Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 3
FIMMTUDA'GUR 3/ÖKT6RER Tim..r
3 <
DV
Fréttir
HONIG^® ^seS*gSSss>4
HONKT
iplrall
‘HQÍ«Í5
Samband norrænna blikksmiðjueigenda hefur ákveðið að veita hönnuðum
ráðhússins í Reykjavík sérstök verðlaun fyrir hönnun á þaki hússins.
Norrænir blikksmiðjueigendur:
Verðlauna hönnuði
fyrir þak ráðhússins
Samband norrænna blikksmiðju-
eigenda hefur ákveðið að veita hönn-
uðum ráðhússins í Reykjavík, starfs-
mönnum arkitektastofunnar Stúdíó
Granda, sérstök verðlaun fyrir hönn-
un á þaki hússins. Verða verðlaunin
afhent í Reykjavík seinna í október.
Verðlaunaafhending þessi er árlegur
viðburður en nokkur verk frá öllum
Norðurlöndum eru árlega tilnefnd til
verðlauna þessara. í ár deila íslensku
hönnuðirnir verðlaununum með
sænskum starfsbræðrum sínum.
„Meiningin með þessum verðlaun-
um er að hvetja og verðlauna hönn-
uði sem nota sérstaklega mikið af
málmi í hönnun sinni og vekja eftir-
tekt blikksmiða fyrir skemmtilega
og spennandi útfærslu. Dómnefnd-
inni þótti hönnun á þaki ráðhússisns
mjög spennandi og djörf. Þetta var
eitthvað nýtt sem dómnefndin hafði
ekki séð áður og þótti vísa til framtíð-
ar,“ sagði Gylfi Konráðsson, formað-
ur Félags blikksmiðjueigenda, í sam-
tali við DV.
Gylfi sagði dómnefndina hafa hrif-
ist mjög af hönnun bygginga hér-
lendis og haft á orði að í þeim efnum
stæðum við mjög framarlega.
-hlh
AIIKUG4RDUR hf.
HtllOVERSlUN
FM90-9TM1ö:)2
AÐALSTÖÐIN
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR^
Lögregla kom á slysstað við IngólfsQall án þess að stansa og kanna meiðsl:
Ók fram hjá þrem-
ur meðvitundar-
B orðstofuhúsgögn
í miklu úrvali.
lausum piltum
- yfírlögregluþjónn á Selfossi framkvæmdi óformlega rannsókn
HONIG DAGAR
í verslunum um land allt 23. sept. - 5. okt. 1991
Yfirlögregluþjónn á Selfossi hefur á
undanfömum dögum framkvæmt
athugun á atburði sem varð aðfara-
nótt sunnudagsins þegar 5 ungmenni
slösuðust í bílveltu. Athugunin var
gerð vegna kvörtunar sem lögð var
fram af foreldri eins ungmennanna
eftir að lögreglubíll hafði komið að
slysstað skömmu eftir óhappið án
þess að stansa og athuga ástand
fólksins. Þegar lögreglubílhnn ók
fram hjá lágu þrjú ungmennanna
meðvitundarlaus á slysstað.
Slysið varð með þeim hætti að
fimm ungmenni, 4 piltar og stúlka,
voru að koma af dansleik í Aratungu
um klukkan fjögur aðfaranótt
sunnudagsins. Óku þau áleiðis til
Selfoss eftir Biskupstungnavegi und-
ir Ingólfsfjalli. Bílstjórinn dottaði
undir stýri með þeim afleiðingum að
hann missti stjórn á ökutækinu sem
valt út fyrir veg og gjöreyðilagöist.
Tveir piltanna köstuðust út úr bíln-
um - bílstjórinn og farþegi úr aftur-
sæti. Þeir misstu báðir meðvitund og
annar þeirra höfuðkúpubrotnaði.
Piltur, sem var farþegi í framsæti og
var í bílbelti, missti einnig meðvit-
und. Fjóröi pilturinn og stúlkan
sluppu hins vegar minna slösuð. Pilt-
urinn fór síðan upp á veg til að leita
hjálpar. Lögreglubíll með 2 lögreglu-
þjónum ók fljótlega fram hjá slys-
staðnum með blikkandi ljósum. Ver-
ið var að flytja slasaðan pilt sem
hafði fengið spark í brjóstkassan á
dansleiknum í Aratungu og gekk
blóð upp úr honum. Lögreglubíllinn
tilkynnti um bílveltu í gegnum fjar-
skiptakerfi en nam ekki staðar við
slysstað. Bíllinn lá gjörónýtur fyrir
utan veginn en ljósin loguðu ennþá.
Annar lögreglubíll fór síðan á stað-
inn. Ekki er þó fullljóst hve langur
tími leið frá því fyrsta hjálp barst.
Tveir af þeim sem misstu meðvitund
í slysinu vöknuðu upp um það leyti
sem sjúkrabíll kom en sá þriðji man
ekkert eftir slysinu. Ungmennin eru
öll að ná sér, einnig pilturinn sem
höfuðkúpubrotnaði. Hann þurfti að
gangast undir aðgerð í Reykjavík.
Engin formleg kæra
Jón Guðmundsson, yílrlögreglu-
þjónn á Selfossi, segir að engin form-
leg kæra hafi verið lögð fram á hend-
ur lögregluþjónunum tveimur sem
óku fram hjá slysstaðnum án þess
að fara út úr bílnum og kanna ástand
ungmennanna. Samkvæmt heimild-
um DV var vitni að þessum atburði
- pilturinn sem verið var að flytja frá
Aratungu.
„Lögreglubíllinn lét umsvifalaust
vita en hann gat ekki meiru á sig
bætt þarna því að það var verið að
flytja slasaðan mann,“ sagði yfirlög-
regluþjónninn í samtali viö DV. „Það
er rétt að það var beðið um skoðun
á þessu máli. Við höfum framkvæmt
hana. Það er kannski hægt að segja
að eðlilegt hefði verið fyrir lögreglu-
bílinn að stansa þarna. En þegar ver-
ið er að flytja mann sem blóð gengur
upp úr verður að taka það alvarlega.
Þetta er spurning hvort þeim sem er
að sinna einu slysi sé gert að sinna
öðru um leið. Það var annar lög-
reglubíll á Austurvegi á Selfossi og
hann kom fljótlega á slysstaðinn.
Málið stendur þannig að við erum
búnir að fara yfir þetta mál óform-
lega. Þegar upp er staðið veit ég ekki
til að þarna sé hægt að draga upp
mjög svarta mynd. Ég á ekki von á
að úr þessu verði neinn málarekst-
ur,“ sagði Jón Guðmundsson.
-ÓTT
hqwo
HQHm
.
:
# HONIG i
HONIG«Sírj
KYNNINCARAFSLÁTTUR
VERÐLAUNA
oTi o:
um besta HONIG réttinn
Við leitum að skemmtilegum uppskriftum þar sem HONIG spaghetti og pastavörur
eru notaðar við matargerðina. Frestur til að skila uppskriftum rennur út 10. október
næstkomandi. Nánari upplýsingar og þáttökureglur í
næstu verslun. Daglega meðan á HONIG dögunum
stendur verður í þættinum "Morgunhænur" á Aöal-
stöðinni kynnt HONIG uppskrift dagsins. Sendið
uppskriftir merkt: Aöalstöðin - HONIG uppskrift.
Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.
Á HONIG dögum eru kynntar nýjar og bragö-
góðar HONIG pakkasúpur.
Meðan á HONIG dögum stendur eru HONIG vörur
seldar með verulegum kynningarafslætti. Margar
tegundir af HONIG pastavörum sem auka fjölbreytni
í matreiðslunni. Fást í verslunum um land allt.
3.10. VERDLAUN
HONIG vörur.
HONIG - ÓTELJANDI MÖGULEIKAR í MATREIÐSLU
I. VERÐLAUN
Stórborgarferð fyrir tvo til Amsterdam
með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur.
2.VERÐLAUN
Stórborgarferð fyrir tvo til Glasgow
meö Ferðaskrifstofu Reykjavíkur.
Wien borðstofuborð + 6 stólar aðeins kr. 115.860,-
Komið í stærstu Húsgagnaverslun landsins og
sjáið hið mikla alþjóðlega úrval af húsgögnum.
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
IkíQ
iiaiiMiBIS
BlLDSHÖFÐA 20-112 RE YKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511