Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1991. 29 Hæst dæmdu kynbótahrossin. Frá vinstri: Walter Feldmann á Báru, Andreas Trappe á Tý, Gunnar Arnarson á Sprengju, Svein Sortehaug á Kolbaki og Dorte Stougaard á Svaóilfara. Öll íslensku kyn- bótahrossin kom- ust á verðlaunapall Uppskera íslensku kynbótahross- anna var eitt gull, tvö silfur og eitt brons. Þau komust því öll á verð- launapall. Sprengja frá Ytra-Vall- holti (ísland) sem Gunnar Arnarsson á og sýndi, stóð efst í flokki hryssna í yngri flokki með aðaleinkunnina 8,45. Sprengja fékk 8,30 fyrir bygg- ingu en 8,55 fyrir hæfileika og var jafnframt hæst dæmda kynbóta- hrossið á heimsmeistaramótinu. Tindra frá Bourbon (Frakkland) var önnur með 8,29 í aðaleinkunn og Mona (Þýskaland) var þriðja með 8,22 í aðaleinkunn. Tveir jafnir í efsta sæti yngri stóðhesta Týr frá Rappenhof (Þýskaland) deildi efsta sætinu í flokki yngri stóð- hesta með einkunnina 8,43. Jafn hon- um var Kolbakur frá Sortehaug (Norgur). Varla er hægt að ímynda sér ólíkari stóðhesta. Kolbakur er vakur lítill kútur en Týr stór og glæsilegur fjórgangari. Gammur frá Tóftum (ísland) var í þriðja sæti með 8,30 í einkunn. Hann fékk 8,06 fyrir byggingu en 8,45 fyrir hæfileika. Her- bert Ólaáon sýndi Gamm en eigandi hans er Ásgeir Herbertsson. í eldri flokki stóðhesta stóð efstur Svaðilfari frá Heager (Danmörk) með 8,23 í einkunn. Örn Hraunarsson frá Akureyri (ís- land) fékk 8,01 í aðaleinkunn og var í öðru sæti. Hann fékk 7,82 fyrir byggingu en 8,13 fyrir hæfileika. Eig- andi Arnar; Jón Steinbjörnsson sýndi hann. Glampi frá Erberldinger Hof (Þýskaland) fékk reyndar aðra hæstu einkunnina 8,17 en hann veiktist og eigandi hans, Walter Feld- mann, dró Glampa úr keppni og verða dómar hans ógildir. Þýskur knapi sýndi íslenska hryssu Hryssan Yrma frá Vatnsleysu (ís- land) keþpti í flokki hryssna sjö vetra og eldri. Hún var í öðru sæti, fékk 8,26 í aðaleinkunn. Yrma fékk 8,31 fyrir byggingu, en 8,21 fyrir hæfi- leika. Þýski knapinn Jolly Schrenk sýndi Yrmu en eigandi er Ditier Be- utler. Efsta hryssan var Bára frá Wiesenhof (Þýskaland) meö 8,39 í einkunn, sýnd af Walter Feldmann. Alls voru sýnd þrjátíu kynbóta- hross: tólf stóðhestar og átján hryss- ur. Mörg hrossanna fengu ágætar einkunnir. Sjö hryssnanna fengu yflr átta í einkunn og sex stóðhestanna. Kynbótaræktun virðist því vera í góðum farvegi víðast hvar í þeim löndum sem íslenskir hestar eru ræktaðir. -E.J. Helstu úrslit Fjórgangur 1. Andreas Trappe á Tý (Þýskaland) 2. Bernd Vith á Rauð (Þýskaland) 3. Ia Lindholm á Sókratesi (Svíþjóð) 4. Sigurbjörn Bárðarson á Kraka (ísland) 5. Otto Hilzenaur á Neva de Sigo (Frakkland) Fimmgangur 1. Carina Heller á Glaumi (Þýskaland) 2. Ulf Lindgren á Hrafnkatli (Svíþjóð) 3. Dorte Stougaard á Léttfeta (Danmörk) 4. Erik Anderson á Mekki (Noregur) 5. Walter Feldmann á Báru (Þýskaland) Tölt 1. Andreas Trappe á Tý (Þýskaland) 2. Hinrik Bragason á Pjakki (ísland) 3. Sigurbjörn Bárðarson á Kraka (ísland) 4. Bemd Vith á Rauð (Þýskaland) 5. Hans-Georg Gundlach á Irpu (Þýskaland) Tölt 1.1 1. Johannes Hoyos á Fjölni (Austurriki) 2. María Cambrant á Glað (Svíþjóö) 3. Martin Heller á Svip (Swiss) 4. Hans Pfaffen á Evan (Swiss) 5. Silja Fruh á Hrekk (Austurríki) Gæöingaskeið 1. Gunnar Amarson á Kolbaki (Island) 2. Ulf Lindgren á Hrafnkatli (Svíþjóð) 3. Johannes Hoyos á Fjölni (Austurríki) 4. Heiðar H. Gunnarsson á Fjalari (Holland) 5. Horst Klinghart á Sval (Þýskaland) Hlýðnikeppni 1. Birgitta Karmus á Tridi (Austurríki) 2. Carla van Nunen á Byr (Holland) 3. Carolin R. Hensen á Heimaey (Danmörk) 4. Satu Paul á Eitli (Finnland) 5. Doris Kainzbauer á Bógatý (Austurriki) 250 metra skeið l. Hrafnketill (Svíþjóð) 23,26 Knapi: Ulf Lindgren 2. Fjölnir (Austurríki) 24,01 Knapi: Joiiannes Hoyos 3.Kolbakur(ísland) 24,03 Knapi: Gunnar Arnarson 4. Svalur(Þýskalandi .24,31 Knapi: Horst Klinghart 5. Glaumur (Þýskaland) 24,36 Knapi: Carina Heller -E.J. Stíft hár-gel hentar fyrir allar hártegundir RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 RÍKISSPÍTALAR LEIKSKÓLINN SÓLHLÍÐ, ENGIHLÍÐ 6-8. Deildarfóstra óskast að leikskólanum Sólhlíð, Engi- hlíð 6-8. Einnig vantar starfsmann í eldhús í 80% stöðu svo og starfsmann í fullt starf. Allar nánari upplýsingar veitir Elín María Ingólfsdótt- ir í síma 601594. FLUGMÁLASTJÓRN FLUGSTJÓRNARMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKURFLUGVELLI ÚTBOÐ - JARÐVINNA Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti vegna nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkur- flugvelli. Helstu magntölur: Gröftur 18.000 rúmmetrar Fylling 16.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistof- unni hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 21. ágúst 1991 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, mánudaginn 2. sept- ember að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn HAWKER Brook (rompton BROOK CROMPTON RAFMÓTORAR Eigum alltaf til á lager 2, 4 og 6 póla mótora 0,25-37 kw. Einnig með flangs, bremsu og tveggja hraða. Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (19.08.1991)
https://timarit.is/issue/193586

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (19.08.1991)

Aðgerðir: