánda febrúar 1976 kom skipið að landi og ég og Björgvin fórum að sækja Magnús niöur á höfn í Reykjavík. Á leiðinni heim beygöum við inn Njarðargöt- una og ætluðum yfir á Hringbraut. Ljósin voru óvirk, mikil hálka og við vissum ekki fyrr en strætisvagn, sem ók eftir Hringbrautinni, ók inn í bíl- inn á gatnamótunum," segir Sesselja. Þetta var harður árekstur. Sesselja flaug út um framrúðuna og skall í götuna í talsverðri fjarlægð. Hún höfuðkúpu- og rifbeinsbrotnaði auk annarra meiðsla og missti meðvitund strax. Sesselja var lengi að ná sér eftir slysið. Hún missti bæði lyktar- og bragðskyn og hefur ekki fengið aftur. Björgvin litli, sem sat í aftur- sætinu, fékk einnig mikið höfuðhögg en meiðsl hans voru ekki sjáanleg. Magnús og starfsbróðir hans, sem fékk far með þeim, slösuðust ekki alvarlega. „Það var gerð aðgerð á Björgvini um kvöldiö og aftur um nóttina en hann hafði orðið fyrir heilaskemmd- um, aðallega vegna þess að stífla myndaðist og mænuvökvinn komst ekki rétta leið. Þar sem ekki sást mikið á honum líkamlega töldum við ekki að hann væri svo alvarlega slas- aður í fyrstu,“ segir Magnús en hann sjálfur var í miklu andlegu áfalli eft- ir slysið. „Ég gerði mér enga grein fyrir hversu alvarlega drengurinn var slasaður." Enginn staðurtil „Það er varla hægt að segja að hann hafi komist til meövitundar eftir slysið því það eina sem hann getur gert er að opna augun og loka. Björg- vin var á gjörgæsludeild í sex vikur eftir slysið en var þá tluttur á bama- deild Landspítalans. Þegar hann var útskrifaður þaðan var mér sagt að MÓTSGESTIR STARFSFÓLK cA, f gefnu tilefni viljum við þakka öllum, sem hlut áttu að máli; mótsgestum, starfsfólki, skemmtikröftum, heilsugæslufólki, lögreglu, fyrirtækjum og einstaklingum, fyrir vel heppnaða fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógi. Mótsstjórn happdrætti - vinningaskrá: Ósóttir vinningar: Barónsstíg 20 í Reykjavík s. 21618 Barnamibi: Útvarpstæki: 1112 Teiknldúkur: 103 - 142 - 480 - 484 - 589 - 619 - 787 - 788-1642-1708- 2044 - 2141 - 2188 - 2932 - 2989 Bíómibi: 112 -168 - 221 - 448 - 508 - 615 - 767 - 854 - 897- 943 - 1190 - 1337 - 1420 - 1609 - 1 703 - 1721 - 1765 - 1838 - 1844 - 1970 - 1982 - 2059 - 2095 - 2137 - 2479 - 2642 - 2677 - 2800 - 2852 - 2972 Unglingami£>i: Útvarpstæki: 1405 Coca Cola útvarp: 56-58-451 -620 -641 - 774 - 1182 - 1383- 1493 Bíómi&i: 11 -43 -81 -91 -92- 109- 175-268-279-522-525 - 565 -635- 714 - 719- 721 - 722- 771 - 783 -837 -882-895 - 941 - 1111 - 1183 - 1192- 1324- 1354 - 1443- 1466 óskilamunir: Templarahöllinni vi& Eiríksgötu 5 í Reykjavík s. 20010 Hann var aðeins sex mánaða þegar hann stóð upp i fyrsta skipti og byrjaði snemma að ganga ' • 1 ^ í* | % iS * 4 annaðhvort yrði að setja hann á Kópavogshæli eða elliheimilið Sól- vang í Hafnarfirði en við höfum allt- af búiö í Hafnarfirði. Okkur fannst hvorugur staðurinn henta og tókum hann því heim. Hann var alveg lamaður og leit yfirleitt út eins og hann væri sofandi. Á þeim tíma bar þó ekki eins mikið á fótlun hans og í dag,“ segja þau. Sesselja og Magnús fengu á þessum tíma enga faglega ráðgjöf eða utanað- komandi hjálp. Magnús hætti á sjón- um og fékk sér starf í landi til að vera meira heima og hjálpa til með drenginn enda þurfti hann alhliða umönnum allan sólarhringinn. Erf- iðast segja þau hafa verið að mata hann því mikil hætta er á köfnum. „Við þurftum að mauka allan mat og treystum engum nema okkur sjálfum til að mata. Þaö gat oft tekið hálftíma eða jafnvel meira að“koma einum matarskammti í hann,“ segja þau. „Bræður hans tveir reyndu að hjálpa til en vegna þess hversu mikla umönnum Björgvin þurfti á að halda gafst minni tími fyrir þá. Foreldram- ir telja að heimilislífið hafi verið mjög erfitt fyrir þá. „Við gátum aldr- ei farið neitt með þeim því annað hvort okkar þurfti ávallt að vera heima og gæta Björgvins,“ segir Sesselja. Fékkdagvistun 13 ára Það var fyrir tilviljun að hún komst að því að hægt væri að senda hann í dagvistun hjá Lyngási í Safamýri. „Ég var stödd á barnadeildinni í ein- um af þeim skiptum sem Björgvin hefur verið þar þegar kona spurði mig hvar hann væri í dagvistun. Ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.