Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 4
4' FÖSTÚDÁGUR 23. ÁGÚST 1991. Fréttir Setti bréfmiða í stað 5,7 miUjóna í Landsbankanum á Seyðisfirði: Gjaldkeri í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt pappir fannst í peningabúntum 2-3 árum áður en málið upplýstist Fyrrum aöalgjaldkeri Landsbankans á Seyöisfirði var bæði sakfelldur fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi í ágóðaskyni. Fyrrum aðalgjaldkeri Landsbanka íslands á Seyðisfirði hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið sér tæplega 5,7 millj- ónir króna úr seðlageymslum úti- búsins á árunum 1986-1988. Maður- inn tók 6 milljónir króna úr íjórum seðlabúntum með eitt og fimm þús- und króna seðlum en lét í staðinn 326 þúsund krónur í peningaseðlum auk tilsniðins pappírs sem leit út fyrir að vera seðlar. Maðurinn var annar tveggja lykilhafa að seðlageymslum útibúsins. Hann var bæði sakfelldur fyrir fjárdrátt og brpt i opinberu starfi í ágóðaskyni. Ólafur Börkur Þorvaldsson, settur héraðsdómari á Austurlandi, kvaö upp dóminn. Skar pappírinn til með dúkahníf Upp komst um fjárdráttinn 13. júní á síðasta ári. Starfsmaður útibúsins fór þá inn í peningageymsluna ásamt trúnaðarmanni Seðlabanka íslands til aö ná í peningabúnt. Aðalféhirðir- inn var þá í fríi. Þegar eitt búntið var opnað kom í ljós að yst voru peninga- seðlar en inni á milli voru aðeins pappírssneplar. Endurskoðendur Landsbankans, sem voru staddir á Seyðisfirði, geröu lögreglu viðvart. Við yfirheyrslur hjá RLR játaði aðalféhirðirinn á sig verknaðinn sem hann sagðist hafa unnið á árunum 1986-1988 í tæplega tíu skipti. Kvaðst hann hafa skorið fólsku seðlana til meö vinkli og dúkahnif í bílskúr heima hjá sér. Einum til tveimur dögum síðar kvaðst hann hafa tekið peninga úr seðlageymslunni að við- stöddum trúnaðarmanni Seðlabank- ans. Peningarnir voru færðir í gegn- um sjóð útibúsins. Maðurinn skipti síðan á pappírsbúnti og seðlabúnti næst þegar lækkað var í sjóði og færa átti peninga aftur í geymsluna. Maðurinn kvaðst hafa notaö pen- ingana sem hann dro sér til að greiða skuldir fyrirtækis á Seyðisfirði. Hann gat þó ekki sýnt fram á reikn- inga þar sem hann hafði hent þeim. Búnt vantaði árið 1969 Við rannsókn RLR kom fram að síðasta athugun Seðlabankans á seðlageymslunni á Seyðisfirði hafði verið gerð athugasemdalaust rúmum þremur vikum áður en máliö komst upp í fyrra. Voru starfsmenn Seðla- bankans þá að koma með nýja seöla frá Reykjavík í geymsluna en tóku ónýta seðla til baka. í bréfi Seðlabankans til Rannsókn- arlögreglu ríkisins, þar sem ýmsum spumingum RLR vegna rannsóknar- innar var svarað, kom einnig eftir- farandi fram: „Athugasemdir voru gerðar í eftir- litsferð árið 1969 eftir fyrirvarcdausa könnun á birgðum seðla í geymsl- unni. Þá rak Útvegsbanki íslands útibúið á Seyðisfirði. Um leið og lyk- ilhafar opnuðu geymsluna lét lykil- hafi útibúsins seðlapakka inn í geymsluna sem hann sagði eiga að vera þar. Hann bókaði samt ekki þessa breytingu á seðlabirgðum en gaf þá skýringu að nokkrum dögum áður hefði trúnaðarmaður Seðla- bankans þurft að vera við bifreiða- skoðun á Egilsstöðum. í stað þess að láta varamann sinn fá lykilinn að geymslunni hefðu þeir lykilhafarnir komið sér saman um að taka þennan seðlapakka úr geymslunni, án bók- unar fyrir bankann, til að grípa til ef með þyrfti. Trúnaðarmaður stað- festi að rétt væri frá skýrt. Seðlabankinn lét trúnaðarmann- inn hætta en samþykkti að láta bankastjórn Útvegsbankans ákveða hvað gert yrði við lykilhafa útibús- ins. Stjórnin ákvað að gera ekkert í málinu." Lykilhafi útibúsins á þessum tíma var hinn fyrrverandi aðalgjaldkeri sem hóf störf hjá Útvegsbankanum árið 1951. Yfirmönnum ekki sagt frá pappír Við lögreglurannsókn kom fram að tveir starfsmenn útibúsins á Seyðis- firði höfðu árið 1987 eða 1988 orðið varir við pappírsbúnt í stað seðla- búnts. Yfirmenn voru þá ekki staddir á staðnum. Tilkynntu starfsmenn- irnir þá umræddum gjaldkera um búntið sem sagðist ætla að athuga málið. Yfirmennirnir fengu aldrei að vita um málið. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að sakborningurinn hafði ekki sætt refsingu áður og að maðurinn játaði brot sitt skilmerki- lega. Hann hefur misst stöðu sína og hefur að eigin frumkvæði greitt fé til Landsbankans aftur. Til aö afla fé til þess hefur hann selt fasteign sína. Manninum var gefinn 14 daga frestur tii ákvörðunar um áfrýjun. -ÓTT Afbrotafólkið, sem bíður eftir réttargeðdeild, komið á þrjá staði: Geðsjúka manndrápskonan færð úr Hegningarhúsinu - Þverholtsfanginn, sem er mjög geðsjúkur, losnar í haust Einn þeirra geðsjúku afbrota- manna, sem bíða eftir að komast inn á réttargeðdeildina að Soghi, hefur verið færður úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og aftur í ein- angrunarfangelsið í Síðumúla. Var þaö gert þar sem fanginn, sem er kona, þótti ekki aðlagast öðrum föng- um í húsinu enda er hér um að ræða andlega vanheilan einstakling. Kona þessi réð sambýlismanni sín- um bana meö hnífi í húsi í Bleikar- gróf í febrúar síðastliðnum. Þarna var um að ræða annað manndrápið á hennar sakaferli. Eftir verknaðinn í febrúar var konan vistuð í Síðu- múlafangelsinu en var síðan færð í Hegningarhúsið í júlímánuði - af mannúðarástæðum. Einangrunar- fangelsið þótti ekki viðeigandi staður fyrir sjúka einstaklinga. Tveir aðrir geðsjúkir afbrotamenn, sem voru dæmdir fyrr í ár fyrir mjög alvarleg ofbeldisverk, voru einnig færðir úr Síðumúlafangelsinu í sum- ar eftir margra mánaöa einangrun- arvist. Annar þeirra, sá sem réð stúlku bana í Njórvasundi í vetur, var færður í einkahúsnæði í Reykja- vík. Aðstandendum hans eru greidd laun fyrir að gæta hans. Þriðji geö- sjúki aðilinn, sem stakk fóður sinn með hnífi í austurbænum í vetur, var hins vegar færður úr Síðumúlafang- elsinu í fangelsið að Litla-Hrauni. Sá maður er nú vistaður á eins konar einangrunardeild í því fangelsi ásamt þremur öðrum geðsjúkum af- brotamönnum. Einn þeirra, sá sem misþyrmdi ungri stúlku hræðilega í Þverholti fyrir nokkrum árum, verður lögum samkvæmt laus úr fangelsinu í haust. Sá fangi er mjög alvarlega sjúkur á geði og hefur hann gefiö út yfirlýsingar innan veggja fangelsis- ins þess efnis að hann muni halda áfram að fremja ofbeldisverk þegar hann losnar. DV hafði samband við Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækni vegna þessa máls. Var hann spurður hvort ráðstafanir heföu verið gerðar til að vista þennan fanga á öruggum og viðeigandi stað, svo sem réttar- geðdeildinni að Sogni, er hann slepp- ur í haust. Matthías sagði9t ekki ræða mál einstakra sjúklinga við fiölmiðla. -ÓTT Verkalýðsfélagið Eining: Ráðamenn þrengja að launþegum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Eining- ar átelur það, hve mjög er nú þrengt að kjörum launþega með ýmsum ráðstöfunum af hálfu ráðamanna í þjóðfélaginu," segir m.a. í yfirlýsingu sem Verkalýðsfélagið Eining í Eyja- firði hefur sent frá sér. í yfirlýsingunni er rætt um stór- hækkun vaxta án þess að nokkur haldbær rök hafi legið þar að baki. „Vaxtahækkunin leggur svo þungar byröar á fiölda einstaklinga og heim- ila að vandséð er að undir þeim á- lögum verði staðið. Ættu þó allir að sjá að gjaldþrot heimilanna eru orðin fleiri en góðu hófi gegnir. Þá leggjast vextirnir einnig með ofurþunga á velflest fyrirtæki í landinu sem gerir þeim erfitt með rekstur og dregur úr möguleikum þeirra að greiða starfsmönnum eðlileg laun. Þessu vaxtaokri mótmælir stjórn Einingar harðlega," segir í ályktuninni. Þá er hækkun lyfiakostnaðar rnót- mælt. Loks er í ályktuninni rætt um niðurskurð á aflakvóta fiskiskipa. „Stjórn Einingar sér sér ekki fært að mótmæla niðurskurði á aflakvót- um en gerir þá kröfu til stjórnvalda að þau láti ekki fljóta sofandi að feigðarósi, heldur taki hiklaust ákvörðun um fullvinnslu alls afla hér heima.“. Nú er unnið hörðum höndum við að helluleggja og fegra umhverfi Alþingis- hússins en þingheimur kemur væntanlega saman 10. október. DV-mynd Hanna Vigdís heimsækir Skagfirðinga Vigdís Pinnbogadóttir, forseti ís- lands, fór í morgun í opinbera heim- sókn í Skagafiarðarsýslu og Sauðár- krókskaupstað í boði Héraösnefndar Skagfirðinga. Heimsóknin hófst í morgun með móttökuathöfn á Alexandersflug- velli. Að loknum morgunverði var gróðursett tré í Sauðárgili, opnuð sýning á málverkum skagfirskra listamanna, íbúar Lýtingsstaða- hrepps heimsóttir, kirkjan á Víði- mýri skoðuð og skátar heimsóttir í skála þeirra. Á laugardagsmorgun bjóða Fljóta- menn til morgunverðar í félagsheim- Oinu Ketilási með íbúum sveitarinn- ar. Því næst verður bjálkahús að Hofsósi skoðað og klettamyndanir í Staðarbjargavík, helgistund í Hóla- kirkju að Hólum í Hjaltadal, gróður- sett tré á skógræktarsvæði og Glaumbær skoðaður. íbúar Skelfilsstaöahrepps taka loks á móti forsetanum á sunnudgsmorg- un í félagsheimilinu Skagaseli og því næst þiggur forsetinn hádegisverð hjá bæjarfógetahjónunum á Sauðár- króki. Síðan verður helgistund í Sauðárkrókskirkju, kirkjan á Sjáv- arborg skoðuð, öldrunarheimilið heimsótt og loks fer forsetinn á íþróttavöllinn á Sauöárkróki þar sem hann afhendir verðlaun á Króks- móti. Heimsókninni lýkur með kveðjuat- höfn á Alexandersflugvelli klukkan 18.30 ásunnudag. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.