Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 15
Hvað sögðu Framarar? Auðvitaðerég svekktur - sagði Ásgeir Elíasson „Þetta var allan tím- ann mjög erfltt enda voru aðstæöur óhag- stæðar fyrir okkur. Mikill hiti, Grikkirnir grófir og dómari leiksins fyrir neðan allar hellur. Svona vill þetta oft verða á útivöllum en annars gerðu strákamir sitt besta. Auðvitað er ég svekktur að detta út úr keppn- inni en við áttum að klára þetta dæmi í iyrri leiknum heima. Það er umfram allt hægt að læra af þessu og strákarnir eru reynsl- urrni ríkari," sagði Ásgeir Elías- son, í samtali viö DV frá Aþenu.. eftir leikinn í gærkvöldi. „Gríska liðið var raunar aldrei líklegt til að skora í leiknum og vítið sem þeír fengu var út í hött að mínu mati. Það er erfitt að taka einstaka leikmenn út því allir stóðu þeir vel fyrir sinu,“ sagði Ásgeir Eliasson sem stjórn- aði Fram-liðinu i síðasta skipti en nú mun hann alfarið snúa sér að þjálfun íslenska landsliðsins. Baldur Bjarnason „Það var mikil upplifun að taka þátt í þessum leik og stemningin ólýlanieg. Það var pressa frá þeim í byrjun en eftir þvi sem á leið gekk ekkert upp hjá gríska liðinu. Vítið sem þeir fengu var alveg út 1 bláinn. Við ætluðum okkur áfram í keppninni en því miður tókst það ekki að þessu sinni. Við munum bara gera bet- ur næsta haust," sagði Baldur Bjarnason eftir leikinn. Halldór B. Jónsson „Vonir um að komast áfram i keppninni brugðust í fyrri leikn- um í Reykjavik. Það var mjög erfitt fyrir liðið að leika við þess- ar aðstæður í Aþenu. Á heildina litið er ég annars ánægður með jafnteflið og strákarnir gerðu hvað þeir gátu,“ sagði Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram. Hvað sögðu Valsmenn? Sýndum góðan leik - sagði Bjarni Sigurðsson „Ég er virkilega svekktur með úrslit leiksins. Við vorum ekki langt frá því að knýja fram fram- lengingu. Við náðum á köflum aö sýna góðan leik enda vorum við ákveðnir að selja okkur dýrt í þessum leik. Það var ósanngjarnt að tapa leiknum heima og það kom okkur í koll í þessum leik. Það var stuð i mannskapnum í leiknum, aðstæður góðar og við vorum hársbreidd frá að ná fram- lengingu og jafhvel vítaspyrnu- keppni. Hana heföum við unnið enda vanir að sigra í henni þegar svo hefur borið undir,“ sagði Bjarni Siprðsson markvörðin í samtali við DV eftir leikinn gegn Sion í gærkvöldi. Gunnlaugur Einarsson „Ég hitti boltann sérlega vel og það var gaman að sjá á eftir hon- um í netiö. Við lékum vel og átt- um að klára þetta með smá- heppni. Það var mjög svekkjandi að fá á okkur jöfnunarmarkið," sagði Gunnlaugur Einarsson, Ieikmaður Vals i samtali við DV eftir leikinn, en hann skoraði mark Vals í gær með glæsilegu skoti af um 25 metra færi. -JKS Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu: Hetjuleg barátta Fram dugði ekki - markalaust jafntefli gegn Panathinaikos og Fram er úr leik Þrátt fyrir hetjulega baráttu voru Framarar slegnir út úr Evrópu- keppni meistaraliða í gærkvöldi er Fram og gríska liðið Panathinaikos skildu jöfn á ólympíuleikvanginum í Aþenu, 0-0. Fyrri leiknúm í Reykjavík lyktaði með jafntefli, 2-2, og fer því gríska liðið áfram á mörkum skoruðum á útivelli svo tæpara gat það ekki ver- ið. Þegar tekið er tillit til aðstæðna í Aþenu verður árangur Framara að teljast góður. Um 30 gráða hiti var meðan á leikn- um stóð og til að að gera róðurinn enn þyngri var dómrari leiksins dæ- migerður heimadómari er hann kom frá Albaníu eins og línuverðirnir sem voru ekki skárri. Panathinaikos sótti meira í byrjun Eins og vænti mátti sótti Panthinai- kos meira í byrjun leiksins en skap- aði sér að sama skapi fá marktæki- færi. Vörn Fram með Pétur Ormslev í broddi fylkingar varðist vel og átti gríska liðið í mestum erfiðleikum að finna glufu á henni. Eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið komust Fram- arar meira inn í leikinn. Grísku leik- mennimir voru mjög grófir og þurfti Anton Björn Markússon að yfirgefa leikvöllinn eftir fimmtán mínútna leik og tók Ríkharður Daðason sæti hans í framlínunni. Vafasöm vítaspyrna dæmd á Framara Á upphafsmínútum síðari hálfleiks fékk Panathinaikos dæmda víta- spyrnu og mótmæltu Framarar henni kröftuglega en allt kom fyrir ekki og dómarinn stóð fast á sínum dómi. Segja má að réttlætinu hafi verið fullnægt því Dimitri Sarava- kos, markahæsti leikmaðurinn í grísku knattspyrnunni, skaut hátt yfir markið. Fram lék vel í síðari hálfleik Eftir þetta komu Framarar meira fram á völlinn og áttu þá í fullu tré við gríska liðið. Pétur Arnþórsson átti tívegis góð skot að markinu en markvörður Panathinaikos varði vel í bæði skiptin. Fram réð lengi vel spilinu úti á vellinum en allt kom fyrir ekki. Grísku áhorfendurnir létu óánægju sína óspart uppi og púuðu á goðin sín allan síðari hálfleikinn. Lið Fram var samstillt í leiknum og eiga allir hrós skilið. Birkir Krist- insson var öruggur í markinu. Bald- ur Bjarnason var mjög ógnandi á vinstri vængnum og klöppuðu grísk- ir áhorfendur honum oft lof í lofa. Fram var ekki langt frá því að kom- ast áfram í keppninni og segja má að leikurinn í Reykjavík hafi komið í veg fyrir það. Sá leikur heföi í öllu falli átt að vinnast. Mikil stemning var á leiknum á ólympíuleikvanginum í Aþenu og voru áhorfendur um 46 þúsund. -JKS Þorvaldur örlygsson gefur sig hvergi i baráttunni við Grikkjann Gorghakopa- los í liði Panathinaikos i leik liðanna i Aþenu í gærkvöldi. Þorvaldur komst vel frá leiknum. Simamynd Reuter Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu: Valsmenn komu á óvart - frábært mark Gunnlaugs Einarssonar en Sion slapp fyrir hom Valsmenn voru hársbreidd frá því að knýja fram framlengingu í síðari leik sínum gegn svissneska félaginu Sion í Sviss í gærkvöldi í Evrópu- keppni bikarhafa. Valsmenn, sem höfðu tapað fyrri leiknum í Reykja- vík með einu marki, náðu forystunni í leiknum í gærkvöldi en svissneska liðið bjargaði andlitinu með því að jafna þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 1-1, og urðu það lyktir leiksins. Frammistaða Valsmanna var mjög góð í leiknum en með smá- heppni hefðu þeir jafnvel náð lengra í keppninni. Sion sótti stíft í byrjun leiksins en marktækifæri voru hins vegar fá sem hðið fékk. Bjarni Sigurðsson var öryggið uppmálað í marki Vals- manna þegar eitthvað reyndi á hann en Bjarni átti eftir að koma meira við sögu í síðari hálfleik. Valsmenn fengu nokkrar hættulegar skyndi- sóknir í fyrri hálfleik sem ekki nýtt- ust. Sævari Jónssyni vikiðaf leikvelli í síðari hálfleik færðist aukin harka í leikinn en mótlætið fór í taugarnar á liösmönnum svissneska liðsins. Þegar sjö mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik lentu Sævar Jónsson og fyrirliði Sion í samstuði og vísaði portúgalski dómari leiksins þeim báðum út af og þótti mörgum það ansi strangur dómur. Eftir þetta at- vH$ dró ekkert úr hörkunni í leikn- um. Draumamark hjá Gunnlaugi Einarssyni Á 67. mínútu leiksins dró til tíðinda. Baldur Bragason fékk knöttinn fyrir utan vítateig og renndi honum fyrir fætur Gunnlaugs Einarssonar sem kom aðvífandi og þrumaði boltanum í stöng og inn af 25 metra færi - sann- kallað draumamark og óverjandi fyr- ir markmann Sion. Eftir markið urðu leikmenn Sion alveg æfir og lögðu allt í sóknarleik- inn en Bjarni Sigurðsson varði hvað eftir annað meistaralega í markinu. Þegar um tiu mínútur voru til leiks- loka náði Sion að jafna og var svolít- ill heppnisstimpill á því marki. Einar Páll virtist hindraður inni í víta- teignum, knötturinn fór yfir hann og fyrir fætur Davids Orlando, sem skoraði af stuttu færi. Leikurinn hélst síðan í jafnvægi allt til leiks- loka. Bjarni Sigurðsson besti maður vallarins Bjarni Sigurðson var bestur leik- manna vallarins í þessum leik, átti hreint stórkostlegan leik. Valsliðið var heilsteypt og alhr börðust vel fyrir sínu. Valsmenn létu mjög vel af öllum aðstæðum og vöhurinn var sérlega góður. Á sjöunda þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum í Sion í gær- kvöldi. -JKS Gunnlaugur Einarsson kom Vals- mönnumm yfir gegn Sion meö sann- kölluðu draumamarki af 25 metra I færi. Boltinn fór i stöng og þaðan í netið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.