Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur. auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK. SlMI (91)27022 FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plotugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÚLMIOLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasolu virka daga 105 kr Helgarblað 130 kr. Viðurkenning fullveldis Viö höfum síðustu daga séð flörbrot kommúnismans í Sovétríkjunum. Margt hefur breytzt við misheppnað valdarán harðlínumanna. Lýðræðisöflin hafa sigrað, og ólíklegt er. að kommúnisminn fái frekari tækifæri. Jafn- framt erum við vitni að hruni heimsveldis. Sovétríkin virðast nú munu gliðna og leysast upp. Einstök lýðveldi fá meira sjálfstæði. Við þurfum að leggja okkar af mörk- um í þessari þróun. íslenzka ríkisstjórnin á að viður- kenna formlega sjálfstæði þeirra ríkja, sem segja sig úr lögum við Sovétríkin, og taka þegar í stað upp stjórn- málasamband við þau. Þetta hefur nú að nokkru leyti verið gert um Eystrasaltsríkin. Öll Eystrasaltsríkin hafa nú lýst yfir sjálfstæði. Við- urkenning íslendinga á sjálfstæði þjóðanna er í gildi síðan 1922 en þessa viðurkenningu þurfti að herða. Eft- ir atburðina nú ríkir meiri einhugur meðal íslenzkra stjórnmálamanna en áður um að taka upp hreint stjórn- málasamband við Eystrasaltsríkin og skiptast á sendi- herrum við þau. íslendingar hafa gengið þjóða lengst í raunverulegri viðurkenningu á sjálfstæði þessara ríkja. Slík viðurkenning nýtur mikils stuðnings víða um heim eftir hina misheppnuðu hallarbyltingu harðlínumanna. En vestrænar þjóðir hafa þó hingað til dregið lappirn- ar. Það sjónarmið hefur ríkt, að ekki mætti ganga langt í stuðningi við sjálfstæðisbaráttú Eystrasaltsþjóða og annarra þjóða Sovétríkjanna, sem æskja sjálfstæðis, af tillitssemi við stefnu Gorbatsjovs forseta. Gorbatsjov gekk gegn þróuninni og hugðist hafa harðlínumenn góða með áherzlu á samheldni Sovétríkjanna, þótt það kostaði hörku. Þessi misskilda tillitssemi stoðaði þó ekki. Klika áttmenninganna var fljót að herða tökin á Eystrasaltsríkjunum. Nú þarf einmitt að treysta lýðræð- ið til frambúðar með því að efla þessar þjóðir til sjálf- stæðis og skera niður við trog mátt miðstjórnarinnar í Moskvu. Rökin um, að friðþægja ætti harðlínumönnum með því að draga lappirnar gagnvart Eystrasaltsríkjun- um, hafa aldrei verið veigamikil, og þau hljóta nú að teljast gjörsamlega fallin. Þessi ríki þarf að styrkja með skjótum hætti, svo að ekki verði framar neitt svigrún fyrir afturhaldsmenn til að stöðva þróunina til sjálfstæðis. Ófrelsi Eystrasalts- ríkjanna eru stríðsleifar, sem verður þegar í stað að afmá. Jeltsín, forseti Rússlands, er nú sterki maðurinn í Sovétríkjunum. Forystumenn vestrænna ríkja hljóta að sjá, að sú tíð er liðin, að nauðsynlegt sé að fylgja „fram- sóknarpólitík“ og tvístíga þannig í stjórnmálum og efna- hagsmálum. Tími Gorbatsjovs gæti þannig brátt talizt hðinn, og æskilegt væri, að við tæki forystumaður, sem fylgdi meira afgerandi stefnu í átt til lýðræðis og mark- aðsbúskapar. Þetta er boðskapur fólksins, sem stöðvaði undir for- ystu Jeltsíns skriðdrekana á götum Moskvu. Þetta fólk var ekki að segja okkur, að stefna Gorbatsjovs væri hin æskilegasta. Það var að segja, að miklu má fórna fyrir lýðræðið, og flýta þarf þróuninni til vestrænna stjórnar- hátta. Þetta gildir um Eystrasaltsríkin. íslendingar eru nú í fararbroddi þjóða, sem lýsa yfir fullum skilningi á þessum staðreyndum. Við hefðum átt að ganga lengra en við gerðum síðastliðinn vetur. Ekki var eftir neinu að bíða. Stjórnmálaflokkarnir hér virðast sammála, og hver dagur skiptir máli. Haukur Helgason Allt frá októberbyltingunni 1917. sem reyndar var gerð í nóvember. hefur minningin um byltinguna og byltingarhetjurnar rnótað hugsun- arhátt manna í Sovétríkjunum. Október er allt að því heilagt orð í liuga almennings, ekki aðeins rétt- trúaðra kommúnista því að goð- sögnin um byltinguna er orðin hluti af þjóðarvitundinni. Atburð- irnir við Vetrarhöllina i núverandi lA'níngrad. ræður Leníns. samtök alþvðu og goðsögulegar hetjudáðir; allt cr þetta hluti af sovéskum og þá fyrst og fremst rússneskum þjóðararfi. Hjá því verður ekki koniist að bera atburðina nú saman við það seni þá gerðist og ekki heldur það sem gerðist í framhaldi af bylting- unni. blóðugt borgarastríð sem lauk ekki fyrr en 1921. Umsátrið um Hvíta húsið. byggingu Rúss- neska sambandsríkisins í Moskvu, er þegar farið að taka á sig goðsögu- lega mynd. Þar stendur Jeltsín eins og Lenin forðum og eggjar almenn- ing lögeggjan. Allt er þetta efni í mikla eftir- mála. livernig sem allt veltist. og Jeltsín hefur þegar unniö sér var- anlegan sess í sögunni. Það er hann seni er nú byltingarhetjan mikla sem berst gegn gagnbyltingunni og hvítllðum sem eru nú eins og þá fulltrúar hins gamla. gróna vaids sem ekki vill sleppa valdataumun- um. forréttindum sínum og þjóðfé- lagsaðstöðu. Kerenskíj í sögu byltingarinnar 1917 er venjulega fariö fljótt yfir þátt Ker- enskijs sem var maðurinn seni „Þar stendur Jeltsín eins og Lenin forðum og eggjar almenning lögeggj an.“ Október í ágúst gerði byltingu bolsévíka mögu- lega. Það var Kerenskíj sem fékk keisarann til að segja af sér í febrú- ar 1917 og það var hann sem reyndi að mynda lýöræðisstjórn í Rúss- landi síns tíma. Það var af Ker- enskíj sem bolsévíkar stálu bylt- ingunni og hann hefur fengið óblíða meðferð í sannkommúniskri sagnfræði. Nú, þegar hinir stórbrotnu at- burðir í Sovétríkjunum, og þá fyrst og fremst Rússlandi, eru að gerast verður sú hugsun áleitin að sagan endurtaki sig, að sjálfsögðu að breyttu breytanda. Það má vel líta svo á að í sögulegu samhengi hafi Gorbatsjov verið Kerenskíj síns tíma sem gerði hina raunverulegu byltingu mögulega, lýðræðisbylt- inguna, eftir að afturhaldsöflin hafa gert sína lokatilraun til að endurheimta völd sín. Arfleifð Gorbatsjovs Þessi lokatilraun, sem nú var að ljúka, var dæmd til að mistakast, einfaldlega vegna þess að valda- ránstilraunin byggðist á fölskum forsendum. Tilgangurinn var að snúa aftur til þess sem var, en það sem var er ekki lengur til. A valda- tíma sínum hefur Gorbatsjov limað sundur það kommúniska hagkerfi sem var í landinu og meira að segja afnumið einkarétt kommúnista á stjórn landsins. - Allt hið kommún- iska hagkerfi er hrunið. Það virk- aði, að vísu mjög illa, en virkaði samt. Vandinn er sá að ekkert hef- ur komið í staöinn fyrir það sem Gorbatsjov leysti upp. Nú er hvorki kommúniskt hagkerfi í Sovétríkj- unum né markaöskerfi né yfirleitt nokkurt starfhæft kerfi. Arfleifð Gorbatsjovs og þrenging- ar almennings í kjölfar þessa upp- lausnarástands voru átylla fyrir valdaránstilrauninni. En raun- verulegar ástæöur eru aðrar, þær grundvallarbreytingar á skipulagi ríkisheildarinnar ásamt bví aö kommúnistaflokkurinn sjáifur er um það bil að missa hlutverk sitt er hin undirliggjandi ástæða. Þeir sem eiga mestra hagsmuna að gæta eru skriffinnarnir, hin nafnlausu möppudýr í sovéska kerfinu sem eiga sinn fulltrúa og samnefnara í Janajev varaforseta. Það gefur auga leið að kommún- istaflokkurinn hefur engan tilgang í ríki sem hafnar marxisma. - Þessi KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður mennings gjörbreyst og upp er kominn nýr meirihluti. Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru nú ekki aöeins hugtak heldur raunveru- leiki fyrir milljónir Sovétmanna. Ógnaröld Stalíns og eftirmanna hans er liðin, afturhvarf er óhugs- andi, bylting Gorbatsjovs er varan- leg, jafnvel þótt það geti komið í hlut einhvers annars að fylgja henni eftir. Hin nýja byltingarhetja Sovétríkjanna - hinn nýi Lenín - er Jeltsin, hann hlýtur óhjákvæmi- lega að skyggja á Gorbatsjov fram- vegis. Nú, þegar gagnbyltingin er farin út um þúfur, er það Jeltsín sem stendur uppi sem sigurvegari. Gorbatsjov á stöðu sína og völd Jeltsín að þakka. Menn á borð við þá sem nú hafa reynt að hrifsa „Allt hiö kommúniska hagkerfi er hrunið. Þaö virkaði, að vísu mjög illa, en virkaði samt. Vandinn er sá að ekk- ert hefur komið 1 staðinn fyrir það sem Gorbatsjov leysti upp.“ mannskapur á líf sitt aö verja og það eru þeir sem hafa alla tíð verið Gorbatsjov óþægastur ljár í þúfu. Möppudýrin og Jeltsín Það eru möppudýrin sem standa á bak við gagnbyltingartilraunina, allt bendir til aö herinn sé dreginn inn í valdaránstilraunina nauðug- ur viljugur og þar fylgi mjög tak- markaður hugur máli. Það er svo gersamlega andstætt öllum hefðum hersins að ráðast gegn almenningi að þegar á reyndi var honum ekki treystandi til þess. Öðru máli gegn- ir um hersveitir innanríkisráðu- neytisins, svarthúfurnar. Innan- ríkisráðuneytiö er höfuðvígi skrif- finnanna og þaðan virðist upp- reisninni hafa verið stjórnað. Jafnvel KGB er klofið, það er alls óljóst hvorum aðilanum KGB fylgir raunverulegaað málum. Valdarán- iö var illa skipulagt, illa fram- kvæmt og augljóslega byggt á þeim misskilningi eða óskhyggju að allt gæti orðið aftur eins og það var. Valdaræningjarnir töldu sig eflaust fulltrúa meirihlutans en á sex árum hefur hugsunarháttur al- völdin fyrir hönd afturhaldsafl- anna eiga enga möguleika á aö stjórna landinu, þeir hafa ekkert fram að færa til lausnar vandamál- unum og þau vandamál verða hvort sem er ekki leyst án utanaö- komandi aðstoðar. Aðstoð stendur ekki til boöa þeim mönnum sem hrifsa völdin af Gorbatsjov með hervaldi. Sú afstaöa Vesturlanda átti sinn þátt í að valdarániö mis- tókst. Það eina sem er alveg víst í þess- ari stöðu er það að valdaræningj- arnir hafa flýtt fyrir því að Sovét- ríkin leysist upp, þvert gegn til- gangi sínum. Lýðveldin, allt frá Litháen til Kasakstans, munu hér eftir í engu treysta miðstjórninni í Moskvu, sjálfstæðishreyfingar hafa þegar fengið byr undir báða vængi. Gagnbyltingin nú er dauðateygj- ur gamla kerfisins, hún mun þegar frá líður aðeins verða til að ílýta fyrir þeirri þróun sem Gorbatsjov hefur gert óstöðvandi. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.