Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991.
15
„Ekkert er fegurra...“
„Langur sólargangur og miðnætursól vekja mikla hrifningu erlends
ferdafólks ... “
Þegar ég var ungur drengur að
alast upp í Mývatnssveit rétt eftir
1960 söng Ragnar Bjamason þessa
ljóðlínu við gullfallegt lag. Mér
fannst þetta svo mikil vitleysa að
ég vildi breyta ljóðlínunni í „ekkert
er fegurra en vorkvöld í Mývatns-
sveit“.
Ég hef búið mestan part ævi
minnar á þessum tveimur stöðum
og finnst núna að metnaður minn
á yngri árum fyrir hönd Mývatns-
sveitar hafi verið örlítið bamaleg-
ur. Hvor staður, Mývatnssveit og
Reykjavík, hefur sitt aðdráttarafl,
sína fegurð, sinn yndisþokka sem
ekki er hægt að sannreyna með
samanburði eða metingi. Jafnframt
hafa staðirnir mótandi áhrif á
smekk þess fólks sem þar elst upp
eða býr um skeið.
o
„Akrafjall og
Skarðsheiði... “
Þegar ég kom heim til íslands í
byijun ágúst í sumar hafði ég að
vísu misst af smnarsólstöðum.
Engu að síður minnti heimkoman,
snemma morguns, mig á þann tíma
þegar „Akrafjall og Skarðsheiði
(líta út) eins og fjólubláir draum-
ar“ í miðnætursólinni úr norðri.
Langur sólargangur á sumrin er
margslungin náttúruauðlind. Sl.
fimm vor hef ég búið í suðurhluta
Wisconsinfylkis í Bandaríkjunum
(á breiddargráðu sem er sambæri-
leg við Norður-Ítalíu) en finnst erf-
itt að venjast hlýjum vorkvöldum
sem ekki eru björt. Birtuleysið þar
vakti mér söknuð eftir vorkvöldum
í Mývatnssveit og vomóttum í
Reykjavík.
Langur sólargangur og
miðnætursól vekja
mikla hrifningu erlends
feröafólks sem kemur til íslands
frá suðrænni löndum. Margt ferða-
fólk langar til að vaka allan tímann
KjaUarinn
Ingólfur Á. Jóhanness.
uppeldisfræðingur og
fyrrv. landvörður í Mývatnssveit
sem það dvelur á Islandi. Raunar
hef ég séð það ráð gefið ferðalöng-
um sem ferðast til íslands að sofa
lítið í íslandsdvölinni!
Reykjavíkurveðrið
í Wisconsin er sjaldan rigning á
vetuma því að það er miklu kald-
ara en í Reykjavík. En í miklu
móskuveðri þar sl. vor varð mér
hugsað til þess aö ég heföi búið í
tíu ár í Reykjavík og mild rigning
minnti mig stundum svo mikið á
Reykjavík að ég fékk heimþrá; hins
vegar þyrfti ég sennilega að búa í
Reykjavík í tíu ár til viðbótar til
þess að læra að meta rok og rign-
ingu!
- Sumarið í Reykjavík býr yfir
margbreytilegu veðri - allt frá
mósku til sólskins og hita. Sem
betur fer vantar bæði mývetnsku
krapahríðina og 30-85 stiga hitann
(á selsíus) með tilheyrandi raka í
lofti sem herjaði á Wisconsin frá
því um miöjan maí. Það er líka
spennandi að vita hvort sólar-
stundir verða fáar eða margar og
þrátt fyrir allt er reykvíski vetur-
inn mildari en við má búast á svo
norðlægri breiddargráðu.
Reykjavík sem umhverfi
„Hlustar skáldið Jónas á þrast-
anna ljóð“, heldur Ragnar áfram í
söngnum. Umhverfiö í Reykjavík
er miklu meira en styttur af löngu
dauðum körlum „sem enginn
nennir að horfa á“ (Spilverk þjóð-
anna: platan Götuskór). Reykjavík
er borg sem hefur bæði mamigert
og náttúrlegt umhverfi af fjöl-
breytilegum toga. Mest ber á
manngerðu umhverfi og það sem
er grænt er yfirleitt manngert líka,
þ.e. grænar flatir og tré í görðum
og skjólbeltum. Meira að segja það
sem eftir er af Tjöminni eftir að
ráðhúsi Davíðs var skellt þar ofan
í er meira og minna breytt og end-
urnar hálfgerð skrímsli (kannski
„andfræðingar... vilja komast í
(launaflokk) B4“, sbr. Spilverk
þjóðanna: platan ísland) sém bíða
eftir að brauði sé hent til þeirra.
Þessi hluti umhverfisins er mikil-
vægur engu síður en náttúrlegt
umhverfi. Þessi hluti er menning-
arlegt umhverfi sem ber að varð-
veita. Það var m.a. þess vegna sem
ráðhúsið hefði átt aö rísa annars
staðar. En það þarf líka að vernda
hraunið í borginni, engu síður en
gömul hús, og opna Elliðaárdalinn
fyrir fleirum en laxveiðimönnum á
sumrin. Ef við viljum vernda óg
umgangast íslenska náttúru er fátt
íslenskara en hraun og birki.
Hrauniö í Elhðaárdalnum og ann-
ars staðar í borgarlandinu þarf að
verja fyrir ágengni jarðýtna og út-
lendra trjáa.
Reykjavík, rík borg og sérstæð,
hefur allar forsendur til að verða
fyrirmyndarborg í sínum stærðar-
flokki. Eða er það ekki?
Ingólfur Á. Jóhannesson
„Hvor staður, Mývatnssveit og Reykja-
vík, hefur sitt aðdráttarafl, sína fegurð,
sinn yndisþokka sem ekki er hægt að
sannreyna með samanburði eða met-
• • u
Hllaga um úrbætur
í heilbrigðismálum
Geta fegrunaraðgerðir hér á landi hjálpað upp á fjárhaginn i heilbrigð-
iskerfinu?
Þær ógnvekjandi fréttir, að fólk
deyi áður en það kemst í aðgerðir
á sjúkrahús á íslandi í dag, eru til-
efni þessara skrifa. Að biðhstar séu
svo langir að ekki komist allir að í
tæka tíð hlýtur að vekja þá spurn-
ingu hvort hið fullkomna heh-
brigðiskerfi hér á landi sé hðið
undir lok.
Framtíð í hugviti
Sjúkrahúsin hafa verið rekin
með tapi um langt skeið og mörgum
aðgerðum beitt til að bæta úr, þó
enn með litlum árangri. En þegar
það kemur svo hart niður á þjóðfé-
lagsþegnum þessa lands að um líf
og dauða er að tefla geta þær að-
gerðir ekki átt rétt á sér. En hvað
er þá til ráða? Hvernig má reka hér
læknaþjónustu fyrir aha lands-
menn jafnt ríka sem fátæka þeim
aö kostnaðarlausu ef ekki fæst fé
til rekstursins?
Það hefur verið sagt oftar en einu
sinni að framtíð þessa lands hggi í
hugviti vel menntaðra þegna þess
og tel ég eins og fleiri að ekki sé
vafi á því. Við höfum ekki margt
að selja öðrum þjóðum þar sem
framleiðni okkar er ekki mikil en
við eigum betur menntað fólk og
ef til vih fjölhæfara, ef litið er á
mannfjölda, en aðrar þjóðir. Þann-
ig má sjá að oftar en einu sinni
hefur okkar afreksfólk getið sér
orðstír á erlendri grund sökum
vitsmuna og hæfni í starfi sínu.
Ég áht að íslenskir læknar séu
Kjállariim
Margrét S. Sölvadóttir
rithöfundur
mjög góðir læknar, ekki aðeins
vegna bókvits heldur líka vegna
hæfni í störfum sínum. Við heyrum
oft um afrek þeirra lækna sem
starfa erlendis þar sem samkeppn-
in er hörð og mannfjöldinn mikih
og hljóta þá einstakir hæfileikar
að sigra.
Að auglýsa erlendis
Ég vh því koma með þá thlögu
að breyta skihi rekstri sjúkrahús-
anna á þá lund að íslendingar fái
sem fyrr sína þjónustu sér að
kostnaðarlausu en að við auglýsum
og seljum útlendingum okkar frá-
bæru læknaþjónustu og góða
umönnun dýru verði th að sjúkra-
húsin hagnist og geti starfað eðli-
lega ahan ársins hring. í framhaldi
af shkum aðgerðum á útlendingum
hér á landi má svo reka heilsuhæli
og láta sjúkhnga jafna sig þar.
Mótmæh við þessa thlögu hafa
helst verið þau að þetta mundi að-
eins lengja biðlistann og jafnvel
setja íslendingana aftar á listann
og líka það að ef við ætluðum að
bjóða upp á slíka þjónustu fyrir
útlendinga þá yrði að bæta allan
fækjakost og því yrði ekki gróðinn
mikih þegar upp væri staðið. Ég
vh svara því th að tryggja yrði það
að íslendingar gengju alltaf fyrir
og varðandi tækjakaup mætti
hugsa sér að ríkissijórnin hætti að
toha og skatta innflutning á nauð-
synlegum tækjum til sjúkrahús-
anna þar sem Innkaupastofnunin
flytur þau flest inn hvort eð er.
Ég áht að mikið sé th af erlendu
fólki sem ekki býr við góða læknis-
þjónustu í sínu landi, en skortir
ekki peninga til að greiða fyrir góða
þjónustu. Eins er hægt' að hugsa
sér að við auglýstum fegrunarað-
gerðir fyrir fólk frá Hohywood, þar
sem mikið hggur við að ekkert
fréttist um shkar aðgerðir á við-
komandi.
Heilbrigðisráö á leik
Við verðum aðeins að flytja mál
okkar vel og sýna að við höfum hér
starfsfólk og byggingar sem eru á
heimsmæhkvarða og það höfum
við. Þeir sem hafa heimsótt sjúkra-
húsin í Bretlandi th dæmis hafa
undrast það hversu ófullkomin þau
eru miðað við þann aðbúnað og það
hreinlæti sem við þekkjum hér. Þó
tækjakostur sé þar góður, eins er á
Spáni.
Löngum sóttu íslendingar th
Englands í hjartaaðgerðir. Því
skyldi það vera svo óraunhæft að
við gætum boðið öðrum þjóðum
upp á shka þjónustu nú? Við erum.
jafnvel betur sett en margar aðrar
þjóðir meö það að flestir íslending-
ar, sem á sjúkrahúsunum starfa,
geta skihð eða gert sig skiljanlega
á erlendum tungum.
Nú segja lesendur mínir sjálfsagt
að ekki sé nú einu sinni hægt að
, anna eftirspurninni hér á landi
hvað þá að bjóða öðrum að komast
að, en þá spyr ég: Er það ekki vegna
peningaskorts? Og verðum við ekki
einmitt þess vegna aö finna leið th
að nýta betur sjúkrahúsin, ekki
aðeins til líknar heldur hka th fjár-
mögnunar th þess að þau geti kom-
ið að fuhum notum fyrir þegna
þessa lands.
Þessi hugmynd hefur verið reifuð
manna á meðal í hehbrigðisgeiran-
um en oftast orðið undir í rökfærsl-
unni. En hefur hún nokkum tíma
verið könnuð th hlítar? Heilbrigð-
isráð ætti að gera það áður en hún
verður lögð á hhluna eins og svo
margar góðar tihögur sem komið
hafa fram til bjargar sjúkrahúsun-
um og eins og máhn standa í dag.
Margrét Sölvadóttir
„Eins er hægt að hugsa sér að við aug-
lýstum fegrunaraðgerðir fyrir fólk frá
Hollywood, þar sem mikið liggur við
að ekkert fréttist um slíkar aðgerðir á
viðkomandi.“