Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 5
Reykjavíkurmaraþon:
Rúmlega tvö þúsund hlauparar
hlupu í Reykjavíkurmaraþoni
- Kevin Brown og Susan Bendley sigruðu í maraþonhlaupinu
• Hlaupararnir komnir af stað í Lækjargötunni í gær. Hér sjást þeir sem leiddu hlaupiö í upphafi en að baki þeirra eru þeir rúmlega tvö þúsund hlaup-
arar sem tóku þátt í Reykjavikurmaraþoninu. DV-mynd GS
„Fyrsta og
ekki það
síðasta"
- sagði Stefán Jasonarson
Það voru ungir jafnt sem aldnir sem
létu sig hafa það að taka þátt í Reykja-
víkurmaraþoni. Margir ungir krakkar
tóku þátt í skemmtiskokkinu en
minna var um fólk sem komið er á
efri árin. Einn af þeim elstu sem tók
þátt í skemmtiskokkinu var Stefán
Jasonarson, bóndi úr Vorasbæ, en
hann verður 77 ára gamall í næsta
mánuði.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek
þátt í Reykjavíkurmaraþoni og því get
ég lofað þér að þetta er ekki það síð-
asta. Það var frábært að taka þátt í
hlaupinu, fallegt kvenfólk var hlaup-
andi allt í kringum mig og fyrir mann
sem er jafn kvenhollur og ég þá var
þetta mjög gaman,“ sagði Stefán í sam-
tali við DV.
Stefán blés varla úr nös þegar hann
kom í markiö og víst er að þessi hressi
bóndi úr Vorsabæ mun verða með í
Reykjavíkurmaraþoni að ári liðnu og
þá hleypur hann kannski hálft mara-
þon. -GH
• Stefán Jasonarson verður 77 ára
i næsta mánuði og hann lauk
skemmtiskokkinu með glans.
DV-mynd GS
Mettþátttaka var í Reykjavíkur-
maraþoni sem haldið var í 8. sinn
í gær. Um 2300 hlauparar tóku þátt
í hlaupinu, flestir þeirra í 7 kíló-
metra skemmtiskokki. í maraþon-
hlaupi sigraði Skotinn Kevin
Brown mjög örugglega, hljóp 42
kílómetrana á 2:32,25 klukkustund-
um en íslandsmeistari varð Jó-
hann Heiðar Jóhannsson á tíman-
um 2:56,07 klukkustundum en Jó-
hann varð þriðji í hlaupinu.
í kvennaflokki sigraði Susan
Bendley frá Bretlandi á 2:48,26
klukkustundum og er það einn
besti timi sem náðst hefur í
kvennaflokki í Reykjavíkurmara-
þoni. Ursula Junemann varð fyrst
íslensku keppendanna í mark.
i hálfu maraþoni sigraði Frímann
Hreinsson og hann varö jafnframt
íslandsmeistari. Frímann hljóp
rass að undanskildum Kristjáni
Skúla. Önnur í skemmtiskokki í
kvennaflokki varð Nína Jensen og
í þriðja sæti varð Hulda Pálsdóttir.
Það viðraði ekki sem best á
hlauparana, strekkingsvindur var
á hlaupaleiðinni og frekar kalt í
veðri en fólk lét það ekkert á sig fá.
-GH
kílómetrana 21 á tímanum 1:10,25
klukkustundum. Annar varð Bret-
inn Toby Tanser, sem búsettur er
hér á landi, á 1:10,59 og tæpri mín-
útu á eftir honum varð Sigurður
P. Sigmundsson.
í hálfu maraþoni kvenna sigraði
Margrét Brynjólfsdóttir nokkuð
örugglega á tímanum 1:29,46
klukkustundum.
í skemmtiskokki karla fagnaði
• Sigurvegararnir i maraþonhlaupinu. Skotinn Kevin Brown og Susan Bendley frá Englandi fagna hér sigri að loknu hlaupinu.
Kristján Skúli Ásgeirsson sigri.
Kristján hljóp 7 kílómetrana á tím-
anum 23,18 mínútum. Annar varð
Gunnar Guðmundsson og þriðji í
skemmtiskokki varð Ólafur Gunn-
arsson.
í skemmtiskokki kvenna komu
úrslitin fáum á ávart. Martha
Ernstdóttir vann þar öruggan sig-
ur, hljóp á tímanum 24,07 minútum
og skaut öllum körlunum ref fyrir
DV-mynd GS