Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 8
26
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1991.
íþróttir
Martha og Kristján
sigruðu örugglega
- í karla- og kvennaflokki í skemmtiskokki
Hlaupadrottningin Martha Ernst-
dóttir vann yfirburöasigur í
skemmtiskokki í kvennaflokki og
hún var eini keppandinn sem veitti
sigurvegaranum, Kristjáni Skúla
Ásgeirssyni, einhverja keppni.
„Hætti við þátttöku
í hálfu maraþoni"
„Ég hafði fyrst í hyggju aö taka þátt
í hálfu maraþoni en hætti við þaö þar
sem ég er á leið til Tokyo eftir helg-
ina til þátttöku á heimsmeistaramót-
inu í frjálsum íþróttum. Þaö veröur
mjög erfitt ferðlag og því vildi ég taka
þaö frekar rólega. Aöstæöurnar í
hlaupinu voru ekkert til að hrópa
húrra fyrir, bæði var kalt og svo
nokkuö hvasst. Það var samt mjög
gaman aö taka þátt í hlaupinu," sagöi
Martha sem keppir í 10 þúsund kíló-
metra hlaupi á heimsmeistaramót-
inu.
„Var hræddastur
við Mörthu“
Kristján Skúli Ásgeirsson vann ör-
uggan sigur í skemmtiskokki karla á
tímanum 23,18 mínútur.
„Þetta var ansi erfitt undir lokin
enda var veörið ekki upp á þaö besta.
Ég stefndi aö sjálfsögöu á sigur en
ég var hræddastur viö Mörthu enda
kom á daginn aö hún varð í ööru
sæti. Ég æfði mig ekkert sértaklega
fyrir þetta hlaup en það er mjög gam-
an að vera með í þessu hlaupi. Ég
var ekki meö í fyrra en 1989 tók ég
þátt í hálfu maraþoni," sagöi Kristján
í samtali við DV eftir hlaupið.
-GH
„Mun léttara en
ég bjóst við“
FLUGLEim
:'-vtVtó:(r.&í <
FUIGUeiqir jsggr
• Kristján Skúli Ásgeirsson og Martha Ernstdóttir sigruöu í skemmtiskokki
og karla- og kvennaflokki. DV-mynd GS
- sagði Frímann Hreinsson, sigurvegari í hálfu maraþoni
Hálfmaraþon kvenna:
Frímann Hreinsson varö sigurveg-
ari í hálfu maraþoni á tímanum
1:10,24 klukkustundir.
„Þetta var miklu léttara heldur en
ég bjóst við. Ég náði forystu í hlaup-
inu eftir um það bil 8 kílómetra og
ég lét hana ekki af hendi en ég hef
ekki æft neitt aö ráöi fyrir þetta
hlaup. Það var mest hliðarvindur og
því háði rokiö okkur ekki svo ýkja
mikið nema helst efst á Kleppsvegin-
um þá fengum viö mótvind á okkur
og rigningu. Ég tók þátt í Reykjavík-
urmaraþoni áriö 1986 og mig minnir
aö ég hafði hafnað í 9. sæti í hálfu
maraþoni. Ég er mjög sáttur við tíma
minn í hlaupinu," sagöi Frímann
Hreinsson í samtali við DV, eftir að
hann var nýkominn í markiö.
Frímann er langhlaupari og keppir
mest í 5000 metrunum. Hann stundar
háskólanám í Bandaríkjum jafn-
framt því sem hann keppir í hlaupum
fyrir skólann.
-GH
• Frimann Hreinsson kemur í mark í hálfu maraþoni. DV-mynd GS
• Tveir keppendur hita upp fyrir langt og strangt hlaup. DV-mynd GS
Jóhann
íslands-
meistari
- í heilu maraþoni
Jóhann Heiðar Jóhannsson
varö íslandsmeistari í marþoni á
tímanum 2:56,07 og hann kom
þriöji í mark í hlaupinu en varö
fyrstur í mark af íslensku kepp-
endunura.
Ekkimjög holltað
hlaupa mörg maraþon
„Ég átti alls ekki von á sigri. Ég
er búinn aö hlaupa í mörg ár, eitt-
hvað í kringum 12 ár. Þaö er á-
gætt aö vera í það góöu formi að
maður geti lokið heilu maraþoni
en ég veit að það er ekki rajög
hollt aö hlaupa mörg maraþon,"
sagði Jóhann Heiðar eför hlaupiö
en hann er 46 ára gamall. GH
Margrét fagnaði
sætum sigri
- hljóp undir eiimi og hálfn klukkustund
Margrét Brynjólfsdóttir fagnaöi
sigri í hálfu maraþoni kvenna.
Margrét fékk tímann 1:29,46 klukku-
stundir.
„Það var mjög erfitt að hlaupa og
þá helst í brekkunum og þá var
Kleppsvegurinn sérstaklega erfiður
en það er alltaf gaman aö hlaupa í
Reykjavíkurmaraþoni. Ég ætlaði
mér að hlaupa undir 1:30,00 og það
tókst og því er ég mjög ánægð. Ég
var orðin ansi þreytt eftir 15 kiló-
metra og síðustu 6 kílómetrarnir
voru mjög erfiðir," sagði Margrét í \
samtali við DV.
Margrét tók þátt í skemmtiskokk-
inu í fyrra og varð þá í fyrsta sæti
en fyrir nokkrum árum tók hún þátt
í hálfu maraþoni.
„Ég var þá 16 ára gömul og mig
minnir að ég hafi hlaupið á 1:45,00
klukkustundum svo ég hef náð að
bæta mig um 15 mínútur.
-GH
• Margrét Brynjólfsdóttir kemur i mark sem sigurvegari i hálfmaraþoni
kvenna. DV-mynd GS