Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. I Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 23. AGÚST 1991. Ætla að sýna dvergakast - efdvergurfinnst „Ein hugmyndin, sem kom upp til - atað vekja athygli á mótinu, var að . sýna dvergakast. Það var haft sam- band við erlenda umboðsaðila en víða erlendis er keppt í dvergakasti. Við áttum von á dverg frá Miami sem gerir út á þetta en nú hefur það brugðist. Það er ennþá verið að leita að dvergi en þetta virðist hér um bil dottiö upp fyrir þar sem enginn frnnst," sagði Hjalti Úrsus Árnason. Kraftajötnar Islands fyrirhuga að sýna dvergakast á keppninni um sterkasta mann íslands sem haldin verður í Hljómskálagarðinum um næstu mánaöamót. „Dvergakast fer þannig fram að handfóng eru sett á dverg og hann fær hjálm á höfuðið. Síðan er honum -j^kastað á svampdýnu og vegalengdin mæld,“ sagði Hjalti. „Ég hef nú alltaf verið frekar hræddur við þessa hugmynd um dvergakastkeppni. Ég vil frekar koma með góða ímynd, að krakkam- ir fari á mótin og sjái heilbrigða og góða keppni. Hitt er annað mál að fólk verður að ráða því hvað það vill gera og sjá. Ef þetta er vinsælt og dvergurinn vill þetta þá er varla hægt að banna svona lagað,“ sagði Hjalti. Að sögn Páls Skúlasonar heim- "^pekiprófessors er það engin trygg- ing fyrir því að dvergakastið sé sið- ferðilega rétt að dvergurinn sjálfur fallist á að taka þátt í því. „Það orkar tvímælis að rugla svona saman íþróttaleik og sirkussýningu. Mér finnst það vafasamt og ekki sam- ræmast anda íþróttanna," sagði Páll. -BÓl Annríki 1 Keflavík: Ölvaður Finni til vandræða Lögreglan í Keflavík hafið í ýmsu að snúast í nótt vegna ölvunar sem var talsvert áberandi í bænum eftir '•kráaráp. Lögreglan þurfti síðan að hafa afskipti af fólki sem var til vand- ræða. Flestir fengust til að fara til síns heima að lokinni skemmtun en einn mann varð aö flytja í fanga- geymslur. Var það óskiljanlegur Finni sem talaði aðeins móðurmáliö og það með þvoglukenndum hætti. Var hann til nokkurra vandræða og gisti því fangageymslur í nótt. -ÓTT Þjóðverji beið bana Þjóðveiji hrapaði til bana fram af syllu í svokölluðu Hengifossgili á Fljótsdalshéraði í fyrradag. Fallið var um flórir metrar. Talið er að Þjóðverj- anum, sem var 19 ára, hafi skrikað fót- __ur á syllunni eftir að hafa farið eftir annarri uppgönguleið í gilinu en sam- ferðamenn hans og landar gerðu. -ÓTT O “V LOKI Fær þessi rútubílstjóri ekki bjartsýnisverðlaun Bröstes? Ýtti rútunni af stðð ■ JL ■ Æ M ■ Gn vviissii Vmm nenni Litlu munaði að illa færi þegar mannlaus rútubifreið rann stjóm- laust í átt aö tjaldsvæði Skútu- staöahrepps í Reykjahlíð á miö- vikudagskvöld. Rútan stöðvaðist skammt frá tjöldum á svæðinu. Bílstjóri rútunnar var að dytta að bílnum þegar atvikiö varð. Startarinn var brunninn yfir og hugðist bílstjórinn láta rútuna renna af stað til að koma henni í gang. Rútan var uppi í brekku fyrir ofan fjaldsvæöið. Bilstjórinn tók farartækiö úr gír og bremsu og fór síöan út til að ýta því sjálfur af stað. Ætlaði hann síðan að hoppa inn aftur og fara undir stýri þegar rút-' an mjakaðist af stað niöur brekk- una Bílstjóranum tókst að ýta hinu stóra farartæki af stað og hljóp svo að opnum dyrunum. En þá rak hann tærnar i, hrasaði og féll. Sá hann þá á eftir rútunni renna níður brekkuna sér til mikillar skelfing- ar. Rútan stefndi stjórnlaus á tjöld á svæðinu. Þegar hún átti skammt eftir ófariðþangað varð barð á veg- inum. Ökutækið stöðvaðist við það og sluppu menn þar með skrekk- inn. -ÓTT Ungur maöur, Þórarinn Þórarinsson, slapp á ótrúlegan hátt við alvarleg meiðsl er hann féll um tólf metra niður um lyftuop i Þjóðarbókhlöðunni siðdegis I gær. Þórarinn var að toga rafmagnstöflu upp til sin þegar hann rann til á plasti og hrapaði niður. Honum tókst að grípa i kapalinn á leiðinni og varð það til þess að hann kom ekki meö höfuöið niður á undan og dró það auk þess úr fallinu. Þórarinn var á gæsludeild Borgarspítalans í morgun. Hann marðist og hlaut einnig önnur meiðsl sem þó eru talin minniháttar. Þórarinn fær bráðlega að fara heim. -ÓTT Veðriðámorgun: HlýjastáNorð- austur-og Austurlandi Framan af degi verður hæg suö- vesíanátt á landinu. Skýjað verð- ur suðvestanlands en léttskýjað í öðrum landshlutum. Undir kvöld fer að rigna á Suðvesturlandi með vaxandi sunnan- og suðaustanátt. Hiti er áætlaður á bilinu 10-17 stig og verður hlýjast á Norðaust- ur- og Austurlandi. \ ísland viðurkennir fullveldi Eistlands og Lettlands ísland hefur viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Eistlands og Lettlands. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með utanrík- isráðherra Lettlands, Janis Jurkans, í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Að þeim fundi loknum átti utanríkisráðherra síma- viðtöl við Lennart Meri, utanríkis- ráðherra Eistlands. Tilefnið var yfirlýsingar þjóöþinga um endurreisn sjálfstæðis og full- veldis landanna. Jafnframt staðfesti utanríkisráð- herra aö ríkisstjórn íslands væri reiðubúin til að taka upp viðræður við ríkisstjórnir landanna um stjórn- málasamband milli ríkjanna. Reuterfréttastofan vakti sérstaka athygli á viðurkenningu íslands á Eistlandi og Lettlandi í gær og benti jafnframt á að íslendingar heföu fyrstir þjóða viðurkennt sjálfstæði Letta. -J.Mar Fulltrúi Eistlandsá fundiverslunairáða Ársfundur stjómenda verslunar- ráða á Norðurlöndum stendur nú yfir. Fundurinn er haldinn á Sauðár- króki og hófst hann í morgun. Fundinn sitja 20 fulltrúar verslun- arráða í Finniandi, Noregi og Syí- þjóð, auk fulltrúa Verslunarráðs ís- lands. Þá hafði fulltrúum verslunar- ráða Eistlands, Lettlands og Litháens verið boðið en vegna nýafstaðinna atburða sá aöeins fulltrúi Eistlands sérfærtaðkoma. -JSS ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.