Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991.
Utlönd______________________________________
Sögumar sem settu bandarískt þjóðlíf á annan endann í heila viku:
Talaði um getnaðar-
lim sinn og kyngetu
- Clarence Thomas orðinn hæstaréttardómari en sögurnar um hann lifa
„Hann sagði mér frá klámmyndum
sem hann hefði séð og að þar hefðu
sést menn með stóra kynlimi og kon-
ur meö stór bijóst í alls kyns sam-
farasenum. Þá sagði hann mér
nokkrum sinnum frá eigin kyngetu
og að limur hans væri óvenjustór,"
sagði lagaprófessorinn Anita Hill i
leynilegum yfirheyrslum hjá banda-
rísku alríkislögreglunni, FBI.
Hill hafði áður látiö laganefnd öld-
ungadeildarinnar vita að Clarence
Thomas, verðandi hæstaréttardóm-
ari, hefði áreitt sig kynferðislega þeg-
ar þau unnu saman i Washington.
Nokkrar setningur eins og sú sem
vitnað var til hér að ofan urðu til að
setja allt bandarískt þjóðlíf á annan
endann í heila viku.
Beðið við sjónvarpið
eftir fleiri sögum
Milljónir manna sátu sem límdar
við sjónvarpstækin og biðu eftir nið-
urstöðunni í deilu Thomas og Hill
og jafnvel nokkrum æsilegum sögum
til viðbótar.
Vestra eru menn skipaöir póhtískt
í æðstu stööur en þingnefndir hafa
neitunarvald og geta hafnað einstök-
um kandídötum standi þeir sig ekki
við yfirheyrslur. Slíkt gerist alloft og
hefur George Bush forseti tvívegis
oröið afturreka með dómaraefni fyr-
ir hæstaréttinn.
Nú munaði litlu að Bush yröi enn
að beygja sig fyrir öldungadeildinni
þar sem andstæöingar hans úr flokki
demókrata eru í meirihluta. Nokkrir
þingmenn demókrata gengu þá til
liðs við forsetann. Atkvæði féllu 52
gegn 48.
Aður en Anita Hill hleypti öhu í
bál og brand með framburði sínum
gegn Thomas þann 6. október var
talið að 57 þingmenn ætluðu að stað-
festa tilnefninguna á dómaraefninu.
í umróti liðinnar viku skiptu aðeins
5 þingmenn um skoðun og Thomas
verður hæstaréttardómari. Leiða má
að því líkur að allt sem Thomas geri
hér eftir verði skoðað í ljósi fráságn-
ar Hill af honum.
Staðhæfing gegn staðhæfingu
Thomas hefur alltaf neitað öllum
sögum Hill. Hann svaraði spurning-
um þingmanna á þann veg að hann
heföi ekki gert það sem Hill segði og
sér þætti það leitt ef framkoma hans
meöan þau unnu saman hafi orðiö
til þess að særa hana.
Thomas benti einnig á að hann
ætti mjög erfitt með að veija sig og
afsanna mál Hill því að í reynd væri
ómögulegt að vita hvað væri satt og
hvað logiö í sögum af þessu tagi. Þá
sagði hann einnig að blökkumenn
væru öðrum fremur berskjaldaðir
þegar á þá væru bornar sögur um
kynóra því að í Bandaríkjunum
væru þeir fordómar ríkjandi að
blökkumenn hugsuðu ekki um ann-
að en kynlíf.
Anita Hill lagaprofessor. Sagði hún
sannleikann?
Þetta var í fyrsta sinn í yfirheyrsl-
unum sem Thomas varði sig meö því
að vísa til fordóma gegn blökku-
mönnum. Thomas er andvígur því
að blökkumenn njóti forréttinda
vegna litarháttar síns eins og þegar
settir eru kvótar við stöðuveitingar.
Upphaflega stafaði andstaðan við
Thomas af því að hann er íhaldssam-
ur í skoðunum og andsnúinn róttæk-
ari kynbræðrum sínum í réttinda-
baráttu blökkumanna. Sú skýring
hefur verið gefin á framburði Hill
gegn Thomas að andstæðingarnir'
hafi viljað beita örþrifaráðum til að
hindra að hann hlyti embættið.
Sannleikurinn
sannleikans vegna
Hill hefur hins vegar marglýst því
yfir að hún hafi ekki boðist til að
vitna gegn Thomas heldur hafi verið
eftir því leitað. Þá hafi framburður
hennar verið leynilegur en á vitorði
þingmanna í hálfan mánuð áður en
hann varð opinber. Þegar málið
komst svo til fjölmiðla hafi Hill ekki
rofið leyndina heldur einhveijir
ókunnir menn tengdir þinginu. Hill
fullyrðir því að hún hafi aðeins sagt
sannleikann sannleikans vegna þeg-
ar eftir því var leitað.
Þótt öldungadeildarþingmenn hafi
kveöiö upp úrskurð sinn og sam-
þykkt tilnefningu Thomas í embætti
Clarence Thomas hæstaréttardóm-
ari. Sagði hann sannleikann?
Símamyndir Reuter
veit enginn meö vissu hvort sögur
Hill um hann eru sannar eður ei. Þar
stendur staðhæfing gegn staðhæf-
ingu og verður svo trúlega um alla
framtíð.
Fórnarlamb
„ný-McCartyismans“?
Margir lagamenn segja að Thomas
sé fremur illa að sér í ýmsum grein-
um lögfræðinnar og verðskuldi því
ekki að veröa dómari við hæstarétt-
inn sem gegnir mjög þýðingarmiklu
hlutverki við túlkun stjórnarskrár-
innar. Hann vildi til dæmis aldrei
láta uppskátt um afstöðu sína til fóst-
ureyðinga. Fóstureyðingar hafa þó
verið eitt helsta hitamálið vestanhafs
um árabil.
Almennt er gengið út frá að Thom-
as sé á móti frjálsum fóstureyðingum
en þrátt fyrir margra vikna yfir-
heyrslur eru menn engu nær um það
hvaða lagalegum rökum hann styður
mál sitt.
Þetta mál hefur einnig beint at-
hygli manna að því hvort Thomas
sé fórnarlamb svokallaös „ný-McC-
artyisma". Það heiti hefur verið gefið
ákafa kyennahreyfinga í að koma
höggi á alla karla sem ekki taka und-
ir með þeim í jafnréttisbaráttunni. í
slíkum málum eru aðdróttanir um
afbrigðilegt kynlíf notaðar til að gera
karlana tortryggilega.
Þannig hefur atburðarásin verið í
máli Clarence Thomas frá því fyrst
var farið að ræða tilnefningu hans í
embætti dómara við hæstarétt
Bandaríkjanna í sumar:
1. júlkGeorge Bush forseti tilkynnir
að hann hafi ákveðið að tilnefna
Thomas í dómaraembættið.
3. september:Fyrst leitað til Anitu
Hill lagaprófessors um upplýsingar
um Thomas en hún vann undir hans
stjórn við ýmsar stjórnarstofnanir í
Washington.
10.-20. september:Fyrstu yfirheyslur
laganefndar öldungadeildarinnar yf-
ir Thomas.
23. september:Hill sendir laganefnd-
inni með faxi sögu sína um kynferð-
islega áreitni Thomas við sig.
24. september:Alríkislögreglan yfir-
heyrir Hill vegna ásakananna.
6. október:Saga Hill birtist í dagblað-
inu Newsday og vekur gífurlega at-
hygli. Starfsmenn þingsins grunaðir
um að leka upplýsingum.
8. október:Kjöri um staöfestingu á
skipun Thomas í embættið frestað.
Sögulegar yfirheyslur í beinni út-
sendingu hetjast.
15. október:Öldungadeildin staðfestir
skipunina með fjögurra atkvæða
mun.
DV
Klámsögur
varða við lög
Eftir bandarískum lögum varð-
ar kynferöisleg áreítni á vinnu-
stað við lög jafnvel þótt ekki sé
um líkamlega snertingu að ræða.
Mörg dómsmál hafa unnist vegna
þess að konur sættu sig ekki við
klámsögur starfsfélaga sirnia af
hinu kyninu.
Eitt frægasta dæmið er þegar
Lindsay Allison, hundatemjari
hjá lögreglunni á Long Beach í
Kaliforníu, kærði vinnufélaga
sína fyrir að segja klámsögur í
hennar áheyrn í vinnutimanum.
Þá sagði hún að þeir hefðu verið
með klámblöð á lögreglustöðinni
og jafnvel klámmyndbönd. Þá
sagði hún að lögreglumennirnir
hefði pissað að sér ásjáandi.
Allison vann málið og fékk 1,4
milijónir dala í skaðabætur
vegna niðurlægingarinnar sem
hún sagðist hafa orðið fyrir. Það
eru um 85 milljónír íslenskra
króna.
Kom Kennedy
sögu Anitu Hill
til fjölmiðla?
Trúlega verður aldrei úr því
skorið hvernig blöð í Washington
komust yfir framburð Anitu Hill
gegn Clarence Thomas. Fram-
burðurinn átti að vera leynilegur
en lak samt út. Starfsmenn þings-
ins eru grunaðir um verkið og í
umræðunum um málið var Ed-
ward Kennedy öldungadeildar-
þingmaður sakaður um að standa
fyrir lekanum.
Kennedy hefur staðfastlega
neitaö þessum áburði og segir að
stuðningsmenn Thomas reyni að
klína sökinni á sig til að dreifa
athyglinni frá sjálfú málinu.
Kennedy hefur um langt árabil
átt i erfiðleikum pólitískt vegna
söguburðar um einkalíf sitt. Nú
síðast í vor þegar sagt var að
hann hefði sést nakinn á hlaup-
um eftir kvenfólki á sveitasetri
sínu í Flórída.
Þessi kona
þarfaðbiðja
tilGuðs
„Ég vildi benda þessari konu á
aö biðja til Guðs. Hún þarf þess
svo sannarlega með. Guð einn
getur hjálpað henni að ná áttum.
Hún særði son minn,“ sagðiLeola
Williams, móðir Thomas dómara,
þegar niðurstaða öldungadeildar-
innar lá fyrir. Hún var mjög æst
og hrópaði m.a. „Þakka þér, Jes-
ús!“
Thomas er kominn af fátæku
suðurríkjafólki þar sem trúín er
sterk. Þar er hatrið líka sterkt og
er talið að það hafi einkum verið
suðurríkjaþingmenn demókrata
sem gengu gegn flokki sínum og
kusu Thomas með repúblikönum
af ótta við aö missa ella sæti sín
í næstu kosningum.
Sjónvarpað til
fjörutíu millj-
óna heimila
Talið er að á um 40 milljónum
heimila í Bandaríkjunum hafi
verið horft á yfirheyrslur laga-
nefndar öldungadeildarinnar yfir
þeim Thomas og Hill. Annað
sjónvarpsefni féll algerlega í
skuggann á meðan.
Kannanir sjónvarpsstöðvanna
sýndu að á meöan hver einn
áhorfandi kaus að horfa á beinar
útsendingar frá hafnaboltaleikj-
um þá vildu þrír heldur sjá yfir-
heyrslurnar. Mjög fátítt er að
svona nokkuð gerist í Bandaríkj-
unum, jafnvel þótt landsmenn
eigi í styrjöld eins og við Persafló-
ann fyrr á árinu.
Nýskipaður hæstiréttur Bandarikjanna.
Teikning Lurie