Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 12
30
MÁNUD^GUR; 19, ÁGÚSTi 1991.
Iþróttir________________________________________________________________________________________pv
• Guðmundur Karlsson og Sunna Gestsdóttir fagna sigrum sínum í mótslok á Varmárvelli á laugardaginn. DV-mynd GS
Síðasta stigamót Frjálsíþróttasambands íslands:
Sunna og Guðmund-
ur fengu 50 þúsundin
- mj ög dræm þátttaka í móti sem átti að vera hápunktur tímabilsins
4. deild:
Víkingur
ogHvötí
úrslitin
Vikingur frá Ólafsvtk og Hvöt frá
Blönduósi tryggðu sér sigra í sín-
um riðlum í 4. deildar keppninni i
knattspyrnu á laugardaginn og
keppa til úrslita ásamt Ægi. Gróttu
og Hetti sem þegar höfðu unnið
sina riðla.
• Ægir tapaði ekki leik í A-riðli,
gerði 4-4 jafntefli víð Leikni,
Reykjavík, á laugardag. Guð-
mundur Gunnarsson, 3, og Dag-
bjartur Pálsson skoruðu fyrir Ægi
en Heiðar Ómarsson, 2, Snorri
Magnússon og Jóhann Viðarsson
fyrir Leikni.
TBR vann Reyni, Sandgerði,
óvænt, 4-2. Birgir Krisijánsson,
Árni Þ. Hallgrímsson, Ármann
Þorvaldsson og Magnús Guð-
mundsson skoruðu fyrir badmint-
onstrákana en Jónas Jónasson og
Bergur Eggertsson fyrir Reyni.
Njarðvík tapaöi, 1-3, fyrir Bol-
ungarvík. ívar Guðmundsson
geröi mark heimamanna en Stefán
Andrésson, 2, og Jóhann Ævars-
son mörk Vestfirðinga.
• Víkingur tryggði sér sigurinn
í B-riðli með stórsigri á Víkverja,
8-2. Guðlaugur Rafnsson, 4, Saba-
m hudin Dervic, 3, og Magnús Gylfa-
son skoruðu fyrir Víking en Jó-
hann Holton og Níels Guðmunds-
son fyrir Víkverja.
Geislínn tapaði 0-4 fyrir Ár-
manni, Smári Jósafatsson gerði 2
mörk, Jens Ormslev og Sigutjón
Þórðarson eitt hvor.
Afturelding vann Stokkseyri,
6-2. Áshjörn Jónsson, 2, Sumarliði
Árnason, 2, Lúðvík Tótnasson og
Finnbogi Sígurbjömsson skoruðu
fyrir Aftureldingu en Hafldór Við-
arsson gerði bæði mörkin fyrir
Stokkseyri.
• Grótta malaði Létti, 13-0, og
* fékk því fulit hús stiga í C-riðli.
Kristján Brooks, 5, Erhng Aöal-
stemsson, 4, Garðar Garðarsson,
2, Gísli Jónasson og Sverrir Her-
bertsson skoruðu fyrir Gróttu.
Árvakui' tapaði, 1-2, fyrir Höfn-
um. Guðjón Arngrímsson skoraði
fyrir Árvakur en HaUgrímur Sig-
urðsson geröi baeði mörk Hafna.
Fjölnir tapaði, 1-3, fyrir Snæ-
felli. Alexander Helgason, Jón
Bjarki Jónatansson og Kristján
Haraldsson skoruöu fyrir Snæfell.
• Hvöt þurfti sigur á SM og náði
honum í Hörgárdalnum, 2-5.
Bjami Gaukur Sigurðsson, 3,
Gunnar Jónsson og Kristinn R.
Guömundsson skoruðu fyrir Hvöt
en Helgi Eyþórsson og Bergur Stef-
ánsson fyrir SM.
. Möguleikar HSÞ-b lágu í því að
Hvöt myndi ekki sigra og Mývetn-
ingarnir gerðu sjálfir aðeins
markalaust jalhtefli viö Neista á
Hofsósi.
Kormákur vann enn stórt á
heimavelli, nú 5-0 gegn UMSE-b.
Ingvar Magnússon, Jón Magnús-
son, Gísli Magnússon, Hörður
Guðbjömsson og Albert Jónsson
skoruðu mörkin.
• Höttur endaði með 40 stig af
42 mögulegum í E-riöli, vann Val
6-0. Jónatan Vilhjálmsson, 2,
Freyr Sverrisson, Hilmar Gunn-
laugsson, Guttormur Pálsson og
Haraldur Clausen skoruðu mörk-
in.
Einherji náði öðru sæti með 4-1
sigri á Leikni. HaUgríraur Guð-
mundsson, 2, Helgi Þórðarson og
Lýður Skai'phéðinsson skoruðu
fy rir Einherj a en Kári Jónsson fyr-
ir Leikni.
KSH tapaöi, 1-2, fyrir Hugin.
Vilberg Jónasson skoraði fyrir
KSH en Halldór Róbertsson og
Svavar Borgþórsson fyrir Hugin.
Sindri tapaöi, 2-4, fyrir Austra.
Elvar Grétarsson og Hermann
Stefánsson skoraðu fyrir Sindra
en Eiríkur Friðriksson, 2, og Sig-
urður Magnússon, 2, fyrir Austra.
-ÆMK/KH/MJ/GH/VS
Stórsigur
ÍBK-stúlkna
ÍBK varrn stórsigur á Stjörn-
unni, 4-0, í uppgjöri efstu liða A-
riöils 2. deildar kvenna í knatt-
spymu í gær. Lóa B. Gestsdóttir,
2, og Anna M. Sveinsdóttir, 2,
gerðu mörkin. Liðin eru efst og
jöfn en markatala Stjömunnar er
, nokkuð betri. -ih/VS
Guðmundur Karlsson úr FH og
Sunna Gestsdóttir úr USAH urðu 50
þúsund krónum ríkara hvort á laug-
ardaginn þegar þau tryggðu sér sigur
í stigakeppni Frjálsíþróttasambands-
ins. Síðasta stigamótið fór þá fram á
Varmárvelli í Mosfellsbæ og Guð-
mundur tryggði sér meistaratitilinn
í karlaflokki með sigri í sleggjukasti
og Sunna í kvennaflokki með sigri í
200 metra hlaupi.
Guðmundur vann fimm sigra á sex
stigamótum sumarsins í sleggjukast-
inu. „Ég varð annar í fyrsta mótinu
en vann hin, og þar sem fimm mót
telja fékk ég fullt hús stiga,“ sagði
Guðmundur.
Helsti keppinautur hans var Kristj-
án Gissurarson, hinn gamalreyndi
stangarstökkvari úr UMSE, sem
vann sinn fjórða sigur í stangar-
stökkinu á laugardaginn. Kristján
átti möguleika á að skáka Guðmundi
með því að setja stigamótsmet, en til
þess þurfti hann að fara yfir 4,91
metra, og þvi náði hann ekki.
Sunna þurfti ekki að hafa mikið
fyrir sigrinum á laugardaginn því
hún var eini keppandinn sem mætti
til leiks í 200 metra hlaupi kvenna.
Hún fékk því stigin fyrirhafnarlítið
og þar með var efsta sætið hennar.
„Það er svolítiö svekkjandi að fá ekki
keppni en gaman að ná að sigra.
Minn erfiðasti keppinautur í sumar
var Guðrún Arnardóttir," sagði
Sunna, sem er frá Blönduósi.
Dræm þátttaka setti leiðinlegan
svip á mótið og dró verulega úr gildi
þess fyrir frjálsíþróttafólkið.
• Gunnar Guðmundsson, FH,
sigraði í 200 m hlaupi karla á 21,62
sekúndum.
• Agnar Steinarsson, ÍR, sigraði í
800 m hlaupi karla á 1:56,52 mínútum.
• Sunna Gestsdóttir, USAH, sigr-
aði í 200 m hlaupi kvenna á 25,69
sekúndum.
• Martha Ernstdóttir, ÍR, sigraði í
1500 m hlaupi kvenna á 4:37,79 mín-
útum.
• Stefán E. Stefánsson, Ármanni,
sigraði í 400 m grindahlaupi karla á
59,96 sekúndum.
• Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, sigr-
aði í þrístökki karla með 13,37 metra.
• Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, sigr-
aði í kúluvarpi kvenna með 10,74
metra.
• Þorsteinn Þórsson, UMSS, sigr-
aði í kringlukasti karla með 42,11
metra.
• Guðmundur Karlsson, FH, sigr-
aði í sleggjukasti með 62,20 metra.
• íris Grönfeldt, UMSB, sigraði í
spjótkasti kvenna með 53,86 metra.
• Kristján Gissurarson, UMSE,
sigraði í stangarstökki með 4,40
metra. Þar setti Freyr Ólafsson, HSK,
nýtt drengjamet, 3,91 metra.
• Landssveit, skipuð Ólafi Guð-
mundssyni, Gunnari Guðmunds-
syni, Agli Eiðssyni og Einari Þ. Ein-
arssyni, sigraði í 4x100 m boðhlaupi
karla á 42,03 sekúndum.
Verðum að endur-
skoða stigamótin
„Við héldum að þessi stigamót væru
komin til að vera en það er ljóst eftir
þessa reynslu að við verðum aö end-
urskoða þau,“ sagði Magnús Jakobs-
son, formaður Frjálsíþróttasam-
bands íslands, í samtali við DV í
mótslok.
Fáir keppendur létu sjá sig á mót-
inu og fyrir kom að einn keppandi
var í grein. „Þeir sem áttu von g verð-
launum mættu en aðrir ekki. í bikar-
keppninni á dögunum skoruðum við
á liðsstjórana að hvetja sitt fólk til
þátttöku en það skilaði sér greinilega
ekki.
Stígamótin eru að mörgu leyti snið-
ug hugmynd, þau blandast inn í flest
stærstu mót sumarsins, og víða er-
lendis er lokamótið hápunktur
keppnistímabilsins. Það er ekki víst
að við höfum hitt á réttu leiðina, en
á þessum tveimur árum hefur verið
keppt í öllum helstu greinunum. Tal-
að var um að í fyrra hefði verið keppt
í skemmtiiegri greinum, en þá var
úrslitakeppnin seint og illa mætt í
hana. Nú var hún á góðum tíma, en
samt mætti íþróttafólkið ekki.
Verðlaunin eru ekki mörg, en.þó
fá tíu manns viðurkenningu fyrir sitt
framlag, sem er góð viðleitni. Þetta
er líka leiðinlegt vegna þess að
Sjóvá-Almennar stóðu vel við bakið
á þessum mótum en þegar útkoman
verður svona er óvíst um framhald
á slíku,“ sagði Magnús Jakobsson.
Vindmælirinn gleymdist
og afrekið ekki gilt
Gunnar Guðmundsson úr FH náði á
laugardaginn íjórða besta tíma ís-
lendings frá upphafi í 200 metra
hlaupi karla með rafmagnstímatöku,
en vegna handvammar vallarstarfs-
manna fæst árangur hans ekki stað-
festur. Gunnar sigraði á 21,62 sek-
úndum, sem er hans besti árangur,
en það gleymdist að setja vindmæl-
inn á vellinum af stað!
„Það er svekkjandi að verða fyrir
þessu, þvi með mælingu hefði verið
hægt að fá algerlega úr því skorið
hvort um löglegt hlaup haíi verið aö
ræða. En það þýðir ekkert að fást um
það og ég stefni bara á að bæta mig
enn frekar í haust,“ sagði Gunnar í
spjalli við DV. Hann fer til Noregs
eftir þrjár vikur og keppir þar á
þremur alþjóðlegum mótum. -VS
Lokaúrslit stigamótanna
Stigahæstu konur:
Sunna Gestsdóttir, USAH, 200 m hlaup.............................33
Martha Emstdóttir, ÍR, 1500 m hlaup..............................28
Þorbjörg Jensdóttir, ÍR, 1500 m hlaup............................22
Laufey Stefánsdóttir, Fjölni, 1500 m hlaup.......................16
Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, 200 m hlaup.......................14
Stigahæstu karlar:
Guðmundur Karlsson, FH, sleggjukast..............................34
Kristján Gissurarson, UMSE, stangarstökk.........................33
Egill Eiðsson, KR, 200 m hlaup...................................30
Ólafur Gunnarsson, ÍR, 400 m grindahlaup.........................29
Gunnar Guðmundsson, FH, 200 m hlaup..............................28
Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, þrístökk..............................28
Sigurvegari í hvorum flokki fékk 50 þúsund krónur, 2. sæti gaf 40 þús-
und, 3. sæti 30 þúsund, 4. sæti 20 þúsund og 5. sæti 10 þúsund.