Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 18
18 Veiðivon_________________________________________________pv Það skemmtilega við veiðina er: Að fljótt flýgur fiskisaga Það var víst fjör á bökkum Sogsins fyrir skömmu en þá setti veiðimaður í „nokkuð" vænan lax. Héldu menn fyrst að þetta væri lax vel yfir 20 pund. Baráttan við fiskinn stóð yfir í tölu- verðan tíma fyrir landi Þrastarlund- ar og hafði veiðimaður betur. Þó svo laxinn væri kominn á land héldu sumir enn að fiskurinn væri yfir 20 pund. Nokkrir voru mættir til að sjá þessa skemmtilegu viðureign en lax- inn reyndist aðeins 15 pund. Þrátt fyrir að laxinn væri ekki nema 15 pund ræddu allir enn næstu daga um að fiskurinn hefði verið vel yfir 20 pundin. Fyrir landi Þrastarlundar hafa veiðst innan við tíu laxar en helling- ur af bleikjum. Sá stærsti er 15 pund. -G.Bender Misstórir maðkar: Ótrúlega stór ánamaðkur Veiðimenn kætast þessa dagana yfir því að geta tínt sína maðka sjálf- ir og geta því beitt nög í veiðitúrun- um. ' En þessir skosku ánamaðkar, sem verið er aö tína, eru misstórir eins og allir vita. Fyrir fáum dögum kom maðkatín- ari á ritstjórn DV meö ótrúlega stór- an maðk sem hann hafði fundið í garði einum hér í bæ. En eins og sést á myndinni er maðkurinn engin smásmíði, hann er helmingi stærri en venjulegur skosk- ur maðkur. Kannski taka laxarnir frekar svona stóra maöka? -G.Bender Hann er feiknarlega stór þessi skoski maðkur sem maðkatínarinn fann fyr- ir skömmu. Neðst á myndinni sést venjulegur maðkur. DV-mynd Anna Stuart gæðir sér á veiðiugganum á mariulaxinum. DV-mynd Steen Setbergsá: Veiðiugginn étinnaf Maríulaxinn er alltaf tímamót var að veiða í Setbergsá. Stuart hjá veiðimönnum eins og hjá hon- fannst það ekkert mál að borða um Stuart White frá Flórída sem veiðiuggann. -G. Bender LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. Þjóðar- spaug DV Gott minni Þrjár fyrrum ástandskonur voru eitt sinn að ræða saman. „Áður en ég gifti mig sagði ég manninum mínum frá öllu varð- andi mig,“ sagði ein þeirra. „Það þarf mikið hugrekki til þess að gera slíkt,“ sagði þá önn- ur. „Já, og gott minni," bætti sú þriðja við. Hitinn í Ameríku eru víðast hvar not- aðir Fahrenheit hitamælar í stað Celsius en eðlfiegiu: líkamshiti er nálægt hundraö gráðum á Fahr- enheit. Fyrir allmörgum árum voru vestur-íslensk hjón stödd hér á landi. Konan veiktist og þvi hringdi maður hennar í lækni og bað hann að koma strax, því hún væri meö yfir hundrað gráðu hita. Læknirinn áleít aö hér værí einhver af samstarfsmönnunum að gabba hann og svaraöi þvi: „Nú fyrst kerlingin er með svona mikinn hita þá ættuö þér að hringja á slökkviiiðið." Bréíið Skattstjórinn á Vestfjörðum sendi eitt sinn eftirfarandi bréf til bónda i nágrenninu eftir að hafa yfirfarið skattframtal hans: „Hvernig stendur á þvi aö í búi yðar eru taldir 50 nautgripir en aðeins 8 kálfar hafa fæðst...?“ Svarbréf bóndans kom um hæl: ..Ég hef lagt bréf yöar fyrir nautið en það hristi bara haus- inn...“ Gottráð Héraðslæknir einn á Vestfiörð- um þótti frekar drykkfelldur og kaldranalegur í svörum, einkum ef hann var þunnur. Eitt sinn kom til hans maður sem sagðist vera illa haldinn af verkjum og geta hvorki setið, staðið né legið. Læknirinn svar- aði að bragði: „Þá er ekkert fyrir þig að gera annað en að hengja þig, Guðlaug- ur minn.“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjalsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingai? 117 - c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og fimmtándu getraun reyndust vera: 1. KaritasMöiler Gran'askjóli 70,107 Reykjavík. 2. Guðni Birgir Gíslason, Kirkjulæk I, Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur. Vinningarnir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.