Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. Var það góð forusta? Sigiu-ður Jónsson skrifar: Eg las grein Sigurðar Helgason- ar, viðskípta- og lögfræðings, i DV sl. þriðjudag, „Forystuhlut- verk Sjálfstæðisflokksins" og er eins konar framhald á skrifum hans um utanríkismál og hugs- anleg tengsl i EES samningunum við Evrópubandalagið. - I grein- inni eru rifjaðir upp atburðir úr sögu lýðveldistímans. Þar kemur að Sigurður getur þess að árið 1945 leituðu Banda- ríkjamenn eftir samningi um herstöðvar til 99 ára og töldu æskilegt að annast varnir okkar að fullu á timanum. Mörg öfl hafi verið þessu samþykk en því verið hafnað „undir góðri forystu Ólafs Thors af ölium stjórnmálaflokk- um“. - Var það svo góð forusta þegar á alit er htið? Sigurði láðist að geta þess að framsýnasti stjórnmálamaður þess tíma, Jón- as Jónsson frá Hriflu, hvatti til að þessi samningur yrði gerður. - Þaö hefði að minu mati verið besti kosturinn. Sjónvarpsdans Davíðsog Stein- gríms E.P. skrifar: Þessar linur eru hripaöar niður eftir að hafa horft á viðtalsþátt við Davíð Oddsson og Steingrím Hermannsson í Sjónvarpinu um fortíöarvandann. Ég hef verið stuðningsmaður Framsóknar- flokksins frá því ég fékk kosn- ingarétt,' Mest^ vegna náinna tengsla við “ungmennafélags- hreyfinguna hér áður fyrr. - Svona er maður nú fastheldinn. Ég var fyllilega sammála Davið þegar hann sagði að hin yfir- gripsmikla og beina fyrirgreiðsla stjórnvaida væri gengin sér til húð- ar. - Sé það hins vegar rétt hjá. Steingrími að íslenskt bankakerfi geti ekki sinnt rekstri fyrirtækja sem til þess leita þá er lika þannig ástatt hér <og hefur e.t.v. alltaf ver- ið) að okkar litla þjóðfélag er þess ekki umkomið að hafa annað rekstrarform en ríkisrekstur. Ermunurástund- umogalltaf? Gísli Ólafsson hringdi: Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því að allt í einu er hægt núna aö sjá gegnum fmgur sér varðandi útsendingar hinna er- lendu fréttastöðva, Sky News og CNN ótextaðar? Hingað til hefur reglugerð eða lagaákvæði komiö í veg fyrir að við gætum notið þessara heimsþekktu sjónvarps- stöðva. - Nú er hins vegar allt í einu, vegna „vofveiflegra atburða í heimsmálum“, eins og það er orðað, ieyfilegt að senda út án allra skilmála eöa takmarkana. Erum við íslendingar ekki meö heilbrigða skynsemi í neinum málum? - Hvers vegna má þetta núna en ekki endarnær? Hver er munurinn á stundum og alitaf hjá útvarpsréttamefnd, svo dæmi sé tekið? Fíflalegferðtil Eystrasaltslanda Bjarni Bjarnason hringdi: Mér er sama hversu góður hug- m er að baki fór þeirra tveggja íslensku þingmanna sem lögöu í ferð nýlega til Eystrasaltslanda gegnum Svíþjóö þar sem þeir eiga að sögn að slást í hóp 30 annarra þingmanna - mér finnt þessi ferð hreinlega fíflaleg. Ferðinni var frestað í tvígang að tilhlutan formanns utanríkis- málanefhdar og þaö hefði átt að hætta við hana endanlega. Maöur spyr sig hvort hér liggi ekki bara að baki hin meðfædda flakknátt- úra landans og kannski einhverj- ir dagpeningar aö auki. - Ég get ekki séð nokkurt einasta gagn að svona flakki. Spumingin Þórhildur Guðmundsdóttir nemi: í bíó, eða eitthvað þess háttar. Anton Þór Hjartarson, vinnur á Hót- el Eddu: Ég verð að vinna alla helg- ina á Hótel Eddu á Húnavöllum. Þegar allur heimurinn stóö á öndinni: Ríkisútvarpið rumskaði en sof naði aftur Páll Guðmundsson skrifár: Margir héldu að Sjónvarpið (RÚV) hefði lagast eftir að Stöð 2 sló í gegn í Persaflóastríðinu en það var nú öðru nær. - Allur heimurinn stóð agndofa yfir valdaráninu í Sovétríkj- unum sl. mánudag og fólk þyrsti í fréttir strax. Því hefði mátt búast við að Sjónvarpið setti Sky News í sam- band snemma um morguninn. - Það dróst hins vegar til klukkan 11 en sýndi þó að RUV hafði rumskað. Það var þó ekki fyrr en eftir að Stöð 2 ákvaö að setja CNN í gang hjá sér. Flestir landsmenn voru þá komnir til vinnu á þeim tíma svo að fáum gafst kostur á að horfa á sjónvarp þá. DV bjargði því fréttaþyrstum landsmönnum er það kom út um hádegið. Margir sem ég þekki hlökk- uðu svo til að horfa á Sky News að lokinni vinnu þegar heim kæmi. En viti menn! Það var skrúfað fyrir Sky News kl. 17.45 í miðri útsendingu í mjög góðum fréttaþætti. í staðinn birtist á skjánum „dagskrá kvölds- ins“, síðan barnaefni. Sky News sást ekki meira þann daginn. - Svona nokkuö hefði ekki hent, ef t.d. knatt- spyrna hefði verið annars vegar. Ér ekki kominn tími til gera heiðar- lega úttekt á öllu fyrirkomulagi inn- an Ríkisútvarpsins og sérstaklega hvernig og hverjir gera svona mis- tök. En þetta lítur afar illa út í augum þeirra sem greiöa afnotagjöld sam- kvæmt lagaboði, vilji þeir eiga sjón- varp. Getum við Islendingar ekki fengið að sjá fréttaútsendingar frá heimsþekktum sjónvarpsstöðvum nema með afarkostum? Við eigum ekki að kyngja því að í staö Sky News komi t.d. viðtalsþáttur eftir kl. 23 að kvöldinu (uppbót fyrir mistökin?) þar sem varla var hægt að skilja þátttakendur vegna stirð- leika í málfari. - Dagskráin þetta kvöld bauð upp mest upp á íþrótta- þætti, rétt eins og ekkert markvert væri að ske. Við skulum fylgjast náið með framhaldinu í þessum efnum. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Bára H. Erlingsdóttir, vinnur á Hrafnistu: Ekkert sérstakt, kannski fer ég í bíó. Ragnar Garðarsson nemi: Ég ætla að læra fyrir haustpróf í Háskólanum. Selma Hafliðadóttir nemi: Ég veit það ekki, ég er ekki búin að ákveða það. Ósk Jónsdóttir hárskeri: Ekki neitt sérstakt. Ég þarf að taka til heima hjá mér því að ég er að reyna að selja íbúðina mína og á von á fólki að skoöa hana. Lesendur ;------- Valdaránið 1 Sovétríkjunum: Frá Benetton til þegnskyldu Vanhugsaðar yf irlýsingar? Gunnar Ólafsson skrifar: Skemmtilegt, fræðandi og mann- bætandi viötal las ég nýlega við konu eina í athafnalífinu. Þetta var viðtal við kaupsýslukonuna Hjördísi Giss- urardóttur sem hefur rekið verslanir í Reykjavík undanfarin ár. Hún rek- ur ekki upp ramakvein í hverri setn- ingu. Hún staðhæfir, og það réttilega að margra mati, að hér vaxi ungling- ar upp við eins konar gjörgæslu. Þeir skiptist í tvo hópa, annan ofverndað- an, hinn með plastpoka í hendinni, lykil um hálsinn og lögregluna á hælunum. - Er þetta nema sannleik- ur hjá Hjördísi? Hjördís segir að væri hún stjórn- málamaður myndi hún stuðla aö því að koma á þegnskylduvinnu. Ungl- ingamir yrðu sendir eftir grunn- skólapróf vítt og breitt um landið þar sem þeir ynnu launalaust við ýmis nytsöm störf. Á þessu myndu þau a.m.k. læra að þekkja landið sitt. Framtíð unga fólksins sé ótrygg og kröfurnar sem gerðar séu til þess ósanngjarnar á samá tíma og van- rækt sé að búa það undir öll algeng störf. Hún vill gjarnan sjá ellilífeyris- þega vinna við garðyrkjustörf og aðra fegrun borgarinnar. Þá dr vikið að fjárfestingu kaup- sýslukonunnar. Hún segist a.m.k. ekki eiga verðbréfin. Hún hafi hins vegar fjárfest vel. Er það nokkurt leyndarmál að fjárfesting hér á landi gefur ekki arð í öðru en steinsteypu? Hún hefur staðist betur tímans tönn en verðbréfin og bankainnstæðurn- ar. - Já, ætli við íslendingar höfum bara ekki haft alranga ímynd um Ágúst skrifar: Mér finnst að stjórnmálamenn okkar hefðu átt að bíða með að gefa út stórorðar yfirlýsingar um það sem kallað er „valdarán" í Sovétríkjun- um þar til séð er hvaö er þarna á feröinni. Mér finnst nóg komið af vanhugsuðum yfirlýsingum stjóm- málamanna. Þeir hafa hampað Gorbatsjov, en jafnframt gefið út yf- irlýsingar um stuðning við sjálfstæði hinna og þessara ríkja innan Sovét- sambandsins. Yfirlýsingar sem Gorbatsjov bað um að spara á meðan hann væri að vinna að endurbótum. Hann fullyrti að það tæki tíma að vinna að fijálsræði innan Svovétríkj- anna en útilokaði aldrei sjálfstæði ríkjanna smám saman. - Þannig gerðu margir vestrænir stjórnmála- menn Gorbatsjov ógagn en ekki gagn meö vanhugsuðum yfirlýsingum. Markmið Gorbatsjovs, að koma á markaðsbúskap og vestrænu skipu- lagi, var stærra en svo að það tækist á nokkram vikum eða mánuðum. - Hann létti frelsissviptingu af Aust- „íslenskir og aðrir vestrænir stjórnmálamenn höfðu ekki biðlund." - Frá fundi í utanríkismálanefnd Alþingis. ur-Evrópu á nokkrum mánuðum. Mátti ekki gefa honum tíma fyrir það sém eftir var? Hver segir að framtak Jeltsíns, forseta Rússlands, og yfir- lýsingar séu það eina rétta? Þessir tveir menn heíðu þó hugsanlega náð saman gegn herforingjaklíkunni. ís- lenskir og aðrir vestrænir stjórn- málamenn höfðu ekki biðlund og gerðu herforingjum auðvelt fyrir. Sífelldar kröfur um sjálfstæði og til- kynningar um ótímabær stjórnmála- sambönd vörðuðu leiðina til marg- nefnds „valdaráns" í Sovétríkjunum. Höfum við haft alranga ímynd um okkur sjálf eftir allt? okkur sjálf eftir allt? Þeir sem berast á eru vanmetnir af fjöldanum og um marga hinna áberandi manna má áreiðanlega taka undir með Hjördísi að bankinn eigi jafnvel nærfötin sem þeir ganga í. Þessi þjóð okkar er lítil og okkur er einskis fremur vant en fólki á borð við kaupsýslukonuna Hjördísi Gissurardóttur, fólki sem ekki verð- ur of fínt til aö vinna, vinna vel og vinna saman. Það var fróðlegt aö kynnast viðhorfi þessarar konu er ræddi svo hispurslaust um menn og málefni. Allt frá hinu umfangsmikla Benetton umboöi sem hún hefur haft lifibrauð af til þegnskylduvinnu ungs fólks sem kannski er þýðingarmesta úrlausnarefnið fyrir uppvaxandi kynslóð. - Og þótt fyrr hefði verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.