Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. 15 Hversdagurinn, Rík- isútvarpið og kirkjan „Hefur Rikisútvarpið gegnt hlutverki sinu illa?“ spyr greinarhöfundur meðal annars. - Frá fundi í Útvarpsráði. John Henry Newman sagði að ekkert væri erflðara en um leið eins hughreystandi og róandi og að leitast við að vinna dagleg störf af alúð. Enda þótt þessi kirkjunnar maður og afkastamikli rithöfundur virtist sí og æ vera að velta fyrir sér hinum flóknustu spurningum um Guð og menn, upptekinn af helgisiðum og kirkjulegum athöfn- um, kirkjufeðrum og postullegri vígsluröð, var hversdagurinn hon- um hið mikla viðfangsefni. Margir ætla að vinna stór afrek en gleyma því að fyrst verður að vinna hversdagsstörfin af alúð og virðingu fyrir því sem verið er að gera. Lexía fyrir okkur öll Ekki veit ég hvernig öðrum tekst að gera hversdaginn aö endalausu viðfangsefni sem ekki verður leyst skammlaust af hendi nema neytt sé allrar orku en sæll er sá maður sem aldrei hefur fórnað hversdeg- inum fyrir dagdrauma um hin miklu afrek og glæsta frama sem hröpuðu á leiðinni um „vonlausu klifin". Flestum er hversdagurinn mikil blessun. - Vinnudagurinn er sem betur fer mörgum eins konar lausn undan vanda sem þeir eiga við að stríða. Ekkert er mannskepnunni svo mikilvægt sem regla, reglubundið líf, og reglubundnar athafnir færa flestum rósemi. Kunnugleg endur- tekning flytur okkur þau boð að allt sé í himnalagi. - Agaleysi og óvissa rýfur samhengið í lífinu. Fyrir nokkrum dögum sá ég við- tal í sjónvarpinu við bandaríska maraþonhlauparann Frank Short- er. Hann sagði þar að alla tíð hefði hann leitast við aö hafa aga á námi KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent sínu og starfl og hann hefði lofaö sjálfum sér því að fara ekki aö hlaupa fyrr en hann hefði lokið ákveðnu viðfangsefni. Hlaup voru líf hans og yndi en þau máttu ekki trufla skyldustörfin. Þrátt fyrir þetta, eða öllu heldur vegna þessa, tókst honum að kom- ast í hóp hinna bestu. Sjálfsagi í leik og starfi bar árangur. Hann vann hversdagsstörfin af trú- mennsku við sjálfan sig og gat svo veitt sér þá ánægju sem frístund- irnar buðu upp á. Mér fannst þetta lexía fyrir okkur öll, allan þennan mikla fjölda sem er að fást við hitt og annað án þess að markmiðin séu ætíð nógu skýr. ... af hljóölátum iðjumönnum Að undanförnu hefur þeim er þetta ritar orðið tíðrætt um menn- ingu, vitandi vits að ekkert er auö- veldara en að skrifa og tala um menningu en hins vegar harla erf- itt að vera skapandi á menningar- sviði. Fáum er gefið að skapa merkileg verk í listum og bók- menntum. Á hitt ber þó að líta að öll iðja á því sviði er mikilvæg, hvort heldur það er að móta eða mála mynd, semja tónverk eða skrifa og yrkja. Án þriðja flokks listamanna væru engir fyrsta flokks listamenn til. Kannski er heldur engin menning til án ómenningar. Þaö er athyglisvert að meðan jafnt ráðherrar sem sjálfskipaðir landavarnamenn íslenskrar menn- ingar hrópa hátt um „vanda" ís- lenskrar menningar eða vanda ,.bókarinnar“ (það er mér að vísu með öllu óskiljanlegt við hvaða „vanda" mennirnir eiga) berst okk- ur í hendur hvert stórvirkið á fæt- ur öðru unnið af hljóðlátum iðju- mönnum sem bera þá virðingu fyr- ir verkum sínum að þeir hafa því færri orð um þau sem þau éru fremri flestu því sem auglýsinga- fólk „markaössetur" af „snilldar- verkum“. Nægir að nefna þýðingar Helga Hálfdanarsonar, Þorgeirs Þor- geirssonar, Daníels Daníelssonar, Sverris Hólmarssonar, Ingibjargar Haraldsdóttur, Hjartar Pálssonar, Guðbergs Bergssonar, og eru þó aðeins fáein nöfn nefnd. Þetta fólk hefur sumt hvað ekki látið þar við sitja að færa okkur snilldarverk heimsbókmennta í íslenskum bún- ingi heldur einnig frumsamið merkileg verk. Verið er að gefa út stórverk eins og sögu íslands, ís- lenska þjóðmenningu, Iðnsögu Ís- lands. Ekki eru mörg ár síðan hin mikla Ensk-íslenska orðabók kom út, Orðsifjabók Ásgeirs Bi. Magnús- sonar og stööugt er unnið að hinni stóru íslensku oröabók. Látið Ríkisútvarpið í friði Þegar þessi orð eru sett á blað flytur útvarpið þá frétt að mennta- málaráðherra sé „skotinn í þeirri hugmynd“ að gera Ríkisútvarpið að almenningshlutafélagi. Þetta þokukennda hugtak „almennings- hlutafélag" hefur nú um hríð verið nokkurs konar rórill í ræðum sumra stjórnmálamanna. Það er eins og menn jafnvel trúi því að „ai- menningshlutafélög“ komi öllu á réttan kjöl. Ríkisútvarpið hefur nú verið rek- ið af ríkinu í nær sextíu og eitt ár. Tekjur sínar hefur það af afnota- gjöldum og auglýsingum. Hvaða nauður rekur til aö breyta þessu formi? Hefur útvarpið gegnt hlut- verki sínu illa? Hefur stjórnun þess verið svo ábótavant að taka þurfi upp einhvers konar gervihlutafé- lagsform til aö færa eitt og annað í lag? Trúa menn því virkilega að „einkaframtakið" geti rekið betra útvarp en gert hefur veriö um rúm- lega sex áratuga skeið? Hefur einkarekstur útvarps- og sjón- varpsstöðva verið með þeim hætti að taka beri upp sama form í rekstri Ríkisútvarpsins? Ríkisútvarpið er eign íslensku þjóðarinnar, ekki ríkissjóðs og það- an af síður menntamálaráðuneyt- isins. Hvaða hugmynd næst? Hví ekki að gera þjóðkirkjuna að almenn- ingshlutafélagi ásamt með Ríkissp- ítulunum og Vegagerðinni? Látið Ríkisútvarpiö í friði og látiö menn vinna hversdagsstörf sín í friöi án afskipta ríkisvalds og reglugerða. Haraldur Ólafsson „Þetta þokukennda hugtak „almenn- ingshlutafélag“ hefur nú um hríð verið nokkurs konar rórill í ræðum sumra stj órnmálamanna. “ Dansinn við Evrópubandalagið „ ... ánægjulegt væri ef innan raða stjórnarflokkanna fyndust einhverjir sem tækju fullveldi þjóðar sinnar fram yfir flokkspólitíska stefnu.“ Undarlegt er hvað þeir sem mest hafa kvartað undan miðstýringu íslenska ríkisins sækjast eftir að komast undir miðstýringu erlends valds. - Ekki hefur heyrst annað en utanríkisráðherra sé sáttur við að borga í þróunarsjóð EB og greiða niður landbúnaðarvörur í fátækari löndum eða héruðum Efncihags- bandalagsins. Fróðlegt væri að fá innsýn í hvað allt samningabrölt- ið við EB hefur kostað þjóðarbú- ið. Það er engu hkara en þjóðsagan um hina íslensku Bakkabræður sé sífellt að sanna raunveruleika sinn í íslensku stjórnarfari. En sá er munur með þá gömlu Bakkabræð- ur aö þeir höíðu aldrei vald eða getu tfi að láta af hendi fullveldi þjóðarinnar fyrir afglapahátt sinn og verður saga þeirra því aðeins skemmtileg skopsaga um skrítna karla en það er því miður annað en sagt verður um þessi nýju fyrir- bæri ef svo heldur fram sem horfir. - En kannski er þó von um að upp úr þessum skollaleik slitni fyrir fullt og allt fyrst ekki tókst að semja fyrir mánaðamót júlí og ágúst. Oft tilkynnti utanríkisráðherra að ef ekki næðist samkomulag fyrir þann tíma væri það þar með endan- lega úr sögunni. En eins og sannaðist í frægri Við- eyjarför og heiðursmannasam- komulagi þurfa orð slíkra manna ekki að standa. - Þannig hefur ut- anríkisráöherra líka þegar tilkynnt að aftur hefjist samningaviðræður í september og undir það tekur Þorsteinn Pálsson. KjaHarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður Nú er nóg komið Þó að nú virðist margar bhkur á lofti í íslenskum stjómmálum og aldrei að vita nema vaðið sé áfram í villu og vímu vil ég þó vona að ísland sé endanlega úr myndinni um aðild að EES. Eftir að slitnaði upp úr viðræðum EB og EFTA lýstu alUr formenn stjórnarandstöðuflokkanna því yf- ir að þeir teldu að nú væri viðræð- um íslendinga um aðild að evr- ópsku efnahagssvæði lokið og snúa bæri sér að öðrum verkefnum. Vonandi standa þessir flokkar saman á þingi gegn aðildinni að EES og ánægjulegt væri ef innan raða stjórnarflokkanna fyndust einhverjir sem tækju fullveldi þjóð- ar sinnar fram yfir flokkspólitíska stefnu. Utanríkisráðherra hefur oft sagt að það sem hann er að semja um sé ekki fullveldisafsal þótt hann hafi lagt fram á Alþingi 11.000 þús.. blaðsíðna kladda 1.400 lagabálka sem æðri eiga að verða íslenskum lögum og ráöa að miklu leyti hvernig þjóðfélag okkar verður. - Ef ráðherrann heldur að þetta sé sannleikanum samkvæmt veit hann greinilega ekki hvað hann er að semja um og það er alvarlegt mál. - Það er ótrúleg forherðing að halda því fram að það sé ekkert afsal á fullveldi að verða að lúta erlendum lögum hversu alvarlegar afleiðingar sem það hefði fyrir þjóöfélagið. Er það þetta sem koma skal? Utanríkisráðherra gat þess í sjón- varpsþætti fyrir nokkru að samtök launafólks tækju samningnum mjög vel. Þá hafa þau að sjálfsögðu sætt sig viö þaö ástand sem hér gæti skapast við frjálsan flutning á vinnuafli milh aðildarríkja EES og fá í tilefni af því ef til vill að kynn- ast af eigin raun atvinnuleysi sælu- ríkjanna í Efnahagsbandalaginu. Kannski taka samtök launafólks því líka mjög vel að íslenskt land og auðlindir komist í eigu erlendra fjármagnsfursta. - Ef svo fer þarf Jón Baldvin væntanlega ekki leng- ur að spyrja „Hverjir eiga ísland?“ Kannski verður hann þá líka orð- inn „kommissar" í Brussel eða æðsti valdakóngur í Litháen!! Fullveldið lifi! Er ekki tímabært að alþingis- menn sem vilja binda enda á þessar viðræður kynni ítarlega hvaða fórnir íslendingar þurfa aö færa til þess að fá að komast inn fyrir toll- múrana? - Fram að þessu hefur áróður EES-dýrkenda flogið eins og eldibrandur um þjóðfélagið og mengað andrúmsloftið óhugnan- legum fnyk. Hins vegar hafa margir þekktir menn, sem trúir eru fullveldinu, varað þjóðina við því sem þessir samningar hafa að bjóða. Því miður virðast orð þeirra ekki hafa náð eins vel til fólksins og blekkingaá- róðurinn. En jafnvel þótt útlitið sé skugga- legt nú á sólbjörtum sumardögum, þegar áhrifa- og valdamenn í þjóð- félaginu heyrast tala um að full- veldið sé tímaskekkja, vil ég halda í þá von að ekki takist að vinna óbætanlegt skemmdarverk þótt svo fari að Alþingi samþykki samning- inn. - Ég treysti því fullkomlega að forseti íslands samþykki ekki valdaafsal, heldur kreíjist þjóðar- atkvæðagreiðslu. - Þaö traust byggi ég sérstaklega á því að Vig- dís Finnbogadóttir muni gegna for- setaembættinu áfram næsta kjör- tímabil. - Það skiptir nefnilega miklu máh að forsetinn sé sannur íslendingur. Það ættum viö aö sjá nú. Aðalheiður Jónsdóttir „Ég treysti þvi fullkomlega að forseti Islands samþykki ekki valdaafsal, held- ur kreíjist þjóðaratkvæðagreiðslu. Það traust byggi ég sérstaklega á því að Vigdís Finnbogadóttir muni gegna for- setaembættinu áfram næsta kjörtíma- bil.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.