Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991, Vísnaþáttur Byrgir völlinn húmið hljótt Einhver spekingur hefur oröað það svo að svefninn sé vopnahlé mannsins í baráttu hans fyrir til- verunni og víst má þáö til sanns vegar færa. „Rökkrið sígur hægt yfir/dagurinn er löngu lið- inn/timinn hefur seitt hann til sín/inn í djúp hins liðna/þaðan verður engu skilað aftur/Nóttin býður þér faðm sinn/faðm gleymskunnar: svefninn/og breiðir yfir þig/svart sítt hár myrkursins/- Blundaðu vært/unz nýr dagur/k- yssir þig sólheitum kossi/vekur þig til að halda/ferðinni áfram/til að hefja nýja göngu“. Svefn nefnist þetta ljóð Málfríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi og í því er at- burðarásinni lýst eins og flestir vildu að hún væri, en tiltölulega fáir njóta. En hvað veldur? Orsak- irnar eru óteljandi og ein þeirrá gæti verið eftirfarandi skilgreining ókunns höfundar: „Sólarhringur- inn hefur sína eigin hrynjandi. Við notum átta klukkustundir til að vinna fyrir peningum, átta klukku- stundir til að eyða eitt hundrað og fimmtíu prósentum þess sem unnið var fyrir og átta klukkustundir til að furða okkur á því að viö skulum ekki geta sofnað". Vísuna, sem fer hér á eftir, fann ég á lausum miða, en það vantaði höfundinn. Ég læt hana þó flakka (í þeirri von að einhver geti frætt mig um höfundinn) því hún sýnir að það er fleira en peningaáhyggjur sem geta rænt mann svefni: Enginn getur þinnar þreytu þunga lagt á vogarskál. Enginn getur andvökurnar álnað. - Það er vonlaust mál. Ekki virðist svefnleysið hafa hrjáð Svein Bergsveinsson, pró- fessor í Berlín, ef marka má þessa vísu hans: Gjörvöll skepnan gleðst er lifir. - Gott er líka að una hag, þegar svefninn sígur yfir og sofa eftir liðjnn dag. Jósep Húnfjörð frá Illugastöðum á Vatnsnesi gefur þessari stöku sinni heitið Svefn: Byrgir völhnn húmið hljótt, hugum snjöllum verður rótt, brags í fóllum bilar þrótt býð ég öllum góða nótt. Stefán Kr. Vigfússon, bóndi á Arnarstöðum í Presthólahreppi í N-Þing., hefur trúlega verið í svefn- rofunum þegar hann kvað: Ég vaknaði upp af værum blundi, velti mér og þungan stundi yfir því að þurfa á fætur. Því eru ei hafðar lengri nætur. Það myndi eflaust margur sofna Vísnaþáttur fyrr að kvöldi ef hann gæti hagnýtt sér þá aðferð sem Margrét á Hrólfs- stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði lýsir hér því „Það er betra að sofa á því sem maður hefur hugsað sér að gera, en vaka yfir því sem mað- ur hefur gert“: Skyldi nú drottinn ei senda mér svar og svefn, er á nóttina líður, ef ýti eg úr huganum öllu sem var og öllu sem framundan bíður. Og ekki myndu fyrirbænir Jó- hannesar Arnar (Örn á Steðja) neinu spilla: Soföu rótt og sætt í nótt, sorgin frá þér streymi. Huldan vin og vonarskin vona ég þig dreymi. ívar Björnsson frá Steðja í Reyk- holtsdal, síðast kennari við Verzl- unarskólann í Reykjavík: Svefns og drauma sæluhlýja seiði mögnuð hrífur þá, sem í vöku verða að flýja veruleika sínum frá. Karl Friðriksson brúarsmiður kallar þessa stöku sína Ágústkvöld: Hverfur uggur allt er hljótt eins og huggun finni hljóðum skuggum hlúir nótt hægt í ruggu sinni. Ekki veit ég um höfund þessa stefs, en hefði gaman af að kynnast honum: Vöggulag kvöldsins sefandi syngur blær. Svefnhöfgans dásemd nóttin í fangi ber. Draumur um vor, sem var hér á ferð í gær, vitjar á ný síns upphafs og gleymir sér. Einari Friðrikssyni, innheimtu- manni í Reykjavík, áður bónda og útgerðarmanni á Hafranesi í Reyð- arfirði, hefur ekki orðið svefnsamt þegar hann kvað: Flest vill orðið fyrir mér íjöri og heilsu spilla. Þeim sem synjað svefnsins er sannlega líður illa. Ríkarður Jónsson myndhöggvari tekur í sama streng: Andvakan er ekkert spaug, örg og hvimleið vofa. Ég má glíma einn við draug, er aðrir fá að sofa. Mér finnst eiga vel við að ljúka þættinum með stefi Sigurðar Jóns- sonar, kennara frá Brún í Svartár- dal, sem hann nefnir Kvöldbæn: Fel þú mig Svefn í svörtum þykkum dúkum, sveipa mig reifum löngum, breiðum, mjúkum, réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. Torfi Jónsson Athina, erfingi Onassis- auðæfanna, hamingjusöm Sviðsljós Athina á siglingu með föður sinum, stjúpmóður sinni, Gaby, hálfsystkinum sínum, Sandrine og Erik, og fjölskylduvini. Erfingi hinna miklu auðæfa Onass- is, Athina, er nú á frönsku Rivíer- unni með föður sínum, Thierry Rou- ssel, og stjúpmóður, Gaby Landhage. Athina er dóttir Christinu Onassis en hún lést þegar Athina var þriggja ára. Eftir lát hennar hefur hún búið hjá föður sínum, stjúpmóður og tveimur hálfsystkinum, Erik og Sandrine. Gaby, sem gengur nú með þriðja barn sitt og Thierrys, hefur reynst Athinu mjög vel og verið henni sérlega góð móðir. Kunnugir segja að þetta sé í raun fyrsta sinn sem Athina hafi kynnst raunveru- legu fjölskyldulífi. Hún virðist vera búin að jafna sig eftir fráfali móður sinnar og er mjög hamingjusöm. Gaby og Christina voru mjög góðar vinkonur þrátt fyrir að Christina væri fyrrverandi kona Thierrys og Gaby segir að sér hafi ætíð þótt mjög vænt um Christinu. Fjölskyldan, sem er mjög samhent, dvelur nú á sólarströnd og bíður þess að enn einn meðlimur bætist viö. Gaby og Thierry reyna eftir megni að veita þessari litlu móðurlausu stúlku, sem er erfingi einhverra mestu auðæfa heims, heimili og heil- brigða og hamingjusama æsku þar sem hin neikvæðu áhrif mikilla auðæfa hafa ekki áhrif. SJÓSTANGAVEIÐI OG SKEMMTISIGLINGAR FRÁ REYKJAVÍK Ms. Árnes (áöur Breiöafjarðarferjan Baldur). Góð aðstaða um borð. Léttar veitingar i farþegasal. Fastar ferðir og einkaferðir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og starfsmannahópa. Áætlun: Laugardag kl. 10 og 15, sunnudag kl. 10, uppselt kl. 15. Upplýsingar og pantanir í s. 28933 og 985*36030. Úranus hf. Losaðu þig við garðúrgang á auðveldan hátt Nýttu garðúrganginn aftur sem gróðurmold með sérstökum rotílátum frá HIRÐI. Þú safnar laufi, grasi o.fl. í ílátin, þar sem það rotnar og nýtist aftur sem frjósöm mold í garðinn. ílátin eru með loftgötum og raufum svo loft leikur ávallt um úrganginn. Á botninum er rist sem vökvi rennur niður úr í sérstakt hólf, þar serri hann safnast fyrir. ílátin eru úr firnasterku plasti, á hjólum og því létt og meðfærileg. Nýttu garðúrganginn á auðveldan hátt með rotílátunum frá HIRÐI Hafðu samband í síma 67 68 55. ;; HIRÐIR UMHVERFISkJÖNUSTA Höfðabakka 1,110 Reykjavlk simi 67 68 55, lelefax 67 32 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.