Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1991. íþróttir • Sviinn í liði Arsenal, Anders Limpar, er hér í baráttu við Rufus Barett, varnarmann i liði QPR, í leik liðanna á Highbury á laugardaginn. Enska knattspyman: Merson tryggdi Arsenal jaf ntef li - skoraöi á 90. mínútu gegn QPR - Liverpool og Man. Utd unnu • •- To England 1. deild Arsenal-QPR 1-1 Chelsea-Wimbledon 2-2 Covéntry-Man. City 0-1 Liverpool-Oldham 2-1 Man. Utd-Notts County 2-0 Norwich-Sheff. Utd 2-2 Nott. Forest-Everton 2-1 Sheff. Wed-Aston Vhla 2-3 Southampton-Tottenham.. 2-3 West Ham-Luton 0-0 2. deild Blackburn-Portsmouth 1-1 Brighton-Tranmere 0-2 Bristol R.-Ipswich 3-3 Charlton-Newcastle Grimsby-Cambridge 3-4 Middlesbrough-Millwall.... 1-0 Plymouth-Barnsley 2-1 PortVale-Oxford 2-1 Southend-Bristol C 1-1 Sunderland-Derby 1-1 Swindon-Leicester 0-0 Watford-Wolves 0-2 3. deild Birmingham-Bury 3-2 Bolton-Hudderfield 1-1 Bournemouth-Darlington.. 1-2 Bradford-Stoke 1-0 Brentford-Leyton Orient.... 4-3 Chester-Fulham 2-0 Peterborough-Preston 1-0 Reading-Hull City 0-1 Stockport-Swansea 5-0 Torquay-Hartlepool 3-1 WBÁ-Exeter 8-3 4. deild Barnet-Crewe 4-7 Blackpool-Huddersfield 3-0 Cardiff-Lincoln 1-2 Chesterfield-Maidstone 3-0 Doncaster-Carlisle 0-3 Gillingham-Scunthorpe 4-0 Halifax-N orthampton 0-1 Rochdale-Burnley 1-1 Rotherham-Bumley 2-1 Scarborough-Mansfield .„..0-0 Wrexham-Hereford 0-1 Skoska knattspyman: Rangers tapaði Skosku meistaramir í Rangers urðu að láta í minni pokann fyrir Hearts, 1-0, í leik liðanna á Tyn- castle í Edinborg í þriðju umferð skosku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Scott Grabbe gerði sigurmark leiksins strax á 2. mín- útu. Á sama tíma unnu Aberdeen og Celtic örugga sigra á andstæð- ingum sínum og eru í efsta sæti ásamt Hearts. Gary Gillispie skoraði eitt af mörkum Celtic í 4-1 sigri á nýliðunum Falkirk en hann var keyptur á dögunum frá Liverpool. Úrslit í skosku úrvals- deildinni urðu þannig: Aberdeen-Dunfermline.......3-0 Celtic-Falkirk.............4-1 Hearts-Rangers.............1-0 Motherwell-Hibernian......1-1 St. Johnstone-Dundee Utd..1-1 St. Mirren-Airdrieonians..1-2 • Eftir þrjár umferðir eru Celtic, Aberdeen og Hearts öll efst og jöfn með 6 stig, Hibernian er með 5 stig og Rangers 4. -GH Rússar unnu Kanana Ólympíuliö Sovétmanna sigraði bandaríska landsliöið, 2-1, í vin- áttulandsleik í knattspymu í Moskvu um helgina. Þeir Noki- forov og Tedeyev skoruöu fyrir Sovétmenn en Hugo Sanchez skoraði eina mark Bandaríkja- manna. -RR Keppnistímabilið í ensku knatt- spymunni hófst á laugardaginn og fjölmenntu áhorfendur á leiki 1. umferðar. Flestir komu á viðureign Manchester United og Notts County, alls 46.300 áhorfendur, og leikvangar Arsenal og Liverpool voru yfirfullir, um 40.000 manns á hvorum stað. Leikmenn höanna í 1. deild vora á skotskónum og alls voru skomð 29 mörk í leikjunum tíu. Meistarar Arsenal sluppu fyrir horn Meistararnir í Arsenal komust í hann krappan í viðureign sinni við QPR. Gestirnir náðu forystu strax á 15. mínútu leiksins þegar Baily skor- aði fram hjá David Seaman, mark- verði Arsenal, og allt virtist stefna í ósigur Arsenal, sem tapaði aðeins einum leik á síðasta keppnistímabili, en á síðustu sekúndunum tókst Paul Merson að jafna metin. SJgurður Jónsson lék ekki með Arsenal. • Annar Lundúnaslagur var á Stan- ford Bridge, heimavelli Chelsea sem tók á móti Wimbledon. Jafntefli var niðurstaðan í fjörugum leik, 2-2. John Fashanu kom Wimbledon í 0-1 með marki á 24. minútu en Paul Elli- ot jafnaði metin fyrir Chelsea fyrir hlé. Robbie Earle kom Wimbledon yfir á ný á 57. mínútu en fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Allon fyrir Chelsea. • Niall Quinn tryggði Manchester City sigur á Coventry þegar hann skoraði eina mark leiksins á 16. mín- útu. Oldham kom Liverpool í opna skjöldu Nýliðamir í Oldham komu leik- mönnum' Liverpool í opna skjöldu strax á 8. mínútu leiksins á Anfield Road. Earl Barett skoraði þá fram hjá Grobbelaar og var staðan í hálf- leik 0-1. í síðari hálfleik tókst leik- mönnum Liverpool að bjarga andlit- inu. Á 52. mínútu jafnaði Ray Hough- ton metin og það var síðan John Barnes sem tryggöi Liverpool sigur- inn með marki 13 mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsti leikur Old- ham í 1. deild síðan 1923. • Það var hörkuleikur á City Gro- und í Nottingham þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Everton, 2-1. Everton náði forystu með sjálfs- marki fyrirliðans í Forestliðinu, Stu- art Pearce, á 37. mínútu en í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér sig- urinn. Fyrst skoraði Nigel Clough á 60. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok tryggði Nigel Jemson liði Forest öll stigin. • Norwich og Sheffield United skildu jöfn, 2-2. Sheffield Utd komst í 0-2 með mörkum frá Brian Deane og Colin Hill en á síðustu 25 mínútun- um tókst Norwich að jafna metin með tveimur mörkum frá Skotanum Robert Fleck. Hughes og Robson tryggðu Man. Utd sigur Manchester United vann sigur á ný- liðunum í Notts County, 2-0. Mark Hughes skoraði fyrra mark United- manna á 39. mínútu og fyrirliöinn Bryan Robson bætti við öðru marki á 57. mínútu. Fyrir leikinn var óvíst hvort Robson yrði með vegna meiðsla en hann harkaði af sér. • Það var markaleikur þegar Sheffi- eld Wednesday beið lægri hlut fyrir nágrannaliðinu Aston Villa. Úrslit leiksins urðu 2-3 Villa í hag. Mið- vikudagsliðið komst í 2-0 með mörk- um frá David Hirst og Danny Wilson en nýju leikmennirnir í Aston Villa tryggðu hðinu öll stigin. Fyrst skor- aði Cyrille Regis, þá Dalian Atkinson og loks Steve Staunton sem lék áður með Liverpool. Lineker með tvö ísigri Tottenham Tottenham með Gary Lineker í broddi fylkingar fagnaði góðum úti- sigri á Southampton, 2-3. Southamp- ton náði forystu strax á 2. mínútu þegar Alan Shearer skoraði en Gary Lineker jafnaði metin á 40. mínútu. Gordon Durie, sem gekk til hös við Tottenham á fimmtudaginn frá Chelsea, kom Tottenham í 1-2 á 70. mínútu og tveimur mínútum síðar var Gary Lineker aftur á ferðinni. Lokaoröið í leiknum átti síðan Hall fyrir Southampton þegar hann minnkaði muninn í 2-3. Guðni Bergs- son var á varamannabekknum en kom ekki við sögu í leiknum. • Á Upton Park varð niðurstaðan markalaust jafntefh í viðureign West Ham og Luton Town. Aldridge byrjaði vel með Tranmere Rovers • írski landshðsmaðurinn John Aldridge byrjaði vel með sínu nýja félagi, Tranmere Rovers, sem leikur í 2. deild. Aldridge, sem lék með Liv- erpool áður en hann hélt til Spánar, skoraði bæði mörk hðs síns sem sigr- aði Brighton, 2-0. -GH • John Barnes tryggði Liverpool sigur á Oldham. Frakkland: Loks taphjá Mónakó Mónakó tapaði á laugardag fyrsta leik sínum í frönsku 1. deildinni í sumar. Það var París St. Germaín sem batt enda á sig- urgönsgu Mónakó með 2-0 sigri á heimavehi sínum í París. Monaco hafði fyrir leikinn unnið 5 fystu leiki sína í frönsku 1. deildinni. Metz skaust á topp deildarinnar með 1-0 sigri á SL Etienne á heimavehisínum. Metz og Mónakó eru bæði með 10 stig en Metz hefur betra markahlut- fah. í 3.-5. sæti em Marseille, Nantes og Lille öll með 8 stig. Úrsht í Frakklandi um helgina urðu þessi: París St. Germ.-Mónakó... Metz-St. Etienne Nimes-Nantes ....2-0 ....1-0 ....0-0 4-U Sochaux-Auxerre ...,1-fl Lihe-Montpellier ....1-0 Lyon-Cannes ....0-0 Toulouse-Lens Rfirmps-Nanev ....1-1 -RR Grasshopper, lið Sigurðar Grét- arssonar, sigraöi FC Zúrich, 3-1, í svissnesku 1. deildinni um helg- ina. Grasshopper er í þriðja sæti deildárinnar með 9 stig eftir 6 leiki. Lausanne er í efsta sæti með 11 stig en hðið vann stórsigur á Servette, 4-0, og í öðru sæti er Sion með 10 stig. Úrsht í Sviss um helgina urðu þessi: Grasshopper-FC Zúrich...3-1 Lugano-Sion...........0-0 Lausanne-Servette.....4-0 Luzern-Neuchatel......1-1 Wettingen-Aarau.......2-2 YoungBoys-St. Gahen.....0-0 -RR Þýskaland: Meistararnir unnu sigur í Duisburg Ekki var leikið í þýsku úrvals- deildinni um helgina en þrír leik- ir voru á dagskrá í 2, umferð bik- arkeppninnar á laugardag. Meístarar Kaiserslautem gerðu góða ferð til Duisburg og unnu þar heimamenn 0-2. Werder Bremen sigraði Hamburger SV, 3-1, í Bremen og Borussia Mön- chengladbach sigraði Wattensc- heid, 2-0, á heimavelli sínum. -RR Portúgal: Benfica fékk óvænt- an skell Benflca fékk óvæntan skell á heimavelh í portúgölsku 1. deild- inni um helgina, Benflca, sem tapar mjög sjaldan hvað þá heimavehi, mátti þola ósigur fyr- ir Boavista, 0-1, og var sigur- markið skorað undir lok leiksins. Tveir aðrir leikir voru í deild- inni, Uniao Madeira sigraði Pen- afiel, 1-0, og Braga vann 2-1 sigur á Gil Vicente.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (19.08.1991)
https://timarit.is/issue/193586

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (19.08.1991)

Aðgerðir: