Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTl 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Einnota og ábyrgðarlausir Ef ráðherra fær utan úr bæ tilmæli eða sníkjur, sem eiga ekki erindi til ráðuneytisins, heldur til Byggðastofn- unar, og hann framsendir þetta með fylgibréfi til stofn- unarinnar, virðist forstjóri hennar hingað til hafa tahð, að um eins konar útgjaldafyrirmæli að ofan sé að ræða. Yfirlýsingar forstjóra Byggðastofnunar gefa örlitla innsýn í hugarheiminn, sem hefur komið lánveitingum fyrirgreiðslusjóða upp í 45 milljarða. Þar ber enginn neina ábyrgð. Menn sitja bara í fínum jakkafötum á fín- um kontórum og grýta peningum út um víðan völl. Að baki bréfa og símtala milli stjórnmálamanna og skömmtunarstjóra liggur fyrirgreiðsluæði, er helgast af þokukenndri lögbók, sem kölluð er „atvinnustefna“, þegar önnur rök þijóta. Lögbókin gerir ekki ráð fyrir neinni ábyrgð skömmtunarstjóra í opinberum sjóðum. í fínimannsleik stjórnmálamanna og skömmtunar- stjóra stafar hið óhefta peningaaustur meðal annars af því, að stjórnmálamennirnir og skömmtunarstjórarnir eru einnota. Þeir lifa í núinu og virðast ekki gera sér neina grein fyrir, að sagan muni vega þá og meta. Stjórnmálamenn og skömmtunarstjórar fara ekki eft- ir spakmæli Hávamála um orðstírinn, sem aldrei deyr. Þeir eru í fínimannsleik líðandi stundar og fá andlega fullnægingu af að útvega pe.ninga til þeirra, sem ganga með betlistaf milli banka og sjóða hins opinbera. Skömmtunarstjórarnir vísa frá sér allri ábyrgð og kasta henni ýmist til útgjaldafíkinna ráðherra eða til hugtaksins „atvinnustefnu“. í stétt skömmtunarstjóra vantar greinilega heilsteypt fólk með ríka sjálfsvirðingu og skilning á mikilvægi orðstírs, sem aldrei deyr. Stjórnmálamennirnir vísa einnig allri ábyrgð frá sér, ýmist til skömmtunarstjóranna eða til „atvinnustefn- unnar“. Þannig hefur orðið til 45 milljarða króna víta- hringur, sem á eftir að valda afkomendum okkar mikl- um endurgreiðslum og erfiðleikum á næstu áratugum. Forsætisráðherra er réttilega sakaður um að hafa stundað fyrirgreiðslustefnu sem borgarstjóri. Sam- kvæmt spakmælinu um, að batnandi manni sé bezt að lifa, hefur hann samt lagt til atlögu við vítahring sjóða- kerfisins. Hann er fluttur úr gamla glerhúsinu. Reglan um, að ekki megi kasta steinum úr glerhúsi, nær ekki yfir þá, sem hafa skipt um vettvang og ákveð- ið að byrja nýtt og betra líf. Þess vegna skyggir fortíðin ekki á tilraunir forsætisráðherra til að koma böndum á fyrirgreiðslukerfi opinberra skömmtunarstjóra. Ekkert bannar fínimönnum skömmtunarkerfisins að segja af sér og byija nýtt líf sem ábyrgir borgarar. Þeir gætu til dæmis sótt aftur um stöður skömmtunarstj óra með loforðum um að „gera þetta aldrei aftur“ og taka í þess stað upp vinnubrögð, sem standast dóm sögunnar. Þótt stjórn Framkvæmdasjóðs hafi tekið þátt í að firra sig ábyrgð með tilvísun til „atvinnustefnu“ stjórnmála- manna, hefur hún eigi að síður sýnt þann manndóm að stöðva lánveitingar sínar, að lýsa yfir óbeinu gjald- þroti sjóðsins og að undirbúa formlegt andlát hans. Viðbrögð yfirmanna Byggðasjóðs eru önnur og nei- kvæðari, enda hafa forstjóri og stjórnarformaður sjóðs- ins verið í fylkingarbijósti „atvinnustefnunnar“, sem vísað er til, þegar varin er lánastefna, sem á sér enga stoð í hefðbundinni rekstrarhagfræði eða þjóðhagfræði. Þeir verða ekki dregnir fyrir lög og dóm, en þeir verða dregnir fyrir sagnfræðilegt og siðferðilegt mat, þar sem hinir einnota og ábyrgðarlausu fá engan orðstír. Jónas Kristjánsson Hervirki brjálaða manns- ins í CIA Eitt af því sem fylgir glasnost, opinskárri umræðu í Sovétríkjun- um um áöur bannhelga hluti, er að leyniþjónustan KGB er tekin að státa opinberlega af afrekum sín- um. Fólk, sem iiún telur hetjur sín- ar, hefur meðal annars verið heiðr- að með frímerkjaútgáfu. í þeim hópi er Englengingurinn Harold (Kim) Philby sem komst til metorða í bresku leyniþjónustunni á ára- tuga starfsferli en vann allan þann tíma í raun og veru fyrir sovésku leyniþjónustuna. Mætur KGB-manna á Philby skýrast af efni bókar sem nýlega er komin út í Bandaríkjunum. Cold Warrrior: James Jesus Angleton, The CLA’s Master Spy Hunter eftir Tom Mangold (útg. Simon & Schuster) fjallar um mann þann sem stýrði gagnnjósnum banda- rísku leyniþjónustunnar meðan kalda stríðið var í hámarki. Man- gold telur sig hafa sýnt fram á að afhjúpun tvöfeldni Philbys hafi gert Angleton brjálaðan og valdið athæfl sem gerði CIA og aðrar vest- rænar leyniþjónustur máttlausar gagnvart KGB á annan áratug. Gagnnjósnir eru sú grein leyni- þjónustustarfsemi sem felst í því að varast brögð og flugumenn af hálfu hliðstæðra stofnana and- stæðinga. Þar venjast menn þeim hugsunarhætti að ekki megi láta blekkjast af því sem við blasir á yfirborði, nauðsynlegt sé að skyggnast dýpra og leita dulins samhengis. Angleton var starfsmaður OSS, fyrirrennara CIA, þegar hann kynntist Philby í London á stríðs- árunum. Vinfengi þeirra varð náið eftir að Philby var sendur eftir stríö til Washington að sjá um samband bresku leyniþjónustunnar við bandarísku leyniþjónustuna og ör- yggislögregluna. Angleton var þá aðstoðarframkvæmdastjóri sér- stakra aðgerða hjá bandarísku stofnuninni og greiddi götu Philbys í hvívetna. Á sínum tíma kom í ljós að öll sú vitneskja sem Philby komst yfir með þessum hætti rann viöstöðu- laust til Moskvu en Angleton hélt í lengstu lög uppi vörnum fyrir vin sinn og drykkjubróöur. Þegar Burgess og Maclean flýðu til Moskvu frá Bretlandi 1951 féll grunur á Philby vegna kunnings- skapar við hinn fyrrnefnda. Angle- ton tók þá upp hjá sjálfum sér að senda Walter Bedell Smith, þáver- andi aðalframkvæmdastjóra CIA, greinargerð til vamar þessum breska vini sínum. Þeim mun meira áfall hlýtur það aö hafa orðið fyrir hann þegar Philby loks sýndi sitt rétta andlit með því að forða sér til Moskvu frá Beirut 1963 þegar breska leyniþjón- ustan var oröin nærgöngul við hann. Þá var Angletop orðinn yfir- maður gagnnjósna hjá CIA. Jafn- framt hafði hann gerst stór- drykkjumaður og sérlundaðri en fyrr. Viðbrögð hans við svikum Phil- bys voru að svipast um eftir nýju átrúnaðargoði sem staðfesti fengna reynslu um að engum mætti treysta. Það reyndist við höndina. Árið 1962 gekk KGB-maðurinn Anatoli Golitsin bandarísku leyni- þjónustunni á hönd. Hann fræddi Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson sína nýju húsbændur á aö KGB væri 'tvöfalt í roöinú. Njósnanet þess á Vesturlöndum væri aukaatr- iði í samanburði við meginsamsær- ið. Það fælist í því að senda út af örkinni uppgerðarliðhlaupa til að blékkja vestrænar leyniþjónustur og lauma jafnframt inn í þær so- véskum útsendurum, „moldvörp- um“ á leyniþjónustumáli. Þannig ætti í fyllingu tímans að koma stefnumótun vesturveldanna undir dulin, sovésk áhrif. James Jesus Angleton trúði þessu eins og nýju neti. Sérstaklega þótti honum sannfærandi þegar Golitsin skýrði frá aö ósættið með Sovétríkjunum og Kína væri upp- gerð ein, bragð til þess sniðið að svæfa vesturveldin á verðinum. Síðan kom röðin að liðhlaupum frá KGB sem næstir gáfu sig fram við vestrænar leyniþjónustur. í samstarfi þeirra réö Ángleton svo miklu að hann fékk komiö því til leiðar að farið var með hátt á annan tug þeirra sem ílugumenn þegar þeir könnuðust ekki við kenningu Golitsins um KGB-in tvö. Síðari rannsóknir hafa sýnt að allir þessir menn vildu ganga til liðs við vest- urveld in af eigin hvötum. Þeim mun meiri furðu sætir hvað Angleton komst upp með í með- ferðinni á þeim. Hinum kunnasta, Júrí Nosenko, var haldið án dóms og laga í einkadýflissu CIA, lengst af við pyndingaaðbúð, á fimmta ár. Nosenko var sveltur, hann fekk hvorki tóbak, aðstöðu til tann- hirðu, útvarp né lesefni. Klefi hans var níðþröngur og gluggalaus. Hann kveðst viss um að sér hafi verið gefin skynvillulyf. Allt var þetta gert til að knýja Nosenko til að játa aö KGB hefði gert hann út. í því skyni var hann dreginn í þriöju gráðu yfirheyrslur hvað eftir annað og festur í lyga- mæla. Nú er viðurkennt að Nos- enko fór með rétt mál, enda greiddi CIA honum ærnar bætur fyrir fangavistina. Golitsin er reyndar líka enn á launaskrá CIA þótt nú þyki ljóst aö hann er stórlygari en nógu kænn til að ljúga þannig aö þeir verði fyrir tortryggninni sem í sömu slóð komu og gátu afsannað mál hans. Fullvíst þykir að Angleton hafl látið framselja að minnsta kosti einn liðhlaupa úr KGB sem átti vísa aftöku í Sovétríkjunum. Mestum usla olli Angleton þó í Sovétdeild CIA sem varð nánast óstarfhæf í áratug af hans völdum. Alla starfsmenn, sem tóku þá fyrr- um KGB-menn trúanlega sem ekki féllust á kenningu þeirra Golitsins, lét hann setja í moldvörpurann- sókn og eyðilagði með því starfsfer- il að minnsta kosti 40 CLA-manna. Þar að auki hafði hann neitunar- vald um stöðuhækkanir innan stofnunarinnar og beitti því óspart. Eftir aö Willliam Colby, þá aðal- framkvæmdastjóri CIA, vék Angle- ton úr starfi 1974, gerði rannsókna- stjóri stofnunarinnar, Clare Petty, skýrslu með þeirri niðurstöðu að væri farið eftir afleiðingum athæfis hans mætti leiða að því sterk rök að gagnnjósnastjórinn hefði sjálfur rekið moldvörpustarf í þágu Sovét- ríkjanna. Ángleton hafði aðstöðu til að láta meinloku sína bitna á fólki í öðrum vestænum leyniþjónustum. Eftir ábendingu hans var Ingeborg Ly- gren, norsk kona sem verið hafið milligöngumaður milli CIA og sov- éskra erindreka þess í Moskvu frá 1956 til 1959, hneppt í einangrunar- fangelsi í þrjá mánuöi og svo þjarmað aö henni' í yfirheyrslum að hún fékk taugaáfall í fangelsinu og náði sér aldrei þótt norski sak- sóknarinn vísaði máli hennar frá jafnskjótt og hann fékk að sjá gögn- in. Þegar Colby loks losaði CIA við Angleton höfðu þeir Golitsin kom- ist að þeirri niðurstöðu að allir vestrænir stjómmálamenn, sem unnu að slökun í alþjóðamálum, væru sovéskir útsendarar. Á lista þeirra voru nöfn eins og Harold Wilson í Bretlandi, Willy Brandt í Vestur-Þýskalandi, Olof Palme í Svíþjóð, Lester Pearson í Kanada og Henry Kissinger í Bandaríkjun- um. Magnús T. Ólafsson Mynd Kims Philby á sovésku frímerki. Við útför Allens Dulles, frægasta aðalframkvæmda- stjóra CIA, hlotnaðist James Jesus Angleton sá heið- ur að bera duftskrínið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.