Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 8
8
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
BÍLASPRAUTUN
ÉTTINGAR
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
BÍLATEPPI
BÍLAMOTTUR
BÍLADÚKAR
BÍLAFILT
Sjáum um að leggja teppi og
dúka í alla bila.
Sníðum mottur og setjum
krossvíð I vsk bíla.
Teppa-
þjónusta
Einars,
Hamarshöfða 1,
simi 68 88 68.
Skútuvogi 10a - Sími 686700
|{
IAPAN
VIDEOTOKUVELAR
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞF.R M()GULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA'BESTU
IJÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK-
AÐNUM í DAG. ÞAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ
TALA UM LINSUOPSTÆRD. HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR - ,
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI
- FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI-
STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS l.l KG.
kr. 69.950/“ stgr.
munalán
35 Afborgunarskilmálar [E’
VÖNDUÐ VERSLUN
mÆmm,
FÁKAFEN 11 — SlMI 688005 I
Útlönd
DV
Árangurslaus ráðstefna um frið í Júgóslavíu um helgina:
Makedóníumenn fagna
sjálfstæðiskosningum
Þúsundir Makedoniumanna sungu og donsuðu á götum Skopje, höfuðborg-
ar lýðveldisins, í gærkvöldi til að fagna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði lýðveldisins. Simamynd Reuter
Þúsundir manna sungu og dönsuðu
á götum Makedóníu í gærkvöldi eftir
að hafa greitt atkvæði með því að
þetta júgóslavneska lýðveldi verði
sjálfstætt ríki.
Þó svo að opinber úrslit lægju ekki
fyrir lýstu leiðtogar Makedóníu því
yíir að 65 prósent kosningaþátttaka
tryggði mikinn stuðning við það að
lýðveldið yrði „sjálfstætt og fullvalda
ríki“.
„íbúar Makedóníu sýndu í dag að
þeir vilja verða frjálst og fullvalda
ríki,“ sagði Nikola Kljusev, forsætis-
ráðherra lýðveldisins, á sigurhátíð-
inni.
Makedónía er þriðja júgóslavneska
lýðveldið sem mun lýsa yfir sjálf-
stæði sínu og þar með er sambands-
ríkinu skrefmu nær því að leysast
upp. Þing Makedóníu mun formlega
lýsa yflr sjálfstæði á næstu vikum.
Um tíu þúsund manns flykktust
niður í miðbæ Skopje, höfuðborgar
Makedóníu, til að fagna. Flugeldar
lýstu upp næturhimininn og fólk
dansaði við ættjarðarlög og veifaði
rauðum fána lýðveldisins.
Stjómendur kosningcmna sögðu að
65 prósent atkvæðisbærra manna aö
minnsta kosti hefðu tekið þátt í kosn-
ingunum þótt albanski minnihlutinn
sæti heima þar sem hann telur að sér
sé mismunað. Talið er aö fáir, ef
nokkrir, hafi svarað neitandi þeirri
einfóldu spumingu um hvort þeir
styddu sjálfstæði Makedóníu.
Makedónía sem á landamæri að
Grikklandi, Búlgaríu og Albaníu og
er fátækasta lýðveldi Júgóslavíu
fylgir nú í fótspor Slóveníu og Króa-
tíu á leiðinni til sjálfstæðis.
Makedóníumenn ætla þá aðeins að
segja sig úr ríkjasambandinu ef hin
lýðveldin tvö ætla að skera á öll
tengsl. Leiðtogar Makedóníu gera
ekki ráð fyrir að herinn reyni að
koma í veg fyrir sjálfstæði lýðveldis-
ins eins og gert var í Slóveníu og
Króatíu en önnur vandamál blasa
við. Fjórðungur vinnufærra manna
er atvinnulaus, iðnaðurinn er að
hruni kominn lýðveldið er umkringt
gömlum óvinum. Líklegt er talið að
lýðveldið verði að bíða lengi eftir við-
urkenningu á alþjóðavettvangi.
Reuter
Atökin milli Serba og
Króata aldrei blóðugri
- eftirlitsmenn Evrópubandalagsins taka sér stöðu á bardagasvæðunum
Serbar og Króatar berjast enn af
heift þrátt fyrir að leiðtogar þeirra
og annarra lýðvelda í Júgóslavíu
hafi farið til friðarráðstefnu á vegum
Evrópubandalagsins í Haag í Hol-
landi um helgina. Enginn sýnilegur
árangur varð af ráðstefnunni.
Þá hafa eftirlitsmenn frá Evrópu-
bandalaginu tekið sér stöðu á átaka-
svæðunum í Króatíu í fyrsta sinn og
freista þess að ganga milli striðandi
fylkinga.
Hópur eftirlitsmanna kom í gær til
bæjarins Osijek, helstu borgarinnar
í austurhluta Króatíu. Þar hafa bar-
dagar verið einna harðastir síðustu
daga og er borgin nú umsetin skæru-
leiðum Serbar og herliði júgóslav-
neska sambandshersins.
Svo á að heita að vopnahlé sé enn
í gildi í Júgóslavíu en bardagar hafa
ekki hætt. Yfirmenn eftirlitssveita
Evrópubandalagsins segja að bar-
dagar hafi til þessa hætt á þeim stöð-
um þar sem eftirlitsmenn hafa boðað
komu sína. Undantekning frá þessu
hefur þó verið í Osijek þar sem
skæruhðar Króata vörpuðu sprengj-
um á sambandshermenn eftir að eft-
irhtsmennimir komu til borgarinn-
ar.
Tölur um mannfall eru óljósar. Þó
er viðurkennt að sex menn hafi fallið
í gær. Flestir eru þó á því máh að
mun fleiri hafi fallið. Báðir aðilar
neita að gefa nokkuð upp um hvern-
ig liðsmönnum þeirra hefur vegnað
Serbar segja að liðsmenn Króata hafi pyndað þessa ættmenn þeirra tii dauða. Lík mannanna voru jarðsett i
gær. Mannfall var að sögn mikið í Júgóslavíu síöasta sólarhringinn þrátt fyrir nærveru eftirlitsmanna frá Evrópu-
bandalaginu. Símamynd Reuter
í bardögunum. Útvarpið í Belgrad
sagði í gærkveldi að Króatar hefðu
orðið fyrir miklu mannfalli.
Ráðamenn í löndum Evrópubanda-
lagsins voru mjög svartsýnir á frið í
Júgóslavíu eftir friðarráðstefnuna
um helgina. Vöruðu þeir viö að full-
komið borgarastríð brjótist út í land-
inu og það gæti haft alvarlegar afleið-
ingar í allri Evrópu.
Reuter
Eiturlyfjabarón
snýrsérað
bleikjueldi
Kólombiski eiturlyfiabaróninn
Pablo Escobar hefur ákveðið að
snúa sér að bleikjueldi þar sem
hann situr nú í fangelsi í heima-
landi sínu. Með þessu móti hyggst
hann fá fangavist sýna stytta því
að fiskeldið verði að teljast til
þjóðþrifaverka. Escobar hefur
einnig hafið lauparækt og sáð
fyrir grænmeti í fangelsisgarðin-
um.
Escobar situr inni ásamt 14 fé-
lögum sínum úr svokölluðum
MedelineiturlyQahring. Þeir
voru ýmist handteknir aflögregl-
unni eða gáfu sig fram sam-
kvæmt sérstöku tilboði stjómar
iandsins um mildari dóma fyrir
þá sem hættu ólöglegum atvinnu-
rekstri af fúsum og frjálsum vilja.
Þá er sagt að þeir sem gangi til
vinnu í fangelsinu fái það metið
til frádráttar á fangavistinni.
Escobar og menn hans eru í
sérstakri öryggisgæslu í fangelsi
nærri borghini Medehn en þar í
héraðinu ræktuðu þeir eiturlyf
sem fóru á markað i Bandaríkj-
unum og Evrópu. Ríkissljórn
Kólombiu liefur verið undir mikl-
um þrýstingi frá Bandaríkja-
mönnum um að stöðva eiturlyfja-
smygl frá landinu og hefur orðið
verulega ágengt í baráttunni.
Að sögn dagblaða í Kólombíu
vinna Escobar og menn hans átta
tíma á dag við bleikjueldið í tjörn
á fangelsislóðinni. Þess á miili
sinna þeir garðræktinni. Að sögn
fangelsisyfirvalda hafa þeir félag-
ar sýnt ótvíræða hæfileika á
þessu nýja verksviði.
Þeir eru nú með um fimm þús-
und bleikjuseiði í eldi og ætía að
færa út kvíarnar í búskapnum
með því að taka upp svínarækt
þegar aðstaða verður fyrir hendi.
Reuter