Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1991-
Iþróttir
Arni og Davíð unnu
- Ami með glæsibrag, Davíð eftir hörkukeppni
Ami Kópsson sigraöi í sérútbún-
um flokki og Davíð Sigurðsson í
götubílaflokki í RC-torfærukeppn-
inni sem haldin var í blíðskapar-
veðri á Egilsstöðum á laugardag-
inn. Hún var hörkuspennandi enda
sú næstsíðasta sem gildir til ís-
landsmeistaratitils. Keppendur
voru 19, og einn gestur að auki, og
áhorfendur, sem voru um 1500,
fengu mikið fyrir sinn snúð, veltur
og glæsileg stökk.
Árni sigraði með glæsibrag í sér-
útbúnum flokki og keyrði Heima-
sætuna rajög vel og yörvegað.
Hann leiðir nú Islandsmeistara-
keppnina með 62 stig en næstur á
efiir honum er Stefán Sigurðsson
með 46. Það verður erfitt að ná
Áma því hann mun ekkert gefa
eftir í síðustu keppninni sem verð-
ur í Grindavík 31. ágúst.
Ámi sagði í samtali við DV að
hann ætlaði ekki að keyra svona
stift á næsta ári, hann væri að
hætta. Margjr vflja sjá það gerast
því Ámi er næstum því einvaldur
í torfænmni. Eða eins og einn
keppandinn sagði: „Þá fáum við
einhvem séns!“
í götubflaflokki var spennan
áiíka mikil. Davíð Sigurðsson og
Steíngrímur Bjamason vora efstir
og jafnir með 47 stig og Guðmundur
Sigvaldason var á hælum þeirra
með 32 stig. Allir börðust þeir um
sigurinn ásamt Gunnari Pálma
Péturssyni, Rögnvaldi Ragnarssyni
og Þorstelni Einarssyni, sem kom
raikið á óvart og keyrði snilldar-
lega. Davíð sigraði, Þorsteinn varð
annar, Steingrímur þriðji, Guð-
mundur íjóröi, Rögnvaldur fimmti
og Gunnar Páimi sjöttL
í sérútbúna flokknum fékk Stef-
án Sigurðsson tilþrifaverðlaun
vegna aksturs á þremur hjólum.
Hver sagöi að það væri ekki hægt?
í götubflaflokki komu þau í hlut
Guðmundar Sigvaldasonar.
-HKH
Kópsson ver meistaratitil sinn oft í þessari aðstöðu, þaö er á
atturhjólum upp óklett börö.
DV-mynd HKH
• Andri Marteinsson freistar þess að skora úr aukaspyrnu fyrir FH í fyrri hálfleiknum gegn Fram í gærkvöldi. Litlu munaði, boltinn straukst ofan við
þverslána.
DV-mynd GS
Framarar með sex stiga forskot í 1. deHdinni 1 knattspymu:
Heimaerbest
- Jón Erling Ragnarsson gerði öll þrjú mörkin í 1-3 sigri á FH
Jón Erling Ragnarsson kunni svo
sannarlega vel við sig á gamla heima-
vellinum sínum í Kaplakrika í gær-
kvöldi þegar hann kom þangað í
heimsókn með Frömuram. Á tiu
minútna kafla undir lok leiksins
gerði Hafnfirðingurinn sér lítið fyrir
og skoraði þrjú mörk - svo sannar-
lega óvænt þróun í leik sem fram að
síðasta korterinu stefndi ekki í neitt
annað en litlaust jafntefli. Framarar
sigraðu, 1-3, og era með sex stiga
forskot á Víkinga fyrir leik þeirra
síðarnefndu gegn Stjömunni í 15.
umferðinni annað kvöld.
Mörk Jón Erlings verða aldrei sýnd
í markasyrpum en þó fegurðinni
hafi ekki verið fyrir að fara telja þau
til jafns á við önnur. Fyrst mokaði
hann boltanum yfir marklínuna eftir
góða fyrirgjöf Þorvalds Örlygssonar
frá hægri, þá stakk hann sér á milli
sofandi varnarmanna FH eftir fyrir-
gjöf Péturs Arnþórssonar frá vinstri
og loks fékk hann boltann í fæturna
þegar Steinar Guðgeirsson átti mis-
heppnað markskot og þaðan þeyttist
boltinn í netið.
„Það var óneitanlega mjög gaman
að skora þessi mörk, einmitt á þess-
um stað. Þetta var spuming um að
skora fyrsta markið, þá vissum við
að þeir myndu gefast upp því þeir
era með allan hugann við bikarúr-
slitaleikinn. En ég held að við hefð-
um ekki þurft að bíða svona lengi
eftir því að skora ef völlurinn hefði
verið í betra standi því hann var al-
veg ótrúlega þungur. Nú þarf bara
Safamýrarstórveldið að ná í öll þrjú
stigin gegn Víkingi og þá stöndum
við mjög vel. Pressan er öll á Víkingi
eftir þessi úrsht,“ sagði Jón Erling
við DV eftir leikinn.
I lokin náði FH að laga stöðuna
þegar Bjöm Jónsson skallaði að
marki eftir hornspymu og boltinn
fór frá Kristni R. Jónssyni, Framara,
í stöngina og inn.
Þungur og blautur völlurinn og
strekkingsvindur á annað markið
settu sterkan svip á leikinn og liöin
náðu sjaldan að sýna góð tilþrif.
Leikurinn tók nýja stefnu þegar
Framarar færðu Þorvald Örlygsson
úr vörninni og fram á miðjuna í síð-
ari hálfleiknum, þá kom aukinn
kraftur í Framara og þeir náðu öllum
tökum á leiknum.
Auk Þorvalds léku Pétur Ormslev
og Baldur Bjamason mjög vel með
Fram og þegar liðið fór loks í gang
sýndi það heilsteyptan leik. FH-ingar
vora langt frá sinu besta og áttu enga
möguleika eftir að Fram komst yfir.
Skástir á þeim bæ voru varnarmenn-
irnir Björn Jónsson og Guðmundur-
Hilmarsson. -VS
FH-Fram 1-3 (0-0)
0-1 Jón Erling (74.), 0-2 Jón Erling
(81.), 0-3 Jón Erling (84.), 1-3 Bjöm
J. (87.)
Lið FH: Stefán, Guðmundur H.,
Bjöm J., Ólafur K. (Róbert 87.),
Þórhallur, Kristján (Guðlaugur
80.), Magnús, Pálmi, Andri, Hlyn-
ur, Hörður.
Lið Fram: Birkir, Pétur O., Þor-
valdur, Jón S., Kristinn R., Stein-
ar, Pétur A. (Ásgeir 87.), Anton
Bjöm (Pétur M. 54.), Ríkharður,
Baldur, Jón Erling.
Gult spjald: Þorvaldur (Fram).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Sæmundur Víglunds-
son, komst í heildina séð vel frá
leiknum.
Áhorfendur: 1,250.
Skilyrði: Strekkingsvindur á
annað markiö, þungur og blautur
grasvöllur.
Staðan
Fram ...15 10 3 2 24-11 33
Víkingur.... ...14 9 0 5 27-19 27
KR ...14 6 3 5 25-13 21
UBK ...14 5 5 4 21-19 20
Valur ...14 6 2 6 18-17 20
ÍBV ...14 6 2 6 24-29 20
FH ... 15 5 4 6 20-22 19
Stjaman.... ...14- 4 5 5 21-20 17
KA ...14 4 3 7 14-19 15
Víðir ...14 1 3 10 13-38 6
Markahæstir:
Hörður Magnússon, FH........10
Guðmundur Steinsson, Vík....10
SteindórElíson.UBK.......... 9
LeifurHafsteinsson.ÍBV...... 9
Jón E. Ragnarsson, Fram..... 9
• Tveir FH-ingar léku sinn
fyrsta 1. deildarleiki í gærkvöldi,
þeir Guðlaugur Baldursson og Ró-
bert Magnússon. FH var án Izudin
Dervic, sem var í banni, Hallsteins
Arnarsonar, sem er farinn utan í
nám, og Guðmundar Vals Sigurös-
sonar sem er meiddur.
• í Framliðið vantaði Kristján
Jónsson sem er að ná sér eftir veik-
indi og byijar að æfa á ný í dag.
• Þaö var kannski engin furða
aö Jón Erling Ragnarsson kynni
vel við sig á Kaplakrikavellinum í
gærkvöldi. Hann lék þar áður með
FH og svo er Ragnar, faðir hans
Jónsson, vallarstjóri í Kaplakrika!
• Annað mark Jóns Erlings var
1100. mark Fram á íslandsmótinu
frá upphafi.
M 1. deild
o kvenna
KR.........11 9 1 1 35-12 28
UBK........12 8 2 2 27-11 26
Valur......11 7 3 1 34-8 24
Akranes....11 7 2 2 38-7 23
Þór.Ak.....10 2 3 5 18-29 9
KA.........12 2 3 7 14-33 9
Þróttur N..11 2 0 9 11-29 6
Týr........12 0 2 10 6-54 2
Markahæstar
Laufey Sigurðardóttir, ÍA.......13
Helena Ólafsdóttir, KR..........11
Bryndís Valsdóttir, Val.........11
Ragnheiður Jónasdóttir, ÍA...... 7
Kristrún Daðadóttir, UBK........ 7
Amey Magnúsdóttir, Val.......... 7
Inga Huld Pálsdóttir, Þór....... 7