Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 36
18 LÁUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. Meiming Myndgáta Blóðlítill Brahms Þriöjudaginn 14. ágúst sl. voru enn sem oftar tónleik- ar í sáfni Siguijóns myndhöggvara á Laugarnestanga. Tónleikastaður þessi fer að verða svo vinsæll, að gildi hans sem mælistiku á aðdráttarafli tónhstarfólksins hverju sinni er varla lengur marktækt. En þó skal ekki efast um raunverulegan áhuga tónleikagesta á Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson ljóðasöngstónleikum þeirra Jóhönnu Þórhallsdóttur, Dagnýjar og Bryndísar Björgvinsdætra. Á dagskrá voru eingöngu verk eftir Brahms og helg- uðu flytjendur tónleikana minningu Margrétar Björ- gólfsdóttur. Ráðist var á garðinn þar sem hann var hæstur með Vier ernste Gesánge, Op. 121, er marka hápunkt í ljóða- söngverki Brahms, perlur háþroskans en að sama skapi óárennilegar í túlkun. Hefði e.t.v. verið viturlegt að hefja fangbrögðin við meistarann með vöggulögun- um tveimur Op. 91, er næst komu. Jóhanna virtist nokkuð óstyrk undir niðri, en harkaði af sér með að- dáunarverðum sjálfsaga. Kannski er það ímyndun mín, en það var eins og röddin hefði þétzt og víbratóið orðið skaplegra en þegar síðast heyrðist í henni í menningarmiðstöðinni Hafnarborg fyrr í sumar, og eitthvað hefði líka áunnizt á efstu tónunum, sem virt- ust fyrirhafnarminni en áður. Verra var, hversu undarlega þreytt röddin virtist nú, líkt og eftir of miklar (og skyndilegar?) æflngar; mikið loft í tóninum og tilhneiging til að „lafa“ stund- um í hendingarlokum, nokkuð sem hlýtur að hafa spillt fyrir þeirri eðhlegu sönggleði, er einkennir Jó- hönnu í betra formi. Það var eins og söngkonunni auðnaðist ekki að syngja sig almennilega upp í þetta sinn fyrr en kom að aukalaginu, hinum ægifagra Saf- físka óð meistarans, eftir lokanúmerið, Acht Zigeun- erlieder. Að vísu ber að árétta, að troðfullur Sigurjónssalur er ekki óskahús fyrir söng; þar er ekkert balsammjúkt bergmál sem breiðir sig sem smyrsl um söngröddina Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona. og örvar sjálfstraustið, líkt og t.d. er um að ræða í Skálholtskirkju. En fæstir fullafgreiða ljóðaperlur Brahms í snatri, hvorki í fimmtu né tíundu atrennu, og Jóhanna hefur örugglega ekki sungið sitt síðasta á því sviði. Hinn sérkennilegi, málmkenndi djúpi alt-tónn hennar á neðra sviði á væntanlega eftir að færast ofar, og söng- konan mun að líkindum vinna meira úr veika registr- inu og fólleitri raddbeitingu og glæða þar með eftir- væntingu og mystík í túlkun til jafns við þá dramatík sem hún þegar býr yfir, svo maður tali ekki um bless- unarlegt næmi hennar fyrir húmor, sem örlaði á í Tataralögunum, en þó minna en maður bjóst við. Þær systúr, Bryndís á selló (aðeins í vöggulögunum) og Dagný, léku vel og snyrtilega, en án meiriháttar dramatískra tilþrifa. Það vill oft gleymast, að Brahms var fyrrverandi knæpupíanisti; hann var vissulega maður fegurðar og fágunar, en líka maður fólksins. Hér vantaði meiri andstæður, meiri kraft, meiri gleði. Jarðarfarir Útfór Þorsteins Guðjónssonar fer fram í dag, laugardaginn 17. ágúst, frá Seyðisfjarðarkirkju kl. 14. Elísabet Albertsdóttir frá Hesteyri verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Þjóðarflokkurinn Landsfundur Þjóðarflokksins verður haldinn á Lauq- arbakka í Miðfirði 23.-25. ágúst. Mæting á föstudag kl. 20-22. Fundarslit á sunnudag kl. 17. Gisting á Hótel Eddu, Laugarbakka. Allir stuðningsmenn eru velkomnir á fundinn. Nánari upplýsingar á flokks- skrifstofunni í síma 96-11424. n Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270 FELAGSRAÐGJAFI Laus er 75% staða félagsráðgjafa á félagsráðgjafa- sviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39. Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mat á húsnæðis- og þjónustuþörf og meðferð umsókna um húsnæði og fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, og forstöðumaður félagsráðgjafa- sviðs, Ásta Þórðardóttir, í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. ÞROSKAÞJÁLFI- MEÐFERÐARFULLTRÚI Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða meðferðarfulltrúa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum. Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarvaktir. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður í síma 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Blái fuglinn flytur Tískuvöruversluninn Blái fuglinn, sem veriö hefur til húsa í Pósthússtræti und- anfarin fimm ár, flutti nýlega í Borgar- kringluna á aðra hæð. Blái fuglinn hefur áfram á boðstólum undirfatnað, náttfatn- að og ýmsar gjafavörur. Nýtt símanúmer er 677488. - Á myndinni, sem tekin er í hinu nýja húsnæði i Borgarkringlunni, eru Sigrún Pálsdóttir afgreiðslustúlka t.v. og Hanna Elíasdóttir, verslunar- stjóri og eigandi, t.h. Gömul Víðihlíðarsveifla Laugardaginn 17. ágúst, þ.e.: kvöld, verð- ur þess minnst með dansleik að 30 ár eru liðin frá vígslu viðbyggingar félagsheim- ilisins Víðihlíðar í Víðidal. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi en það var einmitt hljómsveit Geirmundar, Rómó og Geiri, sem lék á dansleik vegna vigslunnar. Því er í raun um tvöfalt afmæli að ræða. Margvísleg starfsemi hefur verið í húsinu og dansleikir með Geirmundi orðnir hátt í 200, auk annars. Líklegt er að ungir sem aldnir muni Qölmenna af þessu tilefni og rifja upp gamlar minningar. Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn 1991 eru haldin sem hér segir: Þriðjud. 20. ágústkl. 18.00 enska Miðvikud. 21. ágúst kl. 18.00 franska, spænska Fimmtud. 22. ágústkl. 18.00 þýska Föstud. 23. ágúst kl. 18.00 stærðfræði, norska, sænska Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Þeir sem ætla að gangast undir þessi próf eru beðn- ir um að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Mennta- skólans við Hamrahlíð. Skráning er hafin. Tilkytmingar Jafnréttisráð Á síðustu dögum þingsins í vor voru sam- þykkt ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það nýmæli er í lögum að skipuð skal nefnd þriggja lög- fræðinga, kærunefnd jafnréttismála, sem tekur til meðferðar kærur vegna meintra brota á lögunum. Félagsmálaráðherra hefur jafnframt skipaö kærunefnd jafn- réttismála til næstu þriggja ára. Nefndina sitja: Ragnhildur Benediktsdóttir, for- maður, Sigurður Helgi Guðjónsson og Margrét Heinreksdóttir. Skrifstofa Jafn- réttisráðs og kærunefndar er aö Lauga- vegi 13, Reykjavik. Happdrætti í Galtalæk Að venju voru miðar að mótinu í Galta- lækjarskógi númeraöir sem happdrættis- miðar fyrir böm og unglinga. Dregið var í happdrættinu sunnudaginn 4. ágúst og fengu eftirtalin númer vinning: Bamamiði: Útvarpstæki: 1112. Teikni- dúkur: 103,142, 480, 484, 589, 619, 787, 788, 1642, 1708, 2044, 2141, 2188, 2932, 2989. Bíómiði: 112, 168, 221, 448, 508, 615, 767, 854, 897, 943, 1190, 1337, 1420, 1609, 1703, 1721,1765,1838,1844,1970,1982,2059,2095, 2137, 2479, 2642, 2677, 2800, 2852, 2972. Unglingamiði: Útvarpstæki: 1405. Coca Cola útvarp: 56, 58,451, 620, 641, 774,1182, 1383, 1493. Bíómiði: 11, 43, 81, 91, 92, 109, 175, 268, 279, 522, 525, 565, 635, 714, 719, 721, 722, 771, 783, 837, 882, 895, 941,1111,1183,1192, 1324, 1354, 1443, 1466 Fulbright-styrkir til háskólanáms í USA Menntastofnun ísiands og Bandaríkj- anna, Fulbright-stofnunin, var sett á fót með samningi ríkisstjóma landanna 1957 til að auðvelda framkvæmd fræðslustarf- semi sem ríkin komu sér saman um að standa að. Stofnunin styrkir íslendinga til náms og rannsóknarstarfa við banda- rískar menntastofnanir og Bandaríkja- menn til náms, kennslu- og rannsóknar- starfa á íslandi. Yflr 5000 einstaklingar notuðu sér þessa þjónustu á síðasta ári. Árið 1991 hljóta 14 íslendingar styrks til náms í ýmsum greinum. Umsóknarfrest- ur um styrki fyrir skólaárið 1991-92 verö- ur auglýstur síðar en umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu stofnunarinnar að Laugavegi 59 og er opið kl. 13-17 virka Má veiða gæsir eftir 20. ágúst, ekki fyrr Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að lög- gæslumenn fylgist sérstaklega með því að gæsaveiðar hefjist ekki fyrr en leyfi- legt er lögum samkvæmt en það er 20. ágúst samkvæmt ákvæðum laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.