Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 18
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991. 18 Menning dv Myriam Bat Yousef: Málar á striga, pappír, silki og fólk Myriam Bat Yousef er hér við spegil sem hún hefur málað í kringum. DV-mynd Hanna I FÍM-salnum sýnir þessa dagana Miriam Bat Yousef sem mörgum ís- lendingum er að góðu kunn. Hún kynntist íslandi fyrst þegar hún kom hingað á sjöunda áratugnum ásamt þáverandi eiginmanni sínum, list- málaranum þekkta, Erró, og fékk ís- lenskan ríkisborgararétt og fékk um leið nafnið María Jósefsdóttir. Og þrátt fyrir að hún og Erró hafi skilið hefur hún haldið íslenskum ríkis- borgararétti sínum og kemur til ís- lands og heldur sýningar reglulega en hún býr í París. Síðast hélt Myriam sýningu hér á landi 1988 og þá einnig í FÍM-salnum, en þar áður á Kjarvalsstöðum 1985. í heild hefur hún haldið um það bil sextíu einkasýningar út um allan heim og má nefna að hún hefur sýnt í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Jap- an, Bandaríkjunum, Danmörku, Sví- þjóð, Þýskalandi og Belgíu. Listsköpun Myriam er fjölbreytt eins og sjá má á þeim verkum sem hún sýnir í FÍM-salnum, þá hefur hún einnig verið með margar uppá- komur og gjörninga og meöan á sýn- ingu hennar stendur í FÍM-salnum verða sýnd tvö myndbönd með gjörn- ingum hennar. Það sem maður tekur fyrst eftir þegar gengið er um salinn á sýning- unni er fjölbreytni í litum sem eru samt settir saman á mjög eðlilegan máta. „Þetta eru allt nýjar myndir sem ég sýni hér nú,“ segir Myriam þegar hún er spurð um verkin. „Mál- verkin eru flest byggð á þema sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, þema sem ég vinn einnig með í gjöm- ingum mínum. Þetta er athöfn í tveimur víddum. Ég gerði á sínum tíma litógraf af þessum gjörningi, konu í turni, og er þetta litógraf til staðar í málverkunum. Síðan vinn ég málverkin út frá þessu litógrafi og mála yfir það.“ Myriam notar ekki aðeins marga Tölvurífortíð, nútíðogframtíð Tölvuheim- urinn er ný bók sem á að leiða lesand- ann um undraheim tölvanna. í stuttum köflum er greint frá helstu notkunarsviöum tölva og þeim möguleikum sem skapast með tilkomu þeirra. Þetta er víð- tækt efhi og hafa höfundar reynt að skýra frá kjarna málsíns á ein- faldan hátt. Ritstjóri verksins er Ellert Ólafsson. Höfundar bókar- innar hafa allir unnið við tölvur árum saman og miðla þeir óspart af reynslu sínni. Þeir koma víöa viö úr þjóðfélaginu, flestir eru tölvunar- eða verkfræöingar, ennfremur hafa háskóla- og menntaskólakennarar, forritar- ar, tónskáld, framhaldsskóla- nemar, auglýsingateiknarar og fleiri lagt hönd á plóginn. liti heldur málar hún á margvísleg efni, notar striga, pappír og silki jöfn- um höndum og þá má geta þess að hún málar á slæður og bindi sem um leið verða að skemmtilegum og lit- skrúðugum listaverkum og málar hún sitt munstrið á hvora hlið. „Ég mála í raun á allt. Það má segja að þaö að mála á margar gerðir papp- írs sé eins og að þreifa á mannshúð, tilfinningin er ólík eftir því hver á í hlut. Ég mála einnig á tré, silki, ýmsa hluti og fólk þegar ég geri gjörninga." Kór Langholtskirkju hefur haflð vetrarstarf sitt og æfir nú kantötur Bachs nr. 21, Ich hatte viel Bekúm- mernis, og nr. 113, Aus der Tiefe rufe ich, Herr zu dir, sem fluttar verða á tónleikum 3. nóvember. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum Minning- arsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdótt- ur. Stóru verkefnin á árinu eru Sálu- messa (Requiem) eftir Mozart sem flutt verður í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands í byrjun desemb- er. Verður einn konsert í Háskólabíói og annar í Langholtskirkju. Þegar þessu stórverki lýkur taka við æfing- ar eftir jól á Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach sem flutt verður á skírdag og föstudaginn langa. Hún Myriam er spurð af hverju eyður séu í miðjunni á nokkrum mynda hennar. „Þarna er tómur magi minn. Ég hef nefnilega aldrei haft meiri and- gift en þegar ég var ófrísk og ég vildi svo gjarna vera alltaf ófrísk án þess þó að þurfa að eignast barn. Það sem er í kringum eyðuna í málverkinu er svo allt það sem skeður í kringum mig. Litina hef ég svo ávallt notað eins og ilmvatn, úða þeim um allt.“ - Er eitthvaö um nýjungar í verk- er eina stórverk „fimmta guðspjalla- mannsins" sem kórinn hefur ekki flutt. í millitíðinni heldur kórinn sína árlegu jólatónleika sem eru að vanda síðasta föstudag fyrir jól. Á þeim tón- leikum verða flutt lög og verk tengd jólum og aðventu. Ávallt hefur verið húsfyllir á tónleikum þessum. Síðasta verkefnið, sem skipulagt hefur verið, er þátttaka í Norrænni kirkjulistarhátíðinni sem haldin verður hér á landi. Höfuðtilgangur hátíðarinnar er að kynna nýja kirkjutónlist frá Norðurlöndum. Kór Langholtskirkju hefur tvisvar áður verið fulltrúi Islands á þessari hátíð sem haldin er f]óv'ða hvert ár. Þá má geta þess að væntanlegur er geisladiskur með kórnum sem ber um þínum sem ekki hefur áður sést hér? „Það má kannski kalla það nýjung að ég er farin að nota glimmer í verk- um mínum og það má sjá glimmerinn í smærri verkunum á sýningunni." Það verður enginn svikinn af að ganga um sýningu Myriams Bat You- sef. Verkin eru forvitnileg og spenn- andi og bera vott um mikið og frjótt hugmyndaflug. -HK nafnið Barn er oss fætt - Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Á diskinum verða jóla- og aðventulög sem kórinn hefur flutt á jólatónleikum sínum. Meirihluti laganna er útsettur af sænska tónskáldinu og kórstjóran- um Anders Öhrwall. Einsöngvarar eru Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Hall- dór Torfason, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Ragnar Davíðsson. Upptak- an fór fram í kirkjunni síðastliðinn vetur. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson og sagði hann að í fyrsta skipti í ár heföi ekki verið auglýst eftir nýjum röddum. Kórinn er fullskipaður en fjölgað var í fyrra og engin afföll hafa orðið í ár. -HK Fékknorsku leik- listarverðlaunin fyrir leik sinn íSölkuVölku Norska leikkonan Jorunn Kjellsby hlaut í síðustu viku leik- listarverðlaun ársins í Noregi fyrír túlkun sína á Sigurlínu, móður Sölku Völku, í uppfærslu Det Norske Teater á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Leikstjóri sýningarinnar var Stefán Bald- ursson og búninga og leikmynd gerði Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Það eru norskir leiklistargagn- rýnendursem veita verðlaunin á ári hverju fyrir það leiklistar- framlag sem merkast þykir á leikárinu. Veita má verðlaunin leikstjóra, leikara, leikritahöf- undi eða öðrum listamanni fyrir frábæra frammistöðu í norsku leiklistarlífi og varð leikkonan Jorunn fyrir valinu í ár. Jorunn Kjellby hefur leikið við vaxandi oröstir allt frá þvi hún hóf feril sinn 18 ára gömul viðBorgarleik- húsið í Þrándheuni. Hún var um skeið fastráðin við norska sjón- varpsleikhúsið. Hún hefur leikið flölmörg hlutverk í kvikmynd- um, sjónvarpi og á sviöi og hefur um árabil verið fastráðin við Det Norske Teater. Skjaldhamrar ásvið íSvíþjóð Hið vinsæla leikrit Jónasar Árnasonar Skjaldhamrar veröur frumsýnt í Örebro í Svíþjóð í næstu viku og verður Jónas við- staddur frumsýninguna. Skjald- hamrar hefur mikið verið sýnt og sagði Jónas í stuttu spjalli að það hafi áður verið flutt í Svíþjóð, auk þess sem það hefur verið sýnt í Bandaríkjunum og írlandi. Leikritið var fyrst frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó en hefur verið sett á svið af á flölda stöðum á landinu og ávallt notið mikilla vinsælda. Þýðandi leik- ritsins yfir á sænsku er Inger Pálsson, en hún er eíginkona Tryggva Pálssonar. Hlaut námsstyrk Sumartónleika íSkálholtskirkju Guðrún Óskarsdóttir sembal- leikari hefur hlotið námsstyrk Sumartónleika í Skálholtskirkju að þessu sinni. Það eru velunnar- ar Sumartónleikanna sem stofn- uðu sjóð til að efla iðkun barokk- tónlistar hér á landi. Árleg styrk- veiting nemur listamannlaunum ríkisins. Einkum er ætlunin að styrkja hljóðfæraleikara er leika á barokkhljóðfæri til námsferða erlendis, en einnig aö umbuna þeím er mikiö leggja af mörkum með leik sinum með Bachsveit- inni í Skálholti. Guðrúnu var veittur sty rkurinn til námsdvalar við Schola Cantorum í Basel, Sviss. Guðrún hefur nýlokið námi í semballeik við Sweelinck Conservatorium i Amsterdam, en hyggst nú sérhæfa sig í basso continuoleik. Síöasta ár hlaut Ann Wallström konsertmeistari Bachsveitarinnar heiöurslaun sjóðsins. ni " | ,, ,, _ Ölí Íí íli ö[ Í:i:t|ujrMj itj II |ft<ScOi Kór Langholtskirkju hefur vetrarstarfið: Sálumessa Mozarts, Mattheus- arpassían og geisladiskur Dregið verður 15. september Aðeins ein söluvika eftir Vinningar 3 bflar, samtals að verðmæti 3.407.000 kr. Miðaverð 500 kr, Happdrættismiðamir fást hjá félagsmönnum, era seldir úr happdrættisbflunum eða sendir heim. Upplýsingar í síma 91-625744 eða 91-25744. LANÐSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu • Sími 91-625744 & 91-25744.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.