Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. Menning Bókmenntir, tónlist, listasaga og kvikmyndir - eru meðal grelna á kvöldnámskeiðum Háskóla íslands Endurmenntunarnefnd og heim- spekideild Háskóla íslands hafa frá síðastliönu hausti verið með kvöld- námskeið í bókmenntum, heimspeki, tónlist, kvikmyndum og sagnfræði fyrir áhugafólk og verður eins í ár. Með þessum námskeiðum er reynt að koma til móts við margs konar áhugamál íslensks almennings sem með þessum hætti fær innsýn í frjótt og áhugavert starf fjölda íslenskra fræðimanna. í haust verða ellefu námskeið í boði og er ekki að efa að mörgum finnast þau forvitnileg. Meðal annars veröur námskeið í myndhst, Tileink- un cg sköpun í íslenskri myndlist á 20. öld. Þar er farið yfir listasögu 20. aldar og kannað hvemig íslenskir myndlistarmenn hafa tileinkað sér ólík myndmál í gegnum tíðina og hvemig þeir hafa kunnað í verkum sínum aö brjóta sér persónulegar leiðir. Leiðbeinandi á þessu nám- skeiði er Gunnar B. Kvaran. Kína og kínversk menning er nám- skeið þar sem fjallað er um Kína og fólkið sem þar býr, sögu þess og menningu. Staðnæmst verður við ákveðin atriði og leitast við að fjalla ítarlega um þau. Umsjón með þessu námskeiði hefur Hjörleifur Svein- björnsson blaðamaður en fyrirlesar- ar em nokkrir. Rýnt og spáð í kvikmyndir er nám- skeið sem Agúst Guðmundsson kvik- myndaleikstjóri er leiðbeinandi á. Þar verða sex kvikmyndir grand- skoðaðar í því skyni að læra eitt og annað um byggingarlag þeirra og stílbrögð. Einkum verður hugað að mótun verksins á handritsstiginu. Kvikmyndirnar, sem greindar verða, eru Samúrajarnir sjö eftir Akira Kurosawa, Citizen Kane eftir Orson Welles, Jules og Jim eftir Francois Truffaut og E.T. eftir Steven Spiel- berg. Aðrar kvikmyndir verða vald- ar í samráði við þátttakendur. Ámi Bergmann, magister og rit- höfundur, verður leiðbeinandi á námskeiði sem kallast Til hvers skrifa Rússar? Rússneska skáldsag- an og rússneskt samfélag. Stiklað verður á stóru um framvindu rúss- nesku skáldsögunnar allt frá fyrri hluta nítjándu aldar. Meðal höfunda á dagskrá eru Lermontov, Gogol, Túrgenév, Dostojevskíj, Tolstoj og Gorkíj. Djass - gamall og nýr og nokkrir fróðleiksmolar er námskeið sem Jón Múh Árnason, djassfrömuður og stjórnandi djassþátta í útvarpi um árabil, verður leiðbeinandi á. Þar mun Jón fjalla vítt og breitt um djass- músík og iðkendur hennar fyrr og síðar. Brugðið verður/upp tóndæm- Jón Múli Árnason verður leiðbein- andi á námskeiði þar sem fjallað verður vitt og breitt um djass. um sem merkust þykja á þeim slóð- um og hugsanlega sýndar djasskvik- myndir. Konur og bókmenntir er námskeið sem haldið er í samvinnu við rann- sóknarstofu í kvennafræðum. Fjall- að verður um bókmenntir eftir ís- lenskar konur frá upphafi heimilda til okkar daga. Meðal annars verður rætt um helstu kenningar um menn- ingu kvenna og stöðu þeirra í samfé- lagi, bókmenntum og tungumáli. Þá verður yfirlit yfir feminískar bók- menntarannsóknir síðustu ára, eink- um bandarískar og franskar. Leið- beinandi er Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði. Auk þessara námskeiða, sem greint hefur verið frá hér, má nefna námskeiðin: Þingvehir - saga og að- stæður, leiðbeinandi Björn Th. Björnsson. Ríki Platóns: Mannssál og samfélag, þekking og blekking, leiðbeinandi Eyjólfur Kjalar Emhs- son heimspekingur, og Ástir íslend- inga 1550-1850, leiðheinandi Már Jónsson, cand. mag. í sagnfræði. í fyrra sóttu íjögur hundruð manns námskeið endurmenntunarnefndar. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um námskeiðin, sem hefjast öll í byrjun október, geta haft samband við skrifstofu endurmenntunar- nefndar í Háskólanum. -HK Myndbandadans: Listdans í víðtækasta f ormi Frá opnun myndbandahátiðarinnar í Norræna húsinu í gær. DV-mynd Brynjar Gauti hér sé á ferðinni það besta sem fram- leitt hefur verið á tímabihnu. Fyrir utan evrópsku hstamennina, sem kynntir verða, gefst áhorfendum tækifæri til aö kynna sér verk Bandaríkjamannsins Charles Atlas. Hann hefur í meira en tvo áratugi unnið með videodans og telst því. brautryðjandi á þessu sviði. Fjórtán af verkum hans, sem spanna tímabil- ið 1975-1990, verða til sýningar á hátíðinni og sýna þessi myndbönd vel þróun þessarar hstgreinar, auk þess að spegla vinnu fjölda dansara og danshöfunda með mynd og hreyf- ingu. Myndböndin á myndabandahátíð- inni í Norræna húsinu fjaha um dans í víðtækustu merkingu þess orðs og gefst hér einstakt tækifæri fyrir fag- fólk sem starfar við leikhús og fleira sem tengist hreyfhist að kynna sér það besta sem gerist í myndbanda- hst. -HK Myndbandalist er ný hstgrein er nýtur sífellt meiri viðurkenningar, ekki síst á meginlandi Evrópu. Videodans er sá angi þessarar hst- greinar sem einna mesta athygli hef- ur vakið og náð lengst í þróun. Dans- höfundar og leikstjórar nýta mögu- leika myndbandsins og nýjar stjöm- ur skína. Dancing Visual 1991 nefnist mynd- bandahátíð sem hófst í Norræna hús- inu í gær. Stendur þessi hátíð fram á laugardag og verða sýnd á hveijum degi myndbönd sem sameina fleiri hstform í eina mynd. Samruni dans, leikrænnar tjáningar, sviðsetningar og videotækni gefa tjáningunni nýja vídd og ótæmandi möguleika. Það er Video gaheriet í Kaupmannahöfn sem á fmmkvæðið að þessari hátíð sem er samnorræn listahátíö. Frá íslandi fer hátíðin til Svíþjóðar, Finn- lands, Noregs og að lokum til Dan- merkur aftur. Við val á myndböndum á hátíðina var víða leitað fanga. Eftir sjö mán- aða leit og eftirgrennslan bárust 250 myndbönd og vom 30 þeirra valin úr, flest unnin á tímabilinu 1990- 1991. Má því ýkjulaust staðhæfa að Dansinn tekur á sig ýmis form þegar myndbandið er notað til listsköpunar. Menningí húsnæði Álafoss Eins og kunnugt er hefur Ála- foss hætt störfum í verksmiðju- húsum sínum í Mosfehsbæ. Þar er þó mannlíf þessa dagana og mikið um að vera þvi tveir þjóð- kunnir hstamenn ætla að opna sýningu á myndverkum sínum þar um næstu helgi. Em þetta hstamennirnir Tolh (Þorlákur Kristinsson) og Haukur Dór. Leggja þeir undir sig hvor sína hæöina og sagði Tohi að þetta væm nokkur hundmð fermetrar og hið ákjósanlegasta sýningar- pláss. Sexíslenskir listamennsýna íGautaborg í Listasafni Gautaborgar stend- ur nú yflr stór samsýning á verk- um sex íslenskra listamanna undir yfirskriftinni Figura Fig- ura. Listamennimir, sem taka þátt í sýningunni, era Brynhildur Þorgeirsdóttír, sem sýnir högg- myndir, Helgi Þorgils Friöjóns- son, Hulda Hákon, Jón Óskar og Kjartan Ólason, sem sýna mál- verk, og Svala Sigurleifsdóttir sem sýnir Ijósmyndir. Sýningin er unnin í samvinnu Listasafna Gautaborgar og Kjarvalsstaða en sænski listamaðurinn Lena Boet- hius sá um val verka og undir- búning sýningarinnar. Markús Örn Antonsson borgarstjóri opn- aði sýninguna síðastliðinn laug- ardag og voru ahir listamennirn- ir, sem eiga verk á sýningunni, viðstaddir opnunina. í tengslum við sýninguna mun forstöðumað- ur Kjarvalsstaða, Gunnar B. Kvaran, flytja fyrirlestur rnn ís- lenska samtímahst. PéturÖstlund íPúlsinum Kunnasti trommuleikari okkar íslendinga, Pétur Östlund, er í stuttri heimsókn og mun gefast tækifæri til aö hlusta á hann í Púlsinum annað kvöld þar sem hann mun leika með hljómsveit Tómasar R. Einarssonar. Auk þess sem Pétur hefur leikið með öllum kunnustu djassleikurum Svía hefur hann leikið með heimsþekktum köppum á borð við Red Mitchell, Árt Farmer og Lee Konitz. Pétur kom síðast til íslands í mars síðastliðnum og þá til aö hljóðrita hina ágætu plötu Tómasar, íslandsfór. í hljómsveit Tómasar annaö kvöld em Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson sem einnig vom með í gerð íslandsfarar og munu þeir félagar meðal annars leika lög af Islandsför. Auk þessara fjögurra kemur fram á þessum tónleikum færeyski söngvarinn James Ols- en en hann söng með hljómsveit Tómasar á Jazz, Fólka ogBlúsfes- tívalinu í Þórshöfn í ágúst síðastl- iðnum. AnnaFugaro færir sýningusína Aö undanfomu hefur myndlist- arkonan Anna Fugaro verið með málverkasýningu i Menningar- stoftiun Bandaríkjanna. Þar hef- ur hún sýnt „collage“-verk sem hún hefur unnið á undanfórnum árum. Anna Fugaro býr í Banda- ríkjunum en á íslenska móður og bjó hér i þrettán ár og hélt nokkr- ar sýningar. Síðast hélt hún sýn- ingu 1987. Anna hefur nú fært sýningu sína á Laugaveginn í hið nýja og glæsilega hús þar sem verslunin Sautján er til húsa. Þar sýnir hún í kaffiteríunni og stendur sýning hennar til októb- erloka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.