Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. Fréttir Risna og ferðakostnaður ríkisins 1989: Svarar til þess að allir Hafnfirðingar hefðu f arið til Glasgow - og drukkið rúmlega 250 þúsund flöskur af freyðivini Þaö heföi mátt kaupa 15.310 ferðir til Glasgow fyrir þann kostnað við ferðalög til útlanda sem ríkið þurfti að bera árið 1989. Að höfðatölu svarar þessi tala til íbúafjölda í Hafnarfirði. Miðað er við ferðir á venjulegu fargjaldi fyrir einstakl- ing. Risna samkvæmt ríkisreikningi fyrir það sama ár var heldur ekki skorin við nögl. Fyrir hana hefði mátt kaupa tæplega 251 þúsund flöskur af freyðivíni af þokkalegri tegund. í þessum samanburðar- tölum er miðað við verðlag eins og það var 1. ágúst 1991. Eins og DV greindi frá í gær nam heildarferðakostnaður ríkisins ár- ið 1989 ríflega einum milljarði, eða 1004 milljónum króna. Þar af var kostnaður viö ferðir innanlands 542,4 milljónir og erlendis 462 millj- ónir. í ferðakostnaði innanlands munar mest um samgönguráðu- neytið. Undir því ráðuneyti eru stórir liðir eins og Vegagerð ríkis- ins, Vita- og hafnamál og Ferða- málaráö. Ef litið er á risnu ríkisins fyrir sama tímabil þá nemur fastur risnukostnaöur samtals 17,2 millj- ónum króna. Svonefndur „annar“ risnukostnaður, það er tilfallandi kostnaður, er allmiklu hærri, eða Ferðakostnaður ráðuneytanna 1989 0 a> <o V— o E CÖ c c 0 u vJ u u kJ u U) 1* u_ c k_ cO <o C0 c <J) D) 0 £ *E 3 • L5T cn E C/) O) co D) D) 3 '3 u_ E5 '0 D) 5 _Q T5 C ca cO > 'CO^ ■O 05 Q o LL O u JQ _j U) 0 X 'CÖ samtals 130,4 milljónir króna. Það ar sem vekja athygli. Áfengis- og með eitt þúsund krónur í fasta eru ekki einungis háu risnutölurn- tóbaksverslun ríkisins er til dæmis risnu. -JSS 45 ára Reykvíkingur dæmdur 1 tveggja mánaða fangelsi: Smyglaði 350 grömm- um af hassi í endaþarmi - afrakstur af fíkniefnasölu gerður upptækur til ríkissjóðs Dómsyfirheyrslur standa yfir i Saka- dómi Reykjavíkur vegna sakborn- inganna i svokölluöu Ávöxtunar- máli. Forsvarsmönnum Ávöxtunar sf. er meðal annars gefiö aö sök að hafa lokkað og blekkt almenning til kaupa á ávöxtunarbréfum með háum vöxtum umfram verðbólgu sem þeir gátu ekki staðið skil á. Kröfur í þrotabúið nema um 500 milijónum og eru 170 kröfuhafar ein- staklingar. Á myndinni er Ármann Reynisson, fyrrverandi forstjóri Ávöxtunar sf., að ganga í dómsal f gær. Hann hefur látið að því liggja fyrir dómi að kollegi sinn, Pétur Björnsson, hafi borið ábyrgð á þvi hvernig fór fyrir verðbréfafyrirtæk- inu. DV-mynd Brynjar Gauti Sakadómur í ávana- og fíknefna- málum hefur dæmt 46 ára Reykvík- ing í tveggja mánaða fangelsi fyrir innflutning á 350 grömmum af hassi og sölu á hluta efnisins. Manninum var einnig gert að greiða 60 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Auk þess var hann dæmdur til að greiða rúm- lega 60 þúsund krónur í sakarkostn- að. Bjami Ásgeirsson kvað upp dóm- inn. Lögreglan handtók manninn er hann var á ferð í bifreiö sinni í des- ember 1988. Við handtöku framvísaöi hann litlum hassmola og reykjarpípu en við leit í bílnum fannst hassmoli sem falinn hafði verið í öryggisbelta- festingu. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa flutt inn 5 grömm af hassi frá London. Þegar húsleit var gerö fund- ust tæplega 195 grömm af hassi hjá manninum. Eftir þaö sagðist honum svo frá að efnið væri „afgangur" af 200 grömmum sem hann keypti í Tælandi. Sakbomingurinn marg- breytti framburði sínum en viður- kcnndi að lokum að hafa flutt inn 355 grömm af hassi frá Hollandi. Honum sagðist svo frá að hann helði keypt efnið fyrir 1750 gyllini ytra og smygl- að þvi í endaþarminum til íslands. Maðurinn viðurkenndi að hafa selt 140 grömm af hassi til ýmissa ótil- greindra aðila í Reykjavik. Sjálfur kvaðst hann hafa reykt 20 grömm af efninu. Grammiö kvaðst maðurinn hafa selt á 1.200 krónur. Lögreglan lagði hald á um 60 þúsund krónur í fórum hans en peningana sagði maðurinn vera afrakstur af sölu á hassinu. Með skýlausri játningu taldist fullsannað aö maðurinn hefði flutt inn 350 grömm af hassi og selt af því 140 grömm. í ljósi þess að maðurinn seldi efnið til margra aöila var það virt honum til refsiþyngingar. Pen- ingarnir, sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins, voru gerðir upptækir til ríkissjóðs í dóminum. Refsingin var ákveðin 2 mánaða fangelsi, auk 60 þúsund króna sekt- ar. Umræddur maður hafði á árun- um 1975-1980 hlotið fjóra fíkniefna- dóma. Þeir voru allir afgreiddir með sektargreiðslum. -ÓTT Innbrotiö Laugavegi 5: Bræddu hluta af skartgripun- um í gull- klumpa Rannsóknarlögregla ríkisins telur sig hafa upplýst innbrotið í skartgripaverslun Jóns Sig- mundssonar við Laugaveg 5 fyrr í mánuðinum og er rannsóknin á lokastigi. Fram hefur komiö í málinu að þeir sem stóöu að inn- brotinu létu bræða upp gull- hringa og aðra skartgripi. Ljóst þykir aö fara átti með gullklump- ana úr landi þar sem átti að koma þeim í verð. Þjófarnir hafa meira eða minna komið við sögu flkni- efnamála. Fjórir menn sátu í gæsluvarð- haldi vegna málsins og veröur þeim síðasta sleppt út í dag. Sam- tals fimm menn á þritugsaldri tengdust málinu en upplýst er að þrír þeirra stóðu að sjálfu inn- brotinu. Þeir aftengdu þjófavarn- arkerfl og stalu verðmerktum skartgripum, mestmegnis úr sýn- ingarglugga. Rannsóknarlögregl- unni tókst að hafa uppi á tals- verðum hluta af þýflnu. Smásölu- andvirði þess sem stolið var er metið á tæplega 5 milljónir króna. Hluta af þýfinu, sem fannst, var búið að bræða í gullklumpa hér á iandi. DV hefur ekki fengið upplýst hve stóran hluta af þýf- inu lögreglan hefur fundið. Ljóst er þó að það var ýmist í formi klumpa, sem búið var að bræða, eða skartgripa. Sýnt er að með því að bræöa skartgripina hafa mikil verðmæti farið forgörðum. Fimmmenningarnir hafa meira eða minna komið áður við sögu flkniefnamála, ýmistinnflutníng, dreifingu eöa neyslu, auk inn- brota og þjófnaðarmála. Að sögn Jóns Snorrasonar, deildarstjóra hjá RLR, verður málið bráðlega sentríkissaksóknara. -ÓTT Slippstöðin á Akureyri: Grandatogararí „andlitslyftingu“ Gyifi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Slippstöðin bauö I þessi verk- efni ásamt Járntækni. Við vorum með lægsta tilboðið og erum því að vinna verkið," segir Gunnar Arason, framleiðslustjóri hjá Slippstöðinni á Akureyri, en þar er nú veriö að vinna af krafti við Grandatogarann Ottó N. Þorláks- son. „Þetta er sams konar verk og við unnum við Ásbjörn, annan togara sem Grandi á, og vinnan snýst fyrst og fremst um það að endumýja allt á millidekkí. Það er allt hreinsað af millidekkinu og vinnsludekkinu og það sand- blásiö, klætt upp á nýtt og fiskm- óttaka stækkuð. Auk þess er um að raeða nokkur viöhaldsverk- efni. Ég reikna með að þessi við- gerð muni standa yfir í um fjórar vikur,“ sagði Gunnar. Áfengistolidfrá karlakórunum Gyifi Kristjánsaon, DV, Akureyri: Þeir höfðu ekki mikið upp úr krafsinu, þjófarnir sem brutust inn í Lón, húsnæði karlakóranna á Akureyri. Þjófamir fóm um húsið og gengu illa um, bmtu hurðir og fleira í þeim dúr. En tilgangurinn var aö stela, ogupp- skera þeirra var l kassí af bjór, hálf flaska af vodka og önnur hálf af gini. Er þvl óhætt aö segja að ekki séu allar ferðir tll fjár. Hilmar Á. Hilmarsson hjá Kvótamarkaöinum: Hjá okkur gilda markaðslögmálin „Hjá okkur gilda markaðslögmál- in, framboð og eftirspum. Þörfin fyr- ir uppboðsmarkaði á kvóta er ótví- ræð. Frá því við auglýstum í gær hafa sjö aöilar falið okkur að selja kvóta. Það er engin spuming hvort þetta er löglegt enda hefur kvótinn gengið kaupum og sölum lengi. Það er hins vegar nýtt að hann sé seldur á opnum og fijálsum markaði," segir Hilmar A. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Kvótamarkaöarins. Kvótamarkaðurinn er nýstofnað fyrirtæki sem hyggst standa reglu- lega fyrir uppboði á kvóta, Gert er ráð fyrir að fyrsta uppboðið fari fram mánudaginn 30. september. Hilmar segist vera andvígur því aö ríkið standi sjálft fyrir uppboði á kvóta miðað við núverandi fyrir- komulag. Kvótinn, eins og honum hafi verið úthlutað, sé eign sem eig- endur geti ráðstafað að vild. Að sögn Hilmars er hann bjartsýnn á viötökur útgeröaraðila. Töluverð eftirspurn sé nú eftir kvóta en fram- boðið að sama skapi lítið. Segir hann líklegt að verðið muni hækka á næst- unni. Til dæmis megi reikna með að á næsta uppboði hækki verð á þorskkvóta um 25 prósent, eða úr 160 krónum kílóið í 200 krónur. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.