Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 31. XCÚST 1991. Skák Skákþing íslands í Garðaskóla: Helgi efstur fyr- ir lokasprettinn - Glæsiskák Júsupovs gegn Ivantsjúk Helgi Ólafsson stórmeistari varð síðast skákmeistari íslands árið 1981. Tekst honum að endurtaka leikinn nú, tiu árum siðar? Teflt hefur veriö býsna fjörlega á skákþingi íslánds í Garðaskóla í Garðabæ og á stundum er allt lagt undir. Óvænt úrsbt hafa sett svip á - þau óvæntustu eru sigur Halldórs Grétars á Jóhanni Hjartarsyni á fimmtudag og í lokaumferðunum getur svo sannarlega allt gerst. Slakt gengi Héðins, íslandsmeistar- ans frá því í fyrra, kemur einna mest á óvart en engu er líkara en að kepp- endur vandi sig sérstaklega gegn honum! Á hinn bóginn hefur yngsti keppandinn, Helgi Áss, komið skemmtilega á óvart, en hann er að- eins 14 ára gamall. Hann fór reyndar hægt af stað, notaði gjaman mikinn tíma á skákir sínar og tók tímahrak- ið sinn toll. En í síðustu umferðum hefur hann sótt sig og hafði 50% vinninga eftir sjö umferðir. Helgi Ólafsson stórmeistari var einn efstur með 5,5 v. Jón L. Árnason og Karl Þorsteins höfðu hálfum vinn- ingi minna. Þeir áttu að tefla saman í áttundu umferð, sem fram fór í gær. Níunda og tíunda umferð verða tefldar um helgina og heflast kl. 17 báða dagana. Á mánudag eiga kepp- endur frí en mótinu lýkur á þriðju- dag. Skoðum dæmigerða skák Helga Ólafssonar úr fyrstu umferð er bisk- upamir vinna verk sitt vel í endatafl- inu. Helgi Áss náði að standa lengi jafnfætis stórmeistaranum í skák- inni, þrátt fyrir stirðleika í byrjun mótsins. Þetta er fyrsta kappskák hans við einn íslensku stórmeistar- anna en þær eiga áreiöanlega eftir að verða miklu fleiri ef fram heldur sem horfir. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Bg5 h6 6. Bh4 g5!? Skarpur leikur, sem leiðir til tví- sýnnar stöðu. Svörtum stóð til boða traustur leikmáti, 6. - Be7; eða 6. - Bb4, sem gefur Nimzo-indverskt tafl. 7. Bg3 Rh5 8. e4!? Og nú átti hvítur þess kost að tefla traust með 8. e3 eða glæfralega með 8. Be5!? fB 9. Dd3 fxe5 10. Dg6+ Ke7 11. Dxh5 exd4 12. Rxd4 Bg7 13. 0-0-0 með tvieggjuðu tafli. 8. - Rxg3 9. hxg3 Bg7 10. Dd3 g4 11. Rd2 Rc6 12. Rb3 a5 13. a4 Rb4 Til greina kemur 13. - Dg5 strax til að hindra langa hrókun. Eða 13. - h5 og þoka h-peðinu enn lengra. 14. Dd2 Dg5!? Svartur hyggst freista gæfunnar í endatafli og hefur þá biskupana sína tvo í huga, sem gætu vaknað til lífs. Enn sem komið er á hvítur þó ekki að þurfa svo mjög að óttast. 15. Dxg5 hxg516. Hxh8 Bxh817. Kd2 f5 Stórmeistarinn var óánægður með þennan leik eftir skákina en 17. - 0-0-0 18. f3 gefur hvítum kost á að losa um stöðuna. 18. Hel E.t.v. er 18. exf5 exf5 19. Hel + sterkara. 18. - 00-0 19. f3?! Eftir þetta fær svartur visst frum- kvæði. Betra er 19. exf5 exf5 20. He7 með virkari stöðu en í skákinni. 19. - gxf3 20. gxf3 Hf8 21. Be2 Rc6 22. e5?! Það er freistandi að „stinga upp í“ biskup svarts á h8 en einfaldlega 22. Kd3 er hyggilegra. 22. - d6 23. f4 dxe5 24. dxe5 Bg7 25. Bf3? Eftir þetta fær Helgi Áss ekki við neitt ráðið, enda staðan óskemmtileg og tíminn að renna út. Hann varð að reyna 25. Hhl! og áfram gæti teflst: 25. - Rd4 (ekki 25. - Rxe5? vegna 26. Hh7 og eitthvað verður undan að láta) 26. Rxd4 Bxhl 27. Rxe6 Hf7 28. Rxg7 Hxg7 29. Bd3 og með peð og riddara gegn hrók hefur hvítur þokkalega jafnteflismöguleika. 25. - gxf4 26. Bxc6 Nauðsynlegt, því að ef 26. gxf4 Bh6 27. Re2 Rxe5 er peð fallið. En nú verða svörtu biskuparnir allsráðandi. 26. - Bxc6 27. gxf4 Hh8 28. Rd4 Bd7 29. Hgl Hh2+ 30. Rde2 Bh6 31. Ke3 Kb7 32. Hg6 Bf8 33. b3 Bb4 34. Kd4 Hvítur var nú í miklu tímahraki og leikur því sem hendi er næst. Staðan er erfið. 34. - Bc6 Einnig var 34. - Be8 og setja biskup- inn á h5 mögulegt. Ekki gengur 35. Skák Jón L. Árnason Hxe6?? Hh3! með býsna óþægilegri máthótun á c5. 35. Hg3 Ba3 36. Kd3 Bb2 37. Rdl(?) Be4+ 38. Kd2 Ba3 39. Rdc3 Bb4 40. Ke3 Bc2! Tímamörkunum er náð en hvítur stendur uppi með tapað tafl. 41. Rb5 Bel! Einfaldast. Hvítur gafst upp, því aö hann kemst ekki hjá liðstapi. Júsupovtefldi meistaralega Óhætt er að segja að Artur Júsupov sé vel að sigrinum kominn í einvíg- inu gegn Vassily Ivantsjúk. Tafl- mennska hans í síðustu skákunum var stórglæsileg. Það er raunar langt síðan önnur eins tilþrif hafa sést í heimsmeistarakeppninni. Júsupov náði að jafna meö því að vinna áttundu skákina. Hann blés þar strax til sóknar, fórnaði hrók og riddara og tókst að véla drottninguna af Ivantsjúk - eins og viö sáum í síð- asta helgarblaöi DV. Þetta var gott veganesti í bráöaban- ann, sem fram fór fyrir réttri viku. í fyrri skákinni bætti Júsupov um betur - fórnaði hrók og riddara á nýjan leik og biskup að auki. Aftur varð Ivantsjúk að láta drottninguna en sókn Júsupovs var óstöðvandi. í seinni skákinni hafði Júsupov hvítt og nú skyldi maður ætla að teflt yrði traust til jafnteflis. En það fór á annan veg - Júsupov hélt upptekn- um hætti. Nú fórnaði hann að vísu ekki nema skiptamun og síöan bisk- up en hann var heldur ekki að tefla til vinnings. Ivantsjúk mátti gera sér að góðu að gefa hrók fyrir frelsingja Júsupovs og táflið leystist upp í jafn- tefli. Júsupov mætir Timman í undan- úrslitum, sem fram fara á fyrri hluta næsta árs. Short teflir viö Karpov. Þetta verða áreiðanlega spennandi einvígi en ef Júsupov verður í þess- um ham áfram má Kasparov fara að gæta sín. Skoðúm fyrri skák bráðabanans. Vert er að geta þess að þeir höfðu einungis 45 mínútur til umhugsunar á 60 leiki. Kannski hefði Ivantsjúk fundið vöm meö meiri tíma? Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Artur Júsupov Kóngsindversk vöm. 1. c4 e5 2. g3 d6 3. Bg2 g6 4. d4 Rd7 5. Rc3 Bg7 6. Rf3 RgfB 7.0-0 0-0 8. Dc2 He8 9. Hdl c6 10. b3 De7!? Með breyttri leikjaröð er fram komin þekkt staða úr kóngsind- verskri vörn. Svartur hefur oftast leikið hér strax 10. - e4 og eftir 11. Rg6 e3!? 12. fxe3 De7 hefur hann færi fyrir peöið. Leikur Júsupovs er allrar athygli verður. Ivantsjúk bregst ekki rétt við. 11. Ba3?! e4 12. Rg5 e3 13. f4 Hótar 14. Rge4 og þrýsta á d6-peðið en Júsupov á einfalt svar við þessu. Peð hans á e3 er sem fleinn í stöðu hvíts og það á eftir að leika stórt hlut- verk. 13. - Rf8 14. b4 Riddaraleikur á e4 væri misráðiö vegna Bc8-f5 með leppun. 14. - Bf5 15. Db3 h6 16. Rf3 Rg4 17. b5 g5! Hvítur leitar fyrir sér á drottning- arvæng en svartur hyggst sækja á kóngsvæng, enda gerir framvörður- inn á e3 samgöngumál hvíts erfið. 18. bxc6 bxc6 19. Re5?! Eftir 19. fxg5 hxg5 og næst Rg6, Rf2 og g5-g4 nær svartur að byggja upp sóknarstöðu en hvítur er ekki án gagnfæra á hinum helmingi borðs- ins. Leikur Ivantsjúks leiðir til mik- illa sviptinga en sóknarmöguleikar svarts virðast vænlegir. 19. - gxf4 20. Rxc6 Dg5 21. Bxd6 Rg6 22. Rd5 Dh5 23. h4 Rxh4!? Fyrsta sprengjan fellur! Lakara er 23. - fxg3 24. Bxg3 er biskupinn kemst í vörnina. 24. gxh4 Dxh4 25. Rde7 + Kh8 26. Rxf5 Dh2+ 27. Kfl He6! Hvað er nú til ráða? Svartur hótar að vippa hróknum á g6. 28. Db7? Hér mátti reyna 28. Rce7!? með óljósum afleiðingum. 28. - Hg6!! 29. Dxa8 Kh7 Kannski hefur Ivantsjúk nú talið 30. Rce7 mögulegt með máthótun á g8 og drottningin kemst í vörnina um leið - valdar biskupinn á g2. Þá hefur hann uppgötvað sér til skelfmgar, að svartur svarar með 30. - Dhl +!! 31. Bxhl Rh2+ 32. Kel Hgl mát! Gegn þessari aðalhótun svarts er engin vörn. 30. Dg8+ Kxg8 31. Rce7+ Kh7 32. Rxg6 fxg6 33. Rxg7 Rf2! Hótar 34. - Rh3! með óverjandi máti. 34. Bxf4 Dxf4 35. Re6 Dh2 36. Hdbl Rh3 37. Hb7+ Kh8 38. Hb8+ Dxb8 39. Bxh3 Dg3! Lokahnykkurinn. Mát á Í2 blasir við, svo að Ivantsjúk varð að gefast upp. -JLÁ EFST Á BAUGI: Al ÍSLENSKA LFRÆ3 ÐI ORDABÚKIN Pólland Opinb. heiti: Polska Rzecz- pospolita (Lýð- veldið Pólland) Stjórnarfar: lýðveldi Höfuðborg: Varsjá, 1,66 miljó. íb. Stærð: 312 683 km! Ibúafjöldi: 37,9 miljó. Ibúadreif.: 121,1 íb/km! Æv///lrur.karlar 66,8 ár, konur 75,2 ár Helstu trúflokkar: rómversk-kaþólskir 94% Tungumál: pólska (opinb.) Helstu útflv.: vélar, flutninga- og farartæki, eldsneyti og orka, afurðir efnaiðnaðar Helstu viðskiptal.: Sovétr., V-Þýskal„ A- Þýskal., Tékkóslóvakfa VÞF é lb.: 8 7200 63 Veður Suðvestankaldi og léttir til á Norðaustur- og Austur- landi en skúrir verða sunnanlands og vestan. I fyrra- málið er gert ráð fyrir heldur vaxandi suðaustanátf. og fer þá að rigna á nýjan leik, fyrst suðvestanlands. Hiti verður allt að 17 stig að deginum norðaustan lands en verður annars staðar á bilinu 7-13 stig. Akureyri skýjaö 14 Egilsstaðir skýjaö 16 Kefla víkurflug völlur rigning 10 Kirkjubæjarklaustur skúr 11 Ftaufarhöfn skýjað 15 Reykjavik rigning 10 Vestmannaeyjar súld 11 Bergen skýjaö 14 Helsinki hálfskýjað 19 Kaupmannahöfn skýjaö 18 Osló hálfskýjað 23 Stokkhólmur skýjað 20 Þórshöfn alskýjað 14 Amsterdam heiðskírt 22 Barcelona þokumóöa 28 Berlin skýjað 19 Feneyjar heiðskirt 24 Frankfurt léttskýjaö 23 Glasgow mistur 21 Hamborg hálfskýjað 21 London léttskýjað 24 Lúxemborg heiðskírt 22 Madrid léttskýjað 28 Malaga léttskýjað 30 Mallorka léttskýjað 32 Nuuk rigning 4 Róm léttskýjað 28 Valencia rykmistur 29 Vín léttskýjað 21 Gengið Gengisskráningnr. 164.-30. ágúst 1991 kl.9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,130 61,290 61.720 Pund 103,126 103,396 03,362 Kan. dollar 53,559 53,700 53,719 Dönsk kr. 9,1035 9,1273 9,0999 Norsk kr. 8,9857 9,0093 9,0155 Sænsk kr. 9,6771 9,7024 9,7044 Fi. mark 14.4532 14,4911 14,5996 Fra. franki 10,3496 10.3767 10,3423 Belg. franki 1,7073 1,7118 1.7089 Sviss. franki 40,2039 40,3091 40,3004 Holl. gyllini 31,1959 31.2776 31,2151 Þýskt mark 35,1352 35,2272 35,1932 ft. líra 0,04708 0,04721 0,04713 Aust.sch. 4,9912 5,0043 4,9998 Port. escudo 0,4106 0,4117 0,4101 Spá. peseti 0,5642 0,5657 0,5616 Jap. yen 0,44707 0.44824 0.44668 frskt pund 93,997 94,243 94,061 SDR 81,7528 81,9668 82.1172 , ECU 72,1792 72,3682 72,2463 < Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 30. ágúst seldust alls 8,578 tonn. Magn í Verö í krónum tonnum Meðal Lægsia Hæsta Lax Smáufsi Lýsa Blandað Þorskur Smáýsa Smár þorskur Lúða Langa Koli Karfi Ýsa 0,202 0,039 0,011 0,019 0,848 0,025 0,239 0,045 0,020 0,009 0,034 7,075 304,43 30,00 38,00 20,00 87.10 51,00 74,00 430,00 50,00 40,00 38.10 105,09 295,00 30,00 38,00 20,00 82,00 51,00 74,00 430,00 50,00 40,00 19,00 50,00 310,00 30,00 38,00 20,00 95,00 51.00 74,00 430,00 50,00 40,00 46,00 122.00 Fiskmarkaður 30. ágúst seldust alls 31,1 Lýsa Skarkoli Steinbftur Skötuselur Hlýri/steinb. Lúða Ýsa Ufsi Þorskur Langa Keila Karfi Blandað Blálanga 0,016 0,010 0,240 0,065 0,200 0,092 2,779 14,793 7,303 1,070 0,490 3,998 0,613 0,113 Suðurnesja 858 tonn. £ 48.00 91,00 104,42 111,54 101,00 464,02 97,27 63,81 93,87 52,64 40,51 40,20 48,00 62,00 48,00 48,00 91,00 91,00 101,00 121,00 100,00 125,00 101,00 101,00 405,00 475,00 72,00 125,00 53,00 66,00 50,00 103,00 10,00 63,00 29,00 49,00 25,00 51,00 48,00 48,00 62,00 62,00 Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn 30. ágúst seldust 17,235 tonn. Karfi Keila Langa Lúða Öfugkjafta Skata Skarkoli Skötuselur Sólkoli Steinbítur Þorskur, sl. Þorskur, smár Ufsi Undirmál. i,sl. / 0,340 0,107 0,840 0,021 0,435 0,365 2,098 0,164 0,305 0,329 1,845 0,177 3,974 1,447 4.788 47,63 39,00 57.10 465,00 20,00 100,00 79,14 180,00 89,00 76,00 89,90 72,00 61,30 64,06 103,57 47,00 39,00 30,00 465,00 20,00 100,00 79,00 180,00 89,00 76,00 80,00 72.00 48,00 48,00 71,00 50,00 39,00 72,00 465,00 20,00 100,00 80,00 180,00 89, 76,00 92,00 72.00 65,00 66,00 120,00 Fiskmarkaður isafjarðar 30. ágúst seldust alls 3,747 tonn. Grálúða Lúða Öðuskel Skarkoli Beitukóngur Ýsa Þorskur 1,050 0,034 0,050 0,047 0,027 2,047 0,492 83,00 83,00 83,00 365,00 365,00 365,00 15,00 15,00 15,00 65,00 65,00 15,00 15,00 90,00 1 Q3.00 66,00 71,00 65,00 15,00 97,17 67,73 Fiskmarkaður Tálknafjarðar 30. ágúst seldust alls 0,068 tonn. Ýsa Lúða 0,052 0,016 95,00 95,00 95,00 M 345,00 345.00 345,00 freeMmz MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.