Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991.
Afmæli
Einar Nikulásson
Einar Nikulásson forstjóri, Breiða-
gerði 25, Reykjavík, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Einar fæddist í Doktorshúsinu,
Vesturgötu 25 í Reykjavík, en ólst
upp við Hringbrautina. Hann er raf-
virkjameistari að mennt.
Einar stofnaði eigið fyrirtæki árið
1945, E.N. lampa hf., og hefur rekið
það síðan en það er nú til húsa að
Skeifunni 3B. Hann er fyrstur
manna í Evrópu til að framleiða
flúrlampa en hann hefur hannað
lampa fyrir mörg stærstu fyrirtæki
landsins. Þá hefur hann flutt út
lampa, m.a. til Noregs.
Einar var stjórnarmeðlimur í
Exmarco í Chicago 1975-85 og situr
í stjórn Promatex í Belgíu frá 1973.
Hann stofnaði bátafélagið Snarfara
og sat í stjórn þess í mörg ár, auk
þess sem hann hefur verið virkur
félagi í Stangaveiðifélagi íslands.
Fjölskylda
Einar kvæntist 2.12.1944 Kristínu
Þórarinsdóttur, f. 6.9.1922, húsmóð-
ur og píanókennara, en hún er dótt-
ir Þórarins, b., bókara og rithöfund-
ar af Revkjaætt, Árnasonar prófasts
Þórarinssonar og konu Þórarins,
Rósu, húsmóður og kirkjuorganista,
Lárusdóttur, prests á Breiðabólstað,
Halldórssonar, af Hjarðarfellsætt.
Börn Einars og Kristínar eru
Rósa, f. 17.3.1945, húsmóðir og fata-
hönnuður, gift Guðmundi Ingi-
mundarsyni viðskiptafræðingi og
eiga þau þrjú börn; Ragnar Már, f.
5.9.1947, framkvæmdastjóri, kvænt-
ur Þórdísi Ólafsdóttur, laganema og
húsmóður, og á Ragnar Már einn
son frá fyrra hjónabandi; Þórhildur,
f. 13.11.1953, og eignaðist hún fimm
börn; Nikulás, f. 2.3.1955, tölvu-
tæknir, kvæntur Sigrúnu Unn-
steinsdóttur og eignuðust þau þrjú
börn.
Systkini Einars: Stefán, f. 23.4.
1915, nú látinn, viðskiptafræðingur,
var kvæntur Sigrúnu Bergsteins-
dóttur og eiga þau eitt barn; Ragn-
heiður, f. 4.8.1917, húsmóðir, gift
Magnúsi Pálssyni glerslípunar-
manni; Halldór, f. 22.6.1919, raf-
virki; Unnur, f. 21.1.1924, húsmóðir
og píanóleikari, gift Einari Eyfells
vélaverkfræðingi; Halla, f. 17.5.1931,
húsmóðir, gift Þórði Þorvarðarsyni
deildarstjóra.
Foreldrar Einars: Nikulás Friö-
riksson, f. 29.6.1887, d. 1947, raf-
magnsumsjónarmaður í Reykjavík,
og kona hans, Ragna Stefánsdóttir,
f. 6.4.1889, d. 29.3.1974, húsmóðir.
Ætt
Nikulás var sonur Friöriks, b. á
Litluhólum í Mýrdal, bróður Er-
lends, afa Erlends Einarssonar,
fyrrv. forstjóra SÍS. Friðrik var son-
ur Björns Bergsteinssonar, b. á Dyr-
hólum, bróður Þuríðar, langömmu
Bergsteins brunamálastjóra og Ól-
afs G. Einarssonar menntamálaráð-
herra. Móðir Friðriks var Ólöf Þor-
steinsdóttir, b. í Eystri-Sólheimum,
Þorsteinssonar, bróður Finns, lang-
afa Péturs Guðflnnssonar, fram-
kvæmdastjóra ríkissjónvarpsins, og
afa Lárusar, afa Erlends Lárusson-
ar, forstöðumanns Tryggingaeftir-
lits ríkisins.
Móðir Nikulásar var Halldóra
Magnúsdóttir, b. í Dyrhólahjáleigu,
Ólafssonar, og Sigríðar Sigurðar-
dóttur, b. á Hrauni, Árnasonar.
Móðir Sigríðar var Halldóra Run-
ólfsdóttir.
Ragna var dóttir Stefáns, héraðs-
læknis í Vík í Mýrdal, Gíslasonar,
b. á Laugum í Flóa, Gunnarssonar.
Móðir Stefáns var Halla, systir Guö-
rúnar, móður Markúsar, afa Harðar
Ágústssonar, myndlistarmanns og
fyrrv. skólastjóra, en Markús var
einnig langafi Markúsar Arnar Ant-
onssonar borgarstjóra. Þá var Guð-
rún móðir Guðjóns, afa Árna Geirs
Stefánssonar lektors og Unnars
Stefánssonar hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, fóður Krist-
jáns Más, fréttamanns á Stöð 2.
Önnur systir Höllu var Ingibjörg,
langamma Eðvalds Sigurðssonar,
alþingismanns og formanns Dags-
brúnar. Halla var dóttir Jóns, b. í
Galtafelli, Björnssonar, b. í
Vorsabæ, Högnasonar, lrm. á Laug-
arvatni, Björnssonar, bróður Sigríð-
Einar Nikulásson.
ar, móður Finns Jónssonar biskups.
Móðir Jóns í Galtafelli var Bryn-
gerður Knútsdóttir, systir Sigríðar,
ömmu Tómasar Guðmundssonar
skálds og Hannesar þjóðskjalavarð-
ar og Þorsteins hagstofustjóra Þor-
steinssona.
Móðir Rögnu var Ragnheiður
Guðrún Einarsdóttir, verslunar-
stjóra í Reykjavík, Jafetssonar og
Guðrúnar Jónsdóttur.
Einar verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með
85 ára
Sigdór Hallsson,
Löngumýri 8, Akureyri.
Guðrun Þorvaldsdóttir,
Laugateigi 10, Reykjavík.
80 ára
Tryggvi Jónsson,
Naustahlein5, Garðabæ.
Marvin Guðmundur Hallmunds-
son,
Hraunbraut47, Kópavogi.
Óttar Gunnlaugsson,
Vallholti31, Selfossi.
Hróðmar Gissurarson,
Kleppsvegi4, Reykjavík.
Hróðmar verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Anna Gerður Bergmark,
Brekkubyggð 61, Garðabæ.
Hallur Ólafsson,
Merkurgötu 5, Hafnarflrði.
Þórey Ólafsdóttir,
Reykjaskóla, Staðarhreppi.
75 ára
Sigurður Finnbogason,
Mávahlið 35, Reykjavík.
Einar Oddberg Sigurðsson,
Ásvallagötu 55, Reykjavík.
Guðbrandur Halldórsson,
Víðimel49, Reykjavík.
Gunnar P. Óskarsson,
Sólvallagötu 4, Reykjavik.
50ára
Rafn Sveinsson,
Borgarhlíð 3a, Akureyri.
Ingi Sigurður Helgason,
Miðleiti 4, Reykjavík.
Ibsen Angantýsson,
Heiðargaröi 13, Keflavík.
María Lúðvíksdóttir,
Hlíðarvegi 46, Njarðvík.
70 ára
Kristján Guðmundsson,
Skáldsstöðum, Reykhólahreppi.
Einar Nikulásson,
Breiðagerði 25, Reykjavík.
40 ára
60 ára
Sigrún Guðmundsdóttir,
Álfhólsvegi 147, Kópavogí.
Sigrún tekur á móti gestum á heim-
ili sínu, laugardaginn 5.10. klukkan
16.00.
Sólfríður Guðmundsdóttir,
Hrauntungu 53, Kópavogi.
Jóhanna Björnsdóttir,
Álfaskeiði 100, Hafnarfirði.
Stefán Gunnarsson,
Esjugrund23, Kjalameshreppi.
Edda Hlín Hallsdóttir,
Funafold 105, Reykjavík.
Gerður Garðarsdóttir,
Ljósabergi 32, Hafnarfirði.
Ásgeir Höskuldsson
Asgeir Höskuldsson póstvarðstjóri,
Álfheimum 38, Reykjavík, verður
sjötíu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Ásgeir fæddist að Hallsstöðum í
Nauteyrarhreppi við Djúp og ólst
þar upp til sjö ára aldurs en fluttist
þá með foreldrum sínum að Tungu
í sömu sveit.
Ásgeir kynntist snemma öllum
sveitastörfum þess tíma. Hann
stundaði nám við MA1933-36 en fór
aftur heim og gerðist ráðsmaður hjá
móður sinni er faðir hans lést. Hann
tók síðan við búskap í Tungu og bjó
þar til 1942 er hann gerðist kaupa-
maður og síðan ársmaður, m.a. á
Laugabóli og Kirkjubóli í Langadal.
Hann gerðist síðan ráðsmaður að
Lundi í Lundarreykjadal hjá Herluf
Clausen 1944 en lenti þá i slysi er
íbúðarhúsið að Lundi brann 9.11.
1944. Hann var þá fluttur til Reykja-
víkur og hefur búið þar síðan.
Ásgeir hóf störf hjá Pósti og síma
1945, var póstburðarmaður þar í
nokkra daga, síðan póstafgreiðslu-
maður, varð póst- og símstöðvar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli 1946-47,
varð yfirpóstafgreiðslumaður og
loks póstyarðstjóri.
Ásgeir sat í hreppsnefnd Nauteyr-
arhrepps 1938-42, sat í stjórn deildar
KÍ í Nauteyrarhreppi 1940-42, í
stjórn Ungmennafélagsins Huld um
árabil. Hann sat í stjórn Póstmanna-
félags íslands 1945-56 og var for-
maður þess 1968-70. Ásgeir sat í
stjórn Norræna póstmannaráösins
1968-70 og var formaður þess 1969.
Ásgeir starfaði í Framsóknar-
flokknum 1940-51, var einn af stofn-
endum Þjóðvarnarflokks íslands og
var tvisvar í framboði fyrir flokkinn
í Norður-Isafjarðarsýslu. Hann var
varaborgarfulltrúi í Reykjavík
1962-66. Þá var hann formaður
Öldrunardeildar Póstmannafélags
íslands 1982-86.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 21.6.1941 Ingileifi.
Guðbjörgu Markúsdóttur, f. 23.4.
1918, d. 8.8.1976, húsmóður en hún
var dóttir Markúsar Kr. Finn-
björnssonar, útvegsb. á Sæbóli í
Aðalvík, og konu hans, Herborgar
Árnadóttur frá Skáladal í Sléttu-
hreppi.
Synir Ásgeirs og Ingileifar: Hösk-
uldur Borgar Ásgeirsson, f. 3.12.
1941, d. 9.11.1944; Ásgeir Ásgeirsson,
f. 14.4.1941, d. 15.8.1941 (kjörsonur);
ÁsgeirÁsgeirsson, f. 1.9.1951, sjó-
maður í Kópavogi, kvæntur Ástu
Halldórsdóttur húsmóður (kjörson-
ur); Höskuldur Borgar Ásgeirsson,
f. 29.3.1952, forstjóri fyrir Iceland
Seafood Ltd. í Frakklandi, kvæntur
Elsu Þuríði Þórisdóttur húsmóður
(kjörsonur).
Barnabörn Ásgeirs og Ingileifar
eru núsjötalsins.
Systkini Ásgeirs: Jón Kristinn
Höskuldsson, f. 24.3.1918, lengst af
leigubílstjóri í Kópavogi, kvæntur
Kristrúnu Magnúsdóttur frá Arn-
þórsholti og eiga þau þijá' syni; Guð-
mundur Höskuldsson, f. 18.6.1919,
lengst af fulltrúi hjá Samvinnu-
tryggingum, kvæntur Guðnýju Ás-
geirsdóttur húsmóður og eiga þau
fimm börn; Aðalsteinn Höskulds-
son, f. 23.8.1920, d. 17.4.1987, starfs-
maður hjá Seðlabankanum, var
kvæntur Karólínu Sigríði Jónsdótt-
ur úr Hrútafirði en slitu samvistum
og eru synir þeirra tveir en seinni
kona Aðalsteins var Björk Friðriks-
Asgeir Höskuldsson.
dóttir úr Reykjavík og eignuðust
þau fjögur börn; Níelssína Steinunn,
f. 10.1.1927, d. 1929.
Foreldrar Ásgeirs voru Höskuldur
Kristinn Jónsson, f. 24.12.1888, d.
14.7.1936, b. á Hallsstöðum og í
Tungu, og kona hans, Petra Guð-
mundsdóttir, f. 9.6.1888, d. 7.6.1958,
húsfreyja og ljósmóðir.
Bróðir Höskuldar var Jón, faðir
Höskuldar, forstjóraÁTVR. Hösk-
uldur var sonur Jóns, b. í Hlíðar-
húsum á Snæfjallaströnd, Egilsson-
ar, sjómanns á Snæfjallaströnd,
Þorgrimssonar. Móðir Höskuldar
var María Kristjánsdóttir, vinnu-
manns á Laugalandi.
Petra var dóttir Guðmundar, hús-
manns í Þernuvík, Sveinssonar og
Petru Guðmundsdóttur, b. í Rima í
Laugardal á Barðaströnd, Ólafsson-
ar.
Ásgeir tekur á móti gestum að
Laugavegi 45, á staðnum Tveir vinir
og einn í fríi, milli klukkan 17.00 og
19.00 á afmælisdaginn.
Leiðrétting sviðsijós
Tilkynningar
um brúðkaup
Ákveðið hefur verið að veita
brúöhjónum ókeypis áskrift að DV
í þrjá mánuði eftir vígsluna. Til-
vonandi brúðhjón, sem áhuga hafa
á kynningaráskriftinni, þurfa að
fylla út eyöublað sem liggur
frammi á afgreiðslu DV en þar yrði
getið um nafn brúðhjónanna,
kennitölur þeirra, heimilisfang,
síma, vígslustað og tíma, nafn
prests (embættismanns) og nafn
foreldra brúðhjónanna.
Þessar upplýsingar yrðu síðan
birtar á ættfræðisíðu DV á fimmtu-
degi fyrir brúðkaupið en þær þurfa
þá að berast blaðinu í síðasta lagi
á þriðjudegi í sömu viku.
Áskriftartilboðið stendur frá
12.10. nk. ogútárið.
í afmælislista DV, miövikudaginn
2.10. urðu þau slæmu mistök að til-
kynning um gestaboð voru eignuð
öðrum en til stóð. Þar stendur að
Lilja Jóhannesdóttir taki á móti
gestum á Seltiarnarnesi á laugar-
daginn kemur. Þetta er ekki rétt.
Rétt er tilkynningin svona:
Guðrún Sigríður Magnúsdóttir,
Dvalarheimilinu Felli, Skipholti 21,
Reykjavík,
varð níræð miðvikudaginn 2.10.
Guðrún Sigríður tekur á móti gest-
um laugardaginn 5.10. frá klukkan
15.00-19.00 hjá systurdóttur sinni,
Rósu Tómasdóttur, og manni henn-
ar, Gunnari Bjarnasyni, að Látra-
strönd 3, Seltjarnarnesi.
Viökomandi aðilar eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti héldu fyrir nokkru málverka-
og myndlistarsýningu i skólanum. Sýnd voru fjölbreytt verk eftir nemend-
ur skólans þar sem sköpunargleðin fékk að njóta sin. Þessar ungu stúlk-
ur voru á meðal sýningargesta. DV-mynd Brynjar Gauti