Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. Fréttir_________________________________________________________________________________dv Breytt hlutverk Hagræðingarsjóðs: Með þessu er verið að skattleggja sjávarútveginn - lagabreytingu þarf til, segir Halldór Ásgríinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra „Með þessu er veriö að taka ákvörðun um að skattleggja sjávar- útveginn. Mér sýnist að þá sé komið í ljós að Davíð Oddsson og Jón Bald- vin Hanniþalsson hafi samið um þessa skattlagningu úti í Viðey og sjávarútvegsráðherra sé nú að fadlast á hana. Hagræðingarsjóði var ætlað að flýta fyrir hagræðingu í sjávarútveg- inum og fækka fiskiskipum og það er aldrei meiri þörf á fækkun þeirra en í kjölfar þess að veiðiheimildir dragast saman,“ sagði Halldór Ás- grímsson, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, þegar hann var inntur álits á þeirri fyrirætlan Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra að fella niður öll núverandi verkefni Hagræöingarsjóðs sjávarút- vegsins og láta tekjur hans, sem nema um 500 milljónum króna í formi veiðiheimilda, renna til haf- rannsókna. „Auk þess var Hagræðingarsjóður- inn hluti af þeirri sátt sem náðist í kvótamálinu, ekki síst vegna þess að honum var ætlað að selja veiðiheim- ildir til byggðarlaga sem misstu verulegan hluta af veiðiheimildum sínum. Þar með er óöryggi byggð- anna aukið til muna með því aö breyta hlutverki sjóðsins. Þetta verður ekki gert nema með lagabreyíingu á Alþingi. Ég bendi einnig á þaö að vegna loðnubrestsins var ákveðið að verja aflaheimildum Hagræðingarsjóðs fyrstu átta mán- uðina til þess að koma í staðinn fyrir aflaheimildir loðnuskipanna og koma þannig í veg fyrir frekari skerðingu hins hluta flotans. Ef loðnuveiði verður lítil í vetur stend- ur sjávarútvegsráðherra frammi fyr- ir þeirri ákvörðun að skerða hlut annarra skipa til þess að láta loðnu- skipin hafa. Það er engin leið til að skerða aflaheimildir flotans frekar. Þar með er ríkisstjórnin búin að taka burt hugsanlegt svigrúm hvað varð- ar loðnumálin. Mér finnst þetta mjög óskynsam- legt og er andvígur því að fella niður núverandi verkefni sjóðsins. En mér kemur þetta þó ekki á óvart miðað við hvemig formenn stjórnarflokk- anna hafa talað. Mér kemur þó á óvart að núverandi sjávarútvegsráð- herra skuli hafa látiö bjóða sér það að samþykkja þessa óskynsamlegu samninga þeirra Jóns og Davíðs í Viðey,“ segir Halldór. -J.Mar Hagræðingarsj óður: Ósáttur við að hlutverki sjóðsins verði breytt - segir Benedikt Valsson sem á sæti 1 stjóm sjóðsins „Samningaviðræðunum er lokið í bih. Ég hef trú á að þetta eigi eftir að koma upp aftur og menn reyni í fjórða sinn að sameina frystihúsin á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Það vantaði lítið upp á að þetta næði að ganga í gegn á hluthafafundinum,“ segir Jónas Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar. „Við höfum undirbúið sölu á hluta- bréfum, fyrirtækið uppfylhr öU skil- yrði tíl að komast á fijálsan hluta- bréfamarkað. Það tekur að vísu ein- hverja mánuði að komast inn á markaðinn. Staða fyrirtækisins hef- ur skánaö mikið að undanfomu. Sem dæmi um það má nefna aö um ára- mótin 1988/89 var eigið fé neikvætt um 190 milljónir, áramótin eftir er eigið fé neikvætt um 87 mflljónir en um síðustu áramót var eigið fé nei- kvætt um 18 milfjónir. Fyrstu sex mánuði var.eigið fé orðið jákvætt um 13,6 mflljónir. Það sýnir að batinn er mjög góður. Það sama gildir raunar um Hraðfrysdhús Breiðdalsvíkur, þar hefur einnig orðið umtalsverður bati,“ segir Jónas. Hlutafjársjóður á stóran hlut í hraðfrystihúsunum á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. En ætlar sjóðurinn að markaðsetja bréf sín nú? „Ég gaf þá yfirlýsingu á hluthafa- fundinum á Stöðvarfirði að Hluta- fjársjóður myndi ekki setja sín bréf á markaö í trássi við vilja stjórnar fyrirtækisins ef hluthafar sam- þykktu að sameina þau,“ segir Guð- mundur Malmquist, formaður Byggðastofnunar. „Ef spurt er hvort sjóðurinn muni setja bréfin á markaö nú, eftir að sameiningunni var hafnað, þá ber að geta þess að Hlutafjársjóður á samkvæmt lögum að selja þessi bréf sem hann á í fyrirtækjum innan fjög- urra ára. Það verður farið að und- irbúa með haustinu sölu á bréfum í þeim félögum sem það á við. Um sölu á hlutabréfum Hlutafjársjóðs gilda ákveðnar reglur. Sjóðurinn á til aö mynda aö bjóða öðrum hluthöfum í félögunum og starfsmönnum for- kaupsrétt. Þessi atriði hafa verið í endurskoðun og á meðan menn eru að mynda sér skoðun um hvort þeim verði hreytt á ég ekki von á að það verði gengið að því að setja hiuta- bréfin á markaö í þessum tveimur hraðfrystihúsum. En ég tel hlutabréf í þessum fyrir- tækjum markaösvöru. Bæði fyrir- tækin eru glettflega vel stödd fjár- hagslega þó þau geti að mínu mati eignast enn meira með þvi að starfa saman því það er svo mikfl hagræð- ing möguleg þama og stutt á milli staða,“ segir Guðmundur. -J.Mar „Fyrir það fyrsta er ekki búið að kynna þessa tillögu fyrir sfjóm Hag- ræðingarsjóðs. Ég skil orð sjávarútvegsráðherra þó á þann veg að hann sé að setja fram hugmynd en ekki sé um að ræða beina tillögu. Ég ræð þó meðal annars af orðum ráðherra að hann sé að leggja niður upphaflegt hlut- verks Hagræðingarsjóðs sjávarút- vegsins sem er aö stuðla að aukinni hagkvæmni í útgerð og koma til að- stoöar byggðarlögum sem standa skyndilega höllum fæti vegna fram- sals aflaheimilda úr byggðarlaginu. í slíkum tflvikum getur Hagræðing- arsjóður komið til skjalanna og veitt aflaheimfldir til eflingar vinnslu í viðkomandi byggðarlagi. Ég er ekki sáttur við að þetta hlutverk sjóðsins sé lagt niður þar sem full þörf er á slíku og ekki farið að reyna á það í lögunum," segir Benedikt Valsson sem á sæti í stjórn Hagræðingarsjóðs fyrir hönd sjómannasamtakanna. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég er ósáttur við að þetta hlutverk sjóðsins sé lagt niður. Það hefur sýnt sig í núverandi kerfi að það er alltaf hætta á að einstök byggðarlög geti farið illa út úr framsali aflaheimilda og þar tel ég að Hagræðingarsjóður muni hafa hlutverki að gegna til að koma í veg fyrir eða að draga úr þyngstu höggunum sem kunna að verða ef byggðarlag missir frá sér verulegan fiskkvóta." -J.Mar Þeir félagarnir Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson gerðu jafntefli er þeir áttust við á Skákþingi íslands í gær. önnur úrslit voru þau að Héðinn Steingrímsson vann Halldór Grétar Einarsson og Helgi Ólafsson vann Helga Ás Grétarsson. Jafntefli gerðu Róbert Harðarson og Margeir Pétursson, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson og Sigurður Daði Sigfússon og Snorri Bergsson. Önnur umferðin á Skákþingi verður tefld í dag í Garðaskóla í Garðabæ og hefst hún klukkan 17. DV-mynd Hanna Sala á hlutabréf um í Hraðf rystihúsi Stöðvar- fjarðar undirbúin - samningaviöræðmn ekki lokið Hraðfrystihús Stöðvarí]arðar: Tvískinnungshátt- ur á hluthaf af undi „Það er tvískinnungsháttur í þessu máli, þrír af fimm hrepps- nefndarmönnum, sem sitja í stjóm og varastjórn hraðfrystihússins, voru að semja um þaö viö stjórn Hraðfrystihúss Breiðdælinga að sameina fyrirtækin. Þegar þetta er borðið undir hluthafafund er þetta sama fólk að fella samning sem það hafði þegar gert,“ sagði Stöðfirð- ingur sem ekki vildi láta nafns síns getiö í samtah við DV. Málið var borið undir Bryndísi Þórhallsdóttur sem sæti á í stjórn Hraðfrystihússins og í hrepps- nefndinn: „Hver segir að ég hafi greitt at- kvæði á móti samningnum, viö’er- um fimm sem sitjum í hrepps- nefndinni en það þarf ekki að tákna það að ég hafi greitt atkvæði á móti honum. - Greiddir þú atkvæði með sam- eingu húsanna? „Eg er að segja þér það að meiri- hiuti hreppsnefndar greiddi at- kvæði á móti sameiningartfllög- unni. Annað er ég ekki að segja. Ég vfl ekki tjá mig meira um þetta mál,“ sagði Bryndís. Björn Hafþór Guðmundsson, sem einnig á sæti í hreppsnefndinni og er jafnframt stjórnarformaður Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, sagði þegar máhð var borið undir hann: „Eg vísa þessu á bug. Ég tel að ég sé búinn að tjá mig nóg um þetta mál og mun ekki gera það á þessum vettvangi.“ -J.Mar Það þarf öf lugan úreldingarsjóð - segir Jónas Haraldsson, varaformaðurLÍÚ „Þaö er sjónarmið út af fyrir sig að leggja niður Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Ég tel þó að það þurfi að vera til staðar öflugur úreld- ingarsjóður til að ná því markmiði að fækka fiskiskipunum. Það þarf að vera sterkur sjóður sem er hvati til að menn úreldi óhagkvæm skip og ætti að ýta undir menn aö sjá sér hag í því aö gera svo,“ segir Jónas Har- aldsson, varaformaður Landssam- bands íslenskra útvegsmaxma. „Ég trúi því ekki aö það verði strik- aö yfir úreldingarsjóðinn gamla. Því tel ég að það sé ekki tímabært að tjá sigfrekarumþetta.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.